Morgunblaðið - 10.04.1976, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRlL 1976
27
Indriði var ihaldsmaður í eðli
sinu. Ihaldsmaður í þess orðs
bestu merkingu, þ.e. að I lífsskoð-
un hans var ihald fyrst og fremst
vörslustefna fyrir frelsi og
framtaki einstaklingsins.
Hann var aðhaldssamur í
fjármálum og þá alveg sér-
staklega var honum annt um
að fjármálum bæjarins væri
stjórnað þann veg að fjárhagur
bæjarfélagsins væri traustur og
öruggur á öllum tímum, þannig að
ávallt væri hægt að standa við
allar fjárhagsskuldbindingar
bæjarfélagsins hverju sinni.
Hann sagði oft við mig að for-
senda fyrir því að vera frjáls ein-
staklingur og hafa óbundna og
óháða skoðun, væri fyrst og
fremst að vera efnahagslega sjálf-
stæður. Slíkar skoðanir kunna
kannski að hljóma einkennilega
nú á þessum siðustu og verstu
verðbólgutimum, þegar öll verð-
mætasköpun og verðmætamat
hefur gjörsamlega farið úr skorð-
um. En það breytir engu að min-
um dómi að því er snprtir rétt-
mæti og gildi þeirrar lifsskoðunar
Indriða sem ég lýsti hér að
framan.
Indriði var fjölfróður og viðles-
inn. Hann hafði mikinn áhuga á
þjóðlegum fræðum, en alveg sér-
stakt dálæti hafði hann á tslend-
ingasögunum. Hann tjáði mér að
um margra ára bil hefði enginn sá
vetur liðið að hann hefði ekki
lesið eitthvað af þeim sögum og
stundum allar, og ég er ekki frá
því að hann hafi kunnað margar
sögurnar alveg utanað. Sá mikli
fróðleikur og sú mikla speki sem
að hans dómi fólst í sögunum var
honum mikill nægtarbrunnur,
enda notaði hann óspart að vitna
til ýmissa spakmæla úr þeim,
bæði í ræðu og riti.
Indriði var dagfarsprúður
inaður og hann gætti mikillar
stillingar og rósemi i öllu sínu
líferni. Hann var trygglyndur og
vinfastur. Persónulega sýndi
hann mér mikla vináttu og
trúnað, og hann var alltaf boðinn
og búinn að hlusta á mig og veita
mér holl ráð þegar svo bar undir.
Allt hans hlýja og notalega við-
mót og greiðasemi i minn garð og
allt það góða sem hann var mér á
lífsleiðinni þakka ég hér með af
alhug.
Indriði Helgason var mjög ham-
ingjusamur í einkalífi sínu. Hann
kvæntist 30. des. 1922 Laufeyju
Jóhannsdóttur, ágætri, glæsilegri
konu. Heimili þeirra, var notalegt
og vistlegt. Það var alltaf ánægju-
legt að koma til þeirra, njóta gest-
risni þeirra hjóna og finna þá
alúð og þann góða anda sem ríkti
á heimili þeirra. Börn þeirra
hjóna eru Margrét fréttastjóri
ríkisútvarpsins, Helgi rafvirkja-
meistari búsettur á Dalvik, Öfafur
flugstjóri og Jóhann rafmagns-
verkfræðingur báðir búsettir í
Reykjavik. Allt er þetta myndar-
og sómafólk.
Eg kveð þennan látna vin minn
með mikilli virðingu og þakklæti.
Eftirlifandi eiginkonu hans og
börnum, sendi ég alúðarfyllstu
samúðarkveðjur og árnaðaróskir.
Jón G. Sólnes.
Minning:
Þórður Þórisson
frá Eyrarbakka
I dag fer fram minningarathöfn
frá Eyrarbakkakirkju um skip-
verja sem fórust með m/b Haf-
rúni, sem fór til loðnuveiða frá
Eyrarbakka 2. marz s.l. Til bátsins
hefur ekki spurzt síðan.
Það var að kveldi dags 3. marz
s.l. að ég frétti að báts væri sakn-
að frá Eyrarbakka og að meðal
skipverja væri frændi minn,
Þórður Þórisson. Næstu daga þar
á eftir vöru dagar óvissu en þó
vonar um, að bátur og skipshöfn
kæmu heil af hafi.
A næstu dögum leituðu á hug-
ann minningar og hugsanir um
öryggisleysi sjómannsfjöiskyld-
unnar, þegar bátur kemur ekki að
landi á tilsettum tíma, sá biðtími
er vissulega sár, en gefur þó til-
efni til bjartsýni, að vel geti
endað, er rifjuð er upp hrakn-
ingasaga íslenzkra fiskibáta.
