Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 55 ViS hittum þennan kynlega flökkumann á markaðnum í Aberdeen. Hann bar með sér ýmsa hluti og feikn mikið safn eldspýtustokka, en I hverjum stokk geymdi hann persónulega muni sem hon- um þótti vænt um og var einnig til í að selja. Þannig bar hann alla búslóð sína í rólegheitum dag frá degi. fábrotnar kveðjur í því skyni. Þarna býr fátækt fólk, eymd blasir við á hverju leiti, and- stæður ríkra og fátækra sem eru margfalt fleiri og það litla sem maður getur sett sig í spor þessa ljúfa fólks veitir skilning á því að margt vildi það hafa á annan og vonbetri hátt en við blasir á reisu þess lífsspölinn. Það var fullt af Pakistönum á flugvellinum, uppdubbaðar konur með perlur á kinnum, lit- aða augnkróka, en augun svo stór og skær að ef maður hefði átt þau, hefði maður ekki tekið í mál að fara í bíttileik með þau, ekki einu sinni til að skipta á þeim og stjörnunum. Þó byggist allt á skiptum þarna, maður fær eitt í annars stað og þetta er ein alls- herjarverzlun með mannlíf og annað glingur. En hvarvetna i þessum heimshluta rekur maður sig skjótt á svo sterkar og rót- grónar hefðir að það er i rauninni útilokað fyrir ævintýrafólk eins og íslendinga að reyna að hugsa fyrir þetta fólk, hvað þá þjást fyrir það i þeirri margþættu fjar- lægð sem er á milli Islands og Asíu. Svo mikill munur er á and- legu og veraldlegu sjónhorni okkar að hverjum virðist hyggi- legast að miða sig við sitt um- hverfi. I kringum konurnar voru karl- mennirnir og allt um kring börnin, rökrétt afleiðing. I hvít- um lindreglum liðu þær um Pakistankonurnar, þessar huldu- stelpur Asíu, og Sigurgeir var farinn að segja æði oft „Siggafles". Til skýringa er rétt að geta þess að Siggafles er mjög fagur lundaveiðistaður i Álsey og eitthvað samhengi var í huga Sig- urgeirs á Siggaflesi og öllum þessum fögru konum Asiu. Sigur- geir var sem sagt allur I Siggaflesi þarna, en úti var ævintýri. Um leið og leigubilstjórarnir sáu okkur með farangurinn, þurstu þeir að okkur eins og mý að mykjuskán — skemmtileg sam- líking — og allir vildu aka okkur. Það hefur eitthvað verið lagt tals- vert meira í okkur, þessa norð- búa, en ágæta íbúa Karachi, þvi við vorum yfirleitt höfðinu hærri en þeir, þótt það hafi náttúrulega aðeins verið efnislega. Við sömdum við bilstjóra á bil sem var málaður i einum 15 litum og það voru ofboðslega margar sluffur á honum til að halda ýmsu Þau eru misjöfn manna kjörin og ekki dónalegur farkostur- inn, sem skötuhjúin eru á, en það er spurning hvort þau séu hamingusamari en sú sem dólar í eldhúsinu ð heim- ili sínu á næstu mynd til hægri. prjáli á sinum stað, svo sem brettum, vélarhlíf, hurðum, púst- röri og sliku. Við sluppum inn í bílinn án þess að nota skóhorn ,en mikið hefði verið þægilegra að hafa það. Maður hugsaði með gleði til þeirra góðu gömlu á BSR. Mér féll þó vel við aksturslagið þarna, þvi það er ekki farið eftir neinum reglum, heldur þvi hver er fljótastur. Með miklum tilþrifum rennd- um við i hlað á hótelinu sem við ætluðum að gista á. Hlaðvörður- inn, i hnappaprýddum einkennis- búning, kom hinn vörpulegasti á móti okkur. Sá var í tizkunni, með rautt hár, appelsínugult yfirskegg og blátt hökuskegg. Þetta þótti æðislegt í þessu landi, þar sem menn hafa ekki einu sinni efni á að horfa upp í heiðan himininn. Við Sigurgeir fengum herbergi saman með Jómfrú Ragnheiði. Vel á minnzt, sú ágæta kona ferðaðist með okkur því ég var nýbúinn að verða mér úti um þá stórkostlegu bók Norðanmanna. Það var gott að ferðast með Ragn- heiði biskupsdóttur og það voru góð skilyrði fjarri landi okkar til þess að kynnast sögu hennar enn einu sinni. Undarlegt hvað hvers- dagsleikinn og þröng ímyndun bindur oft hugsunina. En þótt ekkert sé eins gott og að koma heim til tslands er einnig gott að hugsa um landið, fólk þess og líf, úr fjarlægð útlanda. Þá kemur landið fram i huga manns eins og gott málverk sem ber með sér bæði birtu og skugga þess sem skiptir máli. Hversdagsþrasið siast út og eftir situr eitthvað sem slær við hjartað í manni. Að sjálfSögéu fórum við inn í hringiðu Karachi síðdegis, gengum um öngstræti og torg, bárumst með lífshreyfingunni þarna I svo hrikalegri svækju að æðsta ósk okkar var Stórhöfða- gjóla með 16—17 vindstigum, og þótt minna hefði verið. Fátæktin þarna og eymdin er ólýsanleg þeim sem ekki sjálfur sér, limlest fólk hrúgað i pappakassa á gang- stéttarbrún til að betla, blindur maður hjúfraði að sér fársjúkt barn, mannslíkamir sem minntu mann á beinahrúguna í gúanóinu heima. Einhverja smápeninga rétti maður að þessu fólki og um leið sá maður lífsglampa í aug- anu, leiftur liðinna alda þar sem hönd tekur við af hönd. Það er harður skóli að ferðast um | byggðir fátæktar og eymdar en skemmtilegt að því leyti að þá sér | maður æ betur kosti lands okkar. i Þá verða rigning og rok, smámál, I þótt það verði æ mira vandamál fyrir landann sem sækir sólarlönd Miðjarðarhafsins eins árvisst og flensan gengur á vetrum. Þegar ' maður fer um vansæl lönd er ' erfitt að sætta sig við islenzkan armmæðutón vegna veðurfars, hækkana á fiskibollum og slikum smámálum. Manni finnst það svona hinsegin eins og Svava á I Hrófbergi sagði um þingmanninn, | sem henni fannst hafa kjánalega i afstöðu af því að það var atkvæða- veiðalykt af henni. Sjá næstu sfður Þau létu mynda sig hin keikustu skötuhjúin atarna, en um leið og búið var að smella af voru þau snör I að rukka fyrir útlagða vinnu. Hún hafði ekki margslungin eldunartæki, frystikistu eða ísskáp, en bjó til góðan mat I eldhúsinu á junkajullunni sinni í Aberdeenhöfn. Þannig er hagað til hjá „kaupmanninum á horninu" í juka- höfninni. bátur við bát og siglt til móts við viðskiptavinina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.