Morgunblaðið - 29.05.1976, Síða 15

Morgunblaðið - 29.05.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAl 1976 15 Fyrsta sovézka herskipið til Bretlands í 20 ár: Sjóliðar hvattir tQ frelsisbaráttu Portsmouth, 28. maí. AP. # FYRSTA sovézka her- skipið sem heimsækir Bretland f 20 ár sigldi í dag inn í höfnina í Portsmouth við jafnt fagnaðarlæti sem mótmælaaðgerðir. Höfð voru uppi mótmælaslagorð á borð við „Mannréttindi fyrir sovézka gyðinga“, og ungir flokksmenn Frjáls- lynda flokksins fóru á bát umhverfis herskipið, sem nefnist „Obraztsovy“, og útvörpuðu um hátalara á rússnesku: „Við vonum að þið munið taka eftir þvf persónufrelsi sem allir borgarar í þessu landi njóta. Við vonum að þið sjálfir munið leggja lið baráttunni fyrir þessu frelsi í ykkar eigin föður- landi og f öllum Bardagar harðna í Líbanon Beirút, 28. maí. AP. Reuter. ELIAS Sarkis nýkjörinn for- seti kallaði leiðtoga deiluaðila f Lfbanon saman til aukafund- ar f dag vegna harðra bardaga sem hafa blossað upp að nýju f Beirút og nágrenni og líbanska stjórnin hét þvf að halda flugvellinum opnum þrátt fyrir kröftugar stórskota- árásir sem hafa valdið miklu tjóni. Vinstriforinginn Kamal Jumblatt sat ekki fundinn þar sem hann var við útför systur sinnar sem óþekktir menn skutu til bana á heimili henn- ar í kristnu hverfi f Beirút. Viðstaddir útförina voru sendiherrar Arabarfkja og Ahmed Khati, leiðtogi Lfbanska Arabahersins. Syst- urdætur Jumblatts særðust í árásinni en læknar sögðu í dag að þær mundu halda Iffi. Morðið hefur eitrað and- rúmsloftið sem hafði batnað vegna sáttatilrauna Sarkis, en Jumblatt hefur skorað á stuðn- ingsmenn sfna að hefna ekki systur sinnar. heiminum. Lengi lifi hinn mikli sovézki fIoti!“ Síðasta flotaheimsókn Sovét- manna til Portsmouth fyrir 20 árum varð mjög umtöluð vegna dularfulls hvarfs brezka frosk- mannsins Lionel ,,Buster“ Crabb. Gátan um hvarf Crabbs leystist aldrei, en hann var sagður hafa verið að kanna herskipið „Ordzhonikidze" er Niktta Kru- shchev, þáverandi flokksleiðtogi, kom í heimsókn til Bretlands. Bretar með gagnásakanir Sameinuðu þjóðunum, 27. mai. Reuter. BRETAR visuðu í dag á bug ásök- unum Islendinga um að herskip þeirra og dráttarskip aðstoðuðu brezka togara við að halda uppi ólöglegum veiðum innan íslenzku fiskveiðilögsögunnar og reynt að sigla á islenzk varðskip. Ivor Irchard, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í orð- sendingu til forseta öryggisráðs- ins, Louis de Guiringaud frá Frakklandi, að brezki verndar- flotinn gegndi „eingöngu varnar- hlutverki og hefur ekki nein fyr- irmæli um að sigla á islenzk varð- skip“. Orðsendingin er svar Breta við bréfi Ingva Ingvarssonar, sendiherra tslands hjá S.