Morgunblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 25
MORliCNBLAÐlÐ. FIMMTUDAGUH 5. AGUST 1976 25 VELVAKAIMDI Hringið í síma 10100 kl 10—-11 . frá mánúciegi til fostudags og biðjið um Les- endaþjónustu Morgunblaðs- ms % Hláturinn lengir lífið. „Heiðraði Velvakandi. Einhvern tíma sajíði Davíð skáld frá Fagraskósi. aó fleira væri nú orðið óteljandi á landi voru en eyjar Breiðafjarðar, Vatnsdalshólar og vötnin á Tví- dægru. Þar við mætti bæta óteljandi lögum og lagafrumvörp- um hins háa Alþingis. Og orðrétt bætir hann við: „Hver þingmaður og hver ríkisstjörn telja sér skylt að peðra úr sér svo og svo mörg- um frumvörpum og lagaboðum, sem svna eiga stjórnkænsku og umhyggju löggjafans fyrir iands- lýðnum. En eru ekki mörg þessara laga ráðþrota fálrn. óþörf með öllu, og sum blátt áfram skað- leg?" Þetta sagði nú skáldið. Og skáldin segja oft það, sem almenningur „vildi sagt hafa". Og vist eru sumar lagasetningar Alþingis nteð þeim hætti að maður vorkennir forsetanum að þurfa að setja nafn sitt undir þ;er. A nýliðnu vori lét Alþingi frá sér fara „Lög urn jafnrétti kvenna og karla". (Damerne först. en ef það jafnrétti ?!) Morgunblaðið taldi sér skvlt að lofa lagasmið þessa, en sá þó greinilega „galla á gjöf Njarðar" og spáði því að fljótt tnvndi hún þurfa lagfæring- ar við. Enda verða lög frá Alþingi sjaldnast ellidauð. Lítið er nýtt við þessi lög og óWklegt að þau marki nokkur spor i jafnréttisátt. Arið 197.3 yoru gef- in út „Lög um Jafnlaunaráð". Þau eru nú niður felld með áður- néfndum lögum. Og nýjungarnar eru helztar þær, að það sem áður hét „Jafnlaunaráð", heitir nú „Jafnréttisráð". Paragraffarnir eru helntingi fleiri í nýju lögun- um en þeim eldri, þött innviðirnir svari ekki til þeirrar útþenslu. Þar er Parkinsonslögmálið í fullum gangi. Ein merkileg nýjung er þó þarna, og hefir hún vakið athvgli landsmanna. Það er hin snilldarlega 4. grein. Þar er svo á kveðið, að rnaður sem vill fá konu í starf, má ekki auglýsa eftir konu. Og maður seni vill fá karl- mann í vinnu, má heldur ekki auglýsa eftir karlmannil En hvernig sextíu vitrustu mönnum þjóðarinnar gat dottið i hug. að þetta atriði kærni jafnrétti nokkurn skapaðan hlut við, hlýt- ur okkur, „Þessum sauðsvörtu", að vera og verða hulin ráðgáta. Auk þess liggur við, að þetta laga- ákvæði sé hreint stjórnarskrár- brot, sem líklega fleiri lög frá Alþingi. Og er það alvarlegur hlutur. Það er prentfrelsi á íslandi og skýrt tekið fram, að það megi ekki skeröa. Nú er prentfrelsið einkan- lega í því fölgið að mega láta skoðanir sínar i ljós á prenti. En líti nú einhver svo á, að honum henti betur kona en karlmaður til ákveðins starfa. eða öfugt, má hann þá ekki láta þá skoðun sína koma fram á prenti? Auðvitað gerir ekki nokkur maður neitt með svona lagaboð, og getur ekkí gert það sórna sins vegna. Menn bara hlæja að þessu, á kostnað alþingisinanna. Þó var það ekki upphaflega meiningin, að hið háa Alþingi ætti að vera eins konar skemmtikraftur nteð þjóðinni. Og stundum hefir verið taliö, að þingmönnum vorum væri annað betur gefið