Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 22
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1976 Séð yfir hluta stfflunnar. Hún er um 920 metra löng og 40 m há þar sem hún er hæst. Rúmmál stfflunnar er 1.3 milljón rúmmetrar. Snjór var yfir öllu þegar Mbl.-menn voru þarna á ferð. Þó má greina stffluna og fjöllin f baksýn. Hluti þess svæðis sem fer á kaf undir lónið Vetrarríkið leynir sér ekki. Tungnaá f vetrarbúningi. Hún rennur nú f afrennsli undir stffluna en verður veitt til vinstri á myndinni f gegn um skurðinn og að stöðvarhúsinu. Eftir fundinn með Laban verkfræðingi. T.f.v. Grettir Gunnlaugsson, trésmfðaverk- stjóri, Karl Björnsson trésmfðaverkstjóri, Henning Þórðarson trésmfðaverkstjóri, Dragan tæknifræðingur, Laban yfirverkfræðingur f stöðvarhúsi, Már Guðnason vefkstjóri járnabyndingamanna, Eirfkur Gfslason verkstjóri verkamanna. Á mynd- ina vantar Þorleif Finn Jónsson verkstjóra múrara. Snjóþyngslin hafa valdið nokkrum erfiðleikum f Sigöklu. Hér er Stankovic ásamt starfsmönnum við Sigöldu og fleiri metra þykkir snjóskaflar til beggja handa. Myndin er tekin á veginum milli stöðvarhússins og stfflunnar sem er nokkrir km. Þarna verður fyrsti hverfillinn staðsettur. er í Djerdap í Járnhliðinu í Dóná, en þar byggðu þeir ásamt Rúmönum 2400 megavatta stöð, sem var tekin í notkun 1970..I þessum þrengslum er Dóná ofsalegt fljót. Þá hafa þeir reist rafmagnsvirkjanir í Togo, Gíneu, Kambódíu, Mið-Afríkulýðveldinu, Sambíu, Panama og Líbanon, auk áveitna og margskonar iðnaðarfyrirtækja bæði heima í Júgóslavíu og annars staðar í heiminum. Þess má geta að rafstöðin í Járnhliðinu er annað stærsta raforkuver í Evrópu og hið fimmta í heiminum. V Við minntumst hér að framan á landshætti við Sig- öldu, en bæta má við eftirfarandi lýsingu í kynningar- riti, sem Landsvirkjun hefur gefið út: „Rannsóknir hafa sýnt, að þrjú sprungugos undir jökli hafa myndað Sigöldu. Bergið frá því elzta kemur m.a. í ljós í Sigöldu- fossi. Næst hefur hryggurinn, sem ferjugljúfrin eru i, hlaðizt upp og myndað vestasta hluta Sigöldu, og síðast hefur gosið rétt austan við fyrstu gossprunguna hlaðið upp sjálfri Sigöldu, sem að mestu leyti færði í kaf elzta hrygginn. Eftir ísöld fór að gjósa á Heljargjársvæðinu og hraun- in, sem kölluð eru Tungnaárhraun, runnu fram um þetta svæði. Við þessi gos hafa hraunin stiflað sundin í móbergsöldunum og myndað stórt stöðuvatn, Króks- vatn, austan Sigöldu. Talíð er, að fyrst hafi vatnsstaða Króksvatns verið i kringum 484 metra yfir sjávarmál í a.m.k. 1500 ár, en siðan hafi hraun stíflað útrennsli þessa vatns og hækkað'vatnsstöðuna upp í 500 metra yfir sjávarmál. Talið er, að gljúfrin hafi grafist og lónið tæmzt mjög snögglega, en efnið úr gljúfrunum hlaðizt upp neðan við þau. Þetta mun hafa átt sér stað fyrir um 3000 árum.