Morgunblaðið - 05.08.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.08.1976, Qupperneq 10
10 MOKÍiL'NBI.AÐIÐ, P’IMMTUDAOUR 5. AíiUST 1976 „Tinakennari” í ráðherrastól 1927 í Castelfranco Veneto, skammt frá Feneyjum. í síðari heimsstyrjöldinni gekk hún, ung að árum, í lið með kaþóískum skæruliðum f heimahéraði sínu, sem börðust gegn Þjóðverjum og itölskum fasistasveitum. Var hún þá einnig nemi í kaþólskum kvennaskóla, og hélt siðar áfram námi í bókmenntum við kaþólska háskólann í Mílanó. Að háskóla- prófi loknu gerðist hún barna- kennari. Hún var fyrst kjörin á þing árið 1958, og höfðu þá margir kjósend- ur skrifað „Tina kennari" á kjör- seðlana í stað fulls nafns, og var það látið gott heita. Á þingi hefur Tina Anselmi lát- ið fjölskyldumál og málefni kvenna mikið til sfn taka, og barizt gegn lögum um að heimila hjónaskilnaði, en verið eindreg- inn stuðningsmaður laganna, sem banna fóstureyðingar. Þá hefur hún einnig unnið markvisst að því að fá breytt lögum um hegningar fyrir mannrán og glæpi gagnvart börnum, og hafa nú ný lög tekið gildi þar sem refsing við þessum afbrotum er hert. Tina Anselmi átti sæti í full- trúadeild ítalska þingsins frá 1958 þar til i kosningunum i sumar, en þá var hún kjörin til öldungadeildarinnar. ÞEGAR ríkisstjórn Giulio Andre- otti settist í valdastólana á ítalíu á föstudag í fyrri viku, gerðist það í fyrsta skipti að kona skipaði eitt sætið. Er það Tina Anselmi, sem nú er verkamálaráðherra Italiu. Alls eru ráðherrarnir í þessari 39. rfkisstjórn ítalíu frá falli fasis- mans fyrir 33 árum 21 að tölu, allir úr flokki kristilegra demókrata. Þar sem þetta er minnihlutastjórn, veltur langlífi hennar á óbeinum stuðningi kommúnista á þingi, það er að þeir greiði ekki atkvæði með öðr- um stjórnarandstöðuflokkum í málum, sem geta lagt stjórnina að velli. Ekki eru kommúnistar og kristilegir demókratar um margt sammála, en eitt er það, sem báðir eru á eitt sáttir um, og það er ágæti nýja verkamálaráðherrans. Fyrsta heillaóskaskeytið, sem Tinu Anselmi barst eftir að til- kynnt var um embættisskipanina, var frá vinstrisinnuðum samtök- um ítalskra kvenna, og á þingi hylltu kommúnistar hana við út- nefninguna. Tina Anselmi fæddist 25. marz Mynd þessi var tekin þegar nýja rikisstjórnin sór embættiseiða sfna í Róm á föstudag I fyrri viku. Giulio Andreotti forsætisráðherra er lengst til vinstri, í miðju er Giovanni Leone forseti, en lengst til hægri er verkamálaráðherrann vinsæli, Tina Anselmi. Leifs dagur Eiríks- sonar AÐ undanförnu hafa forsetar Bandarikjanna gefið fyrirmæli um að halda bæri ákveðinn dag að hausti hátfðlegan til að minnast Leifs Eiríkssonar og fundar Vin- lands. Á mánudag í fyrri viku lýsti Gerald Ford forseti því yfir að framvegis skyldi Leifs dagur Eiríkssonar hátíðlegur haldinn 9. október ár hvert, og það þá haft i huga að Leifur gekk á land í Ameríku um fimm öldum áður en Kólumbus kom auga á það, sem nú nefnist Dóminíkanska lýðveld- ið, eins og segir i yfirlýsingu for- setans. Kólumbusardagur er jafn- an annar mánudagur í október og hefur hans verið minnst f Banda- ríkjunum