Morgunblaðið - 01.04.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1976
13
mörg ár. Áöur en stríðið hófst var
Angola annað mesta kaffifram-
leiðsluland Afríku, næst á eftir
Fílabeinsströndinni. Þar að auki
verður Benguela-járnbrautin
óstarfhæf i marga mánuði, þar
sem mikilvægustu brýrnar á
henni lengst í austri voru
sprengdar í loft upp, og járn-
brautin verður auðvelt skotmark
skæruliða ef þeir láta til skarar
skriða.
Auk þess er mikill hörgull á
hæfum embættismönnum og
tæknifræðingum, þar sem flestir
hvítir menn í Angola flýðu til
Portúgals í stríðinu. Þó hafa þeir
verið svo óánægðir með dvölina i
Portúgal vegna öngþveitisins þar,
að margir þeirra vilja snúa aftur.
Angola hefur mikla þörf fyrir þá
en MPLA hefur hafnað beiðni
margra þeirra um að koma aftur
af hugsjónafræðilegum ástæðum.
LEIFTURSÓKNIN
MPLA vann sigur sinn í
borgarastríðinu eftir fimm daga
leiftursókn. Þegar henni lauk réð
MPLA yfir landinu öllu nema
strjálbýlu eyðimerkursvæði
lengst í suðri, þar sem um 5.000
suður-afrískir hermenn bjuggust
til varnar umhverfis orkuverið
við Cunene-ána og smásvæði
lengst í norðri.
Herlið MPLA náði fyrst undir
sig stjórnarsetri Unita, Huambo,
sem er önnur stærsta borg Angola
með 65.000 íbúum. Unita hélt því
fram, að liðsmenn hreyfingar-
innar hefðu varizt hreystilega, en
í raun og veru höfðu þeir hörfað
frá borginni nokkrum klukku-
stundum áður en liðssveitir
MPLA sóttu inn í hana, ef til vill
til að koma i veg fyrir mannfall
meðal óbreyttra borgara.
Einum degi siðar skýrði
Luanda-útvarpið frá því, að herlið
MPLA hefði náð á sitt vald
hafnarbæjunum Lobito og
Benguela. Skömmu síðar náðu
liðssveitirnar bænum Luso og þar
með réð MPLA yfir allri
Benguela-járnbruatinni sem
kopar frá Zambiu og Zaire, er
studdu Unita og FNLA, hefur
verið flutt um til strandar. Að svo
búnu sótti MPLA austur á bóginn
og tók Silva Porto, sem nú heitir
Bie og var aðsetur herstjórnar
Unita.
Hergögnin sem MPLA fékk frá
Rússum (siðan virðast
rhódesískir skæruliðar hafa eitt-
hvað af hergögnunum), voru m.a.
skriðdrekar af gerðunum T-54 og
PT-76, sem er hægt að beita bæði
á landi og sjó, eldflaugaskot-
pallar, loftvarnaeldflaugar af
gerðinni Sam-7 orrustuþotur af
gerðinni MIG-21 og auk þess
nokkur herskip. Rúmlega 1.000
sovézkir hernaðarráðunautar
voru sendir til Angola, en beiting
þessara hergagna var fyrst og
fremst í höndum kúbönsku
hermannanna.
Um 7.000 kúbanskir hermenn
tóku þátt í sókninni í Suður-
Angola auk sovézkra hernaðar-
ráðunauta. 1 árásinni á Huambo
'var teflt fram 6.000 kúbönskum
hermönnum og 20 vopnuðum
þyrlum, 70 brynvörðum vögnum
og skriðdrekum, tveimur MIG-
21-orrustuþotum auk eldflauga og
loftvarnaeldflauga, sem ollu
miklu manntjóni. Eldflaugum var
fyrst beitt að ráði í fyrstu viktr
desember, þegar margir óbreyttir
borgarar féllu í árás á bæ í
Norður-Angola, Ampriz, sem var
jafnaður við jörðu. Einum
mánuði síðar biðu þúsundir
óbreyttra borgara bana i loftárás-
um á Negage og annan bæ.