“ Þá er lýsing á fyrirkomulagi virkjunarinnar, svohljóð- andi: „Stiflað er yfir gljúfrið og hraunið ofan við Sigöldu og vatninu veitt um göng í aðrennslisskurð og þaðan um þrýstivatnspípur að stöðvarhúsi, sem grafið er inn í hlíðina við Sigöldu, norðan árinnar. Frá stöðvarhúsi er frárennslisskurður út í ána rétt neðan við núverandi brú yfir Tungnaá. Nýtanleg fallhæð verður 74 metrar. Lónið, sem myndast við stífluna, verður um 175 milljón rúmm. og þar af nýtanlegt rými til miðlunar um 140 milljón rúmm. Hæsta vatnsstaða verður 498 m yfir sjávarmál við venjuleg skilyrði. Aðalstíflan verður um 920 metra löng. Grjótstífla, lögð asfaltþéttingu vatns- megin, 38 metra há í gljúfrinu, þar sem hún er hæst og rúmmál hennar verður um 1,3 milljón rúmm. Við syðri enda stíflunnar eru steinsteypt yfirföll alls um 500 metra löng með krónuhæð í 498 metra yfir sjávarmál. Hönnunarflóð er 3500 rúmm. á sekúndu og yfirfallið reiknað fyrir það. Göngin frá lóni í aðrennsliskurð eru 450 metra löng. Aðrennslisskurðurinn verður 580 m langur, 10 m breiður í botni og um 24 m djúpur frá hæsta vatnsborði. (Jr aðrennslisskurði verður vatnið leitt í stálfóðruðum þrýstivatnspípum að stöðvarhúsi, einni fyrir hverja vél (það er verkefni Portúgalanna, sem einnig sjá um allar lokur og annað stálverk utan stöðvarhúss). Stöðvarhús verður gert fyrir þrjár vélasamstæður, sem hver um sig verður 50 þúsund kw. Reiknað er með, að hægt verði síðar að bæta við fjórðu vélasamstæðunni. Vatnshverflar verða af Francis-gerð á lóðréttum ási og snúningshraði þeirra 200 sn. mín. Tengivirki verður reist norðvestan við stöðvarhúsið og þaðan verður lögð 220 kw háspennulína í tengivirkið við Búrfell. Meðalrennsli Tungnaár við Sigöldu er nú um 150 rúmm. á sekúndu eftir að rennsli Þórisóss og Köldu- kvíslar hefur verið beint inn í Þórisvatn. Aðgerðarrannsóknir hafa leitt í ljós, að með virkjun Tungnaár við Sigöldu eykst orkuvinnslugeta kerfisins miðað við tryggða orku um 800 GWh á ári. Þá er reiknað með ástimpluðu afli, þ.e. 150 þúsund kw í Sigöldu, 300 þúsund kw í öðrum vatnsaflstöðvum og 54 þúsund kw i varmaaflsstöðvum Landsvirkjunar, svo og 1000 G1 miðlun i Þórisvatni. Fjármagns til byggingar Sigölduvirkjunar er aflað með fé úr rekstri Landsvirkjunar, framlögum eigenda, láni úr ríkissjóði og erlendum lánum.. Nú er álitið, að um % hlutum framkvæmda við Sigöldu sé lokið. Ef allt gengur að óskum, vodkað truflar ekki Rússana eða rauðvínið PortUgalana, má búast við þvi, að rafmagn taki að streyma frá Sigöldu- virkjun seinast á þessu ári. Þá er að snúa sér að næstu verkefnum. Öræfi íslands, ægifögur, hrikaleg og ósnort- in að mestu, eru ekki lengur einhvCr eyðilegur afkimi, heldur þáttur í gróandi þjóðlífi og þeirri framtíð, sem býður íslenzku þjóðarinnar; öræfin — jafnvel þau — bíða eftir þvi, að frá þeim streymi birta og ylur inn í okkar litla samfélag. Draumar Einars Benediktssonar, skáldsins og sjáandans, sem ýmsir samtímamenn sögðu að væri aðeins draumóramaður, en var þó raunsæjastur allra, eins og nú er komið í ljós, rætast hver af öðrum. Og uppi við Sigöldu er unnið að því að sniða búning hitans jökuls klæðum og „leiða lif úr dauðans örk — þg ljósið tendra í húmsins eyðimörk við hjartaslög þíns afls í segulæðum." Einar Benediktsson var mesta skáld sinnar samtíðar. Og Island var honum verðugt yrkisefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.