Morgunblaðið - 01.04.1976, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 01.04.1976, Qupperneq 30
30 Skúli Thorarensen lögregluvarðstjóri Fæddur 21. okt. 1930 Dáinn 23. marz 1976 Fáein kveðjuord Aldrei hafði það hvarflaö að mér, að ég mundi skrifa eftirmæli um vin minn Skúla Thorarensen. Þar sem ég er nú sjö árum eldri en hann var og hef alltaf verið hálfgerður vesalingur, hafði ég alltaf reiknað með því, að þaö mundi falla í hans hlut að skrifa eitthvað fallegt um mig, þegar ég væri allur. En svona er nú allt óútreiknanlegt í þessu blessaða lífi okkar, dauðlegra manna —, enginn veit hvar dauðinn hittir, þegar hann reiðir „Ijáinn" til höggs. Og hver skyhli hafa látið sér til hugar koma, þetta örlaga- ríka kvöld, er við settumst að tafli í Iönskólanum í Keflavík —, hann á fyrsta borði, eins og venjulega og ég við hlið hans, (á öðru borði), að það yrði í síöasta skipt- ið, sem við fengjum að njóta sam- vista við hann'.’ Kkki var hægt að sjá nein feigðarmerki á þessum sterklega og hraustbyggða manni þá og er því ekki að undra, þótt mörgum hafi brugðið. Fundum okkar Skúla bar fyrst saman haustið 1951 og urðum við þá strax miklir vinir. Hélst sú vinátta óslitið sfðan. Við kynntumst fyrst í gegnum sameiginlega spilafélaga í Hafnarfirði, en spil og tafl voru áhugamál, sem okkur voru báðum sameiginleg. Skúli stundaði þá sjóróðra, aö mig minnir á m/b Arsæli Sigurðssyni, en ég var þá togarasjómaður. Margar á ég skemmtilegar minningar um sam- verustundir okkar, sem við reynd- um að hafa sem flestar, þegar við vorum báðir í landvistarleyfum. Eg leigði þá kjallaraherbergi að Skúlaskeiði 40 í Hafnarfirdi. Kom hann þangað til mín eins oft og hann gat því við komið og nutum við þeirra samverustunda mjög mikið. Skúli hafði mikið yndi af sigildri tónlist, sem hann kvaðst hafa alist upp við frá „blautu barnsbeini", eíns og hann orðaði það. Þá átti ég plötuspilara —, kannski ekki eins fullkominn og þeir, sem nú eru á svo til hverju heimili, en nógu góðan til þess, aö hægt væri að „kreista" úr honum sæmileg hljóð. Eg átti þá einar 50—60 dægurlagaplötur, sem ég fékk fljótt leiða á, eftir að hafa hlustað á þær nokkrum sinnum. En eftir að Skúli kom tii skjal- anna, kenndi hann mér fljótt að meta sígilda tónlist að verðleik- um. Fljótlega losaði ég mig við gömlu dægurlagaplöturnar og um + Útför RAGNHILDAR ÓLAFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR sem lést 24 1 30 Austurbrún 6 ma z, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. aprll kl. Gunnar Júfiusson Kristjana Þorgilsdóttir Agnar Sigurðsson Haraldur Jóhannsson. Maðurinn minn, HALLDÓR GESTSSON frá ísafirði Leirubakka 26 andaðist í Landspítalanum þriðjudagmn 30 marz Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og Barnabarna Kristjana Halldórsdóttir. t Móðir okkar JAKOBÍNA JAKOBSDÓTTIR, frá Hólmavík, verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju, mánudaginn, 5 apríl, kl. 10 f.h Kveðjuathöfn um hina látnu verður haldin í Neskirkju í Reykjavik, laugardaginn 3 apríl kl 10 30 f.h Þóra Kristinsdóttir, Jakobína Kr. Eriksen, Guðjón Kristinsson. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim er auðsýnt hafa okkur samúð, við andlát og jarðarför ÓSKARS GUONASONAR, prentara Guðný Pálsdóttir, Eiríkur Haraldsson, Gréta Haraldsson, Erla B. Eiríksdóttir, Baldur Þórisson, Halldór Bech, Lára Bech og barnabörn. t Innílegt þakklæti sendum við öllum sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför móður mmnar, tengdamóður og ömmu MARGRÉTAR í. GUÐMUNDSDÓTTUR. frá Vestmannaeyjum, Lönguhlíð 23, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Borgarspitalans og Vífilsstaðaspítála Þorfinnur Óli