Morgunblaðið - 01.04.1976, Page 39

Morgunblaðið - 01.04.1976, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRlL 1976 39 ÚRSLITAKEPPNI íslandsmótsins í blaki kvenna fór fram á Húsavík á laugardaginn. Þrjú lið höfðu unnið sér rétt til þátttöku í úrslitakeppninni. tvö lið úr Suðurlandsriðli, Víkingur sem sigraði og Þróttur, og eitt úr Norðurlandsriðli, HSÞ. sem er skipað stúlkum úr Laugaskóla f Þingeyjarsýslu. Húsvíkingar buðust til að sjá um úrslitakeppnina þó svo að aðstæður til þess arna væru ekki meira en svo fullnægjandi þvf fþróttahúsið á Húsavfk er mjög Iftið. Hins vegar er vonandi að þetta verði lyftistöng fyrir fþróttina nyrðra og áhugi aukist fyrir henni. Framkvæmd mótsins var Húsvfkingum til sóma og áhorfendur létu sig ekki vanta og tóku dugiega undir með stelpunum. Fyrsti leikurinn var á milli Þróttar og HSÞ Það kom strax í Ijós hver var sterkari aðilinn i þeirri viðureign og átti Þróttur ekki i miklum erfiðleikum með HSÞ en tapaði þó einni hrinu, en vann leikinn 3—1 — Þróttararnir léku ágætlega fyrstu tvær hrinurnar og unnu þær 15 — 7 og 15 — 6 Þriðja hrinan var nokkur barningur og tókst HSÞ að sigra í henni naumlega, 15—12 Fjórða hrinan var likt og fyrstu tvær, Þróttur hafði alltaf yfir og sigurinn var þeirra, 15 — 8. Góð byrjun hjá Þrótti þetta i úrslitakeppn- inni Hjá þeim áttu Sigríður Þorsteins- dóttir og Sigurlín Óskarsdóttir bestan leik sem fyrr en i liði HSÞ var engin sem skar sig úr. liðið er mjög jafnt og margar efnilegar blakkonur þar á ferð sem eiga örugglega eftir að láta að sér kveða i framtíðinni Eftir ósigurinn gegn Þrótti komu HSÞ stúlkurnar heitar og hressar til leiks gegn Víkingi og ætluðu sér engu minna en sigur í honum Vikingur byrjaði þó mjög vel og komst í 10—3 í fyrstu hrinunni og sigraði síðan örugglega 15—8 Þetta likaði Hús- vikingum ekki og næsta hrina var þeirra Víkingarnir byrjuðu á því að setja þrjár uppgjafir í netið en HSÞ svaraði með sjö þrumu uppgjöfum frá Laufey Skúladóttur og tóku forystu sem dugði þeim til sigurs og úrslit hrinunnar urðu 15 — 8 fyrir HSÞ Þriðju hrinunni töpuðu Vikingar á klaufalegan hátt. Eftir að hafa komist i 14—12, töpuðu þær niður forskotinu og HSÞ sigraði naumlega, 16—14 Fjórðu hrinuna vann Vikingur nokkuð örugglega, 15—11 og höfðu þá komist í 7—0 í byrjun hennar og settu samt fjórar uppgjafir i netið en það átti eftir að koma þeim i koll i næstu hrinu, úrslitahrinunni HSÞ byrjaði vel, hafði yfir 8 — 5 og munurinn hélst áfram upp í 12 — 9, en þá náðu Víkingar að komast yfir, 13—12 og spennan i hámarki, en þá mistakast tvær uppgjaf- ir í röð hjá Vikingum og HSÞ gekk á lagið og með hjálp áhorfenda. sem studdu þær dyggilega allan timann, sigruðu þær naumlega, 15—13. Ekki voru Víkingsstúlkurnar ánægðar með dómarana i leiknum og fannst þeim súrt að sjá andstæðingana taka fastar uppgjafir frá þeim með fingurslagi og voru dómararnir vægast sagt lélegir Fararstjóri hjá liði Þróttar lét þau orð falla að þetta væri móðgun við kvenna- liðin að hafa annars flokks dómara i úrslitakeppni íslandsmóts Ekki var það beint upplifgandi hjá Vikingsstúlkunum að tapa svo naumt fyrir HSÞ og fara síðan beint í leik gegn