Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
63
tslendingur að störfum. Það eru víst öfá borðin sem
nota þarf ( mðtin f Stöðvarhúsinu.
Spennistöðin I byggingu. Á myndinni sést glöggt hve mikill grunnurinn var undir stöðvarhúsinu en
grafið var 27 m niður. Einn Júgóslavanna lézt við þá vinnu, Glavonjie, úr grunninum voru grafnir 120
þús. rúmmetrar jarðvegs.
Stankovic yfirmaður jarðvinnslu, Kojic ræðismaður, Zakula, framkvæmdastjóri og Videnovic yfirmaður Popnovakdivic skrifstofustjóri
tækja og öryggis. Energoprojekt f Reykjavfk.
ingum, til góðs, en þá verðum við að geta hafið verkið,
áður en við flytjum vélarnar burt af staðnum.“
Þess má geta, að álitið er, að vélar og tæki, sem notuð
eru við framkvæmdir í Sigöldu, séu að verðmæti um 5
milljónir dollara.
Allir tóku Júgóslavarnir í sama streng og fram-
kvæmdastjóri þeirra: að samstarfið við Islendinga væri
til fyrirmyndar, og yfirverkfræðingur þeirra, Laban,
sem hefur verið hér í þrjú ár, sagði m.a.: „Skrifið
ekkert um okkur, skrifið bara um Islendingana. Það
hefur verið skemmtilegt að vinna með þeim. Samstarfið
við þá hefur verið mjög ánægjulegt." Laban skilur
heilmikið f fslenzku. A fundi sem við lentum á, þar sem
hann var að gera verkstjórum sínum grein fyrir áætlun
við byggingu stöðvarhúss fram í júni, sáum við, hve
skipulag allt er með ágætum, enda sögðu íslenzku
verkstjórarnir, að þeir væru ánægðir með Júgóslavana.
A svæðinu eru fjórtán íslenzkir verkstjórar og hefur
hver þeirra stjórnað tíu til fimmtán manna flokki í vet-
ur, en starfsfólki verður stórfjölgað á næstunni. Þegar
mest er í sumar, verða um 600 íslenzkir starfsmenn hjá
Júgóslövunum auk um hundrað manna starfsliðs Lands-
virkjunar og 35—40 Portúgala sem setja niður stálpípur
í skurðinum við innrennsli stöðvarhússins, og annast
aðra járnavinnu utan húss. Nú starfa í Sigöldu milli 250
og 300 verkamenn. Verkalýðsfélagið Rangæingur hefur
séð verktökunum fyrir verkamönnum f vetur og fram
að þessu, en iðnaðarmenn eru hvaðanæva að af landinu.
Þegar við komum til Sigöldu var merkur dagur í
starfsögu staðarins. Þangað var komin fyrsta sending af
hverflum í stöðvarhúsið og fslenzkir starfsmenn unnu
að því baki brotnu að taka vélasamstæðurnar úr köss-
unum. „Sigalda fer bráðum að lykta af rafmagni," sagði
Laban, þegar við hittum hann á fyrrnefndum fundi með
islenzku verkstjórunum þar sem hann var að leggja
fram og skýra áætlun um steypu á útveggjum og þaki
fram í júní. Frá fyrsta maí verða um 120 manns við
byggingu stöðvarhússins, þar af 40 trésmiðir, 30 járna-
bindingamenn og 40 verkamann.
Magnús Bjarnason, annar tveggja tslendinga, sem
hafa yfirstjórn mikilla verkefna á svæðinu (hinn er
Pétur Pétursson, starfsmannastjóri), segir að Islend-
ingum líki vel að vinna i Sigöldu. Samstarfið gangi
eðlilega „og mér finnst mjög gott að vinna með
Júgóslövunum, maður er ekkert að hugsa um, að þeir
eru einnar þjóðar, en við annarrar. Ég hef haft mjög
gaman af að taka þátt í þessu skipulagi (Magnús er
yfirmaður áætlunar- og öryggismála á staðnum). Stöku
sinnum hafa komið upp málaerfiðleikar, en þeir eru nú
orðið smámunir." Magnús sagði, að þegar flestir væru
við vinnu i Sigöldu, mætti reikna með 1000 manna
starfsliði þar: um 600 á vegum Júgóslavanna,
Portúgalarnir, Rússarnir, sem hafa yfirumsjón með því
að koma vatnshverflum fyrir í stöðvarhúsinu, auk ann-
ars starfsfólks sem í Sigöldu sækir.
