Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1976
79
Anna Pieturss sjötug
Anna Pjeturss pfanóleikari er
sjötug 16. aprfl n.k. Hún stundaði
tónlistarnám i „Det Kongelige
Danske Musikkonservatorium"
og útskrifaðist þaðan f desember
1926 tvítug að aldri og er fyrsta
fslenska konan, sem er klassiskur
konsertpíanisti. Skömmu eftir að
hún lauk prófi hélt hún sinn
fyrsta konsert á tslandi 2. júnf
1927. Fyrir tónleikana skrifaði
Páll tsólfsson um hana eftirfar-
andi greinarstúf í Morgunblaðið
29. maí 1927:
„Ungfrú Anna Pjeturss leikur á
pianó i Nýja bfó á fimtudaginn
kemur. Hún hefir nýlokið prófi
við sönglistaháskólann f Höfn
með ágætiseinkunn, og var Har-
aldur Sigurðsson frá Kaldaðar-
nesi aðalkennari hennar þar.
Nám sitt hefir hún stundað þar f
sfðustu fjögur árin og var veitt
ókeypis kensla en það hlotnast fá-
um, og þeim einum, sem fram úr
skara. Við burtfararprófið voru
henni veitt verðlaun fyrir prýði-
lega frammistöðu. Nú er hún
hingað komin, og er það að ein-
dregnum hvögum Haralds kenn-
ara hennar, að hún efnir nú þegar
til hljómleika hjer í bænum. —
Sjálfur hefi jeg hlýtt á hana spila
tvö af þeim verkum, sem hún
ætlar að flytja nú, c-moll-tilbrigði
eftir Beethoven og eina af
Etudum Chopin’s. Leikur hennar
er stflhreinn og fágaður, leiknin
mikil og örugg og leynir sjer ekki,
að þar fer saman listræn gáfa og
að hún hefir notið kenslu hjá frá-
Anna Pjeturss. Myndin er tekin
daginn eftir tónleikana f Nýja bfó
2. júnf 1927.
bærlega góðum og vandlátum
kennara.
Ungfrú Pjeturss mun vera sú
fyrsta íslenska kona, sem heldur
hjer píanóhljómleika, enda ein
notið fullkominnar menntunar í
þeirri grein. Hún er dóttir dr.
Helga Pjeturss, en sonardóttir frú
önnu Petersen, sem um Iangt
skeið var eini pfanókennari í bæn-
um og allflestir þeirra, sem við
pfanóspil hafa fengist alt fram að
sfðustu tímum, hafa notið kenslu
hjá.
Þessar fáu lfnur vil jeg enda
með þvf að ráða öllum söngvinum
FRÁ LEfðSEINING&STÖÐ HÚSMÆGRA
Woolmark — Woolblend
Eins og allir vita er Wool-
mark gæðamerki. Þegar það
merki er fest við vöru ábyrgist
framleiðandinn að varan sé úr
hreinni nýrri ull. Endurunn-
inni eða endurnotaðri ull hefur
ekki verið blandað saman við.
Leyfilegt er þó að blanda allt að
5% af öðrum trefjum saman
við i þeim tilgangi að fá fram
sérstakt útlit eða áferð á efnið
eða af tæknilegum ástæðum
eins og t.d. ef talið er nauðsyn-
legt að styrkja sokka i hæl og tá
með öðrum efnum.
International Wool Secretar-
iat (I.W.S.) hefur eftirlit með
þvf að framleiðendur sem nota
ullarmerkið á framleiðslu sína
fylgi settum reglum um gæði.
Framleiðandinn verður að vera
við því búinn að fulltrúar frá
International Wool Secretariat
geti komið hvenær sem er til
þess að skoða framleiðsluna og
framleiðsluaðferðirnar f verk-
smiðjunni. En þar sem Wool-
mark er gæðamerki verður sú
framleiðsla sem merkt er einn-
ig að fullnægja vissum lág-
markskröfum um ýmsis önnur
gæði, en þær gæðakröfur fara
eftir því um hvaða framleiðslu
er að ræða. Það geta verið kröf-
ur um litþol styrkleika o.fl.
