Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 65 Hæsta virkjun, sem Energoprojekt hefur byggt er í Mratinje í Júgóslavíu. Stíflan þar er 220 metrar á hæö, en stíflan við Sigöldu er 40 metrar á hæð og 926 metrar á lengd, asfaltklædd. Hún mun framleiða 150 megavött af rafmagni í þremur vélasamstæðum, en gert er ráð fyrir, að unnt sé að bæta við þeirri fjórðu, þó að vatn verði ekki alltaf nægilegt, en bæta má vatni i lónið ofan úr öræfum og ná 200 megavatta rafmagnsframleiðslu á mesta álagstímanum. Stærsta virkjun, sem Júgóslavarnir hafa átt aðild að, Sjá næstu sföu Rifið utan af fyrsta hverflinum I Sigöldu. Þetta virðist ætla að heppnast. . . Júgóslavarnir halda því fram, að ástæðan til þess, að ekki hafi betur til tekizt I Sigöldu en raun ber vitni sé sú, að fleiri vatnsæðar hafi opnazt við sprengingar en búizt var við; þetta séu ekki mistök Landsvirkjunar, því að alltaf megi búast við sliku. En tæknideild Energopro- jekt, sem sér um tilboðin, hafi að öllum líkindum ekki farið nógu gætilega í sakirnar og hefði átt að reikna með meiri áföllum, ef von hefði átt að vera á hagnaði. „Enginn fer í fangelsi," sagði skrifstofustjórinn. „Við deilum vandræðum, og skiptum hagnaði.“ Það er m.a. þetta, sem kallað er títóismi; sérstök tegund af sósíalisma. Svo ólik eru kerfin i Sovétríkjunum og Júgóslavíu, segja hinir siðar nefndu, að ekki er hægt að bera þau saman. Nú hefur sænska stjórnin ákveðið að reyna þetta júgóslavneska kerfi. Hún hefur keypt einkafyrir- tæki I Svíþjóð handa verkamönnum og hyggst kanna, hvort Svíar geti ekki farið eigin leiðir í þessum efnum, en jafnframt byggt á reynslu Júgóslava. Séð yfir stærstu virkjun sem Energoprojekt hefur gert við Járnhliðið I Dóná. Byggingu þessarar virkjunar lauk 1970. Mratinje, hæsta virkjun sem Energoprojekt hefur ráðist i. Hæð hennar verður 220 metrar en virkjunin er enn I byggingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.