Morgunblaðið - 01.04.1976, Side 27

Morgunblaðið - 01.04.1976, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1976 27 Um dalíur II 4. Þegar stönglar taka að vaxa upp af brumhnöppunum skal sá sem hraustlegastur er látinn vaxa áfram en hinir brotnir eða skorn- ir af niðri við rótarhálsinn og skal þetta gert þegar stönglarnir hafa náð 6—8 sm hæð. Þessa sprota er rétt að nota sem græðlinga og er auðvelt að láta þá skjóta rótum í „jiffy-kökum“ eða vikursandi. Sól má ekki skína á græðlingana á meðan og er þvi rétt að hvolfa yfir þá plastpoka eða gagnsæju íláti til þess að draga úr útgufun. Græðlinga er einnig hægt að taka þannig að skera þá af (með vel beittum hníf) rétt neðan við neðstu blaðöxl (sbr. mynd 2) 5. Þegar stöngullinn er orðinn 15—18 sm hár skal stýfa ofan af honum vaxtarbroddinn. Eftir 2—3 daga á að vökva plöntuna með áburðarvatni (t.d. Substral). Ut úr blaðöxlunum vaxa þá fljót- lega nýir sprotar sem bera blóm- in. Hæfilegur fjöldi þessara blóm- stöngla er 3—5. Rétt er að brjóta af þá hliðarsprota sem eru um- fram 5. 6. Nauðsynlegt er að plöntur í uppvexti standi á björtum stað, fremur svölum (10—15°C). Hit- Smjörfram- leiðslan eykst með hverri viku TALIÐ er að nú séu framleidd um 10 tonn af smjöri á viku hjá öllum mjólkurbúum, og fram- leiðsla á smjöri eykst með hverri viku úr þessu, segir I frétt frá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins. Smávegis er til afð bögglasmjöri I landinu, sem verið er að selja þessa dagana. Övenjulega mikil sala var á smjöri hjá Osta- og smjörsölunni í marzmánuði. Það var bæði vegna þess að smjör var þrotið í verzlun- um eftir verkfall og vegna vænt- anlegra verðhækkana var keypt meira en venjulega. Frá 'áramót- um og fram til 23. marz var heild- arsala á smjöri hjá Osta- og smjör- sölunni 294 tonn. Sala á öllu Iand- inu hefur verið um 420 tonn, en það jafngildir að seld hafi verið 152 tonn á mánuði. Á s.l. ári var meðalsala á mánuði 130 tonn. Hefði salan verið svipur nú og þá, hefði ekki þurft að grípa til skömmtunar á smjöri. Mjólkur- framleiðsla eykst verulega nú og lagt verður kapp á að auka smjör- framleiðsluna, svo reikna má með að þessi skortur á smjöri standi ekki lengi úr þessu. My*e{. Z inn má þó vera töluvert hærri fyrst eftir að hnýðin hafa verið gróðursett. Séu plönturnar rækt- aðar í gluggum íbúðarhúsa er ráð- legt að bera þær út á daginn þegar hlýtt er og gott veður en taka þær inn á nóttunni svo lengi sem hætta getur verið á nætur- frosti. Síðast i maí er rétt að láta plöntunar standa úti í góðu skjóli allan sólarhringinn. Snemma í júni skal siðan gróðursetja plönturnar á sólríkum, skjól- góðum stað. Rétt er að binda þær strax við bambusprik og fjölga böndunum eftir því sem plantan hækkar. 7. Þegar knúppar fara að myndast geta menn valið á milli þess hvort þeir vilja fá mörg blóm á hvern stöngul eða aðeins eitt, sem þá að jafnaði verður stærra og þroskameira. Sé siðari kostur- inn valinn skal láta stærsta knúppinn á hverjum stöngli standa en brjóta hina af. E.Öl. MEKKA Nýja skápasamstæðan frá Húsgagnaverksmiðju Kristjáns Siggeirssonar hefur vakið sérstaka athygli fyrir smekklega hönnun, fallega smíði og glæsilegt útlit. Sérstök hillulýsing í kappa. Þér getið valið um einingar, sem hæfa yður sérstaklega, hvort sem þér óskið eftir plötuhillum, vín-og glasaskáp, bókaskáp, hillum fyrir sjónvarp og hljómburðartæki, o.s.frv. Mekka samstæðan er framleidd úr fallegri eik í wengelit, sem gefur stofunni höfðinglegan blæ. Mekka er dýr smíði, sem fæst fyrir sérstaklega hagkvæmt verð. Skoðið Mekka samstæðuna hjá: UTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf, Jón Loftsson hf. Híbýlaprýði Borgarnes: ' Verzl. Stjarnan Bolungarvík: Verzl. Virkinn, Bernódus Halldórsson Akureyri: Húsavík: Selfoss: Keflavík: Augsýn hf. Hlynur sf. Kjörhúsgögn Garðarshólmi hf. FRAMLEIÐANDI: KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HÚSGAGNAVERKSMIÐJA Aukin þjónusta Almenn bankaviðskipti Til þess að geta haldið áfram að veita viðskiptavinum sínum per- sónulega þjónustu, samfara auknum umsvifum í almennum sparisjóðs- viðskiptum, mun Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis lengja daglegan afgreiðslutíma sinn um þrjár klukkustundir. Framvegis verður afgreiðslutími okkar: Kl. 9.15 til 12.00 Kl. 13.00 til 16,00 (NÝR TÍMI) Kl. 17.00 til 18.30 HIYKJ. IENMS Afgreiðslutímarnir verða fyrir all- ar viðskiptagreinar sparisjóðsins, svo sem ávísanareikning, sparisjóðsbæk- ur, innheimtu, víxla og skuldabréf, bankahólf, gíróþjónustu, greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins, m.a. ellilífeyri og eftirlaun. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis væntir þess að hinir nýju af- greiðslutímar verði til hagræðis fyrir viðskiptavini sína. SPARISJÓÐUR Reykjavlkur& nágrennis Skóiavörðustíg 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.