Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 44
88
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1976
Á hættu-
slóðum í
ísraelEílirií:;r
Sigurður
Gunnarsson þýddi
saman aö viöurkenna, aö hann hefði á
réttu að standa.
Nokkru seinna sagði María: „Getum
við ekki skotizt og hitt Alí?“
Jú, Óskar var fús til þess, því að Alí litli
var enn í samyrkjubúinu. Fulltrúar
Sameinuðu þjóðanna í aðalstöðvunum
höfðu haft samband við Araba, vegna
drengsins og fengið það svar, að þeim
væri ekki kunnugt um, að neitt barn
hefði týnzt. — Ef til vill gaf faðirinn
konu sinni ekki leyfi til að segja frá því,
af því að hún hafði farið til læknis, sem
var Gyðingur.
Alí hafði grátið mikið fyrstu dagana
eftir að hann kom, en síðan orðið
algjörlega rólegur. Allir héldu mikið upp
á hann í samyrkjubúinu og gáfu honum
sælgæti, meira en hann hafði gott af. Og
svo hafði hann eignazt góða vinkonu, sem
hét Sara.
Sara var tveimur arum eldri en Alí.
Hún hafði óskað sér þess að eignast stóra
brúðu, miklu stærri en þær, sem hún átti
fyrir. Það ætti aö vera brúða, sem eæti
gengið, og sem hún gæti leitt. Og svo kom
Alí.
Sara tók strax miklu ástfóstri við
drenginn og gætti hans af furðulegri
árvekni fimm ára barns. Stundum gekk
það svo langt, að enginn fékk leyfi til aó
tala við hann, nema með samþykki
hennar. 1 rauninni var hún honum sem
móðir í nýju landi, þegar hin rétta
mamma hans var einhvers staðar í
Sýrlandi og gat ekki lengur sinnt honum.
Alí og Sara voru að leika sér undir
appelsínutré. María og Óskar námu
staðar í nokkurri fjarlægð og virtu þau
fyrir sér. Börnin sáu þau ekki. Sara tók
eitthvað út úr munninum á Ali og stakk
því gætilega inn í hann aftur, og þetta
endurtók hún nokkrum sinnum. Hér var
um að ræða einhvern lítinn hlut, kannski
aðeins appelsínukjarna, það gat stóra
fólkið ekki séð.
„Hún er að kenna Alí að borða, “ sagði
María.
Sara var mjög alvarleg, eins og alltaf,
þegar henni fannst, að Alí væri ekki
nógu fljótur að læra. Og Alí opnaði
munninn og tók á móti, hneigði sig í
þakkarskyni, eins og Sara hafði kennt
honum, og sætti sig við, að hún tæki
hlutinn út á ný.
Og María hvíslaði til Óskars: Það
verður ekki ánægjulegt fyrir Söru, þegar
Alí fer héðan.“
Nei það yrði ekki ánægjulegt fyrir
neinn, þegar að því kæmi. Og bæði
hugsuðu með sjálfum sér, að nú liði líka
brátt að því, að aðrir mundu fara. Þegar
FÁLKINN kæmi aftur til Haífa að
nokkrum vikum liðnum, kannski aðeins
eftir fáa daga, var röðin komin að Óskari.
Þau töluðu ekki um það, en allir vissu
það. Óskar hafði skrifað heim til foreldra
sinna, til Andrésar og útgerðarfélagsins,
að hann ætlaði að gefa sig fram á ný. En
honum var orðið fullkomlega ljóst, að
það yrði erfitt að yfirgefa þennan
furðulega stað í Galíleu, og fara frá
Maríu og þeim öllum hinum.
Spölkorn frá þeim, inni á milli
vínberjarunnanna, voru þau að kýta,
eins og oft fyrr, prófessorinn frá
Ameríku og Ester frá Rússlandi, — hún
DRÁTTHAGI BLÝANTURINN
Verða ekki skurðlæknar
að vera mjög handlagnir?
Þú hlýtur að sjá að ég er alveg
róleg.
Iri var dreginn fyrir rétt
fyrir litlar sakir.
— Getið þér ekki bent á
neinn hér inni, sem getur stað-
fest, að þér hafið verið lög-
hlýðinn maður? spurði dóm-
arinn.
— Jú, herra dómari, svaraði
Irinn, Iögreglustjórinn getur
gert það.
— Eg, sagði lögreglustjór-
inn? Eg hef aldrei séð þennan
mann fyrr.
— Þarna sjáið þér, sagði Ir-
inn. Eg hef átt heima hér I 12
ár og lögreglustjórinn þekkir
mig ekki einu sinni.
William Penn talaði um
fyrir drykkjumanni og reyndi
að fá hann til þess að hætta að
drekka. Drykkjumaðurinn
svaraði, að það væri ómögu-
legt.
— Nei, sagði Penn, það er
ekki ómögulegt. Það er eins
auðvelt og að opna höndina,
vinur minn.
— Segðu mér, hvernig á að
fara að þvf.
— Vinur minn, þegar þú
verður var við eitthvað, sem
inniheldur áfengi í hendi
þinni, opnaðu hana þá. Við það
dettur það, sem f henni er,
niður og verður ekki drukkið.
A rfl I nnn I Frnl/l/lnnrií FramhaldssagaeitirAnneSle
Mí I U I I I 1 I I I • I UlllMUI 1UI Jóhanna Kristjónsdóttir þýdd
45
— Vel boðið en ég ætla bara að
liggja hér á rúminu smástund.
