Morgunblaðið - 25.09.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976
5
AFHENT TRUNAÐARBRÉF — Hinn 10. september s.l. afhenti
Haraldur Kröyer sendiherra, framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu
Sameinuðu þjóðanna, hr. Winspeare Guicciardi, trúnaðarbréf sitt sem
fastafulltrúi tslands hjá skrifstofu Sameinuðu Þjóðanna f Genf.
(Fréttatilk. frá utanrfkisráðun.)
Yfirlýsing frá Skáksambandi íslands:
r
Ulfaldi gerð-
ur úr mýflugu
VEGNA fréttar f Þjóðviljanum
f dag (24. sept.) um þátttöku
Islendinga f Ölympfumótinu f
skák f Israel, sér stjórn Skák-
sambands Islands sig tilneydda
til að leiðrétta missagnir eða
misskilning f umræddri frétt.
Þar segir ma. að komið hafi
fram á blaðamannafundi Sl sl.
fimmtudag, „að sá möguleiki
væri talinn fyrir hendi að
bandarískir áhrifamenn myndu
sjá til þess að íslenskur fiskur
yrði ekki keyptur i sama mæli
til Bandarfkjanna og nú er
gert“.
Hér gætir mesta mis-
skilnings. Þegar stjórn Sl
breytti þeirri ákvörðun sinni að
senda ekki lið til Israels, var
það fyrst og fremst vegna
eindreginna tilmæla móts-
stjórnarinnar í Israel og vegna
þess að horfur voru á að leysa
mætti þann vanda, að kosta
ferðina án þess að fjárhagur
sambandsins gengi allur úr
skorðum. Einnig hafði komið
fram vilji íslenzkra stjórnvalda
fyrir þvl, að sveit yrði send á
mótið, ásamt bærilegum fjár-
stuðningi. Engir bandarískir
áhrifamenn komu þar á
nokkurn hátt við sögu og hafa
engin afskipti haft af þessu
máli, hvað þá „hótað viðskipta-
þvingunum," eins og það er orð-
að í fyrirsögn umræddrar frétt-
ar.
Á blaðamannafundinum kom
það hins vegar fram, að i um-
ræðum um þetta mál hefði bor-
ið á góma, að bandarískir kaup-
sýslumenn, sem keyptu íslenzk-
ar afurðir og margir hverjir
væru Gyðingar, kynnu að taka
það illa upp, ef Islendingar
sendu ekki lið til Israels. Jafn-
framt var á fundinum bent á
það, að þar sem islenzkir rit-
stjórar og borgarfulltrúar teldu
fyrri ákvörðun stjórnar Sl póli-
tiska og sýna samstöðu gegn
fjandmönnum Israels, mætti
með sömu rökum ætla að
bandariskir kaupendur afurða
okkar af kynstofni Davfðs gætu
litið sömu augum á málið.
Þá er rétt að taka fram, að
ekkert loforð um fjárstuðning
frá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna og Sjávarafurðadeild SlS
hafði borizt þegar ákveðið var
að senda liðið til Israels. Sá
stuðningur fékkst þegar sam-
bandið leitaði eftir stuðningi til
fararinnar frá fjölmörgum
fyrirtækjum og einstaklingum,
og eru svör við þeirri málaleit-
an enn að berast.
Stjórn Skáksambands Islands
lýsti þvi á blaðamannafundin-
um, að hún harmaði þau póli-
tisku átök, sem komið hafa upp
innan FIDE, alþjóðaskáksam-
bandsins, og itrekar þá afstöðu
sina. Starfsemi Skáksambands
Islands er algjörlega ópólitísk,
á erlendum sem innlendum
vettvangi, og það er einlæg von
stjórnarinnar, að fjölmiðlar hér
á landi virði þá afstöðu og forð-
ist að draga skáklistina og skák-
lífið i landinu inn i pólitiskar
deilur.
Með þökk fyrir birtinguna.
Hausthátíð á Akranesi
Akranesi 24. 9.
HANDKNATTLEIKSRÁÐ
Akraness efnir til hátíðar i
Iþróttahöllinni við Vesturgötu
sunnudaginn 26. sept. n.k. með
fjölbreyttri skemmtiskrá. Inga og
Silla syngja og dansa m.a. bump,
Maríanne Hallgrimsson syngur og
leikur á gítar lög frá ýmsum lönd-
um, sjónhverfingamenn sýna list-
ir sínar, hljómsveit Kalla Bjarna
með splunkunýja dagskrá fyrir
fólk á öllum aldri. Loks verður
sérstakt tækifæri til að taka þátt i
bingói sem hefur að bjóða ferð til
Spánar að verðmæti 60 þús. kr.
Siðan lþróttahöllin tók til
starfa hefur nýting þess verið
mjög góð og hafa allir verið mjög
ánægðir með aðstöðuna, jafnt
iþrótta- hljómlista- og ráðstefnu-
fólk. Ekki sizt áhorfendur og
hlustendur.
— Júlfus.
Ljósbroti að ljúka í Hamragörðum
Ljósmyndasýningu Ljósbrots,
sem haldin er i Hamragörðum, á
horni Hofsvallagötu og Hávalla-
götu, lýkur um helgina.
Fjórir
áhugaljósmyndarar sýna, en þeir
heita Þorvaldur Jóhannesson,
Þorsteinn Asgeirsson, Gunnar
Elísson og Guðjón Steinsson.
Alls er 31 mynd á sýningunni,
ýmist svart-hvit eða i lit. Aðsókn
hefur verið ágæt, og'sýningin hef-
ur fengið góða dóma. Henni lýkur
á sunnudagskvöld.