Þ., til forseta ráðsins 11. maí s.l. Þar segir Richard að ríkisstjórn sín liti það „afar alvarlegum augum“ er varðskipið Ægir hefði reynt að taka togarann Primellu til hafnar 12. maí eftir að hafa skotið nokkr- um skotum að togaranum. Varð- skipið hefði hætt við hinar „hættulegu aðgerðir" sínar þegar óvopnuð Nimrodþota kom á vett- vang. Concordeþotur til Astralíu Canberra, 28. mai AP. ÁSTRALSKA ríkisstjórnin sam- þykkti í dag umsókn British Air- ways um reglubundið hljóðfrátt farþegaflug með Concordeþotum til Melbourne. Samgönguráðherr- ann, Peter Nixon, sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin eftir gaumgæfilega umhverfisrann- sókn. Fær risaþotan að fljúga yfir Ástralíu yfir tilteknu svæði frá Singapore. Búizt er við að far- þegaflugið hefjist 1. janúar á næsta ári. Reyna að bjarga sextán ára dóttur Mexíkóborg, 28. maí. Reuter. BELGtSKI sendiherrann I Mexfkó, Andre Chaval, og Mireille kona hans halda áfram fjársöfnun til að bjarga sextán ára dóttur sinni Nadine, úr hönd- um skæruliðanna sem rændu henni og neita að lækka lausnar- gjaldið sem þeir kref jast. Frú Chaval sagði blaðamönnum að skæruliðarnir hefðu hringt I sig og sagt að þeir mundu ekki gera Nadine mein þegar frestur- inn( sem þeir höfðu áður gefið rann út, en þeir hótuðu að drepa hana ef ekki yrði að lokum gengið að kröfu þeirra um 800.000 doll- ara lausnargjald. Frú Chaval sagðist hafa fengið um það bil helming upphæðarinn- ar eftir samskot vina og stuðn- ingsmanna og beðið um lengri frest. Skæruliðarnir samþykktu það og hafa engin ný tímamörk sett. Skæruliðarnir rændu Nadine þegar hún var á leið í skóla sinn á þriðjudag og fjölmiðlar hafa birt þriðju fréttatilkynninguna frá þeim að kröfu þeirra. Þar segjast þeir ekki vera betlarar heldur byltingarmenn og ef ekki verði gengið að kröfu þeirra eða ein- hver þeirra eða félagí úr samtök- um þeirra verði handtekinn eða drepinn verði Nadine tekin af lífi. AP-mynd. JARÐSKJÁLFTINN í SOVÉTRÍKJUNUM — Þessi mynd sýnir eyðilegginguna á skólahúsinu í þorpinu Gazli i Uzbekhéraði í Sovétríkjunum, þar sem yfir 10.000 manns misstu heimili sín í jarðskjálfta í síðustu viku. Rússar f allast á eftirlit á staðnum Washington, 28. mai. AP. Reuter. FORD forseti og Leonid Brezhnev flokksleiðtogi undirrituðu sam- tfmis f dag samning sem takmark- ar stærð kjarnorkusprengja sem tilraunir eru gerðar með f frið- samlegum tilgangi og heimilar bandarfskum eftirlitsmönnum f Cannes, 28. maí. Reuter. BANDARISKA kvikmyndin „Taxi Driver", gerð af Martin Scorsese, hlaut aðalverðlaunin, „gullpálmann" á kvikmynda- hátfðinni f Cannes í dag, sem bezta kvikmynd ársins. Val dóm- nefndarinnar hlaut neikvæðar undirtektir á blaðamannafundi þar sem tilkynnt var um það f dag, og upphófust ólæti vegna þess, en myndin, sem endar á miklu blóðbaði, fjallar um hvftan leigubflstjóra sem vinnur á næturvakt f blökkumannahverf- inu Harlem. Valið vakti athygli m.a. vegna þess að formaður dóm- nefndar, bandarfski rithöfundur- inn Tennessee Williams, hafði á meðan á hátfðinni stóð gefið út fjölmargar yfirlýsingar þar sem hann gagnrýndi harðlega vaxandi ofbeldi og pólitfk f kvikmyndum, og brugðust ýmsir kunnir leik- stjórar ókvæða við þessum yfir- lýsingum Williams. Verðlaun fyrir bezta leik í karl- hlutverki fékk Spánverjinn Jose Luis Gomez fyrir leik sinn i of- beldisrikustu mynd hátíðarinnar, „La Familia de Pascual Duarte", þar sem hann m.a. skýtur hund til bana og stingur múlasna til dauða fyrsta skipti að fvlgjast með slík- um tilraunum Rússa. Undirritun samningsins er ár- angur flókinna samningavið- ræðna og í Washington er talið að hann geti orðið til þess að flýta viðræðum sem hafa dregizt á langinn i Genf um takmörkun gereyðingarvopna. i miklum blóðflaumi. Verðlaun- um fyrir-bezta leik i kvenhlut- verki skipta þær með sér franska leikkonan Dominique Sanda fyrir leik sinn í ítölsku myndinni „L’eredita Ferramonti" og ung- verska leikkonan Maria Torocsik fyrir hlutverk sitt i myndinni „Hvar ertu, frú Dery?