Morgunblaðið - 10.04.1976, Page 1

Morgunblaðið - 10.04.1976, Page 1
36 SIÐUR OG LESBOK 80. tbl. 63. árg. LAUGARDAGUR 10. APRlL 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vorster langar 1 hergögn Jerúsalem, 9. apríl. AP. Reuter. JOHN Vorster, forsætísráðherra Suður-Afríku, sem er kominn til tsraels f óvænta heimsókn, hóf viðræður við fsraelska ráðamenn f dag f bústað Yitzhak Rabins forsætisráðherra. Þvf sem fram fór er haldið feyndu, en sam- kvæmt óstaðfestum fréttum vill Vorster fá fsraelsk hergögn, ef til vill hljóðfráa orrustuþotu af Kfir- gerð, keppinaut Mirageþotunnar. Gert er ráð fyrir að Vorster kynni sér hergagnaframleiðslu Samið um eftirlit á staðnum Moskvu, 9. apríl AP BANDARIKIN og Sovétríkin hafa náð samkomulagi um samning sem gerir ráð fyrir eftirliti á staðnum með kjarn- orkusprengingum í friðsam- legum tilgangi að þvf er bandarfski sendiherrann f Moskvu, Walter J. Stoessel, tilkynnti f dag. Samningurinn verður undirritaður til bráða- birgða f Moskvu eftir tvær vikur nema eitthvað óvænt gerist samkvæmt góðum heimildum. I Washington sagði Henry Kissinger utanríkisráðherra að samningurinn kvæði á um að bandariskum eftirlitsmönnum yrði leyft að fara á kjarnorku- tilraunasvæði til að ganga úr skugga um að kjarnorku- sprengingar i friðsamlegum tilgangi væru ekki dulbúning- ur hernaðarlegra kjarnorku- sprenginga. „Með þessum samningi er í fyrsta skipti kveðið á um eftir- lit á staðnum sem við höfum reynt að fá framgengt allt frá því heimsstyrjöldinni lauk,“ sagði Kissinger. Hann sagði að samningurinn hefði mikilvæga táknræna þýðingu. Framhald á bls. 35 Israelsmanna og að fsraelski sjó- herinn bjóði honum f siglingu. Herskipaeldflaugar Israels- manna eru heimskunnar. Shimon Peres landvarnaráð- herra var að því spurður i dag hvort Suður-Afríkumenn kynnu að kosta hergagnaframleiðslu Israelsmanna. Hann hló og sagði að „of snemmt væri að spá um það“. Israelsmenn hafa gætt þess að biðjast ekki afsökunar á heim- sókn Vorsters, en á það er bent að þeir þurfti ekki að óttast hefndar ráðstafanir blökkumannaríkja í Afríku. Þeir höfðu eitt sinn stjórnmálasamband við 34 ríki blökkumanna í Afríku en 30 þeirra ákváðu að styðja Araba og lokuðu sendiráðum sínum í Jerúsalem. Á það er bent að stjórn Vorsters hafi bætt sambúð sína við nokkur Framhald á bls. 35 Sýrlendingar og Líbanir beriast Beirút, 9. april. Reuter. AP. SÝRLENZKT herlið lagði undir sig í dag Ifbönsku landamærastöðina Masnaa, um fjóra kílómetra frá landamærunum og átti í bardögum við líbanska vinstri- sinna. Þar með er talið að Sýrlendingar vilji knýja Ifbanska stjórnmálamenn til að hætta ekki við ráðgerðan þingfund á morgun þrátt fyrir ótryggt ástand í Beirút. Áður hafði verið talið að fresta yrði þingfundinum þar sem spennan í Beirút hafði aukizt vegna nýrra átaka kristinna manna og palestínskra skæruliða. Ef fundinum verður frestað getur afleiðingin orðið nýtt borgara- stríð eftir 10 daga vopnahlé og i Símamyml AP LEYNIFUNDUR — John Vorster og utanríkisráðherra hans, Hilgard Muller (til vinstri) ræða við Yitzhak Rabin forsætisráðherra og Shimon Peres landvarnaráð- herra (annar frá hægri). Dauða krafizt i Tengs Kína Schmidt: 53% Bonn, 9. apríi AP. 53% VESTUR-Þjóðverja mundu kjósa Helmut Schmidt kanzlara og 33% Helmut Kohl leiðtoga kristilegra demókrata, ef um þá tvo væri að velja samkvæmt nið- urstöðum skoðanakönnunar sem voru birtar f dag. Kosið verður til þingsins f Bonn f október. Peking, 9. april. Reuter. BARÁTTAN gegn Teng Hsiao-ping aðstoðarforsætisráðherra harðnaði i dag og þess var krafizt á veggspjöldum sem voru hengd upp að hann yrð' drepinn. Skrúðgöngur voru farnar f Peking og fjölmennur úti- fundir haldinn f Shanghai til að fagna brottvikningu Tengs og skipun Hua Kuo-feng f stöðu forsætisráðherra. Utlendingar f Shanghai sau veggspjöld þar sem sagði „Hengjum