Morgunblaðið - 10.04.1976, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRlL 1976
Hitaveitunefnd Akur-
eyrar vill halda Jötni
HITAVEITUNEFND Akurpyrar
gerði eftirfarandi bókun á fundi
sínum 8. apríl s.l. og hefur bókun-
in verið send dr. Gunnari
Thoroddsen orkumálaráðherra:
„Hitaveitunefnd óskar ein-
dregið eftir þvi við hæstvirtan
iðnaðarráðherra að jarðborinn
Jötunn verði ekki fluttur frá
Syðra-Laugalandi fyrr en hann
hefur lokið við borun þriðju
holunnar þar.
Hitaveitunefnd \ill benda á að
raforkunotkun á liinu samtengda
svæði á Norðurlandi var á síðasta
ári 200 gígavattstundir (Gwh) og
hámarksaflþörfin tæp 38 mega-
wött (Mw). Af þessari orku voru
um 9% framleidd með diesel-
vélum og aflþörfin umfram
grunnafl á þessu svæði Var um 14
megawött.
í næsta mánuði verður byggða-
línan tengd við raforkukerfi
Norð-Vesturlands og fyrst um
sinn rekin á 60 kílóvolta spennu.
Þannig fást um 3 megawött inn á
þetta svæði.
Af þessu er ljóst að nægilegt er
fyrir svæðið að fá um 10—15.
megawött í viðbót við áðurnefnd 3
megawött til þess að útiloka að
mestu eða öllu leyti diesel-
keyrsluna á næsta vetri.
Því ætti að verða nægur tími til
gufuöflunar til Kröfluvirkjunar
þó að orðið sé við þessari ósk
okkar.
Hitaveitunefnd treystir því, að
þér hæstvirtur ráðherra beitið
yður fyrir framgangi þessa máls."
f.h. hitaveitunefndar Akur-
eyrar Ingólfur Arnason.
Fridrik býr sig undir
bardagann vid Karpov
FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari
er nú að búa sig undir bardagann
við Antoly Karpov heimsmeist-
ara, en eins og Morgunblaðið
skýrði frá á sfnum tíma, var
Friðrik boðið á fjögurra manna
hátíðarskákmót í Hollandi, sem
haldið er vegna 75 ára afmælis dr.
Þyrla sækir sjó-
mann norður í íshaf
BREZKA birgðaskipið Owles er
nú að koma að ísröndinni norður
af Islandi og þyrla frá því á í dag
að sækja 72 ára gamlan sjómann
urr borð f norska sel»ciA:skipið
Harmöy, sem er statt inni í fsnum
á “2 42'N op ÍO” 31 \ Owlen
mtf’ sigla i áit •: t> ai <ts.
er revnt verður að flytja m tnniun
I laud með þvrlii um leic' og það
verður unnt, en ekki ei gert : áð
fyrir að maðurinn komist á
sjúkrahús I Reykjavík fyrr en á
morgtin.
Hannes Ilafstein, framkva-mda-
stjóri Slysavarnafélags Islands,
sagði í gær, að maðurinn væri
talinn alvarlega slasaður. Björg-
unarstöðin í Bodö i Noregi hefði
haft samband við björgunarstöð
Varnarliðsins seint í fyrrakvöld
og spurt hvort hægt væri að nálg-
ast manninn frá Islandi. Komið
hefði til tals að senda þyrlu og
Herkules eldsneytisvél, en þar
sem Harmöy hefði verið statt 500
mílur frá landi hefði ekki verið
talið ráðlegt að senda þyrluna svo
langt. Þvi hefði verið haft sam-
band við björgunarstöðina í Edin-
burgh og spurt hvort einhver frei-
gátan sem væri undan Vestfjörð-
um gæti sinnt þessari beiðni.
Svarið var jákvætt og varð að ráði
að birgðaskipið Owlen, sem er
með stóra Sea King-þyrlu um
borð, heldi áleíðis að ísbréiðunni.
Ekki væri vitað hvenær þyrlan
gæti hafið sig á loft til að sækja
manninn, en vart yrði komið með
hann í land á Islandi fyrr en
seinni hluta dags á morgun.
Vetrarvertíðin:
Yfir 10 þús. tonnum af
bolfiski landað í Eyjum
LIÐLEGA 70 bátar róa nú frá Vestmannaeyjum. Þar af eru 34 með net,
27 með botnvörpu, tveir með færi og 8 aðkomubátar róa þaðan og
landa. Eyjabátar voru búnir að landa tæplega 10 þús. tonnum af
bolfiski 31. marz s.L, en það var nokkur hundruð tonnum minna en á
sama tfma f fyrra.
Ht ildarafli frá áramótum til 31. marz skiptist þannig:
Landanir
741 62.9%
535 25.6%
24 0,5%
7 8.4%
35 2.6%
1976 Tonn Landanir 1975 Tonn
Nct 6.178.5 697 67.2% 6.545.9
Botnvarpa 2.255.2 443 24.5% 2.663.5
Lína og færi 25,4 27 0,3% 48.2
Vestmannaey 492,6 5 5,4% 875,6
Aðkomubátar 236,4 32 2,6% 275,4
9.188,1 1204 100,0%
10.408,6 1342 100,0%
Aflahæstu bátar frá áramótum.
