Morgunblaðið - 10.04.1976, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRlL 1976
\ Gunnar Thoroddsen á Alþingi í gær um nýja orkuspá:
Fyrri vélasamstæða Kröflu fullnýtt
haustið 1978 — sú seinni 1988-82
Sjómenn tala stundum um pðskahrotu. Það var Kröfluhrotan sem setti svip sinn á sfðasta dag Alþingis
fyrir páskafrf — í gær. Þar var svo hart deilt að jafnvel Alþýðubandalagsmenn, sem að jafnaði eru
skoðanalega eins og vel þjálfaður fimleikaflokkur, urðu á öndverðu máli. — Orkuráðherra, Gunnar
Thoroddsen, upplýsti niðurstöður orkuspár, sem sýndu, að orkan frá fyrri vélasamstæðu Kröfluvirkjunar
verður fullnýtt þegar árið 1978 og þeirrar sfðari 1980 — 1982, aflið 1980, orkan 1982.
Hér á eftir verður efnisþráður umræðnanna lauslega rakinn.
ORKUSVELTISSTEFNA
ALÞVÐUFLOKKSINS
Ingvar Gfslason (F) hóf mál sitt
með því að minna á, að gufuafls-
virkjunin við Kröflu væri at-
hyglisverðasta nýjung um nýt-
íngu innlendra orkugjafa, sem nú
væri á döfinni með þjóðinni. Sú
áróðurs- og andófsherferð, sem
Alþýðuflokkurinn hefði beitt sér
fyrir gegn þessari tímamótafram-
kvæmd 1 orkumálum, ætti sér þá
eina hliðstæðu í sögu okkar, er
skipulögð hefði verið gegn til-
komu símans upp úr aldamótun-
um síðustu. Upphaf þessarar her-
ferðar væri það, er aðalfundur
kjördæmisráðs Alþýðuflokksins i
Norðurlandi eystra hefði á sl.
sumri gert andstöðu gegn þessari
gufuaflsvirkjun að pólitísku
stefnuskráratriði.
Þó færi víðs fjarri að þessi
öfgum knúða andstaða speglaði
afstöðu Norðlendinga sem búið
hefðu við orkusvelti um langt ára-
bil. Vitnaði hann í því sambandi
til leiðara í vikublaðinu „DEGI“.
Þar hefði þessi virkjun veriðtalin
tímamótaverk í nýtingu inn-
lendra orkugjafa, fyrsta stóra
jarðgufuvirkjunin hér á landi,
stærsta raforkuverið sem reist
hefði verið á Norðurlandi og í
raun stærsta mannvirkið, sem
ráðist hefði verið í í lands-
fjórðungnum. Þar hefði og verið
bent réttilega á það að Kröflu-
virkjun ætti að þjóna mun stærra
svæði en Laxárvirkjunarsvæðinu
einu, flytja ætti orku til Norður-
lands vestra og Austfjarða og
leysa af hólmi gjaldeyriseyðandi
dieselstöðvar. Þá vitnaði Ingvar
til blaðaviðtals við Val Arnþórs-
son, kaupfélagsstjóra á Akureyri
og stjórnarmeðlim Laxárvirkj-
unar, sem talið hefði að hitaveitu-
framkvæmdir fyrir Akureyri og
virkjun Kröflu væru fram-
kvæmdir, sem farið gætu og
þyrftu saman og þjónuðu sam-
verkandi hlutverkum í hagsmun-
um Norðlendinga.
Ingvar sagði ástæðu til að
þakka bæði fyrrv. og núv.
iðnaðarráðherra frumkvæði og
framkvæmd Kröfluvirkjunar. Sá
fyrri hefði borið fram og fengið
samþykkt lagafrumvarp um þessa
virkjun, sá síðari komið laga-
heimildum um virkjunina vel á
veg. Landshluti, sem lengi hefði
búið við orkusvelti, jafnvel
neyðarástand í raforkumálum, er
rennslistruflanir hefðu gert vart
við sig í Laxá, sæi nú fram á
orkuöryggi. Umframorka kynni
að verða fyrir hendi fyrst í stað,
a.m.k. unz línulögn til Austfjarða
kæmist I gagn, en verið væri að
tjalda til lengri tíma en einnar
nætur. Alþýðuflokkurinn, sem
gert hefði andstöðu við jarðgufu-
virkjun að flokkslegu trúaratriði,
hefði þar með snúizt gegn fram-
kvæmd, sem hann hefði áður sam-
þykkt, er Alþingi tók löglega
ákvörðun um virkjunina.