sökudólginn Teng“ og „Niður með Teng" en ekki var ljóst hvort þau voru hengd upp með samþykki yfirvalda. Verk- smiðjum í Shanghai var lokað, nokkur svæði voru lokuð fyrir útlendingum og um 200.00C manns mættu á útifundi. Chiao Kuan-hua utanríkisráð- herra gekk ásamt 700 starfsmönn- um ráðuneytisins sins eftir Breið- stræti eilífrar rósemi i Peking til Ford hótað Dallas, 9. apríl Reuter 27 ARA gömul kona, Sharon Denise Jones, var leidd fyrir rétt f dag f Dallas, ákærð fyrir að hóta að myrða Ford forscta f sfmtali við lögreglumann. Ford forseti kom skömmu sfðar til Dallas f 11 tfma kosningaleiðangur. Kennedy forseti var myrtur í Dallas 22. nóvember 1963. Walter Coughlin, yfirmaður skrifstofu leyniþjónustu for- setans i Dallas, sagði að frú Jones hefði „beinlinis hótað“ að myrða Ford í símtali vjð David Ewalt lögregluliðþjálfa, en útskýrði það ekki nánar. Læknar segja að frú Jones þekki Ewalt og hafi beðið hann um aðstoð í heimiliserjum. Þeir segja að frú Jones sé nýkomin úr meðferð hjá geðlækni. Frú Jones var handtekin á heimili sínu i útborginni Greenville seint i gærkvöldi. 5. september í fyrra miðaði Lynette „Squeaky" Fromme, Framhald á bls. 35 ráðstöfun Sýrlendinga felst hótun um algera ihlutun ef samkomulag t<'kst ekki. ARÁS A HERMENN Líbanskir vinstrisinnar réðust siðar á sýrlenzka hermenn, sem reyndu að flytja matvæli með flutningabifreiðum til einangraðs bæjar kristinna manna skammt frá landamærunum. Jafnframt settu Sýrlendingar Líbanon í al- gert hafnbann og bönnuðu alla flutninga þangað á landi til að koma i veg fyrir að palestínskum skæruliðum bærist vopn, að sögn egypsku fréttastofunnar Mikið manntjón var i bardögun- um sem geisuðu i Bekaa-dal skammt frá fjöllóttu landamæra- svæði rúmlega 50 km austur af Beirút. Sýrlenzkir hermenn dul- búnir sem palestínskir skæruliðar reyndu að koma vistum til kristna bæjarins Zahle, sem er i umsátri, en lentu i bardögum við líbanska Framhald á bls. 35 að lýsa yfir stuðningi við Hua forsætisráðherra og fagna falli Tengs. Herlið og lögregla tók sér stöðu á iþróttaleikvanginum sem tekur 80.000 manns. Því var hins vegar neitað opin- berlega að efnt yrði til réttar- halda á leikvanginum gegn þeim sem efndu til uppþota á mánudag, Framhald á bls. 35 6 sekúndna harmleikur í Ecuador Quito, 9. apríl. AP. Reuter. AÐ MINNSTA kosti sjö biðu bana og margir grófust f húsa- rústum f snörpum sex sek- úndna jarðskjálfta f hafnar- borginni Esmeraldas f Ecua- dor f dag. Mikið tjón varð í jarðskjálftanum, nokkrar bvggingar hrundu og að minnsta kosti 120 löskuðust. llm 50 manns slösuðust f jarðskjálftanum sem olli mik- illi skelfingu og ringulreið í borginni. Fjarskipti við borg- ina rofnuðu. Kippirnir voru tveir og fund- ust um kl. 2 að nóttu. Margir þutu upp úr rúmum sínum og út á götu. Margir duttu hver um annan þveran þegar hver reyndi sem bezt hann gat að komast á öruggan stað. Jarðskjálftinn stóð í sex sek- úndur og vitni lýsti harmleikn- um þannig: „Þetta virtist eins og heil eilifð. Alhr voru hrædd- ir og við hentumst til og frá “ Margar byggingar i Ksim r- aldas hafa orðið fyrir miklum skemmdum en ekkert tjón varð annars staðar. Einkum eru miklar skemmdir á tveim- ur skólum, útibúi landsbank- ans, sjúkrahúsi og nokkrum háhýsum. Herlið var sent i skyndi til Framhald á bls. 35 Spinola fer á ný til Brasilíu Genf, 9. apríl. Reuter. ANTONIO de Spinola fyrrum forscti Portúgals fór flugleiðis frá Zúrich til Sao Paulo f Brasilfu f kvöld þar sem svissnesk yfirvöld ákváðu að vfsa honum úr landi fyrir stjórnmálastarfsemi. Lögreglu- menn fylgdu honum til flugvallarins. Hershöfðinginn sagði i yfirlýs ingu áður en hann fór að brottvis unin væri byggð á röngum frétt- um erlendra blaða. Hann mót- mælti harðlega ákvörðun sviss- nesku stjórnarinnar að visa hon- um úr landi. Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.