Morgunblaðið - 10.04.1976, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 10.04.1976, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1976 35 Mrnnt á hugsanlega úrsögn úr BSRB Morgunblaðinu barst ígær eftir- farandi frétt frá gagnfræðaskóla- kennurum í Keflavík: „Fundur haldinn í Kennara- félagi Gagnfræðaskólans í Kefla- vik haldinn 9. apríl 1976 telur undirritað samkomulag milli BSRB og fjármálaráðuneytisins „I frumvarpinu setjum við fram okkar ftrustu tillögur en ég tel að við myndum verða mjög sáttir við það ef samþykkt yrði að gera það að skvldu að sýna nafnskfrteini við áfengiskaup," sagði Helgi Seljan aiþ.m., einn flutnings- manna frumvarps um breytingu á áfengislögum. Eins og komið hefur fram í fréttum, er m.a. lagt til f frumvarpinu að tekið verði upp sérstakt áfengiskaupaskír- téini. Helgi sagði aðspurður, að hug- myndin um áfengiskaupaskirteini væri komin frá þingnefnd, sem ísland sigraði Portúgal 82:75 í körfubolta ISLAND sigraði Portúgal f lands- leik f körfuknattleik f gærkvöldi 82:75. Leikið var f Njarðvík. Stað- an f hálfleik var 42 stig gegn 39, Portúgal í vil. Stigahæstir í fslenzka liðinu voru Bjarni Gunn- ar Sveinsson með 22 stig og Birgir Jakobsson með 15 stig. I dag klukkan 14 fer þriðji landsleikur þjóðanna fram í íþróttahúsinu í Njarðvik kl. 14. Á undan leikur 2. flokkur UMFN gegn unglingalandsliðinu, en með því leikur Pétur Guðmundsson, sem er 2,17 metrar á hæð. Rækjubát naumlega bjargað Skagaströnd 9. april 1 NÓTT sem leið fékk rækjubát- urinn Hringur frá Skagaströnd rækjutroll f skrúfuna, þar sem hann var á veiðum útaf Strönd- um. Þorsteinn Vald frá Skaga- strönd ætlaði þá að draga Hring til Skagastrandar en á leiðinni slitnaði dráttartógið þrisvar sinn- um og í þriðja sinn er það slitnaði voru komin suð-vestan 6—8 vind- stig og átti.þá báturinn aðeins skammt eftir til Skagastrandar. Rak bátinn hratt að landi og að brimgarðinum og tókst ekki að koma línu í hann. Varpaði hann þá tveimur ankerum en þau dróg- ust nokkuð þannig að báturinn stefndi í brimgarðinn. Þorsteinn Vald sigldi þá inn í höfnina og sótti þangað björgunarsveit SVFl á Skagaströnd og nýtt dráttartóg og tókst þessu liði að skjóta línu með línubyssu yfir í Hring í ann- arri tilraun. Mátti þarna litlu muna. Þvi báturinn var komin fast í brotin og höfðu skipverjar sett út gúmmíbjörgunarbát sinn og voru í bjargvestum. Þegar dráttartóg hafði verið sett á milli, var báturinn dreginn inn í höfnina. Hringur er rúmlega 20 tonna bátur. Skipstjóri á Hring er Örn Berg Guðmundsson en skipstjóri á Þorsteini Vald er Sig- urjón Guðbjartsson. —fréttaritari. alls óviðunanlegt og minnir á yfir- vofandi verkfallshótun varðandi samkomulag fyrir 1. apríl sl. Ennfremur er sérstök athygli vakin á einróma samþykktri til- lögu Cesils B. Haraldssonar um hugsanlega úrsögn LSFK (Lands- sambands framhaldsskóla- kennara) úr BSRB.“ kannaði stöðu áfengismála í landinu og hann kvaðst ekki vita til þess að slíkt tíðkaðist erlendis. Hann sagði flutningsmenn frum- varpsins hafa tekið upp flest þau atriði, sem nefndin lagði til, í frumvarpið. Hitt væri svo annað mál hvað næði fram að ganga. Hann taldi eins og að framan sagði að menn yrðu sáttir við það þótt áfengiskaupaskírteinin næðu ekki fram af ganga ef reglan um nafnskírteinin næði samþykki. Eins væri með lágmarksaldur gesta á veitingahúsum. Hann teldi það persónulegra betra að hafa 18 ára aldurstakmark ef farið væri eftir því en ef aldurs- takmarkið væri hærra og það þverbrotið. Aftur á móti taldi hann breytingartillöguna um vin- veitingaleyfin sjálfsagða. — Friðrik og Guðmundur Framhald af bls. 36 en um miðjan júní, en mótið í Hollandi hefst 5. júlí. „En því er ekki að neita að þetta er