Morgunblaðið - 10.04.1976, Side 34

Morgunblaðið - 10.04.1976, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRIL 1976 I mörg horn að líta við undirbnninginn „JU, ÞAÐ er ekki lftil vinna, sem f þvf er fólgin að halda Lands- mótið á skfðum.“ sagði Hermann Sigtryggsson, mótsstjóri, þegar Morgunhlaðið innti hann frétta af undirbúningi og ýmsu fleiru við- víkjandi Landsmóti skíðamanna, sem haidið verður á Akureyri um páskana. Mótið hefst þriðjudag- inn 13. aprfl og lýkur á páskadag þann 18. aprfl. Daginn eftir verður efnt til Akureyrarmóts í bruni, ef aðstæður leyfa og er keppendum á Landsmótinu heimil þátttaka. Dagskrá mótsins má annars sjá hér annars staðar á sfðunni. „Það má segja að undirbúníng- ur hafi raunar hafizt i sumar sem leið,“ hélt Hermann áfram. ,,Þá var stökkaðstaðan lagfærð. Auk þess hafa verið unnar miklar end- urbætur á fjarskiptakerfinu hér í Hlíðarfjalli og aðstaða til tíma- töku lagfærð með tilkomu start- húss fyrir alpagreinarnar." Kemur lítill snjór til með að hamla framkvæmd mótsins? „Að óbreyttu ástandi, nei. Það verður hins vegar að flytja eitt- hvað til snjó vegna stökkkeppn- innar, en það er alls engin nýlunda. Auðvitað er þó nóg að gera, en það er virkilega ánægju- legt til þess að vita hve hendurnar eru orðnar margar hér á Akureyri, sem starfa að undir- búningnum. Ég get t.d. nefnt það að starfsmenn verða um 30 við keppnirnar, auk hópa skíða- og áhugafólks, sem munu verða til aðstoðar." En hvernig er fjárhagshlið slíks móts tryggð? „Jú, ekki er það minnstur vand- inn. Fyrir að fá að halda mótið þurfum við að greiða Skíðasam- bandinu 50 þús. beint. Ef til vill ekki miklir peningar, en kostnaðarliðirnir eru miklu fleiri og meiri, en tekjumöguleikar fremur rýrir. Við gefum út leik- skrá, og seljum auglýsingar í hana. Auk þess munum við selja styrktarmerki. Þá er ekki sízt að segja frá því að Skiðaráð Akureyrar mun meðan á þessu Landsmóti stendur sem og áður efna til dansleikja og skemmtana í Sjálfstæðishúsinu og hafa þess- ar skemmtanir ætíð stutt veru- lega við bakið hvað kostnað af Landsmótinu áhrærir. Það má svona I lokin geta þess, að kostnaður við rekstur Skíðaráðs Akureyrar i vetur verður líkast til í kringum 2,5 milljónir, og það er mikill höfuðverkur að afla svo mikils fjár.“ Miklatúnsh laup Miklatúnshlaup Armanns fer fram i dag og hefst á venjulegum stað kl. 14.00. Borðtennismeistaramótið hefst kl. 14.00 á morgun Meistaramót fslands í borð- tennis hefst nú um helgina og verður þá keppt f tvfliðaleikjum og I tvenndarkeppni. Byrjar keppni kl. 14.00 á sunnudaginn f Laugardalshöllinni, og verða keppendur alls um 120 talsins — þeirra á meðal allt bezta borð- tennisfólk landsins. Hefur það æft mjög vel að undanförnu og verður þvf fróðlegt að fylgjast með viðureign þess sem búast má við að verði hin jafnasta og tví- sýnasta. I fyrra sigruðu þeir Hjálmar Aðalsteinsson og Finnur Snorra- son, KR, f tvfliðaleik karla og fslandsmeistarar f tvenndarleik urðu þá Björgvin Jóhannesson og Guðrún Einarsdóttir úr Gerplu f Kópavogi. Keppni í einliðaleik mun svo fara fram n.k. fimmtudag f Laugardalshöllinni og hefst keppnin þá kl. 10 fyrir hádegi. Jónas Jóhannesson hirðir frákast undir körfu Portúgalanna, en við slfkt var hann iðinn f landsleiknum f fyrrakvöld. 