Morgunblaðið - 05.08.1976, Qupperneq 5
MORCÍUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAt'.UR 5. At’.UST 1976
5
Leigutími Runólfs framlengdur:
Vel heppnuð héraðsmót
S j álf st æðisf lokksins
EINS og undanfarin ár hefur
Sjálfstæöisflokkurinn efnt til
héraðsmóta víðsvegar um land-
ið í sumar. Nú þegar hafa veriö
haldin 12 héraðsmót. Mjög hef-
ur verið vandað til marghátt-
aðra skemmtiatriða á héraðs-
mótunum og hefur skemmti-
krafturinn Jörundur og óperu-
söngvararnir Kristinn Hallsson
og Magnús Jónsson skemmt og
sungið við frábærar undirtektir
samkomugesta. Hljómsveitin
Næturgalar ásamt söngvurun-
um Ágústi Atlasyni og Einari
Hólm hefur og tekið þátt í
skernmtiatriðunum og síðan
leikið fyrir dansi og tekist með
skemmtilegri framkomu sinni
og fjörlegum tónlistarflutningi
að skem.mta öllum aldursflokk-
um.
Á héraðsmótunum hafa for-
ystumenn Sjálfsta'ðisflokksins
flutt stutt ávörp.
Um næstu helgi verða héraðs-
mótin sem hér segir: Höfn i
Hornafiröi föstud. 6. ágúst. Eg-
ilsstöðum laugard. 7. ágúst og á
Eskifirði sunnud. H. ágúst.
Um aðra helgi verða héraðs-
mót á Vestfjörðum — 13. ágúst
á Patreksfirði, 14. ágúst í Bol-
ungarvík og 15. ágúst á Flat-
eyri.
Hverjum aðgöngumiða á
skemmtanir héraðsmótanna og
dansleiki fylgir ókeyps happ-
dra'ttismiði. Vinningar eru
mjiig gla'silegir: tva'f sólarferð-
ir til Kanaríeyja nteð Flugleið-
um. Dregið verður unt vinning-
ana 20. ágúst n.k.
Aðgöngumiðaverði á héraðs-
mótin er mjög í hóf stillt. Miða-
verð á skemmtun. er stendur
yfir frá kl. 9 til 11 er kr. 500.-.
en á dansleik er stendur yfir
frá kl. 41 til 2 eftir miðna'tti.
kr. 1500.-. Allir eru velkomnir á
héraðsmótin.
Verður við kolmunnaveið-
ar til næstu mánaðamóta
Útgerðarmenn sýna veiðunum áhuga
ÁKVEÐIÐ hefur verið að skuttogarinn Kunólfur frá Grundarfirði
haldi áfram tilraunaveiðum fram til mánaðamóta ágúst-september, en
f fyrstu var togarinn aðeins leigður til þessara veiða til s,l. mánaða-
móta. Sem kunnugt er hafa þessar kolmunnaveiðar gengið mjög vel að
undanförnu, og er Runólfur búinn að landa um 400 lestum af
kolmunna, mest 1 Neskaupstað og á Höfn 1 Hornafirði.
Vitað er að togarinn gæti verið
búinn að veiða mun meira ef ekki
hefði staðií á afskipun, en á
hverjum stað hefur aðeins verið
hægt að taka á móti mjög tak-
mörkuðu magni til vinnslu. Jón
Jónsson forstjóri Hafrannsókna-
stofnunarinnar, sagði i samtali
við Morgunblaðið í gær, að Run-
ólfur hefði landað 30 lestum af
kolmunna á Höfn í Hornafirði í
gærmorgun, en aflinn fékkst i
einu holi á Héraðsflóadýpi. Tog-
arinn hélt á sömu mið í gær og á
hann síðan að koma með afla til
Reykjavíkur um helgina. Runólf-
ur fer þá í slipp til botnhreinsun-
ar, en heldur siðan á sömu mið og
áður strax eftir helgi.
Morgunblaðið fregnaði í gær, að
nokkrir útgerðarmenn og skip-
stjórar hefðu áhuga á að sækja
um leyfi fyrir sín skip til kol-
munnaveiða úti fyrir Austur-
Iandi. Ekki er þó gert ráð fyrir að
þau skip geti landað miklu af afl-
anum til vinnslu í marning og
þurrkun, heldur í bræðslu, en i
gær var gefið út nýtt verð á kol-
munna sem fara á í bræðslu. Hef-
ur Verðlagsráð sjávarútvegsins
ákveðið, að lágmarksverð á spær-
lingi og kolmunna til bræðslu frá
1. ágúst til 31. október 1976 verði
kr. 7.50.
Er verðið miðað við að seljend-
ur skili spærlingi og kolmunna á
íslendingar sigruðu
Færeyinga 17:3 í
landskeppni í skák
ISLENDINGAR og Færeyingar
háðu landskeppni I skák f Þórs-
höfn f Færeyjum í lok sfðasta
mánaðar. Skáksamband tslands
sendi 10 manna kapplið og tvo
fararstjóra til Færeyja dagana
20.—25. júlf. Voru tefldar tvær
umferðir og fóru leikar í þeirri
fyrri svo, að tslendingar sigruðu,
hlutu 8 vinninga gegn tveimur,
en í sfðari umferðinni hlutu ts-
lendingar 9 vinninga gegn einum,
eða samtals 17 vinninga gegn
þremur.