Þegar skipverjarnir á Hafrúnu
höfðu verið taldir af kom enn á ný
upp í hugann, hve við öll höfum
litið vald yfir þvi, hve lengi við
dveljum meðal ástvina og sam-
ferðamanna. Þótt við mennirnir
vitum harla litið fyrir fram hver
örlög bíða okkar á langri eða
skammri lífsleið, þá er okkur
öllum ljóst að dauðinn er í raun
og veru sá eini þáttur í tilveru
okkar, sem er öruggur og viss.
Þrátt fyrir þá staðreynd kemur
dauðinn okkur oftast nistandi á
óvart, ekki sizt þegar við heyrum
um andlát ungs fólks i blóma lifs-
ins.
Þórður Þórisson var fæddur í
Vestmannaeyjum 11. desember
1943. Foreldrar hans voru hjónin
Sigríður Þórðardóttir frá Sléttar-
bóli í Vestmannaeyjum og Þórir
Kristjánsson frá Merkisteini á
Eyrarbakka. Sigriður og Þórir
hófu búskap árið 1943 í Vest-
mannaeyjum, þar fæddist Þórður
ásamt Kristjáni tvíburabróður
sínum. Eftir tveggja ára búskap í
Eyjum fluttu foreldrar Þórðar að
Brennu á Eyrarbakka og áttu þar
heima upp frá því. Nokkru síðar
flutti einnig að Brennu móður-
amma Þórðar, Guðfinna Stefáns-
dóttir.
Þórður missti Þóri föður sinn
1969. Systkini Þórðar eru
Kristján, Magnús og Eygerður.
Öll gift og búsett á Eyrarbakka.
Þórður ólst upp í hinu kyrrláta
og aðlaðandi umhverfi á Eyrar-
bakka, I skjóli ástrikra foreldra.
Æskudagarnir liðu í leik og starfi
í hópi systkina, frændfólks og
vina og margar góðar stundir átti
Þórður einnig i nágrenni við
báðar ömmur sinar og föðurafa.
Þórður byrjaði ungur að ganga
til fullra starfa. Á Eyrarbakka
stundaði hann öll algeng störf.
Hann byrjaði einnig ungur að
stunda sjó og gerði sjómennsku
að ævistarfi. Hann reyndist
traustur í starfi og góður vinnu-
félagi.
Árið 1968 kvæntist Þórður
eftirlifandi konu sinni, Guðlaugu
Jónsdóttur frá Eystri-Hellum í
Gaulverjarbæjarhreppi. Var
hjónaband þeirra afar farsælt og
gott, þau eiga einn son, Þóri, sem
nú er 7 ára, en þau hjón urðu
fyrir þeirri þungu sorg að missa
þrjú börn.
Ég gat þess að Þórður frændi
minn hefði alizt upp I hópi frænd-
fólks og góðra vina og ég hef þá
trú og vissu að frændi minn er nú
kominn til nýrra og góðra heim-
kynná, þar sem hann hefur bætzt
í hóp góðra ástvina.
Ég samhryggist nánum ástvin-
um Þórðar, eiginkonu, syni,
móður og systkinum, sökum þess
hve missir þeirra er mikill. En ég
þakka minningar um góðan dreng
og samferðarmann.
Orð eru lítils í dýpstu sorg, þá
er það trúin ein sem gefur styrk.
I þeirri trú kveð ég kæran
frænda og bið Guð að styrkja ást-
vini hans í sorg þeirra.
Eyþór Þórðarson
Haraldur Jónsson
—Minningarorð
„Einum rómi seint mun sungin
sæludrápa um þveran heim! Því
er nú verr. Menn koma og fara
eftir skamman tíma. Og alltaf vit-
um við hvert og eitt um einhvern
eða einhverja sem eiga um sárt að
binda vegna missis ástvina sinna.
Við getum sagt með kaldri skyn-
semi, að þetta sé lífsins saga. En
þegar svo hörmulegir atburðir
gjörast, að hóp hraustra starfandi
manna er kippt burtu í einu vet-
fangi, snertir það tilfinningar
flestra svo, að við getum varla
notið skynseminnar einnar við
mat staðreyndanna.
