Morgunblaðið - 10.04.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.04.1976, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1976 1. HLAÐVARPANUM KONUR& SKÁK Karlarnir sjá rautt þegar þeir tapa fyrir okkur skáksysturnar — Birna, Guðrún og Rannveig Norðdahl. „SKÁKIN hefur svo lengi verið einokuð af karlmönnum að þeir sjá rautt þegar þeir tapa fyrir okkur kvenfólk ínu/' sögðu systurnar Birna, Guðrún og Rannveig Norðdahl þegar Hlaðvarpinn ræddi við þær í vikunni. Þær systur hafa fitlað við tafl frá bernskuárum sínum f og þegar kvennadeild var stofnuð hjá Taflfélagi Reykja víkur í fyrra gerðust þær stofnfélagar Rannveig sagði stolt að hún væri elzti meðlimur deildarinnar 80 ára gomul Guðrún er 73 ára en Birna er yngst, 57 ára. Systurnar eru frá Hólmi fyrir ofan Reykjavík. Við spurðum þær að því hvenær þær hefðu lært mann ganginn. „Það var nú þannig," sagði Rannveig, „að árið 1904 kom sem vetrarmaður á heimili okkar maður að nafni Bjarni Jónsson. Hann var mikill tafláhuga maður og kenndi okkur systkinunum mannganginn. Ég var þá 8 ára, Guðrún eins árs og Birna ófædd." Hin börnin lærðu síðan mannganginn hvort af öðru og var mikið teflt meðal barnanna á Hólmi. Systkinin eru 6 að tölu, þar af eru bræðurnir Karl og Magnús báðir slyngir skákmenn og hefur Magnús t.d. farið í keppnisferðir til útlanda með Hreyfli. En systurnar eru viðmælendur okkar að þessu sinni og við spyrjum þær hvort þær hafi teflt mikið frá unglingsárum og fram á þenna.n dag. „Það er nú ekki hægt að segja að við höfum teflt mikið en við höfum alltaf veriðaðdútla við þetta, teflt innbyrðis, lltilsháttar við aðrar konur en mest þó við karlmenn. Mikill skákáhugi er í ættinni og auðvelt að hitta fólk sem vill tefla. — Hafið þið stúderað skák af skákbókum? „Nei, nei," segja þær í kór. Þær segjast allar leika hefðbundnar byrjanir og síðan tefli þær bara af brjóst- viti þegar fram í skákina kemur, og haga tafl- mennskunni eftir þvi sem andstæðingurinn hagar sér. Þær segjast stundum tefla skákir upp úr blöðum og Rannveig kvaðst hafa fengið í gjöf einvígisbókina um Fischer og Spasskí með skákskýringum Friðriks Ólafs- sonar. „Ég hef farið yfir skákirnar í bókinni og haft mjög gaman af " Um 1940 æfði Birna skák smátima með karlmönnum en hætti þvi fljótlega. í þá daga þekktist varla að kvenfólk stundaði skák og voru þær konur sem það gerðu litnar hornauga. Svo þegar kvennaskákin byrjaði í fyrra drifu systurnar sig á stofnfundinn. Þær Birna og Guðrún hafa báðar teflt í mótum en Rannveig hefur ekki treyst sér til þess, bæði vegna heilsunnar og einnig vegna þess hve erfitt er fyrir hana að komast á Framhald á bls. 22 LISTALÍF Engin stjómmálaslit í listinni „ÉG LÍT á mig sem ambassador íslenzkra listamanna í London. Munurinn á pólitlkinni og listinni er sá að það verða engin stjórn- málaslit I listinni og þvi mun ég snúa aftur til London, öfugt við Sigurð Bjarnason." Sá sem þannig mælir við Hlaðvarpann er Bene dikt Árnason leikstjóri, sem undanfarin tvö ár hefur starfað i London. Hann er nú staddur hér heima um mánaðartima. til hvildar og hressingar og til að kynna sér verk islenzkra höfunda, sem koma mætti á framfæri erlendis. Um næstu mánaðamót verður flutt i brezka útvarpinu BBC 3 leikrit eftir Odd Björnsson. sem