Morgunblaðið - 29.05.1976, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAl 1976
29
VELVAKANDI
Velvakandi svarar ! síma 10-100
kl 14—1 5, fra mánudeg'i til föstu-
dags
• Óvenjuleg
fjölskyldumynd
Bíógestur hafði samband
við Velvakanda. Hann kvaðst
hafa farið í bíó um helgina með
fjölskyldu sína og vilja vekja at-
hygli á því, að um þessar mundir
er á ferðinni aldrei þessu vant,
mynd fyrir alla aldursflokka
jafnt. Þetta er norska myndin Álf-
hóll í Stjörnubíói. Hann kvaðst
oft hafa kvartað undan því hve
lítið er um verulega góðar myndir
fyrir börn, en að hann fengi mynd
sem öll fjölskyldan hefði jafn
gaman af, hefði hann ekki einu
sinni þorað að vona. En þarna er
hún sem sagt, og því vildi hann
ekki að það færi framhjá þeim
fjölskyldum, sem vilja fara saman
í bíó og foreldrum eða öfum og
ömmum, sem gjarnan vilja vera
með börnum við skemmtanir.
Þessi norska mynd er ævintýra-
mynd með skemmtilegum „teikni-
myndapersónum" og myndin
falleg og í litum. Og líklega nær
hún betur til okkar með kímni
sína og blæ, vegna þess að hún er
gerð af frændum okkar. Ekki má
gleyma að myndin er spennandi.
0 Litli prinsinn
Velvakandi sér ekki
betur en að líka sé komin önnur
mynd fyrir alla. Sé þetta mynd
eftir bókinni Litli prinsinn eftir
franska höfundinn Antoine de
Saint-Exupery, þá er efnið að
minnsta kosti við hæfi barna á
aldrinum frá 5 ára til áttræðs. En
þessi mynd er svo fádæma klaufa-
lega auglýst að ógerlegt er að vita
fyrir víst hvort þetta er sú hin
fræga saga, sem fjölmargir hér á
landi þekkja í þýðingu Þórarins
Björnssonar skólameistara og
halda upp á. Þar segir bara:
„Frumsýnum nýja barnamynd
um litla prinsinn sem kom til
jarðar frá öðrum hnetti."
En þá er fyrst til að taka, að
bókin er ekki síður fyrir
fullorðna en börn, og skrifuð sem
slik. Og efnið i bók Saint-
Exuperys er um prinsinn frá öðr-
um heimi, sem hittir vin sinn,
flugmanninn úti i eyðimörkinni
og kynnir honum lífsspeki sína.
En efnið í bókinni er fært fram á
svo ljóðrænan hátt að það verður
varla endursagt. í tileinkun segii
höfundur að allir fullorðnir hafi
einhvern tima verið börn, þó þeir
muni ef til vill ekki eftir því.
Þessi mynd er líklega komin i
Laugarásbíó, en ekki veit Vel-
vakandi hvernig farið er með
efnið.
Heldur ekki hvernig þýðingin á
islenzka textanum er gerð. Von-
andi hefur hin stórkostlega vel
gerða þýðing Þórarins verið látin
halda sér eins og hægt er, þvi
slíku snarar enginn í fljótheitum,
án þess að skemma og e.t.v. eyði-
leggja viðkvæman textann.
Norska myndin, sem talað er
um hér að ofan, var satt að segja
heldur illa leikin í þýðingu. í stað
þess að þýða setningarnar, sem
persónurnar segja úr norsku, var
efnisþráðurinn endursagður á
islenzkunni. Fer þar óneitanlega
margt forgörðum.
% Gjaldeyrir
og ferðamenn
Ferðalangur skrifar:
Eg sá i fréttum að búið er að
breyta eitthvað reglunum um
gjaldeyri fyrir ferðamenn, þannig
að nú ráða þeir svolítið hvernig
þeir eyða skammtinum sínum.