Tryggvason, Alda Berg Óskarsdóttir og börn. leið hófum við i sameiningu að endurnýja safnið, með því að viða að okkur plötum með sígildri tón- list, sem við hlustuðum á, aftur og aftur, oft heilu næturnar, er við sátum að spilum eða tafli, tveir einir. Það voru ógleymanlegar samverustundir, sem öðrum var torvelt að skilja. Skúli hafði fallega tenorrödd og söng oft með, þegar við spiluðum þessar nýju plötur okkar —, hann kunni öll þessiiög og allar ariurn- ar. Ekki leið á iöngu þar til ég lærði mikið af þessu sjálfur og fór að geta raulað meó og þá fann ég, að þessi tónlist færði okkur Skúla nær hvorn öðrum og treysti vin- áttuböndin til mikilla muna. Fyrstu plöturnar, sem við eignuð- umst í sameiningu, var óperan: Lucia de Lammermoor, eftir Verdi og fékk ég dálæti á henni, eftir að við höfðum spilaö hana 20—30 sinnum og því meir, sem við spiluöum hana oftar. lín til að auka á fjölbreytnina, stækkuðum við „safnið" og brátt eignuðumst við óperuna: Á valdi örlaganna, einnig eftir Verdi, (það var eins og Skúli hefði sérstakt dálæti á Verdi, enda engin furða, því að ekki leið á löngu, unz tónlistin eftir hann, varð einnig mér mjög kær). Safnið okkar stækkaði jafnt og þétt: Óperan Aida, einnig eftir Verdi, píanókonsertinn eftir Rackmaninoff, fiðlukonsertinn eftir Mendelson, etíður eftir Chopin o.fl., o.fl., var spilað á gamla plötuspilarann minn, oft dag eftir dag og nótt eftir nótt og mátti segja, að sumar plöturnar yrðu „gatslitnar" áður en yfir lauk. Brátt varð ég jafn heillaður af þessari tónlist og Skúli og hef verið æ síðan. Sumarið 1952 hóf Skúli fram- tíðarstarf sitt sem lögregluþjónn — og siðar lögregluvarðstjóri á Keflavíkurflugvelli. Fljótlega eft- ir að hann hóf starf sitt þar, hvatti hann mig til að sækja um lögregluþjónsstöðu við sama embætti og kvaðst hann gera allt, sem í hans valdi stæði til að leggja mér liö í því efni. Til þess að við gætum verið meira samvistum, lét ég til leiðast, lagði inn umsókn og með aðstoð hans og annarra góðra| manna, var mér veitt starfið í febrúar 1955 og hef starfað þar æ síðan. Þegar við vorum nú orðnir sam- starfsmenn og fyrstu árin báðir á sömu vakt —, f fyrstu undir stjórn Kristjáns Péturssonar varðstjóra, urðu samverustundir okkar enn fleiri en nokkru sinni fyrr, bæði í leik og starfi. Er að vænta, að frá þeim árum sé margs að minnast, þótt ekki verði rakið hér í einstökum atriðum, enda of persónulegt til þess að svo sé hægt. En eftir að Skúli varð sjálfur varðstjóri, löngu síðar, vann ég lengi undir hans stjórn og líkaði mér þaö ágætlega. Og þó að einstaka sinnum skærist í odda okkar f milli, varð slík misklíð aldrei til að spilla vináttu okkar, sem hélst ósvikin alla tíð. Ekki er hægt að ætlast til þess, að góðir vinir séu sammála um alla hluti, enda væri eitthvað bogið við slíkt. Þegar við Skúli deildum um ein- hver smáatriði, var það oftar ég, sem varð að biðjast afsökunar síðar, þegar í ljós kom, að ég hafði haft rangt fyrir mér. En Skúli leit aldrei svo stórt á sig, að hann gæti ekki beðist afsökunar, í þau fáu skipti, sem hann hafði á röngu að standa. Slíkt var alltaf gagn- kvæmt hjá okkur og við vissum báðir, að enginn er fullkominn og að allir geta, því miður, gert mis- tök. Annað væri ekki mannlegt. Skúli átti marga vini, kannski misjafnlega trausta, eins og geng- ur, en hann hafði gott lag á að koma sér vel við fólk, var þægi- legur í umgengni og prúðmann- legur í framkomu. 