um áratuga skeið. Bandariska þingið hefur sam- þykkt að minnast skuli dags Leifs, og fyrirskipaði Ford forseti að fánar skyldu dregnir að húni við allar opinberar byggingar þennan dag. (New York Times) Mataræði og krabbamein TVEIR bandarískir visindamenn, þeir dr. Gio Gori frá krabbameins- stofnun Bandarfkjanna og dr. Mark Hegsted frá Harvard- háskóla, skýrðu bandarfskri þing- Búkolla og Króksnefja standa f 1 M. * * Aldís Wendel mer enn rvrir hugskotssionum sr- ssr ■. / íslenzku þjóðsögunum segir Beatrice Boynton, sem var að gefa út íslenzkar þjóðsögur í enskri þýðingu NYLEGA kom út í Vancouver í Kanada bók, sem hefur að geyma 17 fslenzkar þjóðsögur f þýðingu Holmes Boynton. Hann lézt fyrir sex árum, en ekkja hans, Beatr- ice, hefur gefið bókina út. Beatrice Sigurbjörg Gíslason Boynton, eins og hún heitir fullu nafni, er af skagfirzkum ættum. Foreldrar hennar eru fæddir vestra, en næsta kynslóð þar á undan var fædd hér á landí og fluttist vestur um haf á unga aldri. Holmes Boynton var af Holmes Rovnton. enskum og þýzkum ættum, en for- feður hans settust að í Bandarikj- unum á sautjándu öld. Faðir hans var bókmenntaprófessor við há- skóiann í Chicago, en sjálfur var hann lengst af prófessor í stærð- fræði við Michigan-háskóla, þar sem hjónin áttu heimili sitt. Nú á Beatrice tvö heimili, — annað í Michigan þar sem hún dvelst á sumrin, en vetursetu hefur hún í Vancouver, þar sem loftslag er milt á þeim árstíma. Sjálf var Beatrice prófessor við sama há- skóla og maður hennar, en er nú komin á eftirlaun. Hún dvaldist hér i mánaðartima í sumar ásamt vinkonu sinni, Aldisi Pálsdóttur (Þorlákssonar) Wengel, sem einnig er af íslenzku bergi brotin. Aldís er læknir, en er hætt störf- um. Maður hennar var af rúss- neskum ættum og var einnig læknir, en er nú látinn. Þau áttu son, sem heitir Peter Magnús Wengel, og hefur hann mynd- skreytt bókina, en sögurnar eru langflestar úr safni Jóns Árna- sonar. „Maðurinn minn hafði alla tíð mikinn áhuga á bókmenntum, enda var hann alinn upp á heim- ili, þar sem þær voru í hávegum hafðar. Við komum oft saman hingað til íslands, ekki sízt vegna þess að Holmes hafði svo gaman af að komast í laxveiði hér“, sagði Beatrice þegar Mbl. hitti hana að máli að heimili Einars Árnasonar og Maríu Bergmann, áður en þær Aldís fóru heimleiðis á mánu- dagsmorgun. „Hann fékk fljót- lega mikinn áhuga á íslenzkum bókmenntum, en varð fljótlega var við það, að fátt eitt var fáan- legt í enskri þýðingu. Hann lærði islenzku, þannig að hann skildi hana sæmilega og gat vel lesið Islenzkar bækur, en komst aldrei upp á lag með að tala þetta tungu- mál. Hann las t.d. mikið ís- lendingasögurnar og var ákaflega hrifinn af þeim. Holmes hafði áhyggjur af því hve lftið af ís- lenzkum bókmenntum væri að- gengilegt fólkinu í íslendinga- byggðum vestra, og auðvitað átti þetta sérstaklega við um unga fólkið, sem hefur aldrei lært ís- lenzku. Þess vegna var það, sem hann fór að þýða þjóðsögur, og þegar hann rak í vörðurnar gat ég aðstoðað hann við að þýða íslenzk-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.