Þrótti En það var ekkert um annað að ræða því þessi leikur varð að vinnast til að möguleikar á islands- meistaratitli yrðu einhverjir Leikurinn hófst og byrjaði Þróttur mjög glæsilega og ætlaði sér auðsjáanlega að sigra Þróttur náði yfirburðastöðu 14 — 8, og virtist sigurinn i höfn, en með hörkunni hafði Víkinqur það af að jafna og komast yfir og sigra 16—14, ótrúlegt en satt Við þetta mótlæti dofnaði yfir Þrótturum og sigraði Vikingur næstu hrinu nokkuð örugglega 1 5 — 8 Eftir svona byrjun fékk lið Víkings byr undir báða vængi, en Þróttur gerði nú úr- slitatilraun til að rétta sinn hlut og börðust þær nú af krafti í þriðju hrin- unni og tókst að sigra, naumlega þó, 15—13 Þróttur hafði alltaf forystu i hrinunni en undir lokin sóttu Vikings- stúlkurnar fast og náðu að jafna 13—13, en Þróttarar innsigluðu sig- urinn með tveimur siðustu stigunum — Víkingsstúlkurnar voru dæmdar til að tapa þessari hrinu Að setja niu uppgjafir i net i emni hrinu þykir ekki gott og lið sem gerir það á ekki skilið að vinna þá hrinu — Siðustu hrinuna vann Vikingur mjög glæsilega 15 — 2 °9 t^yggði sér það með sigur í mótinu Vikingsliðið átti góðan leik á móti Þrótti, en Anna Aradóttir var áberandi best Liðið varð þó fyrir þvi óhappi að missa fyrirliðann frá keppni i síðustu æfingunni fyrir keppnina, Ernu Kristjánsdóttur, og var þar skarð fyrir skildi því hún hefur átt góða leiki með liðinu i vetur Þróttarliðið hefur oft sýnt betri leik, og náðu þær aldrei að komast á skrið og brjóta Víkingana niður, og nutu þær þó styrks áhorfenda Dómarinn Haukur Valtýsson, komst vel frá þessum leik, enda munurinn á liðunum minni en milli HSÞ og hinna liðanna — PÓL Jk' ■ mSXB Jpí' ^Li v- JPSti HKy ' i 1 T<jyyÉfl v j mmm wm WW H > |||| X; Vfkingsstúlkurnar sem vörðu Islandsmeistaratitil sinn f blaki á Húsavík um sfðustu helgi. Með þeim á myndinni er Elfas Nfelsson þjálfari þeirra. Á FOSTUDAGINN barst Morgun- blaðinu greinargerð frá Iþróttafélag- inu Gerplu í Kópavogi, þar sem út- skýrð var ástæða þess að ákveðið var að senda ekki keppendur frá félaginu til keppni á Fimleikameist- aramóti íslands sem fram fór um helgina. Vegna þrengsla i laugar- dagsblaðinu var ekki unnt að birta greinargerð félagsins, en hún fer hér á eftir: Stúlkur i íþróttafélaginu Gerplu í Kópavogi hætta við þátttöku i meist- aramóti F.S.Í. vegna ástands í dóm- aramálum hjá sambandinu. Á meistaramótinu verður ekki keppt i efri ..gráðunum" i fimleikastiganum hjá stúlkunum vegna ástands í dóm- aramálum. Ekki verður heldur keppt á tvislá stúlkna, þótt stúlkurnar hjá Gerplu hafi æft á henni af miklu kappi i vetur Það er mjög slæmt að ekki sé keppt á öllum áhöldum hjá stúlkunum, eins og hjá piltunum Ekki er lengur hægt að bera því við að ekki sé til 1. flokks keppnistvíslá, því að Reykjavíkurborg keypti um 300 þús kr tvislá s I vor, en hún hefur ekkert verið rvotuð í allan vetur. Fimleikasambandið hefur ákveðið að ekki verði dæmt í hærri gráðu en 8 gráðu í stökki, 9 gráðu á jafnvægisslá Gerplnstúlkur og meistaramót í fimleikum og 10 gráðu í æfingu á gólfi Nú standa málin þannig að i dag eru duglegustu stúlkurnar i félögunum búnar að ná tilskildum