— Eins og þér viljið. En þér
megið ekki láta slá að vður.
Teppi var lagt yfir hann og
sfðan gengu þeir út úr herberg-
inu eftir að hafa kinkað vinalega
til hans kolli.
Hann sveið f handlegginn eins
og hann væri að brenna upp.
Læknirinn hafði ekki haft rétt
fyrir sér. Það var óhugsandi að
hann gæti sofið við þessar kvalir.
Hann lá kyrr og vonaði að verkja-
töflurnar myndu draga úr
þrautunum. Hann vissi að
kannski hafði hann einnig fengið
snert af taugaáfalli, en hann taldi
hugsun sfna skýra. Hann lá og
beið eftir þvl að Nicole kæmi
aftur. Hann vissi að hún mvndi
koma.
Hún var gætin. Hún beið f
meira en klukkustund. David
hafói biundað því að jafnskjótt og
fór að draga úr þjáningunum seig
á hann höfgi. Hann var feginn að
mennirnir höfðu breitt vfir hann
teppið. Hann var miður sfn, einn
og yfir gefinn og meíra en lítið
illa a sig kominn fannst honum
og enn óskaði hann þess eins að
Holen væri komin til hans. Hann
fann til mikils þorsta cn treysti
sér ekki til að revna að staulast
yflr að vaskinum, þvf að hann
fann sig ekki hafa neinn þrótt til
slfks stórvirkis. Mennirnir höfðu
slökkt ioftljósið en náttlampinn
við rúmið var logandi. Og svo kom
Nicola inn og hann vaknaði við að
hún var að horfa á hann.
Hann reyndi að risa upp.
— Hreyfðu þig ekki! Það gæti
farið að blæða aftur.
Hann lét fallast aftur á kodd-
ann.
— Það er alveg furðulegt hvað
sár f handlegg getur gert manni
sagði hann.
— Hvernig Ifður þér?
— Skínandi! Þetta er vfst bara
skinnfleiðra. Segðu mér hvað um
er að vera niðri?
— Ekkert. Allir eru gengnir til
náða.
— Allir?
Hún hikaði.
— Allir nema Marcel.
— Og Paul
— Og Paul.
David varn öndinni.
— Þetta var betra, Nicole. Nú
er búið með allar lygar. Hvað
ætlaðir þú að segja mér f garð-
inum. Fréttir sem ég á að fá að
vita sjálfs mfns vegna eins og þú
sagðir?
Hún vfrtíst rórri núna en Ijóst
var að hún hafði sigrað f þvf sálar-
strfði sem hún hafði átt í allan
dag. David skynjaði feginleika
hennar vegna þeirrar niðurstöðu
sem hún hafði komist að, þótt
hann vissi ekki enn hver sú var.
— Veiztu hver skaut á þig
spurði hún.
— Eg geri ráð fyrir það hafi
verið Paul.
Hún kinkaði kolli.
— Og veiztu af hverju hann
reyndi að drepa þig.
David þagði. Svo sagði hann
biðjandi.
— Gætirðu gefið mér vatnsglas.
— Sjálfsagt. Hún gekk inn f
baðherbergið og kom aftur með
kalt vatn.
— Þakka þér fyrir. Hann lauk
úr glasinu f einum teyg.
Hann sagði:
— Ég fmynda mér að Paul vilji
mig feigan af sömu ástæðu og
stjórnar öllu Iffi hans. Peninjar.
Nicole dró fram stól og settist
niður. Hann sá nú að hún var ekki
eins róleg og hann hafði haldið f
fyrstu. Hendur hennar skulfu.
— Svo að þú hefur komist að
þvf, sagði hún.
— Ég trúi þvf ekki, sagði David.
— Paul trúir þvf.
Eg skal fallst á það. en ég held
þú verðir að segja mér þetta frá
orði til orðs. Kannski stafa það
fyrir mig. Þvf að ég skil ekki
neitt. Hvers vegna trúir Paul því?
Og hvenær datt honum þetta í
hug?
— Marcel sagði honum einu
sinni, þegar hann var fullur og
vitlaus, og Paul hafði reitt hann
til reiði. En Marcel vissi ekki að
þú værir á lífi, hann hélt
þú hefðir dáið. Paul gleymdi öllu
en þegar hann heyrði að þú værir
að koma hingað ákvað hann að
fara og sjá hvernig þú litur út.
Svona til að vera viss.
A gistihúsinu?
— Já. Hann hafði einhverja
afsökun, sem ég man ekki lengur
hver er. Hann beið til að sjá hvort
þú værir Ifkur honum. Og þegar
hann sýndi mér myndina seinna
sá ég það líka. Þú hefur afskap-
lega sterkan svip af henni.
— Henni?
— Já. Madeleine Herault.
Hann hafði ekki búíst við
þessu. Hann hafði gert sér ýmis-
legt f hugarlund og reynt að telja
sér trú um að hann væri undir
sitthvað búinn. En ekki þetta.
Hann hugsaði um móður sfna,
hina hlédrægu og hispurslausu
Simone, sem aldrei lét tilfinn-
ingar sínar f Ijósi. En hún hafði
alið hann upp og elskaö hann á
sinn hátt og hún hafði verndað
hann fvrir þessu. „Þér eruð lfkur
móður vöar til augnanna hafði
Marcel sagt. Mér finnst það
áhrifamikiö að hitta vður. Og ég