“. Bezti leikstjóri var valinn Italinn Ettore Scola fyrir mynd sina um fátækrahverfi Rómar „Brutti, sportchi, cattivi". Það vakti almenn vonbrigði að „gullpálminn" skyldi ekki fara til „Cria cuervos" frá Spáni eða „Die Marquise von 0“ frá Vestur- Þýzkalandi. Meðal mynda á hátið- inni var t.d. siðasta mynd Luchino Visconti, „L’Innocente", auk mik- ils fjölda klámmynda sem flestar gufuðu upp eins og dögg fyrir sólu. Undantekning i því efni var „Empire of the Senses” eftir japanska leikstjórann Nagasa Oshima, sem fjallar um þriggja vikna kynlífstörn. Þá var sýnd á hátíðinni, — þó án þess að um þátttöku í henni væri að ræða —, hin umtalaða nýja mynd Bern- ardo Bertolucci „1900“, sem er fimm klukkustunda löng og af mörgum gagnrýnenda talin bezta mynd hátiðarinnar. Ford forseti sagði við undirrit- unina i Washington að samning- urinn markaði tímamót þar sem hann gerði ráð fyrir eftirliti á staðnum, kvað hann sýna að Bandarikjamenn og Rússar gætu gert með sér gagnlega samninga þrátt fyrir mikla erfiðleika og taldi að samningurinn væri mikil- vægt framlag til varanlegs friðar og bættra samskipta þjóða í milli. Brezhnev sagði við undirritun- ina i Kreml að samningurinn væri „annar hlekkur í keðju ráðstaf- ana sem miðuðu að því að halda vexti vigbúnaðar í skefjum”, Hann kvað menn hafa ástæðu til ánægju við undirritun samnings- ins en taldi margt ógert. Samkvæmt samningnum verð- ur stærð hverrar sprengju sem tilraun er gerð með neðanjarðar takmörkuð við 150 kilólestir, en þær sprengjur eru sjö sinnum öflugri en sprengjan sem varpað var á Hiroshima. Tilraunir i friðsamlegum til- gangi eiga við um ráðstafanir til að breyta árfarvegum, sprengja göng gegnum fjöll og breyta höfn- um. Samningurinn er framhald á öðrum samningi sem var gerður fyrir tveimur árum um takmörk- un tilrauna með kjarnorkuvopn. Viðræðunum um samninginn lauk í Moskvu í aprílbyrjun og hann var undirritaður til bráða- birgða 12. mai. Formleg undirrit- un hans hefur dregizt af „tækni- legum ástæðum” að sögn banda- rísku stjórnarinnar þótt gefið hafi verið i skyn að Ford forseti hafi ekki viljað undirrita hann fyrr en eftir forkosningarnar i Michigan. — 82 þúsund Framhald af bls. 32 ingar i hæsta flokki fólksbifreiða svo sem allflestra bandarískra bifreiða hækkar i 81.900 krónur en var 54.600 kr. Hægt er að fá húftryggingu nú með engri sjálfsábyrgð en síðan sjálfsábyrgð að upphæð 17 þús- und kr. sem er grunnverð, 35 þús- und kr„ 50 þúsund kr„ 75 þús. kr„ 100 þúsund kr„ 140 þúsund kr. og loks 200 þúsund kr. sjálfsábyrgð, en þá er iðgjaldið 70% af grunn- verðinu, sem talið var upp hér að framan. Sjötugsafmæli SJÖTUGUR er i dag Jón bóndi Árnason að Stóra-Armóti i Hraun- gerðishreppi. „Taxi Driver” fékk gullpálmann í Cannes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.