(Jrslit á einstökum borðum
urðu sem hér segir:
InKvar Asmundsson — Ilans Pelersen 2-0
Strætisvajínar Revkjavíktir:
Óskað eftir 20%
hækkun fargjalda
Á FUNDI borgarráðs á þriðjudag
var samþykkt að fara fram á
hækkun á fargjöldum Strætis-
vagna Reykjavíkur um að meðal-
tali 20%, og hefur erindi þess
efnis verið sent verðlagsyfirvöld-
um.
Jafnframt samþykkti borgar-
ráð, að sölu 1000 kr. farmiða-
spjalda skyldi hætt þar til erindið
hefði hlotið afgreiðslu verðlags-
yfirvalda.
1000 kr. spjöldin verða því ekki
til sölu frá og með deginum í dag,
en 500 kr. farmiðaspjöld verða
seld áfram svo og farmiðar barna
•og aldraðra.
Júlfus Friðjónsson — Petur Mikkelsen 2-0
Ásgeír Ásbjörnsson — Bjarki Ziska 14-V*
Gunnar Finnlaugsson — Hanus
Joensen 1V4-V4
Trausti Björnsson — Ragnar Magnussen 2-0
Framhald á bls. 16
FangaverSr mót-
mæla vinnubrögð-
um Kjarane&idai*
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi ályktun frá Fanga-
varðafélagi tslands:
„Fangavarðafélag íslands mót-
mælir harðlega vinnubrögðum
Kjaranefndar, þar sem hún í engu
tekur til greina kröfur félagsins
varðandi sérsamninga og fulltrú-
um félagsins var ekki gefinn kost-
ir á að ræða við ríkisvaldið um sín
mál.
Það er staðreynd að islenzkir
fangaverðir eru ekki nema hálf-
drættingar í launum og kjörum,
ef miðað er við starfsbræður
þeirra á hinum Norðurlöndunum,
eri þar eru störf þeirra metin til
launa með ábyrgðarmeiri störfum
í þjóðfélaginu.
Fangavarðafélag íslands mun á
næstunni styrkja stöðu sína með
inngöngu í Norðurlandasamband
fangavarða, en sambandið vinnur
mikið að samræmingu og sam-
stöðu stéttarinnar i þessum lönd-
um.
Að lokum lýsir Fangavarðafé-
lag íslends fyllstu samstöðu með
baráttu annarra félaga Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja.“
I*
i
ú
w*
Kristinn Hallsson. Jörundur og Magnús Jónsson.
Hljómsveitin Næturgalar
flutningstæki við hlið veiðiskips
eða í löndunartæki verksmiðju.
Ekki er heimilt að nota dælu eða
blanda vatni eða sjó í hráefni við
löndun.
Jafn afli hjá skel-
fiskveiðibátunum
Stykkishólmi. 31 ágúst.
TÖLUVERÐ umferð var á Snæ-
fellsnesi um þessa verzlunar-
mannahelgi. Héðan var mestur
straumur fólks til Flateyjar og
fór Baldur nokkrar aukaferðir.
Það var gott veður á Vestfjörðum
og notuðu margir sér það til að
ferðast um Djúp og vfðar og
marga bfla flutti Baldur yfir
Breiðafjörð fólki til hægðarauka
og svo til að þurfa ekki að aka
hring um Breiðafjörð. A sumar-
hótelinu f Stykkishólmi voru næg
verkefni og tjaldstæði sem útbúið
hefir verið rétt ofan við bæinn
var vel nýtt af ferðafólki vfðs
vegar að af landinu.
Talsverðar byggingarfram-
kvæmdir eru i Stykkishólmi i
sumar, eitt fjölbýlishús er í smið-
um og auk þess mörg íbúðarhús.
Þrátt fyrir þessar framkvæmdir
eru alltaf húsnæðisvandræði,
Framhald á bls. 16
Sýning á fornu brúðarskarti
1 DAG verður opnuð í Bogasal
Þjóðminjasafnsins sýning. sem
ber nafnið Brúðkaup og brúðar-
skart. Sýningin er að stofni til
deild tslands á sýningunni Love
and marriage. sem haldin var á
vegum Evrópuráðs í Antwerpen
sumarið 1975. Að sögn Elsu E.
Guðjónsson safnvarðar í Þjóð-
minjasafninu er hugmyndin með
þessari sý.ningu að gefa nokkra
hugmynd um fatnað og aðra
hluti, sem tengdir voru brúð-
kaupi fyrr á öldum.
A sýningunni verða flestir hlut-
irnir, sem voru á sýningunni f
Antwerpen, en auk þess hefur
mörgum verið bætt inn í og eru
sýningargripir á milli 80 og 90.
Almenna Bókafélagið,
Austurstræti 18, Bolholti 6.
sími 19707 simi 32620
Ritsafn
Gunnars Gunnarssonar
Áður útkomnar
Saga Borgarættarinnar
Svartfugl
Fjallkirkjan I,
Fjallkirkjan II
Fjallkirkjan III
Vikivaki
Heiðaharmur
Ný útkomnar
Vargur í véum
Sælir eru einfaldir
Jón Arason
Sálumessa
Fimm fræknisögur
Dimmufjöll
Fjandvinir
Gunnar Gunnarsson
befur um langt skeið
verið einn virtasti hofund
ur á Norðurlondum