SKULDABOGINN
SPENNTUR LANGT
UMFRAM HÆTTUMARK
Sighvatur Björgvinsson (A)
sagði að sérfræðingar hefðu of
lengi þagað um sérfræðilegar
niðurstöðurogskoðanirsinar um
Kröfluvirkjun. Það réttlæti þó
ekki að ráðuneyti og Kröflunefnd
hunzuðu staðreyndir nýrra að-
stæðna um orkuþörf, arðsemi
virkjunarinnar, jarðskjálfta-
virkni og goshættu; né nýrra sér-
fræðilegra upplýsinga helztu vís-
indamanna okkar á þessu sviði.
Sighvatur sagði talsmenn
Kröfluvirkjunar tala um fram-
leiðsluverð kr. 1.80 á kwst. Annað
væri þó ekki að lesa úr erindi
Jóhannesar Nordal en greiðslu-
byrðin samsvaraði u.þ.b. kr. 8.00 á
hverja kwst. Talað væri um heils
milljarðs halla á Kröfluvirkjun.
Áætlaður halli Rafmagnsveítna
rlkisins í ár væri sama upphæð,
sem að vísu ætti að mæta með 700
m.kr. verðjöfnunarskatti. Þessi
skattur værí nú 14 þús. kr. á
meðalfjölskyldu. Líkur bentu til
að hann þyrfti að hækka I kr. 40
þús.
Sighvatur sagði að lög um
Kröflu Ieyfðu 55 mw virkjun.
Hins vegar væru keyptar vélar
með 60 mw stimplaðri stærð en 70
mw hámarksafköstum. Þetta væri
gróft lagabrot. Þann veg snið-
gengi framkvæmdavaldið þing-
ræðið með valdníðslu. Ekki væri
heldur von á góðu þar sem a.m.k.
þrír ráðherrar hefðu legið eða
lægju undir lögbrotsákærum:
menntamálaráðherra fyrir emb-
ættissviptingu I ráðuneyti sínu.
landbúnaðarráðherra fyrir að
misbeita valdi um útvegun
ábúðar á jörð og dómsmálaráð-
herra fyrir fjölmæli.
Þá vitnaði Sighvatur I Þorleif
Einarsson, jarðfræðing, Jónas
Ellasson, prófessor, og fleiri sér-
fræðinga, sem undanfarið hefðu
ritað um Kröflumál og sýnt fram
á, að bæði undirbúningiog fram-
kvæmd virkjunarinnar væri veru-
lega ábótavant, og taldi að fresta
ætti frekari framkvæmdum
meðan málið i heild yrði skoðað
betur sem og náttúrufræðilegar
aðstæður nyrðra. Loks vék Sig-
hvatur að skuldasöfnun þjóðar-
innar erlendis, sem nú næmi
400.000 á hvern Islending.
VILBORG HARÐARDÖTTIR
ANDMÆLIR RAGNARI
ARNALDS.
Vilborg Harðardóttir (K) sagði
að eining væri ekki í þessu máli I
Alþýðubandalaginu, eins og ráða
hefði mátt af ræðu Ragnars Arn-
alds fyrir nokkru, þvert á móti.
Hún gæti t.a.m. tekið undir flest
af þvi sem fram hefði komið í
ræðu Braga Sigurjónssonar (A)
utan dagskrár fyrr i vikunni. I þvl
sambandi drap hún á eftirfar-
andi:
1) Hún væri andstæð þeim
flýti, sem ráðuneyti, Orkustofnun
og Kröflunefnd hefðu sýnt í þessu
máli. Nær hefði verið að verja
fjármunum, sem i Kröflu væru
komnar, i stofnlínur og dreifi-
línur út um land, til að afsetja
orku frá Sigöldu, t.d. til húshit-
unar. 2) Hvers vegna var ekki
hagnýttur sá kostur, sem gufu-
aflstöðvar hafa umfram vatnsafls-
stöðvar, að virkja f þrepum, en
vatnsaflsstöðvar þyrfti annað
tveggja að virkja í einum áfanga
eða láta virkjun vera. Þá hefði
verið hægt að virkja i samræmi
við orkuþörf þar nyrða. 3) Þá
vitnaði hún til nýbirtrar greinar 5
starfsmanna Orkustofnunar, sem
settu fram þá skoðun, að fyrst
hefði átt að bora vinnsluholur,
síðan að reisa stöðvarhús og panta
vélar, enda hefði þurft að velja
vélar með tilliti til eiginleika guf-
unnar. 4) Þá spurðist hún fyrir
um öskuþol þaks á stöðvarhúsi,
hvort miðað væri við tiltæka
revnslu frá Eyjum? 5) Þá sagði
»
Ekki eining í Alþýðubandalaginu,
segir Vilborg Harðardóttir
hún orkuspá, er hún hefði i hönd-
um, raforkuhitun húsa meðtalin,
fyrir þrjá landsfjórðunga (Vest-
firði, Austfirði og Norðurland)
vera 596 Gwst. en framleiðsla
Kröfluvirkjunnar einnar full-
nýttrar, væri 590 Gwst.
