Morgunblaðið - 20.03.1976, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976
Á hættu-
slóðum í
ísraelSKSre
Sigurður
Gunnarsson þýddi
holunni. VöruflutninL'abíllinn kom rétt á
eftir þeini. Var annars nokkur aö syngja?
Nei. þáö var líklega tóm vitleysa. Óskar
var víst bara orðinn eitthvaö skrítinn,
vegna þessarar miklu taugaspennu,
vegna þessarar sífelldu hættu sem hér
var alls staöar yfirvofandi í þessu landi.
Þeir náiguöust nú óöum Djúpavatn.
Mýrarnar tóku aö gera vart viö sig, og
þeir óku fram hjá fúlum tjörnum, sem
höföu ekkert afrennsli. Þaö var einmitt
hér sem mýflugurnar, sem báru malaríu-
sóttkveikjjna höföust viö. ()g hér kváóu
einnig vera hæöi slöngur og villinaut.
Nú óku þeir fram hjá oíurlitlu kjarr-
lendi, sem var rétt viö vegarbrúnina,
Sýriandsmegin. Allt í einu brauzt ein-
r COSPER-------------\
Segðu hinum umsækjendunum að þvf miður
sé ekki pláss fyrir nema tvo einkaritara.
hver skepna út úr kjarrinu. Jesemel
hljóðaði af hræðslu, missti í fyrsta sinn
vald á bílnum og ók út af veginum. En
sem betur fór varö ekki alvarlegt slys, og
tókst bílstjóranum unga að komast brátt
upp á veginn á ný. Dýr þetta var einmitt
villinaut, stór, sérstæö tegund, meö löng
horn og mikinn fitukepp á hnakkanum.
Þaö varð frávita af hræóslu og hljóp upp
brekkurnar inn i Sýrland.
En svo heyróist skyndilega ægileg
sprenging. Öskar sá aö þetta þunga dýr
þeyttist upp í loftið ásamt sandi og mold,
en féll svo niður og huldist þykku ryk-
skýi. Jesemel hljóðaöi aftur og snarstööv-
aói jeppann. Óskar stökk út og ætlaði að
hlaupa upp eftir, en Míron þreif tafar-
laust í öxl hans og kallaði reiðilega:
,,Þú ferö ekki fet.“
Kykskýiö leystist nú úpp, og þeir sáu
villinautiö sundurtætt í fimmtíu metra
fjarlægö. Eftir nokkra þögn sagði Míron:
„Þaö hefur hlaupiö inn á sprengju-
svæöi.“
Þeir héldu áfram. Óskari var mjög
órótt innan brjósts. Hann fyrirvarð sig
fyrir aó hafa verið svo hugsunarlaus aö
ætla aö hlaupa yfir landamærin. En
Míron sagöi: „Jæja, vió komumst þá að
því, aö Arabar hafa lagt jarösprengjur
meðfram landamærunum. Ef til vill hafa
þeir gert þaó í nótt, — og ef til vill hafa
þeir líka lagt sprengjur okkar megin.“
Okkar megin, — okkar megin viö
landamærin... . Þessi orð grópuðust i vit-
und Óskars og hljómuðu sífellt í huga
hans. Ef til vill höföu þeir líka lagt
jarösprengjur hér í veginn... Já, hvert
veit?. .. Og þá. . . og þá.. .
En jeppinn þaut áfram, og ekkert
óhapp kom fyrir sem betur fór. Og eftir
um þaó bil tveggja kílómetra akstur,
beygóu þeir frá landamærunum og niður
á mýrarnar. Hér óx pappírssef og hér var
aðal heimkynni $langnanna. Hér áttu
þeir einmit aö vinna.
Hingað haföi verið flutt stór skurð-
grafa og tveir varðmenn höfðu vakað yfir
henni alla nóttina. Þeir höfóu ekki orðið
varir viö neina arabíska spellvirkja.
Varðmennirnir tveir voru nú leystir af
hólmi og héldu heim til samyrkjubúsins.