en skemmtileg- heitin. Að minnsta kosti telja þeir sig þurfa að hafa með sér „trúða og leikara", er þeir fara til funda- halda um landið. svo að ein- hverjir verði áheyrendurnir. En þetta er ef til vill að breytast. Að sumu leyti er það þakkar- vert. þegar löggjafarsainkoman getur vakið kátínu meðal landsins barna. Og það er næstum því nauðsvnlegt öðru hverju. svo marga hrellinguna sem vér fáunt yfir oss úr þeim stað. Þess vegna þökkum vér fyrir skemmtunina að sinni — og höld- um áfrant að hlæja. Bjartmar Kristjánsson." Velvakandi þakkar þetta bréf og býður hér með upp á frekari umræðu um þessi jafnréttismál. Það er rétt að umrædd 4. grein laganna getur verið nokkuð kát- brosleg og ekki er laust við að gárungarnir hafi farið í kringum hana þegar öskað er eftir skeggvöxnum starfskrafti eða þar fram eftir götunum. Annars sjást þess ekki mikil merki að þessari grein laganna sé framfylgt, eins og talað er um í bréfinu. hefnd. lleldur sem nauðsynlega vernd fyrír Hf samborgarans. Og til fullkomnunar réttlætinu. 0g hann va ánægður þegar hann daginn eftir var kominn svo langt að undir það hyllti að ósk rithöfundarins yrði fullnægt. Þegar hann stóð á kirkjugarðin- um f Kila og fylgdist með þvf þegar kistu Jóns Hallmanns var lyft óendanlega hægt upp úr gröf- inni við stöðugar myndatökur — á þeirri stundu var hann staðráð- inn f að hann skyldi hafa hendur f hári morðingja þeirra beggja, Jóns og Andreasar Hallmann. Sfðan var það mál samfélagsins og skylda samfélagsins að ákveða refsinguna og hefndina ... 9. Kaffi Torkennilegt eirðarleysi hafði gripið Christer. Eftir fyrstu yfir- heyrslurnar á miðvikudagskvöid hafði hann hvað eftir annað farið yfir skýrslurnar aftur, en ein- hvern veginn fannst honum tfm- inn fara fyrir Iftið og fátt varð til að gefa honum hugmyndir um hvernig áfram skyldi staðið að rannsókninni. Þegar hann ók á sunnudeginum frá Stokkhólmi til Vásterðs ákvað hann að koma við hjá Ahlgren HÖGNI HREKKVÍSI ,Hvað get ég'gert — þetta er bankahólfið hans!“ Launakjör á haf- rannsóknaskipum Athugasemd frá Félagi íslenzkra náttúrufræðinga í tilefni athugasemda vegna samanburðar sem FIN (Félag ís- lenzkra náttúrufræðinga) gerði á kjörum fiskifræðinga og sjó- manna á hafrannsóknaskipum viljum við taka fram eftirfarandi: 1) Samanburður þessi var gerð- ur í því skyni að benda á það misræmi í launakjörum sem víða er á ríkisstofnunum milli þeirra. sem þiggja laun eftir samningurr. rikisstarfsmanna, og þeirra sem hafa verkfallsrétt. Mörg slík dæmi eru til, en þetta dæmi þótti vel við eiga þar sem hér eru rnenn á einum báti í bókstaflegum skiln- ingi. Náttúrufræðingar telja sjó- mennina eiga sín laun fyllilega skilin, en telja jafnframt að vinnuframlag og sérþekking fiski- fræðinganna sé ekki minna virði en þeirra er sigla skipunum. 