0RIIG6UR SIGURISLANDSI FYRSTA LEIKNHM VID PORTVGAL Árni GuSjónsson lék sinn 300. leik með meistaraflokki FH f bikarkeppni HSÍ gegn KR á miðvikudagskvöldifl og var heiðraSur af félagi sínu I þvf tilefni. I dag nær Geir Hallsteinsson þessum áfanga Myndina af Árna tók Friðþjófur, Ijósmyndari Mbl . og meS Arna á myndinni er ungur sonur hans. sem vafalaust á eftir að feta i fótspor föðursins á handknattleiksvellmum. ISLENZKA landsliðið í körfu- knattleik þurfti ekki að sýna neinn stórleik til þess að bera sigur af portúgalska liðinu f fyrsta leik liðanna að þessu sinni. Eftir fremur jafnan fyrri hálfleik sem fór 46:40 Isl. f vil tóku okkar menn öll völd f sfðari hálfleik og sigruðu með 92 stigum gegn 76. Sigurinn hefði getað orðið mun stærri ef okkar mönnum hefði tekizt vel upp, en f heildina séð var þessi leikur slakur hjá okkar mönnum þótt stöku kaflar kæmu sem voru virkilega góðir. „Þetta var ekki mjög góður leik- ur hjá okkur," sagði fyrirliði portúgalska liðsins að honum loknum. „Við hljótum að gera mun betur í hinum leikjunum. Það sem fyrst og fremst var að, var það að við tókum litið af frá- köstum, og þar af leiðandi kom- umst við aldrei í gang með hraða- upphlaupin sem hafa oft verið okkar sterkasta vopn.“ Jón Sigurðsson átti að mörgu leyti mjög góðan leik i fyrrakvöld, hann skoraði mikið og var góður í vörninni, en sumar sendingar hans voru heldur slakar. Jónas Jóhannesson var afar grimmur i fráköstunum og tók alls 18 slík sem er mjög gott. Jónas er greini- lega ekki enn orðinn nógu sterkur sem sóknarmiðherji, en hann bæt- ir það talsvert upp með frábærum varnarleik á köflum. Af öðrum leikmönnum isl. liðsins má nefna Þóri Magndsson og Kolbein Páls- son sem báðir áttu góða kafla og Kára Marísson sem var sterkur í vörninni að venju. Aðrir leik- menn voru jafnir, en geta betur. Framan af fyrri hálfleik var leikurinn mjög jafn, og þá voru það aðallega Jose Luis bakvörður nr. 10 og fyrirliðinn Joaquim Ani- ceto nr. 14 sem höfðu sig í frammi af hálfu Portúgalanna, enda greinilega langbeztu menn liðs- ins. En um miðjan hálfleikinn kom bezti kafli ísl. liðsins og stað- an breyttist úr 10:9 í 28:16. En undir lok hálfleiksins virtist mjög af ísl. liðinu dregið og Portú- galarnir náðu nokkrum hraðaupp- hlaupum sem gáfu þeim körfur og í hálfleik var staðan 46:40 Isl. í vil. Strax í upphafi síðari hálfleiks réðust úrslit þessa leiks, þá kom annar góður kafli ísl. liðsins og staðan var fljótlega 58:42 og eftir það var ekki um neina keppni að ræða. Það er greinilegt að fsl. liðið þarf að fá meiri samæfingu áður en haldið verður á Polar Cup síðar í þessum mánuði. Það kom allt of oft fyrir að leikaðferðirnar sem æfðar hafa verið gengu ekki upp, en þetta stendur vonandi allt til bóta með meiri samæfingu. Stig tslendinga. Jón Sigurðsson 23, Kolbeinn Pálsson 14, Jónas Jóhannesson 13, Þórir Magnússon 11, Agnar Friðriksson 8, Bjarni Gunnar og Gunnar Þorvarðarson 7 hvor, Kári Marísson 4, Kol- beinn Kristinsson 3, Jón Jörunds- son 2. > Stig Portúgala. Joaquim Aniceto 21, Jose Luis 18, Francisco Carvalho 13, Francisco Froes 8. Mjög góðir dómarar voru þeir Kristbjörn Albertsson og Jón Otti Olafsson. Um það voru allir sam- mála — Portúgalarnir einnig. gk. Tekst íslenzku haníknattleiks- mönnunnm