Frá þingi norrænna barna- og unglingabókahöfunda:
Samískir og grænlenzkir rit-
höfundar standa verst að vígi
— segir Ármann Kr. Einarsson í viðtali við Aftenposten
FYRIR skemmstu var haldið í
Geilo i Noregi. þing norrœnna
barna og unglingabókahöfunda.
Þing þetta sóttu 14 íslendingar og
var Ármann Kr. Einarsson i þeirra
hópi. Norska blaðið Aftenposten
birti viðtal við Ármann þar sem
fjallað var um þýðingar bóka hans
erlendis og þá erfiðleika sem lítið
málsamfélag á við að stríða. Við-
talið fer hér á eftir, lauslega þýtt:
„Ármann Kr Einarsson, sem
þekktur er fyrir margar barna- og
unglingabækur, sem Asbjörn
Hildremyr hefur þýtt á norsku, segir
m.a:
— Norrænu málsvæðin er smá
en þó eru sum minni en önnur og
þar gætir þvi mest tungumálalegrar
einangrunar. Bækur eftir norskan,
sænskan eða danskan rithöfund get-
ur fólk i Skandinaviu lesið án mikilla
erfiðleika en það sama verður ekki
sagt um bækur eftir islenzkan eða
færeyskan rithöfund sem auk þess
hefur mjög þröngan heimamarkað
Þó eru samískir og grænlenzkir rit-
höfundar allra verst staddir
Ármann segir frá þvi að á þinginu
i Geilo hafi samiskir og grænlenzkir
þingfulltrúar farið fram á að norr-
ænu þjóðirnar styddu við bakið á
þeim í menningarlegum efnum og
auðvelduðu bókaútgáfu á þessum
þjóðtungum.
Hlaupi
— ÞESSU hlaupi er nú
alveg að ljúka og í morgun,
var rennslið í Skeiðará að-
eins um 890 rúmmetrar á
sekúndu, sagði Sigurjón
Rist vatnamælingamaður
Ármann Kr. Einarsson
A þinginu var meðal annars sam-
þykkt, að rikisvaldið styrkti betur
fjárhagslega bókaútgáfu litilla þjóða
og þjóðarbrota á Norðurlöndum og
þá einkum útgáfu barnabóka sem
skrifaðar væru á móðurmáli barn-
anna; að rithöfundar meðal þessara
minnihlutahópa fengju fleiri tæki-
færi á styrkveitingum frá rikinu; að
sem fyrst yrði komið á fót stofnun
sem ynni í þágu samiskra bók-
mennta; að stofnuð yrði samisk
bókaútgáfa og, að lokum, að græn-
lenzku menningarlifi yrðu sköpuð
betri skilyrði.
Af hálfu íslendinga fjallaði Ingólf-
ljúka í
þegar Morgunblaðið hafði
samband við hann við
Skeiðarárbrú í gær.
Er spurt var um hvort skemmd-
ir á mannvirkjum hefðu orðið ein-
hverjar sagði Sigurjón, að þær
ur Jónsson um þá erfiðleika sem
menningarleg einangrun veldur og
Ármann Kr Einarsson ræddi um
stöðu barnabókmennta i dag
— Ég er viss um að bókin mun
halda sinum sessi í framtíðinni þrátt
fyrir harða samkeppni, segir Ár-
mann Bókmenntirnar láta ekki
marka sér bás, þær eru alþjóðlegar
og þekkja engin landamæri Þess
vegna binda litlu málsvæðin á
Norðurlöndum miklar vonir við
norrænu þýðingamiðstöðina
— í bókum þinum sækir þú oft
fyrirmyndir til raunveruleikans. Til
dæmis skrifaðir þú nýlega bók þar
sem eldgosið í Vestmannaeyjum
kemur við sögu?
— Já, þessi bók, „Niður um
strompinn", var fyrir nokkrum dög-
um gefin út i Danmörku á forlagi
Birgitte Hövrings, sem helgar sig
einkum islenzkum bókmenntum
eins og Fonna-forlagið i Noregi.
— Og á norsku?
— í Noregi er nú að koma út
„Bestefargutten" eða „Afastrákur"
eins og hún heitir á íslenzku. Hún er
einnig sannsöguleg, það er að
segja, hún fjallar um dótturson minn
og þroska hans fyrstu æviárin
— Og hvernig kanntu við ,,Afa-
strák" i norskum búningi?
— í þýðingu Asbjörns Hildre-
myrs er hann einmitt sá afastrákur
sem ég þekki bezt."
Skeiðará
væru mjög óverulegar og nánast
engar. Ain héldi sig enn á sama
staó og rynni í ál ekki langt frá
eystri enda brúarinnar. Þar væri
dýpið jafn mikið og áður eða um 5
metrar frá sökkulbrún.
— Já, á morgun ætti þetta að
vera alveg búið, sagði Sigurjón.
Innritun daglega frá
kl. 10-12 og
REYKJAVÍK
Brautarholt 4 simar 20345 og
24959
Drafnarfell 4 (Breiðholti) simi
74444
KÓPAVOGUR
Félagsheimilið simi 38126
Arbær,
1-7.
HAFNARFJÖRÐUR
Góðtemplarahúsið simi 38126
SELTJARNARNES
Félagsheimilið,
s. 38126.
KEFLAVÍK
Innritun auglýst siðar
Unglingar.
Allir nýjustu táninga-
dansarnir — svo sem
Bus stop, Disco stretch,
Footstomper, Cleveland
continental, Rubi red-
dress, Crazy fever, Taca-
tu, Sing sing, Boogie og
margir fleiri. Einnig Rock
og Tjútt.
sími 381 26.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS