Morgunblaðið - 01.04.1976, Side 3

Morgunblaðið - 01.04.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRlL 1976 3 - ' . rrv. _ .. ---‘ ’ ' ' « - ■ « • ... O. „w^. .... «•“ . .*-• Ljósm Mbl.Ol. K. M. FRAMKVÆMDIR í nýja miðbænum eru nú óðum að hefjast og verður væntanlega í þessum mánuði tekin fyrsta skóflustungan að húsi verzlunarinnar en það verður fyrsta húsið sem rís I miðbænum. Þegar eru hafnar framkvæmdir við gatnagerð og eru jarðvegsskipti i þeim tilgangi þegar hafin. Meðfylgjandi mynd var tekin í gær er unnið var við undirbúning gatnagerðarinnar i nýja miðbænum. Fjölbýlishús fyrir aldraða í undir- búningi á Þórshöfn Gamla fólkið mun sjálft eiga íbúðirnar t UNDIRBÚNINGI er bygging fjölhýlishúss fyrir aldraða á Þórshiifn á Langanesi. Standa fjórir hreppar að byggingunni, Þórshafnarhreppur, Svalbarðshreppur, Sauðaneshreppur og Skeggjastaðahreppur og mein- ingin að hún verði byggð f tengslum við fyrirhugaða heilsugæzlustöð á Þórshöfn. Pálmi Ólason oddviti á Þórs- höfn sagði við Mbl. í gær, að hug- myndin væri sú að leysa hús- næðismál aldraðra með öðrum hætti en víðast annars staðar. Væri ætlunin að byggja fjölbýlis- hús, þar sem gamla fólkið legði sjálft fram peninga i íbúðirnar og yrði þar með eigandi að þeim. Siðan myndi ríkið koma til móts við gamla fólkið með fjárframlög- um. Þessar íbúðir myndu siðan ganga kaupum og sölum og gengi aldrað fólk fyrir um kaup á þeim. Ef gamalt fólk gæfi sig ekki fram sem kaupendur gæti stofnunin gengið inn i kaupin og ráðstafað íbúðinni eins og hún teldi bezt. Pálmi sagði að mál þetta hefði verið rætt við gamalt fólk í við- komandi hreppum og hefur það sýnt mikinn áhuga á framgangi þess. Pálmi endurtók að þetta væri allt á byrjunarstigi og ekki væri farið að ræða um stærð fjöl- býlishússins né þá þjónustu, sem veita á gamla fólkinu, sem þar kemur til með að búa. Leigjandi réðst á hálfníræða konu IIÁLFNlRÆÐ kona var hætt komin um hádegisbilið í gær þegar leigjandi konunnar réðst á hana f æðiskasti. Telur konan sér hafa orðið það til Iffs, að annar leigjandi hennar, aldraður maður, tókst að koma henni til hjálpar en hann varð fvrir nokkrum áverkum f átökum við hinn manninn. Lögreglan handsamaði sfðar árásarmanninn, sem er óreglumaður og hefur áður komizt f kast við liigregluna. Konan heitir Kristín Jóhanns- dóttir og býr að Freyjugötu 6 í Reykjavík. Hún var vel málhress, þegar Morgunblaðið hafði sam- band við hana í gærkvöldi og kvaðst ekki hafa orðið fyrir alvar- legum áverkum. „Þessi maður leigir hjá mér herbergi og er búinn að vera hér síðan 10. þ.m.,“ sagði Kristin i samlali við Morgunblaðið. „Það bar ekkert á neinu varhugaverðu í fari hans fyrst og mér virtist hann hinn almennilegasti maður að sjá. Siðar fór ég þó að verða þess vör, að það barst svo einkennileg lykt úr herberginu hans, svo að það var eins og hann væri með ein- hvern húsgagnaáburð eða eitt- hvað því um likt en ég hef nú komizt að að það var þynnir. Um leið fór mér að virðast maðurinn nokkuð undarlegur, svo að í gær fór ég inn til hans og spurði hvaða lykt þetta væri. Ég hafði opnað herbergið hans með mínum eigin lyklum og var með þá í höndunum en þá gerist það að maðurinn stendur upp án þess að segja orð og rífur af mér lyklana. Mér tókst þá að komast út og ekkert frekar varð úr þessu.“ Kristín kveðst síðan hafa verið inni á baði hjá sér í gær að stússa, en verður þá mannsins vör og heldur að hann sé að fara út. „En þá er ekkert annað en hann vindur sér inn á bað til mín, lokar hurðinni og aflæsir með renni- loku. Ég spyr hann hvort hann ætli ekki að hleypa mér út en hann ræðst á mig. Eg reyni eins og ég get til að opna en hann skellir mér þá I gólfið og leggst ofan á mig. Þann þjarmaði þannig svo að mér, að ég hélt ég væri að kafna og svo verð ég þess vör að hann reynir að koma höndunum um háls mér. Einhvern veginn tókst mér þó að koma í veg fyrir það. Hins vegar vissi ég af 73ja ára gömlum manni í næsta her- bergi, sem ég leigi einnig, og ég kalla í hann. Og það var hann sem bjargaði mér. Ég kallaði til hans og bað hann að hringja í lögregl- una en hann heyrði það ekki heldur kom að hurðinni og skipaði hinum manninum að opna. Hinn þvertók fyrir það og kvaðst þá gamli maðurinn mundu brjóta upp hurðina, ef hann opnaði ekki. Við það losaði hinn Framhald á bls. 22 Rannsóknarlögreglan í Keflavík: Yfirlýsing vegna myndbirtinga MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi yfirlýsingu: Af gefnu tilefni skal eftirfar- andi tekið fram, varðandi þá ákvörðun okkar, er höfðum með höndum rannsókn Geirfinnsmáls- ins á sínum tima, að birta ekki ljósmynd þá af Geirfinni Einars- syni, sem nú hefur verið birt í fjölmiðlum: I upphafi rannsóknarinnar fékk lögreglan í hendur ljósmynd þá af Geirfinni Einarssyni, sem birt var i fjölmiðlum. Okkur var ljóst að útlit Geirfinns hafði breytzt talsvert frá þvi myndin var tekin, þar til hann hvarf. Var því leitazt við að fá nýrri Ijós- mynd af honum. Ljósmynd sú, sem nú hefur verið birt og sýnir Geirfinn allmikið breyttan frá þeirri mynd er áður hafði birzt, kom fram 15 dögum eftir að eldri ljósmyndin birtist. Þá þegar var haft samband við eiginkonu Geir- finns og hún spúrð álits á mynd þessari. Þar sem hún taldi að nýrri ljósmyndin næði ekki að sýna betur en sú fyrri helztu út- litseinkenni Geirfinns af ástæð- um sem hún taldi upp, var sú ákvörðun tekin að birta þá mynd ekki i fjölmiðlum. Meðal annars var Geirfinnur kominn með mun meira og úfnara hár þegar hann hvarf, en hin nýbirta mynd sýnir og einnig var hann grennri i and- liti en myndin sýnir. Rannsóknarlögreglan I Keflavfk. Ólafur Ólafsson kristniboði látinn Olafur Olafsson ÖLAFUR Olafsson kristniboði lézt á Landakotsspít alanuni i Revkjavík að morgni 30. marz. Olafur var 80 ára að aldri þegar hann lézt. Olafur Olafsson fæddist að Desey i Norðurárdal 14. ágúst 1895. Foreldrar hans voru Olafur Ölafsson bóndi þar og kona hans Guðrún Þórðardóttir. Hann stundaði nám i Hvítárbakkaskóla 1912—T4, var i kvöldskóla í Reykjavik einn vetur og braut- skráðist frá kristniboðsskóla í Noregi árið 1920 eftir 5 ára nám. Ölafur var kristniboði í Honan- héraði i Kina árin 1921—’37 og var fyrsti Islendingurinn, sem sendur var til kristniboðs hjá þjóð, sem ekki var kristin. Frá háustinu 1937 var Ölafur starfs- maður Sambands islenzkra kristniboðsfélaga og var búsettur i Reykjavík. Ölafur’ lét málefni kirkjunnar Framhald á bls. 22 ALLT FYRSTA FLOKKS FRÁ KENWOOD the sound approach to quality ENWOOD Einkaumboð FALKINN Suðurlandsbraut 8, Reykjavík. Sími 84670.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.