Hvort þeir búa á góðum dýrum
hótelum, eða spara hótelin og
matinn, til að geta verið svolítið
lengur fyrir sömu upphæð. Það er
gott og blessað og auðvitað alveg
óþolandi stjórnsemi og langt út
fyrir það, sem sæmandi er i
frjálsu landi, að ríkisvald sé að
skipta sér af því hvernig fólk í
leyfi eyðir peningunum sínum.
Ég skil satt að segja ekkert i þvi
að fólk skuli ekki hafa kvartað
meira. Ef nauðsynlegt er að
skammta gjaldeyri þá það. En að
stjórna öllu lifi fólks í sumarfrii
þess er næsta hlálegt.
I fréttinni um breytinguna kom
fram annað, sem sýnir vel hvað
hvilik ofstjórnun á lífi fólks er
komin út i. Þar er frá því sagt að
í ferðum til Suðurlanda, séu
skoðunarferðir næstum úr sög-
unni, vegna þess að fólk hafi ekki
peninga umfram dvalarkostnað.
Er það ekki alveg stórkostlegt að
stjórnvöld skuli vera búin með
reglum sínum að beina
íslendingum, sem fara til útlanda,
á baðstrendur og tryggja að þeir
geti ekki einu sinni í leiðinni séð
neitt annað meðal þessarar er-
lendu þjóðar, sem þeir þó eru að
heimsækja.
Ég hefi ekki sjálfur getað farið
utan og kynnzt menningu og lifi
þeirra þjóða, sem ég vildi í leyf-
inu mínu vegna t>ess arna. Gjald-
eyrisskammturinn leyfir ekki að
ég ferðist á eigin spýtur og milli
staða og skoði sjálfur það sem ég
vil. Ég á ekki annarra kosta völ en
að fylgja ferðahópi með ódýrar
ferðir, sem lítið sér eða eitthvað
skammtað og þýtur yfir með
meiri hraða en hægt er ef maður
vill í rauninni kynnast einhverju.
Ég hefði viljað safna gjaldeyris-
skammtinum mínum og nýta
hann annað eða þriðja hvert ár til
að sjá og kynnast þvi, sem ég tel
einhvers virði. En það má ég ekki.
Aftur á móti get ég farið árlega
eða jafnvel tvisvar á ári i ódýra
ferð á erlenda baðströnd og séð
aðra baðstrandargesti. Er ekki
ríkisvaldið að taka sér meira vald
— og heimskulegra en menn gera
sér grein fyrir?
— Við getum kannað það siðar.
Þau stefndu út úr borginni f ðtt
til þorpsins þar sem hús Boniface
var. Þau höfðu ekki eytt tfma til
spillis og kvöddu Mme Gautier
fljðtlega með virktum en þegar
út ð stigapallinn kom gat Davíd
ekki ð sér setið og hafði tekið
hana f fang sér og þrýst henni að
sér.
— Hvernig komstu eiginfega út
úr gistihusinu.
— Anya sð um það. Og reyndar
gerðum við engar varúðarrððstaf-
anir. Ég held ekki að mennirnir
hafi haft nein fyrirmæli hvað mig
snertir, aðeins um þig og hún
talaði svo hátt og snjallt að ég
held næstum þeír hafi verið hálf-
hræddir við hana. Hún er stór-
kostleg persóna og hún sagði mér
magnaðar sögur úr starfi sfnu.
— Hvar er hún þessa stundina?
— Hún fylgdi mér hingað og
sfðan fór hún á stúfana að finna
Lazenby. Hún ætlar að skilja eftir
boð á lögreglustöðinni svo að vfð
getum náð f hana, ef þörf kref-
ur. Hvert erum við að fara núna.
Viltu að ég aki?
Hann lét hana taka við stjórn-
inni. Ferðin tók lengri tfma en
hann hafði búizt við. Helen vissi
ekki hvaða leið átti að fara og
HÖGNI HREKKVÍSI
Jf
,Þú veizt/ann þolir ekki að sjá þig dýfa í!“.
Austurstræti 17 Starmýri 2