Morgunblaðið - 25.09.1976, Side 3

Morgunblaðið - 25.09.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976 3 ÓVÍST HVAÐ GERT VERÐUR VIÐ AÐRA ÞOTU ARNARFLUGS ARNARFLUG HF á sem kunnugt er tvær Boeing 720 þotur, og hef- ur önnur þeirra verið f notkun ( sumar en mikil viðgerð þarf að fara fram á hinni til þess að hún fái leyfi til flugferða. Morgun- blaðið sneri sér tii Magnúsar Gunnarssonar framkvæmdastjóra Dræm veiði reknetabáta Arnarflugs og spurði hann hvort einhver ákvörðun hefði verið tek- in um viðgerð á vélinni. Kvað Magnús málið hafa verið skoðað. Ljóst væri að viðgerðin væri mjög dýr og ekki mögulegt að leggja ( hana nema næg verkefni væru tryggð. Þá sagði Magnús að sölu- möguleikar hefðu einnig verið kannaðir en engin ákvörðun hefði verið tekin ( þessum efnum. Að sögn Magnúsar hefur rekst- ur Arnarflugs hf gengið vonum framar I sumar. Engin stóróhöpp hafa hent, nema hvað hreyfill eyðilagðist, þegar þotan var í Dublin. Magnús sagði að þessi eina þota, sem félagið er með í förum, hefði fengið þó nokkuð af verkefnum, meira en búast hefði mátt við, þar sem svo seint var byrjað að afla félaginu verkefna. Það hefur séð um flutning allra farþega ferðaskrifstofunnar Sunnu, flogið fyrir Samvinnu- ferðir og einnig annazt flug fyrir Flugleiðir og Air Lingus. Þá hefur þotan farið í fastar ferðir til Þýzkalands og ýmis tilfallandi verkefni. Magnús sagði að nú væri félagið að kanna verkefni fyrir veturinn og kæmi þar ýmislegt til greina. Vildi hann vekja á því athygli, að hópar og félagasamtök gætu leigt vélina t.d. til Norðurlanda og væri hægt að bjóða hagkvæm kjör, því vélin biði ytra á meðan hóparnir dvelja þar. 12 fastráðnir starfsmenn eru nú hjá Arnarflugi. Tveir menn afla fyrir 7millj. kr. Bæ, Höfðaströnd, 24. september — EITTHVAÐ af fiski virðist hafa komið inn á Skagafjörð, þvf að margir bátar eru þar á veiðum. Flestailir eru það bát- ar frá Eyjaf jarðarhöfnum. Hrefnuveiðibátur frá Eyjafirði hefur veitt vel. Eru þar á tveir menn, sem segjast vera búnir að veiða fyrir 7 milljónir króna. Nýlega lá við stórslysi, þegar þessir menn höfðu innbyrt hrefnu en voru rétt við höfnina í Hofsósi. Hrefnan rann út f annað borð bátsins og hallaðist hann það mikið að möstrin lágu í sjó. Munaði mjög litlu að bát- urinn sykki. Ahöfnin, tveir menn, kastaði sér f sjóinn og ætlaði að synda í land, en bátar f Hofsóshöfn sáu hvað gerzt hafði og fóru strax til hjálpar. Björguðu þeir mönnunum á sundi, gátu rétt bátinn svo að hægt var að draga hann í höfn hálffullan af sjó. Er talið að þar hafi munað jafnvel mínútum að ilia færi. — Björn. StLDVEIÐI reknetabáta frá Höfn f Hornafirði hefur verið með dræmasta móti sfðustu daga. 1 fyrradag var afli 12 báta aðeins 80 tunnur og litu betri f gær. Jens Mikaelsson verkstjóri í frystihúsinu á Höfn í Hornafirði sagði í samtali við Morgunblaðið f gær, að aðeins fjórir bátar hefðu komið með sfldarafla þá um dag- inn. Hvanney SF var með 150 tunnur, Haukafell 80 tunnur, Fjölnir 70 tunnur og Hringur 40 tunnur. Aðrir bátar voru með sama og ekki neitt. Tæpar 77 krónur fyrir síldarkílóið AÐEINS eitt sfldveiðiskip seldi f Danmörku f gærmorgun og var það Skarðsvfk frá Rifi. Skipið seldi 42.9 lestir fyrir 3.2 milljónir króna og var meðalverð pr. kfló kr. 76.49, sem er með þvf aihæsta sem fengizt hefur á þessu ári. Þriðja útgáfa Lögfræðinga- tals komin út ÞRIÐJA útgáfa Lögfræðingatals eftir Agnar Kl. Jónsson er komin út hjá Isafold. Nær Lögfræðinga- tal yfir alla fslenzka lögfræðinga frá árinu 1900 til ársloka 1975. Sfðasta Lögfræðingatal var gef- ið út árið 1963, en frá þeim tfma hafa 260 lögfræðingar bætzt í hópinn, auk þess sem talsverðar breytingar hafa orðið á æviatrið- um einstakra lögfræðinga. Agnar Kl. Jónsson sendiherra Islands í ósló og sfðar í Kaup- mannahöfn hefur unnið að samn- ingu Lögfræðingatalsins frá árinu 1974. Honum til aðstoðar hefur verið Hjalti Zóphaníasson, full- trúi f dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.