Að lokinni yfirferð um svæðið áttum við tal við tvo
íslenzku verkstjóranna og kvaðst annar hafa byrjað í
október 1973, en hinn f nóvember sama ár, eða þegar
jarðvinna hófst. Þeir kváðust halda að flestum Islend-
ingunum lfkaði vel að finna í Sigöldu og vilja koma
aftur. Nú er enginn friður við sfmann.
Kaupið við Sigöldu er að sumu leyti betra en annars
staðar vegna langs vinnutíma. „Við teljum að sam-
starfið við Júgóslavana gangi núna eftir vonum, það
hafa verið einhverjar blikur á lofti, en ekki meiri en
búast mátti við. Vandamálin eru blásin upp af fáum
mönnum. Það hefur að sjálfsögðu verið við dálftinn
tungumálavanda að stríða hér, en ekki alvarlegan.
Júgóslavarnir kunna yfirleitt vel til verka. Þeir eru
töluvert ólíkir okkur, hugsunarhátturinn eitthvað öðru-
vfsi. Flestir útlendingar voru hér i fyrra, 160 talsins, en
þeir eru fremur fáir nú. Við lentum f timahraki strax f
upphafi, því að áætlunin var ströng og ýmis vandamál
komu upp. Því hefur þrýstingur verið allmikill. Þeir
munu hafa dælt upp úr grunni stöðvarhússins jafn-
miklu vatni og verður f lóninu hérna fyrir ofan, þegar
búið er að loka stiflunni. Það gefur nokkra hugmynd
um, við hvílíkt vatnsvandamál var hér að stríða. Einn
okkar vann við sprengingar í Búrfelli. Það er miklu
lélegra berg hér heldur en þar. Búrfell var fjöl-
breyttara verkefni, en hér er miklu meira jarðrask."
Ástæða er til að bæta þvf við, að Júgóslavarnir sögðu
þvert á móti, að það væri auðvelt að vinna með Islend-
ingum vegna þess, hvað þeir eiga margt sameiginlegt
með Júgóslövum. Tungumálaerfiðleikar hefðu verið
, nokkrir f upphafi, en ekki lengur. Hugsunarháttur
Júgóslava og Islendinga væri á margan hátt svipaður,
enda þjóðirnar átt f líkum erfiðleikum vegna ágangs
erlendra aðila; Islendingar dönsk nýlenda, en Júgóslav-
ar hefðu alla tíð átt „víni“ við landamæri sín, sem hefðu
haft áhuga á að hremma þá. Þjóðirnar ættu ýmislegt
sameiginlegt í menningu sinni og sögu og hefðu þurft
að verjast ágangi útiendinga með svipuðum hætti.
Reyndar létu þeir þau orð falla við okkur blaðamenn
Morgunblaðsíns, að þeim fyndist þeir vera orðnir Is-
lendingar, þeir féllu inn í umhverfið. Öræfin heilluðu
þá augsýnilega. Augu þeirra eru farin að opnast fyrir
mikilúðlegri fegurð landsins. Þegar við stóðum á stífl-
unni benti Videnovic, yfirmaður tækja og öryggis, á eitt
af þessum hvítu fjöllum, sem reistu sig eins og gæð-
ingar upp úr landslaginu, og sagði: „Þetta er failegasta
fjallið. Af þessu fjalli taka flestir myndir.“ Videnovic
hefur verió i Sigöldu frá upphafi framkvæmda. Hann
Sjá næstu sfður
•i
í
M
i
£