Morgunblaðið - 25.09.1976, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.09.1976, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976 18. fjáröfl- unardagur- inn hjá Sjálfsbjörg Á MORGUN, sunnudag, er átjándi fjáröflunar- og kynning- ardagur Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra. Verða þá seld merki samtakanna og ársrit, sem flytur ýmsan fróðleik um málefni fatlaðra. Að þessu sinni er m.a. grein frá þingi Bandalags fatl- aðra á Norðurlöndum, sem haldið var hér á landi f sumar. Miklar framkvæmdir standa nú yfir á vegum samtakanna, en eins og kunnugt er var fyrsti áfangi vinnu- og dvalarheimilis Sjálfs- bjargar að Hátúni 12, tekinn f notkun fyrir rúmum 3 árum. Hús- næði fyrir verndaða vinnustofu stendur nú tilbúið og innréttingu rúmgóðrar endurhæfingastöðvar er nýlokið. Þó er enn stór áfangi eftir, en það er innrétting fjög- urra hæða, þar sem eru 36 íbúðir fyrir fatlaða og einnig bygging sundlaugarálmu, en fjárskortur tefur því miður frekari fram- kvæmdir. Sjálfsbjargarfélögin eru nú 13 og félagið á Akureyri stendur éi'nnig f byggingarframkvæmdum um þessar mundir. Þar er verið að reisa nýja endurhæfingarstöð, en hún er aðeins fyrsti áfangi í stærri framkvæmdum því sfðar er ráðgert að reisa bæði vinnustofu og félagsheimili — Kappræða Framhald af bls. ía Meðai annarra mála, sem bar á góma, voru mál liðhlaupanna í Víetnam, orkumál, leyniþjónusta og endurskipulagning opinbers reksturs. Carter sagði, að hann hygðist kúvenda því kerfi, en vildi samt ekki fullyrða að opin- berum starfsmönnum hefði fækk- að tiltakanlega f lok næsta kjör- tímabils. — Gæsirnar Framhald af bls. 32 um þetta svo undarlegt að hann fór að aðgæta nánar hvers konar gæsir væru þarna á ferð. Kom þá í Ijós, að þarna voru komnar tilraunagæsirnar góðu. — Fjárskaðinn Framhald af bls. 17. hvernig reynt yrði að bæta tjón af völdum fjárskaðans. Senni- lega verður þetta gert á félags- legum grundvelli og eftir er að sjá hvort einhverjir opinberir aðilar geti gripið þarna inn í með aðstoð. „NVIR staurar I GIRÐINGUNNI KURRUÐUST EINS OG ELDSPÝTUR“ Þegar Morgunblaðsmenn voru á ferð fyrir norðan f gær lágu ekki fyrir endanlegar tölur um fjölda þess fjár sem drukknaði eða tróðst undir við Stafnsrétt en f gær var farið með Svartá og leitað að hræjum, sem kynnu að hafa borizt niður eftir ánni. -Um miðjan dag f gær höfðu hræ af tveimur lömbum fundizt en strax á fimmtudag fundust 426 kindur dauðar og voru þær dysjaðar þá um kvöldið, skammt neðan við Stafnsrétt. Ekki var heldur í gær vitað hvernig féð, sem drapst, skiptist milli bæja en þó var ljóst að bændur á einum 10 til 12 bæjum hafa misst þarna fé svo tugum skiptir. Einn þeirra bænda er Kristján Sigurpáls- son á Birkimel við Varmahlíð f Skagafirði. Við náðum tali af Kristjáni þar sem hann var ásamt fleira fólki að reka fé sitt heim úr réttunum. — Tjónið er ægilegt, því það er ekki bara vegna fjárins, sem fórst heldur hitt að mikið af hinu fénu, er slapp, er marið eftir troðninginn og kjötið af því fer I lága verðflokka. Menn bregða ekki búi vegna þessa en við verðum að vona að Bjarg- ráðasjóður geti komið okkur til hjálpar. — Aðkoman var verst hjá þvf fólki, sem kom að réttinni og sá féð fljóta niður eftir ánni. Það vissi ekki hvað var að gerast og varð þvf eðlilega skelkað. Ég fór eiginlega ekki að hugsa um hvað hafði gerzt fyrr en um kvöldið. Hugurinn var fyrst bundinn við að bjarga fénu og sfðan tóku menn til við að skrá niður mörk á fénu, sem