i enskri þýðingu hefur fengið það langa nafn ,.How an honorable shopkeeper finds the courage to break his adorable wife's nose in front of everyone". Benedikt hefur þýtt leikritið og hann er einnig leikstjóri i uppfærslu BBC. „Það þykir voða fint að koma leikriti að hjá BBC 3 og þvi er ég i sjöunda himni hvernig þetta hefur gengið," sagði Benedikt. Benedikt er með ýmislegt fleira i takinu, t.d. er hann að þýða sögu eftir Líney Jó- hannesdóttur í brezka sjónvarpið BBC. Sagan heitir „Krian". Ennfremur er Bene dikt að þýða bók. sem Þorgeir Þorgeirsson skrifaði um frænku sina, Liney Jóhannes dóttur. Hún á einnig að fara í sjónvarp. Þegar Krian verður sett upp i sjónvarpi verða notaðar myndir, sem Barbara heitin Árnason teiknaði. „Nú. þá er ég að reyna að koma verki eftir Sigurð A. Magnússon á framfæri úti," sagði Benedikt „og ýmislegt fleira er ég með, sem ég vil ekki nefna að svo stöddu." Benedikt kvaðst kunna mjög vel við sig i London. Þar væri hægt að sjá nýjar leiksýn- ingar svo að segja á hverju kvöldi, svo dvöl þar væri gullnáma fyrir leikhúsfólk. „Sam- hliða þýðingum íslenzkra verka yfir á ensku hef ég verið að þýða leikrit yfir á íslenzku," segir Benedikt, „verk sem ég tel að eigi erindi til íslendinga. Mér er sama hver setur þessi verk upp, hvort það verð ég eða einhver annar en ég vona að einhvern tima þurfi islenzku leikhúsin á mér að halda. Ég álit að ég geti gefið islenzku leikhúsi sitt- hvað, sem ég veit að það þarf á að halda núna." Benedikt sagði að hann hefði séð ýmis leikverk i ferð sinni hingað, og hefði hann sérstaklega hrifizt að sýningu Inúkhópsins. Þar væri um að ræða stórbrotið efnisval og geysigóða uppfærslu. Leikritið hefði minnt sig á sýningu, sem Peter Brook, sá frægi leikhúsmaður, hefði fært upp í London ekki alls fyrir löngu. Það verk heitir „Ik" og fjallar um sorgarsögu Ik-þjóðflokksins I Arabíu þegar oliuveldið komst þar á. Benedikt sagði að lokum að leiklistin væri alltaf sitt stóra áhugamál og hann vildi leggja sitt af mörkum til að koma henni á æðra stig. UMSJÓN SIGTRYGGUR SIGTRYGGSSON leiöinni Callaghan og gráðosturinn JAMES Callaghan, hinn nýi forsætisráðherra Breta er ekki alveg ókunnur íslandi. Þegar landhelgisviðræðurnar fóru fram f Chequers, sveitasetir Wilsons f vetur, skýrði Callaghan fslenzku nefndarmönnunum frá því, að f stríðinu hefði hann verið sjóliði á tundurtufla- slæðara. Hefði herskip þetta m.a. at- hafnað sig við íslandsstrendur. Kvaðst Callaghan helst muna það frá dvöl sinni við ísland, að oft hafi verið siglt inn til Akureyrar að taka vistir. Þar á meðal var keyptur gráðostur hjá KEA og tók Callaghan slfku ástfóstri við þennan ost, að hann hefur helst ekki viljað borða aðrar tegundir. Hefur hann að sögn nokkrum sinnum látið kaupa fyrir sig KEA gráðost síðan þetta var. Wilson og endurkröfurnar FYRST við erum farin að segja sögur frá Chequers látum viðaðra fljóta með. Geir Hallgrfmsson og Harold Wilson voru að ræðast við undir borðhaldi. Ræddu þeir m.a. um fugla og var Geir að segja Wilson frá þeim vandamálum, sem upp komu vegna heiðargæsarinnar þegar virkjanir á hálendinu voru f undirbúningi. James Callaghan, sem þá var utanrfkisráðherra, spurði Guðmund H. Garðarsson alþingismann að því hvort þeir væru að tala um „birds". Guðmundur játti því. Sagði þá Callaghan, að hann myndi bara eftir einu orði úr fslenzku og væri það orðið „stúlka". Geir Hallgrímsson skaut því nú að, hvort hann ætti kannski að bera einhverri stúlku á íslandi kveðju Callaghans. Þá gall f Wilson: „Nei, nei alls ekki, við viljum engar endurkröfur." Passinn inn í Paradís PASSINN INN í PARADÍS heitir hugleiðing sem Reynir Hugason verkfræðingur ritar f nýútkomið fréttabréf Verkfræðingafélags íslands. Dregur Reynir þar upp anzi dökka mynd af ástandi efnahagsmála á íslandi. Þjóðin hafi eytt 10% meira en hún aflaði á árunum 1974 og 1975 og lengra verði ekki haldið á sömu braut nema með hinum herfilegustu afleiðingum. „Til þess að komast upp úr þeim öldudal, sem þjóðin er nú komin f," segir Reynir, „er í raun ekki nema um tvær leiðir að ræða. Annars vegar er hægt að færa niður neyzluna til samræmis við tekjuöflunina f þjóðfélaginu, og hins vegar er hægt að auka framleiðni, framleiðslu- magn og verðmæti þeirra afurða, sem framleiddar eru." Reynir ræðir síðan vftt og breitt um þessi mál og niðurlagsorð hans eru þessi: „Niðurstaðan af þessum hugleiðingum verður sú, að ein- ungis mjög efld og virk rannsókna- og þróunarstarfsemi og sölustarf- semi getur bjargað okkur íslendingum frá nýjum og mjög sérstæðum útflutningi, þ.e. útflutningi á fólki í stórum stíl." Læknar hylla Ólaf Finsen 1937 0 I LÆKNABLAÐINU hefur veriS tekin upp sú nýbreytni aS birta gamlar myndir, sem telja má áhugaverðar. Ein sl(k birtist I slSasta tölublaSi og þar sem HlaS- varpinn álitur aS fleirum en les- endum LæknablaSsins finnst fengur i aS sjá myndina, birtum viS hana hér. Myndin var tekin á Akranesi 17. september 1937. ......................... .———------- Allmargir læknar komu þar saman til aS hylla Ólaf Finsen hérSaslækni, sem þá var sjötugur. Myndin er tekin fyrir framan heimili hans. Ljósmyndari var Árni Benediktsson. Á myndinni eru eftirtaldi menn (sjá skýringarmynd): 1. Bersveinn Ólafsson, 2. Hallgrimur Björnsson, 3. RíkarSur Kristmundsson, 4. Níels Dungal, 5. SigurSur SigurSsson, 6. Björn Kristinsson 5 ára, 7. Kristinn Björnsson, 8. Karl Sigurður Jónasson 9. Gunnlaugur Claessen, 10. Jón Nikulásson, 11. Sveinn Gunnarsson, 12. Björgúlfur Óiafsson, 13. Helgi Tómasson, 14. Ólafur Þorsteinsson 15. Halldór Hansen 16. Magnús Pétursson, 17. Guðmundur Hannesson. 18. Ólafur Finsen, 19. Jón Jónsson, 20. Maggi Júl. Magnús, 21. Matthías Einarsson. Hitaveitan langþráða brátt á teikniborðið AKUREYRINGAR biSa spenntir eftir hitaveitunni sinni og þykir engum mikiS þegar tillit er til þess tekiS hvilikan sparnaS hún mun hafa i för meS sér fyrir ibúa höfuSstaSar Norðurlands. Nú á aS fara að teikna þessa langþráðu hitaveitu og hefur Bæjarstjórn Akureyrar nýlega gert samning viS Verkfræðistofu NorSurlands hf og Verkfræðistofu SigurSar Thoroddsen hf um hönnun hitaveitu fyrir Akureyri. Samningurinn nær til virkjunar að Laugarlandi. aSfærsluæðar þaðan til Akureyrar og dreifikerfis ásamt nauðsynlegum dælustöðvum og geymum. ASaleigendur VerkfræSistofu NorSurlands h.f. á Akureyri eru Fjar- hitun h.f. og Almenna verkfræSistofan h.f. i Reykjavik, og sem kunnugt er rekur Verkf ræðistofa SigurSar Thoroddsen s.f. útibú á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.