Svo mun hafa orðið mörgum nú
í marz-byrjun er það fréttist að
vélbáturinn Hafrún frá Eyrar-
bakka hefði farizt með allri
áhöfn, átta mönnum. Slíkt er litlu
sjávarplássi sarari missir en ég
get orðum að komið. Segja má að
sorgin drepi á hverjar dyr í þorp-
inu. Einn þeirra, sem fór ÍHaf-
rúnu í þepnan síðasta róður, var
góður kunningi okkar hjóna og
vinur barnanna okkar, Haraldur
Jónsson. Okkar viðkynning var þó
vitanlega stutt, þar sem Haraldur
var enn æskumaður fæddur 3.
april 1955. Hann var sonur
hjónanna Guðrúnar (Stellu)
Bjarnfinnsdóttur og Jóns Val-
geirs Olafssonar á Búðarstíg á
Eyrarbakka,’ sem eiga átta börn
önnur, öll orðin yfir fermingar-
aldur. Haraldur ólst upp og átti
heima á Búðarstíg unz hann
(haustið 1974) keypti húsið Ing-
ólf á Eyrarbakka með heitmey
sinni, Sigurlínu Helgadóttur. Þau
hafa síðan átt heima I Ingólfi. Þau
eignuðust son, Helga, sem mun
nú fimm mánaða að aldri.
Haraldur lauk hefðbundnu
skyldunámi en hóf þátt í önn
hinna virku daga löngu áður eða
strax og þroski leyfði. Hin siðustu
misseri var hann sjómaður. Hann
vék sér ekki undan þeim störfum,
sem byggðarlag hans varða
mestu, að sækja björg á miðin svo
sem feður hans og frændur höfðu
gjört. Því virtist Hraldur una vel
og brast hvorki þrek né kjark.
Kynni okkar við Harald hófust
er hann stundaði nám i Gagn-
fræðaskólanum á Selfossi. Eftir
það sýndi hann okkur tryggð og
hugulsemi. Okkur virtist hann
glaður en hógvær, svipur hans
var hreinn og drengilegur.
Að þekkja Harald og aðra slíka
æskumenn og konur er ómetan-
legt fyrir okkur, sem aldur færist
yfir. Það verður aldrei fullþakkað
að finna að enn, sem ætíð fyrr,
elst upp þrekmikið og dreng-
lundarfólk. Þess er gott að
minnast og er staðreynd, þvert
ofan í alla sleggjudóma um ung-
lingavandamál. Og ef til vill er
það einmitt fullvissan um þetta,
sem sættir okkur við að lifa lífinu
og njóta þess, þrátt fyrir öll áföll í
þessu blessaða lífi, sem máske er
rétt lýst i hnotskurn, af skáldinu,
sem sagði: „En svona er þetta
blessað líf; einn stórkostlegur
straumur — svo steypumst við í
djúpið og fyrr en nokkurn varir
er ævi mannsins öll“.
Haraldur Jónsson hefur farið
með félögum sinum í síðasta
róðurinn — út i djúpið mikla. Við
erum öll þakklát fyrir að hafa
kynnzt honum og við söknum
hans öll, og hans nánustu ástvinir
foreldrar, unnusta og systkini
hafa misst mikið. Þeim vottum
við samúð og biðjum þeim guðs
blessunar.
V.E.
Enn á ný hefur dauðinn
höggvið skarð í þá rösku sveit
drengja sem sjóinn sækja á
Islandi. Manna sem hiklaust má
segja að standi í fremstu víglínu
við að afla þjóðinni þeirra verð-
Oskar Guðnason
prentari—Kveðja
Óskar Guðnason var fæddur á
Akureyri 7. júli 1906 og.voru for-
eldrar hans Guðni Jónsson beykir
og kona hans Sigurborg Sigurðar-
dóttir. Óskar nam iðn sina í Prent-
verki Odds Björnssonar á Akur-
eyri. Eftir það lá leið hans til
tsafjarðar þar sem hann dvaldi
um stund og þaðan til Reykja-
víkur. Hann kom fyrst hér syðra
til starfs í Alþýðuprentsmiðjunni,
sem þá var til húsa við Hverfis-
götu 8 hér í bæ. Þar lágu leiðir
okkar saman; síðan eru yfir fjöru-
tiu ár. Enn i dag ber ég þakklátan
huga til hans fyrir þá viðkynn-
ingu, því hann var fyrsti leiðbein-
andi minn er ég lagði út I lífsstarf
mitt ungur — og verndari um
nokkur ár — meðan ég sem ungl-
ingur reyndi að fóta mig og feta
eftir áður ókunnum leiðum. Þess-
ar fáu línur eiga að færa honum
nú látnum þökk og heiður fyrir
þann tíma. — Óskar Guðnason
var langa ævi verkstjórnarmaður
og hafði hann ungur farið utan til
náms i prentlistarháskóla í Leip-
zig (i meistaradeild fyrir setn-
ingu og prentun o.m.fl.? og taldi
hann sig hafa haft ómetanlegt
gagn af þeirri veru sinni þar, þó
allt of stutt væri. — Honum voru
falin margvísleg störf i þágu stétt-
ar sinnar um langt skeið, m.a.
