Morgunblaðið - 05.08.1976, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.08.1976, Qupperneq 7
MOKGUNBLAÐIÐ. KIMMTUDAGUR 5. AGUST lí»76 7 l- Svörl bylling Reykjavík var langt á undan öðrum sveitarfé- lögum f svokallaðri „svartri byltingu", þ.e. undirbyggingu varan- legra vega með malbiks- slitlagi. Jafnvel f stór- um, nýjum byggingar- hverfum, eins og f Breiðholti, þar sem búa tugþúsundir, eða fleiri en f stærstu sveitarfé- lögum á landsbyggð- inni, komu varanlegar götur svo að segja sam- hliða húsunum, f stöku tilfellum jafnvel á und- an þeim. Það var ekki einvörðungu í nýtingu jarðvarmans Sem „íhaldið" f Reykjavfk var áratugum á undan hinum róttækari sveit- arstjórnum. Reykvfkingar eru orðnir svo vanir góðum götum að þeir eru hætt- ir að hugleiða ágæti þeirra. Telja þær eins og hvern annan gefinn og sjálfsagðan hlut. Það er ekki fyrr en þeir koma á aðra bæi, eða landshluta, að þeir ranka við sér og sjá mis- muninn. Viðhaidskostn- aður bifreiða er mun minni og ending allt önnur í höfuðborginni og nágrenni en á „milljón hola vegun- um“, sem öðrum lands- mönnum er boðið upp á. Varanleg vega- gerð úí frá Reykjavík — »g annars slaðar Það er e.t.v. eðlilegt að þeir þjóðvegir séu fyrst byggðir upp sem „varanlegir vegir“, sem mest umferð er um, þ.e. f nágrenni Revkjavfk- ur. Slíka vegi er hægt að aka til Keflavíkur, austur fyrir fjall til Sel- foss eða vel það og nokkurn kafla á norður- vegi. Varanleg gatna- gerð hefur tekið nokk- urn framkvæmda- „kipp“ f öðrum þéttbýl- isstöðum en hér við Faxaflóa á allra sfðustu árum. Þeir eru þó mjög misjafnlega settir f þvf efni. Varanlegt slitlag á þjóðvegakerfi er þó nær óþekkt utan nágrennis höfuðborgarinnar. Þetta hafa Reykvfking- ar orðið illilega varir við í ferðum sfnum um landið nú f sumar, sem fyrri sumur, þó senni- lega aldrei jafn hastar- lega og nú. En hafa menn hug- leitt hvað slíkir þvotta- brettisvegir og holu- brautir kosta þegnana og þjóðfélagið í viðgerð- arkostnaði bifreiða og mun skemmri endingu þeirra en véra þyrfti? Ilefur þjóðfélagið látið kanna hreinf járhags- lega hagkvæmni þeirr- ar fjárfestingar, sem varanlegt slitlag á hringveginn útheimtir? Malbik »g olíumöl Undirbygging vega, áður en varanlegt slit- lag kemur á þá, er oft- sinnis jafn kostnaðar- söm og f sumum tilfell- um dýrari en sjálft slit- lagið. Fjárfesting í hverjum kflómetra und- irbyggðs vegar með var- anlegu slitlagi er slfk að skiljanlegt er að hægt miði f vegagerð okkar. Hins vegar vaknar sú spurning oft f hugum leikmanna, hvort ekki megi setja slitlag á beztu malarvegina okk- ar, án nýrrar undir- byggingar. Umferð um einstaka hluta þjóðvegakerfis okkar er mjög mismik- il. Þar sem umferðar- þunginn er mestur þarf tvfmæl laust v I undir- byggðan veg með mal- biks- eða steinsteypu- slitlagi. Þar sem um- ferðin er nokkru minni gæti malbik dugað, ef um sæmilegt vegar- stæði er að ræða, að sögn leikmanna, jafn- vel án undirbyggingar. Og þar sem umferð er undir ákveðnu marki gæti olfumöl gert sama gagn og enzt langtímum saman. ef miðað er við tiltæka reynslu á fhúðargötum í sumum nágrannabyggðum Revkjavfkur, þar sem ujnferð er hófleg. Það er sum sé niður- staða leikmannsþanka að við gætum fvrr og betur lagt slitlag á langa vegarkafla, ef það væri lagt á þá eins og þeir eru nú. Við höfum hreint ekki efni á aö bíða eftir þvf að hver vegarspotti sé fyrst undirbyggður, áður en slitlag kemur á hann. þó það sé að vísu óhjá- kvæmilegt þar sem um- ferð fer yfir ákveðið mark. Það er hald margra, að drjúgur hluti landsbyggðarvega okkar mvndi „þola“ olíumöl nú þegar og gjörbrevta umferðar- aðstæðum í heilum landshlutum. En hér þurfa sérfræðingar til að koma, að sjálfsögðu, áður en til ákvarðana- töku kemur. En strax mætti <og helzt fyrir haustið) hefja tilrauna- framkvæmdir í þessu efni, sem prófuðust f skóla reynslunnar. Gagnrýni á Norræna músíkdaga og nokkur íslenzk tónverk NVLEGA birtist f Kaupmannahafnarblöðunum Politíken og Berlingske tidende gagnrýni um Norræna músfkdaga, sem haldnir voru í Revkjavík f sumar. Jörgen Falck, sem ritar f Politiken, hefur ýmislegt við tónlistarmótið að athuga. t grein sinni, sem birtist 5. júlf, fjallar hann um Norræna músfkdaga almennt. en