girnilegt boð,“ sagði Guð- mundur, „og ekki sizt vegna þess að þarna getur rætzt okk- ar draumur um að geta teflt saman á móti erlendis. Ef dag- skráin hjá mér væri ekki svona strembin hefði ég svarað strax játandi. En ég ætla að velta þessu fyrir mér í nokkra daga,“ sagði Guðmundur að lokum. Friðrik Ólafsson tók í sama streng og Guðmundur. Hann sagði að þeir hefðu talað um það sín á milli að reyna að stilla þvi þannig til að þeir gætu einhvern tima teflt á sama mótinu erlendis. Þannig gætu þeir haft félagsskap og hjálpað hver öðrum, t.d. í erf- iðum biðskákum. „Ég vona sannarlega að Guðmundur geti þegið þetta boð,“ sagði Friðrik. Sem fyrr segir er IBM-mótið afar sterkt. Þar eru ekki færri en 12 stórmeistarar skráðir til leiks, en þátttakendur eru alls 16. Stórmeistararnir eru Frið- rik, Kortsnjov og Vasjúkov frá Sovétrikjunum, Kavaleik og Smjekal frá Tékkóslóvakiu, Anderson, Svíþjóð, Kurajica og Ivkov frá Júgóslavíu, Timman og Donner, Hollandi, Miles, Bretlandi, Knaak, A- Þýzkalandi, og nú hefur Guð- mundur fengið boð á mótið. Það stendur frá 5.—24. júlí. — Saltfiskur Framhald af bls. 36 lega 20 þúsund lestir af þessu magni til Portúgals, en um 6 þús- und til Spánar. Islendingar væru ekki ábyrgir fyrir afhendingu á nema 13.500 lestum, en síðan væri það á valdi S.I.F. hvort 11.600 lestir yrðu seldar til viðbótar. Þá sögðu þeir, að framleiðsla salt- fisks á yfirstandandi vertíð væri svipuð og í fyrra, nema hvað hún hefði dottið niður af eðlilegum ástæðum í verkfallinu. Alls nam vertiðarframleiðslan á s.l. ári urn 32 þúsund tonnum. Vitað væri, að menn reyndu að salta sem mest um þessar mundir, en þött verðið væri gott, gæfi það ekki tilefni til að hægt væri að greiða eitthvað í Verðjöfnunar- sjóð. Þá sögðu þeir, að búið væri að ganga frá útborgunarverði til framleiðenda og yrði það 280 kr. pr. kíló á stórfisk nr. 1, 10—30 sporðar í pakka. Verðhlutfallið milli annarra gæða- og stærðar- flokka væri hlióstætt því sem verið hefði undanfarin ár. Þá kom fram að mikil tregða er enn á innflutningi á saltfiski til Spánar. 20% innflutningstollur er þar á saltfiski og innflutningur háður leyfum stjórnvalda. Stað- fest hefði verið að birgðir þar færu mlnnkandi og í Portúgal væru litlar sem engar birgðir af saltfiski. Á næstunni yrði rætt við Itali og Grikki um kaup á saltfiski frá Islandi, en um árangurinn af þeim viðræðum væri ekkert hægt að segja fyrirfram. Þá sögðu þeir félagar, að Portúgalir legðu sífellt meiri áherzlu á, að Islendingar keyptu meira af þeim. I þessari för hefðu tveir fulltrúar L.I.Ú., Björn Guð- mundsson og Gylfi Guðmundsson, verió með i förinni og skoðað veiðarfæraverksmiðjur og vörur framleiddar í Portúgal og lúta að sjávarútvegi. — Gunelach Framhald af bls. 17 Lardinois hefur ge: nt starfi sínu siðan í janúar 19/3. Hann er úr Kaþólska flokknum i Hollandi og hafði verið landbúnaðarráð- herra 1967—72. Á blaðamannafundi viður- kenndi Lardinois sjálfur að lík- legt væri að Gundelach tæki við af honum. Hann taldi öruggt að eftirmaðurinn yrði frá einu hinna minni aðildarlanda þar sem stærri löndin gætu aldrei komið sér saman um eftirmann frá ein- hverju þeirra vegna innbyrðis tortryggni. Auk Danans Gundelach kemur Laurens Brinkhorst, sem fjailar um utanríkismál í framkvæmda- nefninni, til greina sem eftirmað- ur Lardinois. — Spinola farinn frá Sviss . . . Framhald af bls. 1 Talsmaður brasiliska utanríkis- ráðuneytisins sagði í dag að Spin- ola mætti koma aftur til Brasiliu, en honum yrðu sett þau hin sömu skilyrði og áður fyrir búsetu: að skipta sér ekki af stjórnmálum. Spinola kom til Sviss frá Frakk- landi og þar áður frá Brasilíu fyrir nokkrum mánuðum og ósk- aði eftir landvistarleyfi vegna