Með ullarmerkinu fylgja
stundum ábendingar um með-
ferð eins og t.d. „handvash
only“ sem þýðir að eingöngu
skuli þvo flfkina í höndum eða
„dry clean only“, sem þýðir að
eingöngu skuli láta hreinsa
flíkina í efnalaug. Einnig kem-
ur fyrir orðið „superwash" en
það þýðir að efnið hefur fengið
sérstaka meðferð sem kemur
fyrir að það hlaupi og þófni í
þvotti. Öhætt er því að þvo all-
an fatnað sem merktur er með
ullarmerkinu og orðinu „super-
wash“ f þvottavél á vægþvotta-
kerfi. Stundum er sagt frá þvf
að fatnaðurinn sé „mothproved
by eulan“. Eulan er með besta
mölvarnarefni sem til er og
endist mölvörnin eins lengi og
fatnaðurinn. Með því að möl-
verja ullargarn eykst fram-
leiðslukostnaðurinn.
Islensk fyrirtæki sem nota
Woolmark eru Alafoss hf, Ull-
arverksmiðjan Gefjum, Hilda
hf, Prjónastofa Borgarness og
Pólarprjón á Blönduósi.
Woolblend er gæðamerki fyr-
ir vörur úr nýrri ull, þar sem
öðrum trefjum hefur verið
blandað saman við ullina. Viss
hluti af vörunni þarf að vera
hrein ull, hve mikið fer eftir
þvi um hvaða vöru er að ræða.
80% ull þarf að vera í nær-
fatnaði, 70% í sokkum, hús-
gagnaáklæði, gluggatjaldaefn-
um, teppum og værðarvoðum,
60% f jerseyefnum sem notuð
eru í karlmannafatnað, í barna-
fatnað (prjónuðum og ofnum),
í síðbuxur úr kambgarni handa
konum og körlum, ofin efni úr
léttu kambgarni í skyrtur,
blússur og náttföt.
Undir Woolblend-merkinu er
ætfð sagt frá því hvaða efnum
er blandað saman við ullina og
blendingshlutföllin gefin upp i
hundraðshlutum.
Innflytjendur og neytendur
sem hafa ástæðu til að kvarta
undan vöru með Woolmark-
merkinu geta snúið sér til skrif-
stofu International Wool Secre-
tariat i Svíþjóð, Lergöksgatan
4, 42120 Vestra Frölunda, en
þessi skrifstofa sér um mál Is-
lendinga.
Sigrfður Haraldsdóttir.
bæjarins til að hlusta á þessa gáf-
uðu og efnilegu stúlku."
Anna stundaði framhaldsnám í
Parfs og Kaupmannahöfn og vakti
hvarvetna athygli kennara sinna
og annarra tónlistarunnenda er
til hennar heyrðu fyrir frábæra
tónlistarhæfileika og stóð henni
til boða að starfa erlendis, en hún
kaus að setjast að á tslandi. Hún
lék með ýmsum kórum og ein-
söngvurum og kom fram sem ein-
Ieikari og kenndi auk þess á
pfanó. Islenskt tónlistarlíf var
heldur fáskrúðugt á þessum árum
og bauð efnilegum píanóleikara
ekki mikla möguleika á að þrosk-
ast f list sinni og það mun önnu
hafa verið fullkomlega ljóst, en
ein megin ástæðan til þess að hún
hvarf heim til tslands að námi
loknu var sú, að hún vildi annast
um föður sinn. Var hún stoð hans
og stytta síðari æviár hans. Hvers
virði það var honum má marka af
eftirfarandi orðum, sem hann rit-
aði f eintak af bók sinni Sannýall
30. okt. 1943:
„Til Önnu minnar, en án þeirr-
ar hjálpar, sem hennar umhyggja
hefir verið mjer, mundi þessi bók
ekki vera til orðin."