drapst. — Réttin verður trúlega lög- uð og það hefur lengi verið talað um að reisa nýja. Hún hefur verið löguð á hverju ári en nýir staurar f girðingunni umhverfis nátthagann kubbuðust eins og eldspýtur. Það getur fátt stöðvað fé ef það einu sinni fer af stað. —t-g. Fyrirhuguð lok- un Samsölubúða Greinargerð frá Mjólkursamsölunni Bl&8inu barst i gær svohljóðandi greinargorð frá Guðlaugi Björg- vinssyni, framkvæmdastjóra Mjólkursamsölunnar: Vegrta þeirra mótmæla sem fram hafa komið gegn fyrirhugaðri lokun mjólkurbúða Samsölunnar svo og vegna blaðaskrifa að undanförnu um þetta mál. telur Mjólkursamsal- an nauðsynlegt að skýra málið á opinberum vettvangi. Föstudaginn 10. þ.m. átti stjórn Mjólkursamsölunnar fund með for- ráðamönnum Samtaka gegn lokun mjólkurbúða, þar sem báðir aðilar skýrðu viðhorf sin og sjónarmið. í framhaldi af fundínum sendi Mjólkursamsalan eftirfarandi bréf til Samtakanna: Til Samtaka gegn lokun mjólkur- búða. Hraunteig 9, Reykjavík. Stjórn Mjólkursamsölunnar hefir móttekið heiðrað bréf yðar dags. 7. september 1976 ásamt meðfylgj- andi undirskriftalistum þar sem mót- mælt er fyrirhugaðri lokun mjólkur- búða Samsölunnar. I framhaldi af þessu bréfi hefir stjórnin í dag átt viðræðufund með f ulltrúum yðar þar sem málin hafa verið rædd og skýrð Stjórn Samsölunnar getur ekki fallist á þær röksemdir yðar að breyting á mjólkursölukerfinu þurfi að leiða til verri þjónustu við neyt- endur og lakara vörueftirlits Kjarni málsins er þó sá að með lögum, sem samþykkt voru á Alþingi 17 mai s.l., var einkaréttur Mjólkursamsöl- unnar til sölu á mjólk og mjólkurvör- um i smásölu felldur niður og smá- salan gefin frjáls Þegar þessi lög voru til meðferðar á Alþingi lá það alveg Ijóst fyrir að Mjólkursamsalan myndi hætta allri sölu á mjólk og mjólkurvörum i sinum eigin búðum, ef lögin yrðu samþykkt, enda var þá svo komið að meirihluti útsölustaða mjólkur á Samsölusvæðinu var i höndum kaupmanna og samvinnu- verslana Að visu banna lögin ekki Mjólkursamsölunni að reka einstaka búðir áfram en fjárhagslega yrði það ókleift til frambúðar að hafa tvöfalt sölukerfi Að vel athuguðu máli telur stjórn Mjólkursamsölunnar sér alls ekki fært að víkja frá þeirri grundvallar- forsendu laganna frá 1 7. maí s.l að hætta rekstri búðannna og fela smá- söluna öðrum aðilum, enda er undirbúningi að kerfisbreytingunni svo langt komið að eigi verður aftur snúið Á hinn bóginn mun stjórnin beita áhrifum sínum eftir þvi sem frekast er unnt í þvi efni að tryggja starfsfólki mjólkurbúðanna vinnu við hliðstæð störf þegar reksturinn verður lagður niður. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Mjólkursamsölunnar Ágúst Þorvaldsson, formaður. Til áréttingar og frekari skýringa á efni bréfsins og málinu ! heild er rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Frumvarp að áðurgreindum lögum var samið af nefnd sex manna þar sem Neytendasamtökin áttu fulltrúa. Voru allir nefndarmenn sammála um efni frumvarpsins 2. Við meðferð málsins á Alþingi kom það alveg skýrt fram af hálfu Mjólkursamsölunnar, að samþykkt frumvarpsins hefði I för með sér, að rekstri allra mjólkurbúða Samsöl- unnar yrði hætt í þvl efni má visa til bráðabirgðaákvæðis laganna þar sem sagt er að breytingarnar skuli koma til framkvæmda eigi síðar en 1 febrúar 1 977, en tímann þangað til skuli aðilar (þ e. kaupmenn og Mjólkursamsalan) nota til að koma sér saman um ýmis framkvæmdaatr- iði. svo sem yfirfærslu eigna, ráðn- ingu