heilsufarsástæðna. Honum var það veitt en uppálagt að hann mætti ekki hafa nein stjórnmála- afskipti. Eftir að upp komst að Spinola hefði reynt að semja um vopn frá Vestur-Þýzkalandi semsendaátti til Portúgals til að stuðla að valda- ráni var hershöfðinginn tekinn til yfirheyrslu. Var þar komizt að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki staðið við þau skilyrði sem sett voru fyrir dvöl hans í Sviss og honum gefinn nokkurra sólar- hringa frestur til að fara úr landi. Meóan Spinola bjó í Brasiliu veitti hann fréttamönnum þó nokkrum sinnum viðtöl og var þá i meira lagi hvassyrtur i garð nú- verandi stjórnvalda í Portúgal. Spinola var veitt áminnig fyrir vikið, en ekki aðhafzt neitt i mál- inu. Áreiðanlegar heimildir telja að Brasilíustjórn muni taka mun harðar á öllu slíku velji hershöfð- inginn að snúa aftur til Brasiliu. — Vetrarvertíðin Framhald af bls. 2 9. Valdimar Sveinsson VE 22 10. Leó VE 400 Botnvarpa: 1. Sigurbára VE 249 2. Björg VE 5 3. Baldur VE 24 4. Ingólfur VE 216 5. Frár VE 78 6. Jökull VE 15 7. Sæfaxi VE 25 8. Þristur VE 6 9. Haförn VE 23 10. Emma VE 219 — BSRB Framhald af bls. 36 menn úr hverju ráðuneyti færu i verkfall ef til þess kæmi. Þeir sem myndu fara í verkfall væru þeir lægst launuðu,' þeir sem væru hærra settir fengju undan- þágu. Enginn vissi hve langan tíma verkfall stæði og þá síður hve langan tíma tæki að vinna það upp sem tapaðist i verkfalli. Erlingur sagði að á fundinum hefðu komið fram þrjár tillögur, sem samþykktar hefðu verið og sú veigamesta væri um það að stjórn starfsmannafélags stjórnarráðs- ins væri falið að framkvæma allsherjarkönnun innan stjórnar- ráðsins um samningana og þá ekki sizt verkfallsréttarmálið. Ætti þessi könnun áð ná til allra, engu skipti hvort menn væru í B.S.R.B. eða B.H.M. — Samið um Framhald af bls. 1 Viðræður um samninginn hófust í september 1974 og töf sem hefur orðið á þeim varð til þess að samningurinn um tak- mörkun kjarnorkuvígbúnaðar sem var gerður kom ekki til framkvæmda 31. marz eins og ráðgert hafði verið. Hins vegar varð að samkomulagi þá að líta svo á að samningurinn hefði tekið gildi þar sem búizt var við skjótu samkomulagi um kjarnorkusprengingar í frið- samlegum tilgangi. Samningur um kjarnorku- sprengingar i friðsamlegum tilgangi var talinn nauðsynleg- ur viðauki við samninginn um takmörkun kjarnorkuvígbún- aðar þar sem auðvelt væri að villast á kjarnorkusprenging- um. Viðræðurnar snerust fyrst og fremst um eftirlit á staðn- um og nú virðast þau mál hafa verið leyst þótt ekkí sé skýrt frá samkomulaginu i ein- stökum atriðum. — Harmleikur í Ecuador Framhald af bls. 1 litils þriggja hæða hótels sem hrundi og gróf tvö lík upp úr rústunum. Óttazt er að fleiri hafi grafizt undir rústunum. Jarðskjálftinn fannst einnig I höfuðborginni Quito en eng- an sakaði þar. Upptök jarð- skjálftanna voru á Kyrrahafi um 100 km frá Esmeraldas, sem er mikilvæg viðskiptamið- stöð við ósa samnefnds fljóts, tæplega 100 km frá landamær- um Kólombíu. Ibúar eru um 60.000. I Lima og Bogota var til- kynnt að jarðskjálftinn hefði fundizt í norðurhéruðum Perú og hafnarborginni Tumaco í Kólombiu. Ekki vaf tilkynnt um manntjón eða eignatjón. — Sýrlendingar Framhald af bls. 1 liðhlaupa sem hafa stofnaó „Líbanska Arabaherinn". Tilgangur þingfundarins á morgun er að ræða breytingar á stjórnarskránni þannig að þingið geti þegar í stað kosið eftirmann Suleiman Franjieh forseta. Þing- flundurinn er talinn forsenda þess að takast megi að leysa deilurnar í Libanon. Sýrlendingar hafa þegar lagt fast að vinstrisinnum að sýna meiri sáttfýsi I deilunum við 284,2 32 265,3 29 tonn landanir 197,0 18 158,6 24 150,8 22 142,6 25 135,7 9 121,4 19 109,5 31 97,2 20 96,5 25 90,0 14 