Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRIL 1976
5
Fundur um ísland og
Nato í Lögbergi
LAUGARDAG 10. apríl 1976, kl.
15.00 verður haldinn fundur á
Vegun funda- og menningarmála-
^efndar Stúdentaráðs Háskóla
Islands. Fundurinn fjallar um
efnið tsland og N.A.T.Ö. Fundur-
•nn verður haldinn í Lögbergi,
núsi lagadeildar, stofu 101. Fram-
sögumenn verða Jón E. Ragnars-
son, Már Pétursson, Svavar Gests-
son og Unnar Stefánsson. Fram-
sögumenn munu m.a. fjalla um
það, hvort aðild Islands að
N.A.T.Ó. hafi orðið Islendingum
til góðs og hvort íslendingar eigi
að stefna að áframhaldandi aðild
landsins að Atlantshafsbandalag-
inu. Öllum er heimill aðgangur að
fundinum. Að loknum framsögu-
ræðum verða frjálsar umræður.
— Sendum í póstkröfu
um land allt —
r
Jón H. Bergs endurkjörinn formaður V.S.I.:
Hver 4 manna fjölskylda skuldar
1,6 m. kr. í erlendum gjaldeyri
AÐALFUNDI Vinnuveitenda-
sambandsins lauk i Revkjavfk 1
8®r. Jðn H. Bergs var endurkjör-
•nn formaður sambandsins og
öunnar Guðjónsson varafor-
ntaður.
I ályktun frá fundinum kom
n> a. fram, að nú skuldar hver 4
manna fjölskylda á Islandi til
íafnaðar um 1.6 millj. kr. í erlend-
um gjaldeyri og er nú svo komið,
að af hverjum 100 millj. kr. i
útflutningi verður að taka strax
tæpar 20 millj. kr. í greiðslu á
erlendum lánum. Utlit er fyrir, að
með sama áframhaldi muni hlið-
stæð tala árið 1980 verða um 25
millj. króna eða að fjórða hver
gjaldeyriskróna fari til greiðslu
erlendra skulda. Segir í ályktun-
inni, að þetta sé langt umfram
það, sem geti talizt viðunandi
Halldór og Manuela
leika á háskólatón-
leikum kl. 15.00 í dag
elleftu og næstsíðustu
háskólatónleikar vetrarins verða í
Félagsheimili Stúdenta í dag
klukkan 15. Þar leika Manuela
Wiesler flautuleikari og Halldór
Haraldsson píanóleikari stórt
verk eftir Schubert og tvö litil
nútimaverk eftir Tomasi og Joli-
vet. Athygli skal vakin á þvi, að
tónleikarnir hefjast klukkan 15
en ekki klukkan 17 eins og fyrri
háskólatónleikar.
fyrir þjóð, sem vilji halda efna-
hagslegu sjálfstæði. Þvi sé aug-
ljóst að, að allur hugsanlegur bati
þjóðarbúsins á næstu árum verði
að fara til jöfnunar á hinni miklu
skuldasöfnun, og takmarki það
mögulei'ka á að bæta lífskjör
landsmanna á næstunni.
Þá lýsir fundurinn þeim slæmu
skilyrðum sem frjálsum atvinnu-
rekstri eru búin hér á landi og
varar við afleiðingum efnahags-
málaóstjórnar undanfarinna ára á
rekstrargrundvöll og framtíð
frjáls atvinnurekstrar.
Aðalfundurinn leggur til: Að
afskriftarreglum hjá hinum
frjálsa atvinnurekstri verði
breytt og þær gerðar ekki lakari
en hjá hinu opinbera.
Að flýtt verði tollalækkunum á
öllum efnisvörum svo og vélum og
tækjum til framleiðslu.
Að útgáfu verðtryggðra ríkis-
skuldabréfa verði hætt og hið
opinbera látið búa við sömu lána-
möguleika og hinn frjálsi at-
vinnurekstur.
Að kostnaðarveltuskattar verði
felldir niður í því formi, sem þeir
nú eru i, enda Verði fyrirtækjum
búin slik starfsskilyrði að þau
geti greitt eðlilega tekjuskatta.
Að arður af hlutabréfum njóti
sömu skattameðferðar og sparifé.
Ekið á bíl
RANNSÖKNARLÖGREGLAN I
Hafnarfirði hefur beðið Mbl. að
auglýsa eftir vitnum að ákeyrslu
þar í bæ. Var ekið á bifreiðina
G-9989, sem er dökkgræn Crysler
160, þar sem bifreiðin stóð fyrir
utan Vesturbraut 3. Gerðist þetta
á tímabilinu frá kl. 22 s.l. mið-
vikudagskvöld til kl. 9 daginn eft-
ir. Dæld var á hægra afturbretti
ofarlega. Gul málning var í sár-
inu. Grunur leikur á því að Fiat-
bifreið hafi valdið tjóninu.
Jón H. Bergs.
Að fram fari könnun á arðsemi
opinbers rekstrar og verði einka-
aðilum falinn rekstur, sem nú er í
höndum hins opinbera, þar sem
slíkt reynist hagkvæmara.
Að komið verði á verðbréfa-
markaði.
Að ýmis þjónustugjöld hins
opinbera sem snerta atvinnu-
reksturinn sérstaklega, verði leið-
rétt til samræmis við það, sem
tíðkast í helztu samkeppnislönd-
um okkar.
Einnig vekur aðalfundurinn at-
hygli á, að gert verði verulegt og
sérstakt átak í verk- og tækni-
menntunarmálum og heitir á
ríkisstjórnina að standa við gefin
loforð í þeim efnum. Staðgóð
þekking og tæknimenntun sé for-
senda framfara og framleiðni-
aukningar atvinnuvega og vax-
andi hagvaxtar þjóðarinnar
allrar.
Leiðrétting
I afmælisgrein hér í blaðinu á
föstudag um Gísla Jónsson, Höfn i
Hornafirði, hefur misritazt nafn
Ragnhildar á Rauðabergi. Hún
hét Ragnhildur en ekki Ragn-
heiður. Þetta leiðréttist hérmeð.
Vitni vantar
FÖSTUDAGINN 9. april var ekið
á bifreiðina 1-1875, sem er Fíat
600, græn að lit, árgerð 1973. Bif-
reiðin stóð á Rauðarárstíg, við
stöðumæli á móts við Búnaðar-
bankann. Var þetta um klukkan
13. Vinstra afturhorn var dældað
og ljósker brotið. Þeir, sem geta
veitt upplýsingar um þessa
ákeyrslu, eru beðnir að hafa sam-
band við Slysarannsóknardeild
lögreglunnar.
Sértilboð á
DAHLIUM
Bjóöum þessa helgi 10 stk.
Dahlíulauka á aðeins
i ^nn_w
Á þriójudag veróur dregió í 4.flokki.
9.000vinningar aó fjárhœó 118.350.000.00
A mánudag er síóasti endurnýjunardagurinn.
4. flokkur:
9 á 1.000.000 kr. 9.000.000 kr.
9 - 500.000 — 4.500.000 —
9 - 200.000 — 1.800.000 —
315 - 50.000 — 15.750.000 ’
8.640 - 10.000 — 86.400.000 —
8.982 117.450.000 kr.
Aukavinningar:
18 á 50.000 kr. 900.000 —
9.000 118.350.000.00
L