Hér væri bersýnilega stefnt að
stóriðju. En hvaða stóriðju á nú
að lauma inn um bakdyrnar til að
selja henni orkuna á útsölu,
spurði þingmaðurinn. Hún
vitnaði til þeirra orða eins af sér-
fræðingum þeim, sem ritað hefðu
um Kröflumál, að við tslendingar
hefðum verið í orkuvímu, nú væri
að renna af okkur og timbur-
mennirnir að segja til sín.
göngu Magnúsar Kjartanssonar
um lögfestingu Kröfluvirkjunar.
Hann sagði Gunnar Thoroddsen
hafa skipað sem formann Kröflu-
nefndar mann, sem þekktur væri
fyrir að framkvæma hlutina en
láta ekki liggjaíláginni. Þóttein-
hverjar skyssur kynnu að finnast
i allri atorku og dugnaði Jóns G.
Sólness, eins og annarra manna,
myndi sennilega svo fara um
síðir, að menn myndu meta það
jákvæða við atorku hans og
dugnað.
Allt svæðið norður frá Þistil-
firði suður á Reykjanes væri virkt
um jarðskjálfta og eldgos. Enginn
vissi hvar þau náttúrufyrirbirgði
SVIPMYND FRA ALÞINGI — Hér eru menn i þungum þönkum, enda
myndin tekin á alvörustundu á sjálfu Alþingi. Sem betur fer má þó
stundum, og oftar en hitt, sjá kankvist bros í augum alþingismanna.
Meðan þeir varðveita það er siður en svo öll nótt úti á landi okkar, þó
spara þurfi það stundum, einkum á þrengingartimum. Á myndinni
sjást: Eggert G. Þorsteinsson (A), Jónas Árnason (K) og Ragnar
Arnalds (K).
Við framleiðum glugga og svalahurðir
með innfræstum TE-TU þéttilista einnig
útidyra- og bílskúrshurðir af ýmsum gerðum.
Það getur borgað sig fyrir þig teikningu eða koma og skoða
— ef þú ert að byggja einbýlis- framleiðsluna, athuga
hús eða fjölbýlishús, að senda afgreiðslutíma og fá verðtilboð.
lJT™S£3f glugga og
hurðaverksmiðja
YTRI-NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Kefc
QJ
SEKIR MENN
Stefán Jónsson (K) sagði m.a.
að sérfræðingar þeir, sem allra
slðustu daga hefðu látið I sér
heyra í fjölmiðlum um vitneskju,
sem þeir hefðu legið á I tvö ár,
hefðu betur fyrr látið í sér heyra,
ef vitneskja þeirra hefði þá þýð-
ingu, sem þeir vildu vera láta. Ef
fullyrðingar þeirra væru mark-
tækar, væri þögn þeirra óverjandi
og þeir sekir menn. Þeir yrðu I
það minnsta að skýra þögn sina,
þótt talað hefðu um síðir, eftir að
jarðskjálftar hefðu gengið um
sinn. Stefán sagði þess skammt að
bíða að Kröfluorka yrði afsett
nyrðra og eystra, en orkuskortur
hefði heft framtak í fjórðungn-
um.
Siðan talaði Stefán langt mál
um Laxármál, í tilefni af ræðu
Braga Sigurjónssonar (A) fyrr í
vikunni og taldi að Alþýðu-
flokkurinn hefði þar gengið að
vilja og rétt bænda I Þingeyjar-
sýslu.
Stefán rakti frumkvæði og for-
segðu til sin. Það breytti ekki
þeirri staðreynd að við yrðum að
nýta þá auðlind, sem jarðgufan
væri, og ég fagna því, að eygja má
þann tíma að orkusvelti lýkur
norðanlands.
LlNA FRA KRÖFLU
TIL AUSTURLANDS
Tómas Arnason (F) talaði langt
mál um orkumál á Austfjörðum
og þá virkjunarmöguleika, sem
þar væru fyrir hendi. I framhaldi
af byggðalínu norður og Kröflu-
virkjun þyrfti að leggja línu til
Austfjarða, þar sem væri ómett-
aður markaður fyrir raforku,
enda beinlínis ráð fyrir slíku gert
í lögum.
TAKA ÞARF TILLIT
TIL VlSINDALEGRA
UMSAGNA SÉRFRÆÐINGA.
Bragi Sigurjónsson (A) ræddi
m.a. um Laxármál. Taldi hann
skammsýni og þvergirðingshátt
hafa ráðið því, að raforkugeta
Laxár III var ekki nýtt betur, svo
sem ráð hefði verið fyrir gert. Þar