Morgunblaðið - 01.04.1976, Page 17
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1976
17
0 VlÐAR er fylgst með land-
helgisdeilu Breta og Islendinga
en í fljótu bragði skyldi haldið.
Mbl. hefur borizt úrklippa og
teikning í forystugrein í kana-
disku blaði Stonewall Argus &
Teulon Times sem er gefið út í
Manitoba í Kanda og kemur út
einu sinni f viku hverri. I yfir-
skrift leiðara segir:
„Vfkingaandinn lifir enn
góðu Iffi á Islandi." Þar er vak-
in athygli á því, að glíma, er
lftil erlend þjóð eigi f, haf i ekki
vakið vkja mikla eftirtekt á
þeim slóðum, en full ástæða sé
til að gefa gaum að. „Þetta litla
land er Island. Ekki vkja fjarri
okkur. Manitobabúar þekkja
íslendinga og dást að þeim
vegna þess hve mætir borgarar
þeir eru. Þess vegna kemur það
sem reiðarslag að heyra að
hinn voldugi brezki floti sé að
aðstoða brezka togara við að
hrifsa lifibrauðið frá tslending-
„Island var byggt af land-
námsmönnum frá Noregi um
870. Til að binda enda á ágrein-
ing sem upp kom hættu þeir að
berjast innbyrðis (þvert ofan í
það sem við í Kanada gerðum)
og hinar tvær stríðandi fvlk-
ingar komu sameiginlega á
stofn alþingi sem er elsta stofn-
un sinnar tegundar f heimin-
um.
Eini útflutningur Islands er
fiskur. Eldfjallaeyjan er ekki
vel fallin til akuryrkju. Reynd-
ar eru eldsumbrot enn og þvf
vofir stöðugt hættan yfir. En
þótt gosaskan leggist yfir byggð
taka fslendingar til við að
byggjaupp áný.
Blaðið segir að slfka stað-
festu megi heimurinn dá.
Það sé vond og ömurleg til-
finning að sjá brezk herskip
sigla af ásettu ráði á lítil
fslenzk varðskip, sem séu að
reyna að verja tvö hundruð
mílurnar. Það sé afleitt til þess
að vita að brezkir sjómenn láti
hafa sig í þetta. Bretland sem
eigi sér mikilvægan sess í lýð-
ræðisframþróun ríkja og ætti
að vera síðasta land sem gerði
sig sekt um slíka yfirgangs-
semi. Sfðan er minnt á að
Kanada sé að berjast fyrir allt
að eitt hundrað mflna fiskveiði-
lögsögu og öðru hverju séu
sýndar myndir í sjónvarpi þar
sem flugvélar Kanáda séu á
flugi yfir flotum frá Sovét-
ríkjunum og öðrum löndum á
þessu miðum. En ekkert sé
gert. lslendingar hafi aftur á
móti klippt á togvíra hjá togur-
um sem veiða innan tvö
hundruð mílnanna. Það sé ekki
svo Iftið afrek þegar á það sé
litið að allur íbúafjöldi tslands
sé tuttugu þúsund manns færri
en íbúar Winnipeg borgar
einnar.
„tslendingum er fiskur ekki
aðeins matur sem þeir þurfa að
neyta. Fiskurinn á miðum
þeirra er Iffsblóð fslenzks efna-
hags... Að horfa upp á eitt
ríkja brezka samveldisins beita
örlitla þjóð eins og tsland yfir-
gangi, er verra en nokkuð ann-
að sem hægt er að gera sér i
hugarlund og brýtur í bága við
þá hugmvnd sem við höfum
alltaf viljað gera okkur af þvf
fegursta f brezkri þjóðarsál.
Jimmy Carter þykir flestum snjallari að láta vel að börnum svo
sannfærandi sé og hrífi hugi nærstaddra ...
• I KOSNINGABARATTU í
Bandarikjunum ríður á miklu
að frambjóðendur séu nægilega
alþýðlegir og sérstaklega mæl-
ist það vel fyrir að frambjóð-
endur láti vel að ungum börn-
um og þrýsti gamlar konur.
Samkvæmt fréttaflutningi af
þeirri keppni sem nú stendur
yfir f landinU þykir Jimmy
Carter til dæmis hafa tekizt sér-
staklega vel upp hvað þessi atr-
iði snertir og hefur framkoma
hans fengið fegurstu undirtekt-
ir. Aftur á móti segja sérfræð-
ingarnir að Henry Jackson sé
ekki nándar nærri eins eðlileg-
ur í vinsemd sinni og allan
sannfæringarkraft vanti. Þótt
slík yfirborðsframkoma þyki
hjá okkur ekki vænleg til
árangurs hefur þó verið gerð á
því athugun i Bandaríkjunum
fyrir nokkru með viðtölum við
fólk hvaða augum það líti þessa
baráttuaðferð. Kom þá upp úr
dúrnum, að konur á öllum aldri
töldu þetta ákaflega viðfelldið
og gæti oft sýnt betur en marg-
ar ræður hvern mann fram-
. .. en Henry Jackson á erfiðara
með leikinn en gerir þó heiðar-
legar tilraunir.
bjóðandinn hefði að geyma og
hvort hann væri líklegur til að
leyfa hinum manneskjulegu
hliðum að njóta sín. Körlum
þótti aftur á móti minna til um
baráttu-aðferðina þótt þeir
segðust margir ekki sverja fyr-
ir það að þeir yrðu dálítið upp
með sér ef þeir sæju forseta-
frambjóðendurna gæla við
börn sin.
1896
1976
í tilefni af 80 ára afmæli okkar í dag, 1. apríl, veitum við 10%
staðgreiðsluafslátt af öllum vörum í verslunum okkar
Álafoss Þingholtsstræti
Álafoss Skúlagötu 61
Verksmiðjuútsalan Álafossi
& /Moss hf
i