2) í orði kveðnu fá menn greidd laun eftir vinnuframlagi. Auðvelt er þó aó benda á dæmi um frávik frá þeirri reglu. Þannig er vinnu- skylda allra starfsmanna Haf- rannsóknastofnunarinnar á sjó 12 stundir á sólarhring. Iðulega er þó unnið lengur. Sjómenn fá þá vinnu greidda en fiskifræðing- arnir ekki. Því þótti réttast að gera samanburð á heildarlaunum. Heildarlaun sjómannanna voru 42% hærri en heildarlaun fiski- fræðinga árið 1975 eins og áður hefur komið fram. 3) Samanburður á fastalaunum sjómanna á hafrannsóknaskipum sem miðast við 12 stunda vinnu- dag við heildarlaun sérfræðinga er einnig athyglisverður. Heildar- laun 17 fiskifræðinga. sérfræð- inga og deildarstjóra á Hafrann- sóknastofnuninni, voru að meðal- tali kr. 1.652.000 árið 1975. þar af kr. 444.000 vegna yfirvinnu á sjó. Fastalaun nokkurra skipstjóra. stýrimanna og vétstjóra, alls 16 manna, voru að meðaltali kr. 1.919.484 eða 16% hærri en heild- arlaun fiskifræðinga. Töluverður launamunur er innbvrðis milli þessara manna, en hann jafnast að verulegu leyti þegar yfirvinnu- greiðslur bætast við. Nú er verið að ganga frá samn- ingurn við sjómenn. Ef að líkum lætur mun enn draga í sundur. því að náttúrufræðingar fengu í rauninni enga leiðréttingu á kjiir- um sinum við nýgerða samninga og Kjaradóm. að deildarstjórum einunt undanskildum. 4) Það hefur verið bent á að FÍN fór ekki alls kostar rétt með lengd orlofs sjómanna. Það mun þó láta nærri að skipstjórar og yfirvélstjórar hafi 4 mánaöa frí í landi eins og haldið var fram. 5) Náttúrufræðingar búa ekki aðeins við misrétti í launakjörum heldur einnig t.d. í slysatrygging- um. Þannig eru hæstu greiðslur vegna örorku 3 milljónir kr. til fiskifræðings en 6 milljónir til sjómanns. Slys hafa sem betur fer verið fátíð á hafrannsóknaskipum- og vonandi verður svo einnig framvegis, þannig að þetta mis- ræmi komi ekki að sök. Við vonumst fastlega til þess að þessar ábendingar verði ekki til þess að sjómenn á hafrannsókna- skipum verði stimplaðir sem ein- hver sérstök hála.unastétt, því það eru þeir ekki. Einnig vonum við að þær verði ekki til að spilla því góða samstarfi sem ríkir á skipun- um. Tilgangur þessa samanburð- ar var sá að gera almenningi grein fyrir að háskólamenntaðir menn í þjónustu ríkisins eru ekki hálaunamenn miðað við islenzkan vinnumarkað og að þeir hafa að undanförnu dregizt verulega aft- ur úr i kjarabaráttunni. Bátur til sölu. Af sérstökum ástæðum er til sölu 40 tonna nýsmíði, tilbúin til afhendingar fljótlega. Höfum kaupanda að nýlegu 1 05, tonna stálskipi Fasteignamiðstöðin, Austurstræti 7, sími 14120. Fólksbílar til sölu 1 974 Volvo 1 45 DL Station Verð kr 1 950 þús 1974 Volvo 1 44 DL 1 900 þús 1974 Volvo 1 40 DL 1 950 þús 1973 Volvo 1 44 kr 1450 þús 1973 Volvo 1 42 kr 1 420 þús. 1 9 72 Volvo 1 44 De luxe 1250 þús 19 71 Volvo 1 45 DL Station kr 1350 þús 1971 Volvo 1 42 950 þús 1970 Volvo 142 815 þús 1970 Volvo 142 850 þús. 1 968 Volvo 1 44 DL 750 þús 1 974 Toyota Corolla 1 1 80 þús 1 9 74 Chevrolet Nova 1 750 þús 1974 Saab 99 1 750 þús 1972 Mercedes Benz 230. 2.6 nnllj 1971 Daf 55 sjáIfskipt kr 500 þús Vörubílar til sölu 1 974 Volvo NC 6x2 3ja óxla kr 8 miUj 1 972 Volvo F 86 m palli oy sturtum. Verd kr 6 millj. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ALGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.