I janúarlok voru þrír bæir í Mió-
Angola, Kibala Santa-Koma og
Cela, jafnaðir við jörðu. Sama dag
hermdu fréttir, að sovézkir og
kúbanskir hermenn hefðu myrt
250 óvopnaða þorpsbúa, þar á
meðal konur, börn og gamal-
menni, i bænum Busaki, 72 km
fyrir norðan Luso.
„CALLAN OFURSTI“
A norðurvígstöðvunum var
ástandið rólegra. Þar unnu liðs-
sveitir MPLA auðveldan sigur á
sundurleitum liðsafla málaliða og
FNLA-hermanna í hafnarbænum
ZAIRE
Ivador
Bengueía
Santo Antonio do Zaire við
Kongófljót. Síðan þjörmuðu þeir
að síðasta virki FNLA, í Sao
Salvador, rétt hjá landamærum
Zaire.
Sigrar MPLA urðu alvarlegt
áfall fyrir hvita málaliða, öðru
nafni „villigæsirnar'1, sem hafa
haft orð fyrir að vera ósigrandi í
Afriku síðan þeir börðust i Biafra
og Kongó. Brezkir málaliðar í
þjónustu FNLA reyndu að stöðva
sókn kúbanskra skriðdreka i bar-
dögunum um Santo Antonio do
Zaire, en þar er mikilvæg oliu-
hreinsunarstöð. Þeir urðu að lúta
í lægra haldi þar sem þeir höfðu
engin vopn til að berjast með
gegn skriðdrekum Kúbumanna,
og flýðu við lítinn orðstír. Mikið
mannfall varð í liði þeirra, og
Holden Roberto, foringja FNLA
tókst með naumindum að flýja í
lítilli flugvél til Zaire.
Málaliðarnir urðu jafnvel fyrir
enn meira áfalli þegar upp komst
um fjöldamorð illræmds málaliða-
foringja, Kýpur-Grikkja að nafni
Costas Georgiou, sem mála-
liðarnir kölluðu Callan ofursta og
hafði verið rekinn úr brezku fall-
hlífasveitunum á Norður-Irlandi
fyrir glæpastarfsemi. Einn undir-
manna hans hafði sprengt upp
jeppa sem honum sýndist vera
einn af skriðdrekum fjand-
mannanna. Georgiou og aðstoðar-
maður hans leiddu þá fjórtán
málaliða út á akur og skutu þá til
bana með köldu blóði. Seinna
bárust þær fréttir að Georgiou
hefði fallið, en aðstoðarmaður
hans var tekinn af lífi. I London
urðu þessir atburðir til þess að
rannsókn var fyrirskipuð á
ráðningu málaliða þar. Frá því
var skýrt, að talið væri að allt að
100 málaliðar hefðu fallið í
Angola.
LOKASÖKNIN
Meðan þessu fór fram sótti
suðurfylking MPLA með
stuðningi sovézkra skriðdreka af
gerðinni T-34 og þyrlna búnum
fallbyssum og með Kúbumenn í
broddi fylkingar 320 kílómetra
vegalengd í suður frá Huambo án
þess að mæta mótspyrnu. Liðs-
aflinn tók bæinn Sa da Bandeira,
sem nú heitir Lubango, hafnar-
bæina Maeamedes og bæinn
Serpa Pinto, sem Unita hefði
getað notað fyrir bækistöð. Þar
með átti liðsaflinn aðeins 240 km
ófarna að landamærum Suðvest-
ur-Afríku og varnarlínu Suður-
Afrikumanna.
Þar með leit út fyrir að til
landamærastyrjaldar gæti komið
milli Suður-Afríkumanna og
MPLA og Kúbumanna. Öttazt var
að Kúbumenn mundu veita liðs-
mönnum Unita eftirför inn í Suð-
vestur-Afriku (Namibíu) þar sem
12000 flóttamenn höfðu safnazt
fyrir, og að þar með gæti hafizt
„hræðileg styrjöld í sunnanverðri
Afríku", eins og brezki utanríkis-
ráðherrann James Callaghan
komst að orði. Um þetta leyti voru
80.000 flóttamenn á suðurleið og
Sameinuðu þjóðirnar synjuðu
Suður-Afríkustjórn um fjárveit-
ingu til að sjá fyrir þeim, en hins
vegar sendi Alþjóða Rauði
krossinn ábreiður, tjöld og
hjúkrunargögn.