formennska um árabil og að auki
var hann fulltrúi prentarafélags-
ins á þingum með erlendum þjóð-
um. Það er ekki ástæða til að
tiunda hin fjölmörgu störf hans,
en þau sýna, að hann naut mikils
trausts og álits meðal samverka-
manna sinna. — Það er ekki hægt
að minnast hans án þess að getið
sé um það, hversu fágæta rödd
hann hafði til söngs og hversu
eftirsóttur skemmtikraftur hann
var fyrr á árum, það var mér
kunnugt um, og einnig tók hann
nokkurn þátt i leikstarfsemi, t. d.
i óperettum; þetta veit ég að
margir muna af hans kynsióð frá
horfinni tið Reykjavikur. — Ósk-
ar Guðnason var kvæntur
Guðnýju Pálsdóttur frá Nesi í Sel-
vogi og bjó hún honum fallegt og
friðsælt heimili i 34 ár. Flestra
leiðir skilja. Eftir situr minningin
ein. I þessu tilfelli einstök um
samhug og fórnfýsi frá beggja
hálfu. — M.H.
mæta sem afkoma hennar byggist
á.
Einn þessara vösku drengja var
Haraldur Jónsson, Ingólfi á Eyr-
arbakka. Hann var fæddur á Eyr-
arbakka 3. apríl 1955, og hefði því
orðið 21 árs þann þriðja apríl i ár
ef honum hefði enzt aldur til. En
árafjöldinn segir okkur ekki allt.
Listaskáldið góða kvað svo;
„Margur tvítugur meir hefur lif-
að, svefnugum segg er sjötugur
hjarði.1' En þótt árin yrðu ekki
mörg, mátti sjá að mannsefni var
þar á ferð. Dugnaður samfara
ríkri ábyrgðartilfinningu, sem
kom dálítið á óvart á þessum
tímum þegar margur unglingur-
inn lifir aðeins fyrir liðandi
stund. Hann hafði þegar fest
kaup á góðu húsi hér á Eyrar-
bakka og tryggt það að unnusta
hans og litli sonurinn gætu búið
þar örugg, hvað sem kynni að
henda, þetta er aðeins lítið dæmi,
en lýsir honum vel.
Við sem kynntumst Haraldi og
áttum vináttu hans, þökkum Guði
fyrir góðan dreng, hann var
sannur vinur vina sinna, góður
sonur sínum foreldrum. Öllum
þótti okkur vænt um hann, mann-
kostir hans voru okkur vinum
hans mikils virði. Hann var ekki
fyrir að sýnast og öll uppgerð og
sýndarmennska var honum fjar-
læg.
Missir ástvina hans er mikill, og
sár, ekki sizt unnustu og litla
sonarins sem ekki fékk að njóta
pabba lengur.
En minningin mun lifa áfram í
hjörtum þeirra og á þá minningu
ber engan skugga.
Orð Guðs, Biblían, kennir
okkur, að öll munum við hittast
aftur eftir langt eða stutt augna-
blik, og Biblían segir ennfremur:
Sælir eru syrgjendur, því þeir
munu huggaðir verða. I þeirri trú
og með þökk til Guðs sem gaf
hann, kveðjum við Harald um
stund. Þú áttir stutta sögu en
göfuga.
Tengdaforeldrar.
Kveðja:
Ragnhildur
Ólafía Guð-
mundsdóttir
Þegar ég nú í siðasta sinn kveð
minn gamla lífsförunaut Ragn-
hildi Ólafíu Guðmundsdóttur,
sem lést að heimili okkar 24-
3-1976, get ég ekki 'annað en
þakkað henni samfylgdina sem
staðið hefur í rúm 40 ár. Fyrir
alla þá hjartahlýju, greiðvikni og
góðsemi, bæði við mig og aðra.
Hjá henni átti ég alltaf vísa
hjúkrun þegar ég var þreyttur
eða sjúkur. Hún hafði mildar
hendur sem virtust allt geta grætt.
Án hennar hefði líf mitt senni-
lega orðið gleðisnauð eyðimerkur-
ganga. En nú er hún horfin yfir
landamæri lifs og dauða, en ég sit
eftir og bíð eftir fari.
Guð blessi hana i sínum nýju
heimkynnum.
Gunnar Júlíusson
LYSINGASIMINN ER:
22480