hægrimenn. Rúmlega 1.000 sýr- lenzkir hermenn fóru samkvæmt áreiðanlegum heimildum inn i Líbanon í síðasta mánuði, dul- búnir sem Palestinumenn, og opinberlega hefur ekki verið upplýst hvaða hlutverki þeir eigi að gegna. Fundurinn á morgun getur ekki farið fram í þinghúsinu þar sem það er á ótryggu svæði. Hann verður haldinn í rammgerðu húsi skammt frá víglinu kristinna manna og múhameðstrúarmanna í Beirút. — Dauða Tengs Framhald af bls. 1 þegar 120 særðust og kveikt var i bifreíðum og byggingu, til að lýsa yfir stuðningi við Teng. Fjölda- fundir voru haldnir i Kanton og fleiri borgum. Fréttaskýrendur segja að þessi hátiðahöld sýni að valdaforystan vilji sameina þjóðina eftir þriggja mánaða valdabaráttu. Opinber- lega hefur ekkert verið látið uppi um dvalarstað Tengs sem hefur ekki sézt siðan i janúar. — Vorster Framhald af bls. 1 Afríkuríki, sem kunni að taka að nýju upp stjórnmálasamband við Israel, og hvatt Rhódesíustjórn til að komast að samkomulagi við blökkumenn. Blaðið Davar, sem styður Rabin forsætisráðherra segir að apartheid stefna Vorster- stjórnarinnar sé Israelsmönnum framandi, en slakað hafi verið á þeirri stefnu og samskiptin hafi batnað á undanförnum mánuðum. — Ford Framhald af bls. 1 stuðningskona fjölda- morðingjans Charles Mansons, skammbyssu á Ford í Sacra- mento. 22. september skaut Sara Jane Moore á Ford í San Fransisco Hún og ungrú Fromme voru báðar dæmar í lifstiðarfangelsi. — Þorskastríðið Framhald af bls. il brezki flotinn nú aðeins 24 freigátum á að skipa til þess að kljást við islenzku varðskipin. taka þátt í NATO-æfingum og hafa gætur á Rússum þar sem fjórar eru í lamasessi, þrjár vegna skemmda af völdum átaka við varðskipin og ein vegna skemmda af völdum veðurs Þar við bætist að sögn blaðsins að i Ijós hefur komið að sjóhæfni nokkurra frei- gátna hefur ekki reynzt nógu góð i þeim átökum sem eiga sér stað á íslandsmiðum. í flotadeildinni sem Bretar ætluðu að senda til Indlandshafs áttu að vera fjórar freigátur, en flotinn getur sem sé ekki misst þær vegna þorskastriðsins Einnig átti kjarnorkukafbátur að vera i flotadeildinni auk flaggskipsins, eld- flaugnatundurspillisins Devonshire, sem er 6.200 lestir Það sem veldur Bretum áhyggjum vegna þess að þeir verða að hætta við að senda flotadeildina á þessar slóðir eins og venja hefur verið er gert ráð fyrir að innan skamms muni fyrsta flugvélamóðurskip Rússa, Kiev. 45.000 lestir, sigla út úr Svartahafi og áreiðanlega halda rakleiðis til Indlands- hafs Að sögn Daily Telegraph hlýtur nærvera þessa stóra og kröftuga her- skips að hafa mikil pólitísk áhrif i löndunum við Indlandshaf, einkum í Mozambique Auk þeirra brezku herskipa sem hafa verið níu mánuði ársins á Indlandshafi hafa einu vestrænu herskipin á þessum slóðum yfirleitt verið tveir bandariskir tundurspillar og móðurskip sem hafa bækistöðvar sinar við Persaflóa Bandaríski flotinn á fullt i fangi með að vega upp á móti áhrifum af nærveru Kievs bæði af hernaðarlegum og póli- tískum ástæðum Smíði herstöðvar á brezku eynni Diego Garcia er enn ekki lokið og því verða bandarískar flota- deildir á Indlandshafi að fá allar vistir og þjónustu i mörg þúsund kílómetra fjarlægð í flotastöðvum við Kyrrahaf Venjan hefur verið sú þegar banda- risk flugvélamóðurskip hafa birzt á Ind- landshafi að hávær mótmæli hafa verið höfð í frammi í ýmsum löndum, eink- um Indlandi, þar serri því er haldið fram að slikar ráðstafanir auki spennu Rússar hafa að staðaldri flotadeild á Indlandshafi en hún verður ekki fyrir slíkri gagnrýni þar sem Indverjar eru mjög háðir vopnasendingum frá Sovét- ríkjunum „Þetta eru okkar ítrustu tillögur” — segir Helgi Seljan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.