Morgunblaðið - 01.04.1976, Síða 24

Morgunblaðið - 01.04.1976, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1976 Fyrsti skuttogarinn að bryggju í Sandgerði Sandgerði 25/2 ’76. SKUTTOG ARINN Erlingur varð fyrsti togarinn sem kemur til Sandgerðis, kom hann hingað um hádegisbilið á þriðjudag þrátt fyrir mjög óhagstæð skilyrði, 6—7 vind- stig af suðvestan sem er hér ein alversta áttin, auk þess var alls- herjar landlega hór, er hann kom og voru 35 bátar I höfninni svo það var þröng á þingi við bryggjuna, þá einu sem hór er, en hún er um 250 mctrar að lengd. Þó svo að veður og þrengsli gerðu þessa fyrstu togaramót- töku hér erfiðari en ella, tókst hún mjög vel i alla staði, og hnekkti þar með því áliti og hrakspám ýmissa manna að hér væri ekki hægt að skapa að- stöðu fyrir þetta stór skip. Ekki var að heyra á skip- stjóranum á Erlingi, Sveini Jónssyni, sem gerðist braut- ryðjandi hér á þessu sviði, að hann sæi þvi neitt til foráttu að koma hér inn á svona skipi, þó hann hitti á hinar erfiðustu að- stæður. En það skal tekið fram að Sveinn skipstjóri var alókunnur aðstæðum hér í Sandgerði og hafði t.d. aldrei komið hér á skipi fyrr. Og hér liggur togarinn nú i góðu yfirlæti í dæmigerðum „útsynnings- og vestanrudda”. Með tilkomu skjólgarðanna sem lokið var á s.l. hausti og loka höfninni að mestu, hefur orðið gjörbreyting á, til hins betra, hvað skjólið varðar, en bryggjuskorturinn, sem búinn er að vera hér til margra ára, er enn óleyst vandamál og hefur hann valdið geysilegum erfiðleikum á yfirstandandi vertíð, sem og oftast áður svo vart er á þau þrengsli bætandi. En von er á tveim nýjum skuttogurum á þessu ári sem fyrírtæki í Sandgerði eiga og munu þeir þar af leiðandi landa hér ef aðstæður eru fyrir hendi, en til að svo sé vantar bryggju þá sem búin er að vera í hugum manna og á pappír s.l. 2—3 ár. Ekki er nein aðstaða fyrir öll þessi skip sem til eru, hvað þá fleiri, annarstaðar hér á Suður- nesjum. Og hvað skal þá til bragðs taka? Aka aflanum annaðhvort frá Hafnarfirði eða Reykjavík virðist kannski svar við því, en yrði það ekki nokkuð dýr og óhentug lausn? Skuttogarinn Erlingur sem hér um ræðir var að koma úr 9 daga veiðiferð með um 100 lesta afla. Erlingur var byggður í Noregi og kom til landsins um siðustu jól eins og kom fram i fréttum á sínum tíma. Er hann eign hlutafélagsins Fjarðar h.f. en aðilar að því hlutafélagi eru Guðbergur Ingólfsson og Is- stöðin h.f. í Garði, Jón Erlings- son í Sandgerði bg skipstjórinn Sveinn Jónsson. Það hefur staðið til allt síðan togarinti kom til landsins að hann kæmi til afgreiðslu hér í Sandgerði, en ekki orðið af þvi fyrr en nú, aðallega sökum hinnar stöðugu ótiðar sem hef- ur verið hér ríkjandi siðan i nóvember í haust. Jón. Skuttogarinn Erlingur við bryggju I Sandgcrði. Ljósm. Ileimir Stfgsson. SMIÐJUVEGI6 SÍMI44544 m KJÖRGARÐI SÍMI16975 VERÐLÆKKUN Vegna hagræðingar og betri aðstöðu í nýjum húsakynnum að Smiðju- vegi 6 hefur okkur tekist að lækka framleiðslukostnaðinn verulega: Bergamo Sófasettið hefur nú lækkað í verði um kr. 53.000 Staðgreiðsluverð í dag kr. 179.000 Bergamo er nýtízku sófasett í „Airliner’’ stíl. Traustbyggt, afburða þægilegt og fallegt. Meiri framleiðsla — betri vara — lægra verð LEIKFELAG Seltjarnarness hefur að undanförnu sýnt gamanleik- inn „Hlauptu af þér hornin" f félagsheimili bæjarins við mjög góðar undirtektir áhorfenda. Fimmta sýningin er í kvöld. Þessi gamanleikur er eftir bandarfska rithöfundinn Neil Simon, sem hefur samið fjölda leikrita og sjónvarpsþátta, og verið sæmdur bæði „Tony“ og „Emmy“ verðlaununum fyrir. Meðal þekktra leikrita hans má nefna „Promises, Promises", „Barefoot in the Park“, „The Odd Couple" og „The Last of the Red Hot Lovers". A myndinni eru þau Jórunn Karlsdóttir og Htlmar Oddsson í hlutverkum sfnum í gamanleiknum, sem á frummálinu heitir „Come, Blow Your Horn“. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU LUXO LAMPINN ER NYTSAMASTA FERMINGARGJOFIN LUXO er ljósgjafinn, verndið sjönina, varist eftiriíkingar 1001 ALLAR GERÐIR - ALLIR LITIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.