En stjórnin i Luanda hélt aftur
af kúbönsku hermönnunum,
þegar minnstu munaði að til
átaka kæmi milli þeirra og Suður-
Afríkumanna. Landvarnaráð-
herra Suður-Afriku, Pieter
Botha hélt því fram að suður-
afríska herliðið mundi auðveld-
lega ,ráða við MPLA og Kúbu-
mennina þrátt fyrir hinn mikla
sovézka vopnabúnað þeirra. Jafn-
framt vildi Botha ekki útiloka
möguleika á samkomulagi við
stjórnina í Luanda, og ljóst var að
Suður-Afríkumönnum var um-
hugað um að ekki kæmi til bar-
daga umhverfis orkuverið við
Cuene-ána. Orkuverið er metið á
300 milljónir dollara og er aðal-
lega reist fyrir suður-afrískt fé.
Gert er ráð fyrir því að starf-
ræksla orkuversins hefjist á
næsta ári og það er undirstaða
uppbyggingar í iðnaði og land-
búnaði Suðvestur-Afríku. Upp-
haflega var gert ráð fyrir að Ang-
ola fengi litla orku frá Cuene-
verinu, en nú segja Suður-
Afríkumenn að auðvelt sé að
breyta fyrri áætlunum þannig að
það geti komið íbúum Suður-
Angola að gagni.
VIÐBUNAÐUR
Auk þeirra 5.000 suður-afrisku
hermanna, sem bjuggu rammlega
um sig við Cunene-orkuverið,
tóku þúsundir til viðbótar sér
stöðu handan landamæranna í
Suðvestur-Afriku. En fljótlega
spurðist að Suður-Afríkumenn
væru reiðubúnir að kalla burtu
herlið sitt frá Suður-Angola gegn
því að hagsmunir þeirra í landinu
yrðu tryggðir. Margt benti til
þess, að MPLA teldi hagsmunum
sínum bezt borgið með því að
draga úr átökunum og treysta yf-
irráð sin í Angola. En hermenn
nýju stjórnarinnar i Angola þar á
aðskilnaðarsinna og foringi
þeirra, Antoine Gizenga, hefur
látið á sér skilja að hann muni
láta til skarar skríða gegn stjórn
Mobutu.
Síðan hafa stjórnir Angola og
Zaire gert samning um eðlileg
samskipti landanna og samkvæmt
honum verða FNLA, Unita og
frelsishreyfingin í Cabinda,
FLECað hætta starfsemi sinni í
Zaire, Angólskir flóttamenn í
Zaire fá að snúa aftur til Angola
og þeir 6.000 aðskilnaðarsinnar
frá Katanga, herlögreglumenn
sem Zairestjórn segir að barizt
hafi með MPLA, verða fluttir til
Zaire að beiðni Mobutu forseta.
VELÞJALFAÐIR
Talsmenn Unita gerðu lítið úr
frammistöðu liðsmanna MPLA
eftir ósigurinn, en þeim mun
væri komið fyrir á vegum og brýr
væru sprengdar í loft upp tafði
það ekki sókn þeirra.
Aróðursstarf
Kúbumenn hafa notað tækifær-
ið til að stunda áróðursstarfsemi,
að því er virðist með góðum
árangri. Þeir hafa endurskipulagt
herlið MPLA þannig að yfirmað-
ur á hverjum stað hefur stjórn-
málaliðsforingja sér við hlið.
Námskeið eru haldin fyrir ang-
ólska blaðamenn í notkun áróðurs
og æ meira hefur borið á kú-
bönskum ráðunautum í ráðuneyt-
isskrifstofum.