gerir þar að auki tvö tónverk að umræðuefni: „Sem betur fer lauk Norrænum músíkdögum ekki svo að þessu sinni, að þar kæmi ekki fram eitthvað jákvætt. Fyrir utan verk m.a. Per Nörgaard, Hans Abrahamsen og Ole Buck, sem getið var f fyrri grein, kom fiðlukonsert Leifs Þórarinssonar á óvart. Hin flókna og vandasama tækni, sem beitt er í verkinu, minnir á Schönberg og Webern. Konsertinn er á sinn hrífandi hátt nokkurs konar skuldaskil milli persónulegrar tjáningarþarfar annars vegar og tækninnar hins vegar, og einleikshlutverkið var snilldarlega af hendi leyst. Það gerði Einar Sveinbjörnsson, konsertmeistari við sinfóníuhljómsveitina í Málmey, en á tónleikunum stjórnaði Norðmaðurinn Karsten Andersen leik Sinfóníuhljómsveitar íslands. Annað verk, sem þætti gott og gilt á alþjóðavettvangi var „Spur“ fyrir dragspil og Þessi inynd birtist með grein Jörgen Falck í Politíken. hljómsveit eftir Arne Norheim, flutt af sömu hljómsveit og hljómsveitarstjóra, og einleikur Mogens Ellegaard var sömuleiðis framúrskarandi. Þetta er sérlega áhrifamikið verk í ábúðarmiklum nútímastíl, þar sem hljómur skiptir meira máli en tónar. Tónverkið er um leið kuldalegt og mætti líkja þvi við stæðilegt hús úr steinsteypu. Músíkdagarnir voru Ifka sönnun þess, að þrátt fyrir fámennið, er öflugt tónlistarlíf á íslandi, og þar eru mörg virk tónskáld og tónlistarmenn. Fimmtíu tónlistarmenn' eru samankomnir í Sinfóníuhljómsveit íslands, sem er eina atvinnuhljómsveit landsmanna, og leikur hún með miklum ágætum. Um sjálft tónlistarmótið segir Jörgen Falck m.a., að almenningur hafi fyrir löngu gefizt upp á þvf að fylgjast með takt- og tónaflóði hinnar fjölskrúðugu tónlistar nú 'á tímum. Flestir vilji fá að heyra eitthvað, sem jafnast á við verk Sibelius og Carls Nielsens, sem mest bar á á Norrænum músíkdögum í upphafi aldarinnar. „Af þessu stafa vonbrigðin þegar á daginn kemur, að langmestur hluti tónlistarinnar lætur f eyrum eins og ,,rannsóknarniðurstaða“ tónlistarfrömuðanna, sem sjálfir skipa bekkina í hljómleikasalnum og hlusta með hrukkuð ennin. En tónskáldin gera heldur ekki ýkja mikið til að koma hér til móts við aðrar jarðneskar verur. Tónskáldin skipa sjálf Norræna tónskáldaráðið og skipuleggja sjálf músfkdagana. Framhald á bls. 8 /--------------------------------\ Lærið vélritun Ný námskeið eru áð hefjast. Kennsia eingöngu á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41 3 1 1 Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20, Þórunn H. Felixdóttir. i F / A T sýningarsalur Tökum allar gerðir notaðra bifreiða í umboðssölu Fiat 850 Special árgerð '72. 300 þús. Fiat 126 árgerð 74 550 þús. Fiat 126 árgerð '75. 600 þús. Fiat Berlina árgerð '71. 450 þús. Fiat 125 árgerð '72. 580 þús. Fiat 125 P station árgerð '73 600 þús. Fiat 1 25 P árgerð '74 680 þús. Fiat 124 special T, árgerð '72 500 þús. Fiat 127 72 450 þús Fiat 127 árgerð '73 530 þús. Fiat 127 árgerð '74 650 þús. Fiat 127 árgerð '75 800 þús. Fiat 128 árgerð '71 400 þús. Fiat 128 árgerð '73 600 þús. Fiat 128 árgerð '74 750 þús. Fiat 128 árgerð '75 950 þús. Fiat Rally árgerð '73 650 þús. Fiat Rally árgerð '74 800 þús. Fiat 132 special árgerð ' 900 þús. Fiat 132 special árgerð ' 1 1 UO þús. 73 '74 Fiat 1 32 GLS árgerð 74 1250 þús. Fiat 132 GLS árgerð ' 75 1400 þús. Willys jeep árgerð '74 1 550 þús. Austin Mini árgerð 73 480 þús. Lancia Beta 1800 árgerð 74 1800 þús Lancia Beta 1 800 árgerð ' 75 2 millj. Volvo 142 automatic árgerð 71 1180 þús Buick GS árgerð '68 750 þús BMW 1600 árgerð '68 400 þús. Citroén GS árgerð 74 1 350 þús. Citroén D.S. árgerð 75 2100 þús. Renault TS 1 5 árgerð 73 1400 þús Opel Record station árgerð '70 600 þús. Opel Record 1 900 árgerð '73 1 500 þús FIAT EINKAUMBOÐ A ÍSLANDI Davíð Siúurðsson hf, SÍÐUMULA 35. SÍMAR 38845 — 38888 Eigendur Sinclair DM2 Multimeter Aríðandi tilkynning Vegna hættu sem stafar af hugsanlegum bilun- um í járnklæddum innbyggðum rafhlöðum við mælingar á hárri spennu innköllum við hér með alla þessa mæla til breytinga (eigendum að kostnaðarlausu). Vinsamlegast snúið yður sem fyrst til radioverk- stæðis okkar. heimilistæki sf RadíóverksueðL 5ætúni 8. sími I3869

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.