Og svo voru þeir þá komnir til starfa,
hingaö í mýrarnar, Óskar og allir hinir.
Landamærin voru ekki langt frá — og ef
til vill haföi jarösprengjum verið komió
fyrir í gruggugu mýrarvatninu, sem þeir
\
MORÖdN-íHK
waffino \\ H*
Bfðiö. IVIér sýnist hann vera Eg vona bara að ég fölni ekki
pabhi þinn. þegar þeir sýna mér reikning-
inn.
Þú hefur möguleika á að málið Hef ég ekki lamiö þig einhvers
verði tekið upp á öðrum vett- staðar áður?
vangi, gáfnastig þitt er sama
og 5 ára drengs.
Karl keisari 5. spilaöi eitt
sinn „piquet" við einn liðsfor-
ingja sinna. Keisarinn fékk
þrjá kónga í gjöf og mælti:
— Ég legg við höfuð drottn-
ingarinnar, að ég vinn.
Liðsforinginn fékk þrjár
drottningar og kevpti þá
fjórðu. Drottning keisarans
stóð við hliö honum, sá þetta
og hrá lifum. En hermaðurinn
kastaði spilunum. Keisarinn
tók eftir fátinu. sem kom á
drottninguna og gekk á hana
svo hún sagöi sem var.
— Og þér kastið svona góð-
um spilum, sagði keisarinn við
liðsforingjann.
— Yðar tign afsakar það,
svaraði liðsforinginn, þér vor-
uð sjálfur fjórði kóngurinn,
svo að mínar drottningar voru
ónýtar.
\
Forstjórinn kom vel við skál
út úr veitingahúsi í fvlgd með
einum skrifstofumanni sínum.
Kom þá svínahópur á móti
þeim.
— Heyrðu Jón, kallaði for-
stjórinn til skrifstofumanns-
ins, komdu og heilsaðu upp á
félaga þína
— Þetta er einkennilegt
svaraði skrifstofumaðurinn:
forstjóranum fer eins og mér
fór stundum á meðan ég vann í
prentsmiöjunni og var setjari.
— Nú, hvernig þá? spyr for-
stjórinn.
— Jú. það kom oft fyrir, að
ég setti „þ“ þar sem átti að
setja ,jm“
X
— Kemurðu enn að biöjaum
skó, sagði góöhjartaður maður
við umrenning. Hvað gerðirðu
við þá, sem ég gaf þeir á sið-
ustu viku?
— Eg bið afsökunar, en við
sváfum saman í nótt, vinur
minn og ég, og hann vaknaði á
undan mér.
V________________________________/
Arfurinn í Frakklandi
Framhaidssaga eftir Anne Stevenson
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
23
Eiginlega er þetta mitt annaö
heimiii.
— Er fjölskylda þín ættuð
héðan?
— Móðir mín. Hún er skvld
Marcel. Eg veit ekki hvort ég get
með góðu móti gert tilkall til
arfsins, bætti hún við og hló
gleltnislega. — En eins og þú
veizt eru Erakkar frændræknir
og fjölskvlduelskir með afbrigð-
um.
— Eg hef aldrei kynn/.t slíku,
sagði David. — En það er varla
von, þar sem ég á enga fjölskvldu.
— Þetta hijómar ósköp ein-
sta-ðingslega.
— Það er nú góð bvrjun að fá
þigtil að hafa samúð með mér.
Hún leit snöggt á hann og í
augnaráði hennar fólst bæði
glettni og hlýja.
— Nokkuð að frétta af týnda
líkinu þínu? spurði hún.
— fig læt Gautier og tengiliði
hans um að finna það. fig veit
ekki tíl að nokkuð hafi spurzt til
þess. Sagðirðu Marcel frá þessu?
— Mér fannst það nú ekki koma
honum neitt við.
— Þakka þér fyrir.
— Ekkert að þakka.
Hún sneri sé frá honum og
horfði vfir vlnviðarbreiðurnar á
báðar hendur.
Skömmu seinna héldu þau
aftur af stað og David settist nú
undirstýri.
— fig ætla að taka mér bíla-
leigubfl þegar ég kem inn i bie-
inn, sagði David. — Hvernig stóð
annars á þvf að þú komst ekki að
sækja mig um hádegið heldur
Nicole?
— Nícole hauðst til þess. Ég
vildi ekkert vera að særa hana
með þvi að afþakka það. Auk þess
á hún betri bfl en ég.
— fig býst við það sé eitt af
viðkvæmu málunum hjáPaul.
— Að visu. En það er honum
sjálfum á kenna. Hann
getur ekki búizt við að
Marcel cndist til að kaupa
bfla handa honum þegar hann
keyrir þá jafnótt í klessu.
Marcel sagði honum sfðast að nú
gæti hann séð um málið sjálfur ef
hann evðilegði bilinn. Tveimur
mánuðum sfðar lenti hann f
einum árekstrinum til viðbótar.
Og fær ekki fleiri leikföng f bili.
— fin Marcel virðist mikill
höfðingi.
— Hann er það. Að minnsta
kosti ef maður fellir sig við þá
skilmála að kyssa á honum
tærnar. Heldurðu að þú gætir
fellt þig við það — jafnvel þótt f
óeiginlegri merkingu sé.
David hristi höfuðið.
—Ég veit það ekki. Þið hafið
öll dálftið einkennilega afstöðu
til Carriers, en mér finnst hann
bæði fágaður og venjulegur
milljónamæringur. Hvað er at-
hugavert við að vera gjafmildur.
Þið þurfið ekki að taka við gjöfi
um hans, nema þið viljið.
— Rétt. Öldungis rétt, sagði
Helen. — Við erum bara van-
þakklætisormar.
— Og hann hefur sannað að
hann er einnig hugrakkur maður.
— Þú átt við það frægðarorð
sem fer af honum varðandi fram-
göngu hans f strfðinu. Já, ég býst
ekki við að neinum dytti f hug að
gera minna úr þvf en efni standa
til. Ég veit að þetta var hálfgild-
ings her, sem hann réð yfir. Þrfr
hópar f héraðinu meira og minna
f samvinnu og Marcel stýrði störf-
um þeirra.
— Hvað kom fyrir Herault
lækni?
— fig veit það ekki. Hann hvarf
af sjónarsviðinu eftir að dóttir
hans dó. En annars veit ég ekkert
nema það sem Gautier hefur sagt
mér öðru hverju. Marcel (ar aldr-
ei orði að neinu.
Þau námu staðar i næsta þorpi
og settust á útikaffihús og fengu
sér glas af léttu vfni. Vörubill ók
framhjá fullur af verkamönnum.
sem flautuðu af hjartans innlifun
og var það bersýnilega Helen til
heiðurs.
David var einna helzt orðinn á
þvl að þarna vildi hann una það
sem eftir væri. Þau sátu undir
limmiklu tré og svo langt sem
augað evgði hreiddu úr sér vfn-
viðarhreiðurnar i sólarblfðunni.
— Viltu borða með mér f
kvöld? spurði hann Helen.
— Já, sagði hún.
— Gott.
Þau fengu sér annað glas af
vfni áður en þau áttuðu sig á þvf
hversu framorðið var og þau risu
á fætur og tygjuðu sig, ófús þó, til
brottfarar.
Þegar þau nálguðust bæinn
mundi David eftir dálitlu.
— Ég var að hugsa um að fara
og hitta Mme Desgranges i kvöld.
— Það er ágætt. Ég skaf koma
með þér.
— Viltu gera það, Helen. Þakka
þér fyrir.
Þau lögðu bflnum á hflastæðið
og gengu f áttina að gistihúsinu.
Þau höfðu ákveðið að snæða þar
og Helen fullyrti að maturinn
væri ágætur. t þröngum móttöku-
salnum gengu þau næstum um
koll miðaldra enskt par sem var
að fvlla út skýrslur sinar. Þau