að standast Partizan snnning? Júgóslavneska handknattleiksliðið Partizan Bjelovar kom til landsins I gærkvöldi og leikur þrjá leiki við íslenzk lið um helgina. Verður fyrsti leikur liðsins við Íslandsmeístara FH og hefst sá leikur i Laugardalshöll- inni kl. 1 5.00 í dag. Kl. 20.30 annað kvöld leikur liðið svo við úrvalslið, sem nefnt hefur verið Suð- Vesturlandsúrval, í Laugardalshöll- inni og kl. 20.30 á mánudagskvöld leika Júgóslavarnir við gestgjafa sina, Valsmenn, i jþróttahúsinu á Akranesi. , Lið Partizan Bjelovar er vel kunn- ugt hérlendis. en þarna er tvímæla- laust um að ræða eitt bezta félagslið I heimi. Hefur það oftsinnis verið i fremstu röð I Evrópubikarkeppninni og m.a. slegið FH-inga út i átta liða úrslitunum. Sennilega er liðið ekki eins sterkt nú og það var þá. en það varð i öðru sæti i júgóslavnesku 1. deildar keppninni sem lauk nú nýlega. í leiknum [ dag mun Geir Hallsteinsson leika sinn 300. meistaraflokksleik með FH-liðinu, og verður væntanlega heiðraður af fé- lagi sinu fyrir. Er mjög athyglisvert að Geir skuli þegar hafa náð þessum leikjafjölda. þar sem hann er enn „á bezta aldri" og hefur auk þess misst eitt keppnistimabil úr hjá félaginu er hann lék með þýzka liðinu Göppingen. Kemur þar fyrst og fremst til hversu ungur Geir var hann byrjaði að leika með meistaraflokki. Fróðlegt verður að sjá hvernig ís- landsmeisturunum vegnar i baráttu sinni við Partizan-liðið, en sem kunn- ugt er lenti FH i hinum mestu vandræðum með 2. deildar lið KR i undanúrslitum bikarkeppninnar s.l. miðvikudag. Það er hins vegar gömul saga og ný að FH-liðið magn- ast upp þegar það keppir við erlend lið og ekkert félag hérlendis hefur náð eins góðum árangri I leikjum sinum við útlendinga og FH-ingar hafa gert. Sá leikur i heimsókn Partizan sem vekur hins vegar mesta athygli er viðureignin á sunnudagskvöld er það mætir Suð-Vesturlandsúrvalinu, en i þvi liði eru m.a. núverandi og fyrr- verandi landsliðsþjálfarar Íslands, Viðar Simonarson og Hilmar Björns- son og tveir leikmenn sem ekki hafa gefið kost á sér í úrvalslið eða lands- liðað undanförnu. þeir Pálmi Pálma- son úr Fram og Geir Hallsteinsson, FH. Má mikið vera ef liðíð sem mætir Partizan á sunnudagskvöldið er ekki sterkara en t.d. landsliðið sem lék við Kanadamenn á dögun- um. Siðasti leikurinn i heimsókninni við Valsmenn á Akranesi, ætti einnig að geta orðið hinn skemmtilegasti, en sjálfsagt leggja Valsmenn áherzlu á að kveðja gesti sína með þvi að sigra þá. FH — IA í DAG kl. 14.00 fer fram á Kapla krikavelli i Hafnarfirði leikur í Litlu-bikarkeppninni milli FH-inga og Akurnesinga. Verður leikið bæði i meistaraf lokki og 1. flokki. Verður fróðlegt að sjá hvernig FH-ingum vegnar undir stjórn hins nýja þjálfara sins, en liðið hefur æft mjög vel að undanförnu og hafa leikmenn sézt á hlaupum uppi um fjöll og firnindi. Úrslit í 3. deild I DAG kl. 18.00 fer fram f Laugardalshöllinni úrslita- leikurinn f 3. deild lslands- mótsins í handknattleik karla. Leika þá til úrslita Stjarnan úr Garðahreppi og lið Iþrótta- bandalags tsafjarðar, en lið þessi sigruðu f sfnum riðlum f deildinni. Það lið sem sigrar f ieiknum I dag tekur svo sæti Breiðabliks f 2. deildinni að ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.