Hermennirnir sjálfir eru orðnir
áberandi i Luanda, gagnstætt því
sem var í upphafi, þótt enn beri
litið á ráðunautum Rússa Sam-
meðal kúbönsku hermennirnir,
og suður-afrískir hermenn,
standa enn andspænis hver öðr-
upt nálægt landamærunum og ef
þessum andstæðu herjum lýstur
saman getur brotizt út hættuleg
styrjöld i sunnanverðri Afriku.
Það hefur orðið til að auka alvöru
ástandsins, að Rússar og Kúbu-
menn hafa lýst yfir stuðningi við
samtök blökkumanna i Suðvestur-
Afriku, Swapo.
Fréttir voru um að stjórn Zaire
vildi friðmælast við nýju stjórn-
ina í Angola eftir sigur MPLA en
þó komi fram hjá utanríkisráð-
herra landsins, Nguza Karl-
I-Bond að það væri forsenda fyr-
ir góðum samskiptum við Angola
að öryggi Zaire yrði tryggt. Hann
vildi einkum tryggingu fyrir því,
að 6.000 hermenn aðskilnaðar-
sinna í Katanga, sem hafa barizt
með MPLA „yllu ekki vandamál-
um“ í Zaire. Rússar hafa verið
grunaðir um stuðning við þessa
meira úr hlut kúbönsku hermann-
anna, sem þeir sögðu svo vel búna
sovézkum hergögnum, að aðeins
hefði verið hægt að reyna að tef ja
framsókn þeirra, ekki stöðva
hana. En þeir héldu því statt og
stöðugt fram, að baráttunni yrði
haldið áfram.
“Við erum staðráðnir i að halda
áfram baráttunni fyrir frelsi okk-
ar og ættjörðina í skógum, fjöll-
um og dölum,“ sögðu talsmenn
Unita eftir ósigurinn. Um ihlutun
Rússa og Kúbumanna sögðu þeir:
„Þeirra biða sömu örlög í Afriku
og portúgölsku nýlendusinn-
anna.“
Fáir höfðu búizt við því fyrir-
fram að kúbönsku hermennirnir
væru eins vet þjálfaðir í meðferð
nýtízku vopna og aginn í röðum
þeirra væri eins og góður og raun
bar vitni. Það vakti ekki siður
athygli, að gott skipulag var á
birgðamálum og varahlutaþjón-
usta þeirra. Þótt jarðsprengjum
kvæmt sumum fréttum eru Kúbu-
mennirnir orðnir 20.000 talsins og
ekkert bendir til þess að þeir séu
á förum. Greinilega er að því
stefnt :ð gera sambandið milli
Kúbu og Angola náið og Kúbu-
menn telja sig geta orðið betur
ágengt í því en Rússum, sem hafa
verið lagðir að jöfnu við vestræn-
ar þjóðir í ýmsum Afrikuríkjum,
þar sem þeir hafa seilzt til áhrifa.
Margt bendir þá til þess að til-
raun Kúbumanna til að taka að
sér hlutverk verndara angólsku
byltingarinnar valdi vaxandi
árekstrum. Kúbanskir liðsforingj-
ar þykja hrokafullir og hafa lítil-
lækkað angólska yfirmenn. Þegar
Kúbumennirnir létu lítið á sér
bera voru stuðningsmenn MPLA
þakklátir þeini, en siðan hefur
það breytzt og þeir eru jafnvel
farnir að ræða um hvernig þeir
eiga að losa sig við „frelsara'
sína.
Sovézkur eldflaugaskotpallur á hersýningu í Luanda.
Kortið sýnir undanfara lokasóknar MPLA.
Jonas Savimbi, foringi Unita, í Silva Porto sem
nú heitir Bie.
Troop movemants
A Refugee camps
0_____>___
CONGO
F.N.l.A.
ZAMBIA
Hydroelectnc projocl
SOUTH WEST AFRICA
(NAMIBIA)
Grootfonlein*
(S.A military boroj TIME Mop by PJ. Pugliote
BOTSWANA