1 gleðskap var hann hrókur alls fagnaðar og kom öllum nærstöddum f gott skap, með sinni meðfæddu glaðværð og hlýlegu viðmóti. Hann var ekki gjarn á að hallmæla fólki að ósekju. En þótt hann væri í eðli sínu dálítið stríðinn, lét hann slfkt aldrei bitna á þeim, sem minna máttu sín og níddist aldrei á neinum. Ekki var með sanni hægt að segja, að hann væri hand- laginn maður, en hann var góðum gáfum gæddur og gaf mörgum holl ráð, sem dugðu ^nörgum bet- ur en honum sjálfum. + Útför móður okkar og tengdamóður, LILJU SIGURÐARDOTTUR Hjaltabakka 1 6 verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. april kl 3. Fyrir okkar hönd og fjærstaddrar systur Jóhann Jónsson Auður Ottó Anna Jónsdóttir Þorbjörn Jónsson og barnabörn t GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON bóndi Löndum, Miðneshreppi andaðist þann 28 þ m á Landakotsspitala Jarðarförin fer fram frá Hvalsneskirkju laugardaginn 3 april kl 4. Þeir sem vildu minnast hins látna, vinsamlega láti Keflavíkursjúkrahús njóta þess F.h. vandamanna. Guðriður Sveinsdóttir. Frá Hofi Munið ódýra Hjartagarnið kr. 176 hnotan í heilum kílóum kr. 3.000, eða kr. 150 hnotan, nokkrir Ijósir litir á kr. 100 hnotan. Allt á að seljast, þar sem hætt verður framleiðslu á Hjarta crepi ög Combi crepi í núverandi mynd. Hof Þingholtsstræti 1. Þegar vinátta okkar Skúla hófst, eins og fyrr er frá greint, leigði hann herbergi á Garðstíg 1 í Hafnarfirði, hjá sæmdarhjónun- um Sigurjóni Einarssyni, fyrrum verkstjóra í Dráttarbraut Hafnar- fjarðar, og konu hans, Andreu. Þar kynntist Skúli eldri heima- sætunni, sem ekki löngu seinna varð hans ástríka eiginkona, lífs- förunauturinn, sem studdi hann í bliðu og stríðu, Allt til hinstu stundar. Bikki reyndi Katý, eins og hún var ætíð kölluð af vinum og vandamiinnum, nokkurn tíma að spilla vináttu okkar Skúla, sem hélst óbreytt, eftir að þau gengu í sitt farsæla hjónaband. Og þegar ég gifti mig, 30. marz 1957, var það ekki að ástæðulausu, að ég fékk Skúla til að vera svaramann fyrir mig. Fannst mér það vel vió eiga, að minn bezti vinur tæki þetta ábyrgðarhlutverk að sér og kom honum aldrei til hugar að hliöra sér hjá því. Fyrstu árin, eftir að við giftum okkur báðir, vorum við öll fjögur mikið saman, þegar tóm gafst til. En eftir að börnin fóru að koma í heiminn, „í stríðum straumi“ hjá báðum, og við síðan að byggja eigin húsnæði, ekki all langt hvor frá öðrum, fækkaði samveru- stundunum dálitið og enn meir, því meira sem börnunum fjölgaði. Af eðlilegum ástæðum fórum við smám saman að helga fjölskyld- um okkar meira af tíma okkar og kröftum. Og þegar þar við bættist, að við fórum að vinna á andstæð- um vöktum, leiddi það af sjálfu sér, að fundum okkar bar æ sjaldnar saman. Þó fór það aldrei svo, „að við leiddum ekki hesta okkar saman öðru hvoru“, bæði í Bridgefélaginu og skákkeppnum stofnana, auk þess sem við hitt- umst er við vorum á aukavöktum, hvor á annars vakt. Ekki er hægt að segja, að við Skúli höfum verið ættfróðir mjög, enda vissum við lítt um ættfeður (og mæður) hvors annars og má það einu gilda. Mestu máli skipt- ir, að við þekktum hvor annan mæta vel og þótt fundum okkar Skúla beri aldrei framar saman í þessu lifi, munu minningarnar, allt frá okkar fyrstu kynnum, oft ylja mér um hjartaræturnar, þau ár, sem ég á ólifuð. Megi andi Skúla ætíð vera oss nálægur. Með þessum fátæklegu orðum, kveð ég vin minn Skúla Thoraren- sen, og um leið votta ég eftir- lifandi eiginkonu hans, börnum þeirra og öðrum ástvinum, mína dýpstu samúð. Sigurgeir Þorvaldsson lögregluþjónn. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f ntið- vikudagsblaði, að bcrast í sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ckki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með göðu Ifnubili. Maðurinn minn LEIFUR JÓNSSON, skipstjóri, trá Bolungarvik, andaðist á Hrafnistu 29. þ m Guðrúri Guðfinnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.