einkunnum í þessum gráðum og hafa undanfarið æft hærri gráður, sem þær fá ekki dæmdar á þessu móti Aðrar stúlkur fá að spreyta sig á næstu gráðu og reyna þannig að bæta við sig þrepi sem þær hafa ekki verið dæmdar í Ef öllum væri gert jafn hátt undir höfði yrðu allir þátttakendur mótsins þar af leiðandi að keppa aftur í gráðum sem þeim þegar hefðu náð tilskildum einkunnum i Fimleikastiginn er þannig upp- byggður að innan þessa kerfis keppir hver einstaklingur við sjálfan sig hverju sinni og reynir að komast einni gráðu ofar Við teljum ekki æskilegt að þvinga þær stúlkur sem mest hafa æft til þess að bíða eftir hinum. í venjulegum fimleikamótum keppa allir f einni ákv. skylduæfingu og sfðan f frjálsri æfingu. Nú þarf ákveðna undirstöðu hjá fim- leikaiðkendum til að slikt sé hægt Fimleikastiginn hefur verið talinn heppilegt æfingakerfi til að byggja upp grunnæfingar, en i honum verða æf- ingarnar þyngri með hverju þrepi Sú mótsögn felst i skipulagi þessa móts veldur miklum vonbrigðum hjá stúlkunum og kennslufræðilega kemur það fram sem refsing í stað umbunar Það var áhugi meðal dómara á að sækja norrænt dómaranámskeið sem haldið var í Danmörku f janúar, en ekkert var þá gert i málinu af hálfu FSÍ Hjá íþróttafélaginu Gerplu æfa nú rúmlega 200 einstaklingar og meiri- parturinn æfir fimleikastigann Það er mikilvægt fyrir þessa fimleikaiðkendur að það kerfi sem æft er, sé varanlegt. Hvort eðlilegt sé að æfa áfram fim- leikastigann við þessar aðstæður i dómaramálum er spurning sem hlýtur að vera ofarlega á baugi, þótt vonandi sé að þessi mál taki jákvæðari stefnu. Stjórn félagsins mun nú reyna að kynna sér þessi mál hjá þeim þjóðum þar sem fimleikar eru mikið iðkaðir og skipuleggja starfsemina fyrir næstu ár Fimleikadeild íþróttafélagsins Gerplu Kópavogi. MYNDIR þær sem hér birtast eru teknar á Hermannsmótinu á skið- um sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi. Á efstu myndinni afhendir Hermann Stefánsson Hauki Jóhannssyni Hermannsbik- árinn. Mót þetta er einmitt kennt við Hermann, sem ötullega hefur unnið að framgangi íþróttamála á Akureyri, þó svo að skerfur hans til blak- og skíðaíþróttanna sé ef til vill stærstur. Stúlkurnar á efri myndinni hér til hliðar voru sigursælastar í kvennagreinunum á mótinu og hafa verið á öðrum skiðamótum i vetur. Margrét Baldvinsdóttir frá Akureyri er lengst til vinstri, en hún stóð sig bezt stúlknanna þriggja á mótinu. Steinunn Sæm- undsdóttir er i miðið, en Jórunn Viggósdóttir er lengst til hægri. Karl Frimannsson frá Akureyri er mjög efnilegur skiðamaður og á neðri myndinni hér til hfiðar má sjá hann á fullri ferð niður brekk- urnar i Hliðarfjalli. Þar verður landsmótið haldið um páskana og Karl mun örugglega gera sitt til að skjóta þekktari nöfnum aftur fyrir sig, enda verður hann á „heima- velli". Á neðstu myndinni eru svo þeir þrír sem bezt stóðu sig í 15 km göngunni. Magnús Eiriksson, Siglufirði, t.v., Halldór Matthias- son Akureyringur i miðið og ísfirð- ingurinn Þröstur Jóhannesson lengst til hægri. (Ijósmyndirnar tók Ffermann Sig tryggsson). Svipmyndir frá Hermannsmótinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.