Fáa er jafn gaman að heim-
sækja og önnu. A fögru og sér-
stæðu heimili hennar, þar sem
hver hlutur geymir minningu
töfrar hún fram líf og óm liðins
tíma og ástvinir hennar standa
manni lifandi fyrir hugskotsjón-
um. Eitt sinn er við ræddum sam-
an sagði Anna eitthvað á þessa
leið er hún talaði um ævikjör sfn:
„Ég óskaði ekki eftir heims-
frægð og hefði aldrei haft úthald
eða löngum til að flakka borg úr
borg og halda tónleika, en ég vildi
óska, að ég hefði notið viðurkenn-
ingar hjá þjóð minni eins og sú
sem ég var.“
Kæra Anna. Með þessum fátæk-
legu lfnum vil ég óska þér gæfu
og gengis á ókomnum árum og
þakka þér margar ánægjulegar
samverustundir.
Elsa G. Vilmundardóttir
Þórisós h.f. með
lægsta tilboð
í Hofsárveitu
ÞANN 31. marz s.l. voru opnuð
hjá Rafmagnsveitum ríkisins
tilboð í Hofsárveitu vegna
Mjólkárvirkjunar. Þrjú tilboð
bárust og voru þau 81,6%
(Þórisós h.f ), 81,9% (Aðal-
braut h.f.) og 82.3% (tstak
hf.) af kostnaðaráætlun AI-
mennu Verkfræðiskrifstof-
unnar h.f. sem var kr.
180.858.739.
3 togarar
landa á
Skaganum
Akranesi, 13. apríl.
NU ER loðnulöndun lokið hér
sem annars staðar á þessari
vertið. Á land bárust alls
17.777 lestir, sem fór til
bræðslu í Síldar- og fiskmjöls-
verksmiðjunni. Mánaðarverk-
fall kvenna varð þess valdandi
að engin loðna var fryst fyrir
Japansmarkað og er það
óbætanlegt tjón fyrir alla
aðila, ekki sízt konurnar, þar
sem þær voru hálfum mánuði
lengur í verkfalli hér en á öðr-
um stöðum á landinu.
Talið er að hver þeirra hafi
tapað um 100 þúsund krónum
á þessum tíma í vinnulaunum.
Það munar um minna f dýrtfð-
inni.
Netabátar öfluðu vel á tíma-
bili hér á grunnslóð, en nú er
afli þeirra afar rýr. Það vakti
eftirtekt að þorskurinn var
stærri framan af f vetur en
undanfarin ár.
Skuttogararnir Krossvík og
Haraldur Böðvarsson og Arnar
frá Skagaströnd landa afla sín-
um hér í dag. Þeir eru með frá
100—120 lestir hver af
blönduðum fiski.
Víkingur landaði hér f s.l.
viku 120 lestum og var aflinn
að mestu þorskur. Júlfus.
Veislumatur
við vægu verði
ÞETTA ERU RETTIRNIR
ÞITT ER AÐ VELJA
Laugardagur 17/4 kvöld.
Glóðarsteikt lambalæri með bernaisesósu, bökuðum
kartöflum, hrásalati og grænmeti á 850 krónur.
Páskadagur 18/4hádegi.
Gljáður hamborgarhryggur m/ rauðvinssósu, sykurbúnuðum
sveppum og hrásalati á 950 krónur.
Páskadagur 18/4 kvöld.
Buffsteik með choron-sósu, parísarkartöflum, ristuðum
sveppum og hrsalati á 950 krónur
Annar páskadagur 19/4hádegi.
Léttreykt lambalæri m/rjómasveppasósu, steiktum kartöflum,
hrásalati og snittubaunum á 850 krónur.
Annar páskadagur 19/4 kvöld.
Grísasteik m/rauðkáli, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáðum
gulrótum á 900 krónur.
Það er ódýrt að borða hjá okkur
Verið velkomin
D
m
n