Net:
tonn landanir
1. Þórunn Sveinsdóttir VE 401 429,8 15
2. Surtsey VE 2 356,1 23
3. Kap II VE 4 321,7 34
4. Arni í Görðum VE 73 310,4 32
5. Heitnaey VE 1 303,2 25
6. Dala-Rafn VE 508 302,8 44
7. Kópur VE 11 297,8 36
8. Danskí Pétur VE 423 296,7 30
Framhald á bls. 35
Max Euwe, forseta Alþjóðaskák-
sambandsins.
„Ég hef nú mætt þessum skák-
mönnum áður en það er alltaf
betra að glöggva sig á þeim og
skákstíl þeirra," sagði Friðrik,
þegar Mbl. ræddi við hann í gær.
Auk Friðriks og Karpovs verða
með í þessu móti bandaríski stór-
meistarinn Walter Browne og hol-
lenzki stórmeistarinn Jan
Timman. Kemur Timman i stað
Júgóslavans Ljubojevie, sem for-
fallaðist. Friðrik hefur oft teflt
við Browne og Timman en aðeins
einu sinni mætt Karpov við skák-
borðið. Það var í Rússlandi 1971
og lauk skák þeirra með jafntefli.
Mótið hefst í Hollandi 14. maí
og það stendur til 22. maí. Tefld
er tvöföld umferð, þannig að hver
keppandi teflir 6 skákir.
„Ég hefði frekar kosið að
skákirnar yrðu fleiri, því það gæfi
réttari mynd. Þegar skákirnar
eru aðeins sex geta ein mistök
orðið mjög afdrifarík," sagði
Friðrik að lokum.
Selma Jónsdóttir forstöðumaður Listasafns tslands stendur þarna
við sjálfsmynd Jóns Stefánssonar og blómamynd.
Sýning í Listasafninu:
50 málverk Jóns
Stefánssonar
LISTASAFN tslands opnar I
dag, laugardag, sýningu á um
50 málverkum eftir Jón
Stefánsson og meðal myndanna
eru þekktustu myndir Jóns.
Myndir þessar keypti Listasafn-
ið árið 1972 úr dánarbúi ekkju
Jóns, sem var dönsk. Kaupverð
myndanna er um 4 millj. kr.
Arið 1972 voru nokkrar mynd-
anna afhentar safninu, þ.e. þær
sem voru hér heima, en megnið
af myndunum var I Danmörku
og sumar þurftu viðgerðar við
áður en þær yrðu fluttar heim.
Nýlega voru allar myndirnar
komnar og því afráðið að sýna
þær í tveimur fremri sölum
Listasafnsins. Verður sýningin
opin venjulegum sýningartíma
safnsins fram til 20. maí.
Meðal þekktra mynda I þessu
safni er sjálfsmynd af Jóni mál-
uð 1942, rúmönsk stúlka máluð
1918, en elzta myndin er upp-
stilling með pelagónium og epl-
um, máluð 1915 — 16. Sumar
myndanna eru ófullgerðar, en
þær verða allar til sýnis og með-
al þeirra er skissa af Sigurði
skólameistara.
Ein af myndum Jóns Stefánssonar
Fjörugt tónlist-
arlíf á Akureyri
Akuryeri 9. apríl
TÓNLISTARLlF á Akureyri er
mjög blómlegt um þessar mund-
ir. Karlakór Akureyrar hefur í
þessari viku haldið 5 samsöngva I
samkomuhúsinu undir stjórn
Jóns H.J. Jónssonar og við undir-
leik frú Sólveigar Jónsson. Ein-
Norski skips-
skrokkurinn
kominn til
Akureyrar
Akureyri 9. april.
BJÖRGUNARSKIPIÐ Goðinn
kom til Akureyrar skömmu
eftir hádegi í dag frá Flekka-
fjord í Noregi með togara-
skrokk í eftirdragi. Skips-
skrokkurinn er smíðaður í
Noregi handa Dalvíkingum en
Slippstöðin hf. á Akureyri mun
ljúka smíði skipsins og frágangi
öllum. Ferðin frá Flekkefjord
gekk að óskum og tók eina viku.
Sv.P.
HBmHhkI
Goðinn leggst með skipsskrokkinn
hafnsögubáturinn á Akureyri.
norska að bryggju. Fremst sést
Ljósm. Mbl Sverrir Pálsson.
söngvarar hafa verið Helga Al-
freðsdóttir og Kristján Jóhanns
son.
Á sunnudaginn halda Guðný
Guðmundsdóttir konsertmeistari
og Gísli Magnússon píanóleikari
tónleika i hátiðarsal Menntaskól-
ans á Akureyri og hefjast þeit
klukkan 16. Tónleikarnir eru i
vegum MA og Háskóla tslands.
Á þriðjudagskvöld kl. 21 hefjast
svo tónleikar þýzkrar háskóla
hljómsveitar frá Munchen, undir
stjórn A. Ginthör konsertmeistara
við Fílharmóníuhljómsveitina i
Múnchen. Þessir tónleikar eru i
vegum Tónlistarfélags Akureyr
ar. Hljómsveitin mun leika á
nokkrum fleiri stöðum á Norður
landi, svo sem á Dalvik, Húsavík
og Mývatnssveit. —Sv.P.
Ömar teflir
í Noregi
HINN ungi og efnilegi skákmaður
Ömar Jónsson heldur á mánu-
daginn til Sandefjord i Noregi,
þar sem hann tekur þátt í ung-
lingamóti dagana 13.—17. april.
Verða þarna tefldar 7 umferðir
eftir Monradkerfi. Ómar fer utan
á vegum Taflfélags Reykjavíkur.