starfsfólks o.fl. 3. Um síðustu áramót var svo komið að meirihluti útsölustaða mjólkur í Reykjavík var i höndum almennra matvöruverslana Þrátt fyrir þetta var ekki um tvöfalt sölu- kerfi að ræða þar sem Mjólkursam- salan i krafti einkasöluréttar sins hafði að jafnaði einungis veitt þeim matvöruverslunum leyfi til mjólkur- sölu sem þannig voru staðsettar að þær veíttu Samsölubúðunum ekki beina samkeppni 4 Eftir lagabreytinguna getur hins vegar hvaða matvöruverslun sem er, ef hún fullnægir skílyrðum heilbrigðisyfirvalda. fengið mjólkur- söluleyfi Þegar svo er komiö verður ekki fjárhagsgrundvöllur fyrir rekstri Samsölubúðanna, enda ætti rekstur þeirra þá að vera óþarfur og eðlileg mjólkurdreifing tryggð á annan hátt. 5. Við athugun hefir komið i Ijós að matvöruverslanir eru tilbúnar til að taka við mjólkursölu á öllum stöðum, þar sem Samsölubúðir eru nú, ýmist í sama húsi eða næsta nágrenni. Breytingin hefir þvi ekki í för með sér að neitt hverfi verði útundan Athugun hefir ennfremur leitt i Ijós að við breytinguna mun útsölustöðum mjólkur væntanlega fjölga Fullyrðingar S:mtaka gegn lokun mjólkurbúða. um hið gagn- stæða eru úr lausu lofti gripnar. 6. Samtökin gegn lokun mjólkur- búða halda þvi fram að breytingin muni hafa i för me«. sér lakara vörueftirlit og minna h. inlæti. Á þetta getur Mjólkursams, , n alls ekki fallist, þar sem sami aðilinn. þ.e. Borgarlæknísembættið i Reykja- vik, hefur allt eftirlit á hendi hvort sem Samsalan eða aðrir aðilar ann- ast mjólkursöluna. Að fenginni reynslu mun Borgarlæknisembættið gera strangar kröfur í þessum efn- um. 7 Við nýlega könnun hefir komið i Ijós að tiltölulega fáar af starfsstúlk- um Mjólkursamsölunnar munu eiga við atvinnuvandamál að striða vegna lokunar búðanna. Litur út fyrir að þessi vandi leysist á viðun- andi hátt Öllum starfsstúlkum mjólkurbúðanna, sem ekki eiga kost á vinnu annars staðar mun tryggð atvinna hjá Mjólkursamsölunni til 1. febrúar n.k Engin starfsstúlka hefir kvartað við Mjólkursamsöluna um brot á rétti til vinnu eða uppsagnar, enda eru mál þessi leyst með góðu samkomulagi milli Mjólkursamsöl- unnar og A.S.B félags afgreiðslu- stúlkna i brauða- og mjólkurbúðum Þá hefir Mjólkursamsalan fyrir sitt leyti samþykkt að auka lifeyrisrétt þeirra stafsstúlkna. sem náð hafa 65 ára eða 67 ára aldri og erfitt eiga með að aðlagast nýjum störfum þeg- ar breytingin gengur i gildi. Mjólkursamsalan er þeirrar skoð- unar að fólkið, sem undirritaði mót- mælaskjölin, hafi gert það án þess að kynna sér málið frá báðum hlið- um En hvaða skoðun sem menn annars hafa á þessu máli, þá er hitt Ijóst að mótmælin áttu að koma fram þegar máfið var til meðferðar á Alþingi á sínum tima en eigi löngu síðar þegar einungis er að þvi unnið að hrinda vilja löggjafans i fram- kvæmd. Reykjavík 24 september 1976 f.h Mjólkursamsölunnar, Guðiaugur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Leiðrétting við minningargreín um Hrólf Benediktsson Vinsamlega leiðréttið villu í eftirmælum mínum um Hrólf Benediktsson prentsmiðjustjóra í Mbl. í dag, 24. sept. 1976: Tengdaforeldrar Ámunda Sig- urðssonar iðnrekanda, en Jón sonur hans er tengdasonur Hrólfs, voru Ágúst Guðmundsson, sjómaður og fiskimatsmaður frá ísafirði d. 16. marz 1965 og kona hans, Ingigerður Sigurðardóttir d. 24. nóvember 1918 í Spönsku veikinni — en ekki Ágúst heitinn Guðmundsson, d. 27. desember 1952 yfirvélstjori við Rafmagns- veitu Reykjavilcur og við Sogs- virkjun. Sveinn Benediktsson — 5% hækkun Framhald af bls. 32 þeir gerðu og gilti frá 1. marz sl. Viðaukasamningur Flugfreyju- félagsins tók gildi 21. sept. s.l. Þær rýmkanir sem samið hefur verið um við alla flugliða, liðka til fyrir Flugleiðir í rekstri leigu- flugs. „Þessar rýmkanir á flug- og vaktatíma í leiguflugi" sagði Jón Júlíusson framkvæmdastjóri stjórnunardeildar Flugleiða, „munu bæta samkeppnisaðstöðu félagsins varðandi það að bjóða í leiguflug og félagið þarf ekki eftir þessa samninga að semja á sama hátt og áður við flugiiða um slíkt flug. Þessir samningar koma flugfélögunum að góðu haldi nú og má þar nefna leiguflug Flug- félags tslands og pílagrímaflug Loftleiða sem áformað er í haust. Þessir samningar koma fyrst í gagnið f sambandi við pílagrima- flugið þar sem Loftleiðir munu flytja 10 þús. pilagrima milli Nígeríu og Jedda. Verður þetta tvisvar sinnum 25 daga úthald með tveimur flugvélum og alls 72 starfsmönnum, en þeir munu flestir hafa aðsetur í Kanó i Nigeríu á meðan unnið er að þessu verkefni." — Brezka stjórnin Framhald af bls. 1 áliti tillögurnar ósanngjarnar gagnvart þeim byggðarlögum innan EBE, sem byggðu af- komu sina að miklu leyti á sjávarútvegi. Thomson bætti þvi við að hann hefði í fyrsta sinn, frá þvi að hann tók sæti f stjórnarnefndinni, fundið sig tilknúinn að segja samnefndar- mönnum sinum að hann væri svo algerlega ósammála meiri- hlutanum að hann gæti ekki varið tillögur hans opinberlega. Hann sagði að tillagan um 12 mflna einkalögsögu væri ekki endanleg, það ætti eftir að ræða hana á ráðherrafundi og ekkert vafamál væri að nefndarmenn ættu eftir að fá hana í hausinn aftur. Brezku blöðin skrifuðu mikið um tillögur stjórnarnefndar EBE um fiskveiðistefnu banda- lagsins á föstudag. Tvö þeirra, The Guardian og The Morning Star, fjölluðu um þær I leiður- um. Guardian sagði meðal annars: „Sem betur fer gerir stjórnar- nefndin aðeins tillögur um reglur en ákveður þær ekki.“ Sagði blaðið að augljóst væri að þegar ráðherrarnir kæmu sam- an til að ræða þær yrðu þeir að gera á þeim breytingar ef að Bretar ættu ekki að þurfa að þvinga þá með beitingu neitunarvalds í öðrum mikil- vægum málum. Morning Star, sem er blað kommúnista, sagði meðal ann- ars: „Enn einu sinni nú í sam- bandi við fiskveiðar, hefur Efnahagsbandalagið sýnt að það er ógnun við hagsmuni brezku þjóðarinnar." Síðan sagði: „Þegar um var að ræða að smáríki eins og tsland gerði kröfu til yfirráða yfir fiskauð- æfum sínum, rak stjórnin upp öskur og óhljóð yfir framtfð sjávarútvegsins, og gekk meira að segja svo langt að senda sjó- herinn á vettvang. The Star ætlar ekki að leggja til að farið verði út f annað heimskulegt herskipaævintýri, bara að rfkis- stjórnin segi skriffinnunum f Brússel hvernig þeir eigi að haga sér.“ Þá sagði blaðið að stjórnar- nefndin vildi halda brezkum miðum opnum fyrir nýtingu út- gerðarhringa EBE á þeim og að gera yrði henni ljóst að slfkt kæmi ekki til greina. Þessi mið eru til að viðhalda brezkum sjávarútvegi, atvinnu innan hans og nægum fiski handa brezkum neytendum. Talsmenn sjávarútvegsins í Bretlandi héldu áfram gagn- rýni sinni og sagði talsmaður samtaka fiskiskipaeigenda að brezkir sjómenn væru mjög reiðir og ætluðust til þess að ríkisstjórnin gætti og berðist fyrir hagsmunum þeirra á ráð- herrafundi EBE. Aubrey Moore, formaður fé- lags fiskiskipaeigenda i Lowestoft, sagði að brezkur sjávarútvegur hefði verið svik- inn. „Við áttum að fá 50 rnflur," sagði hann. — Kröfuganga Framhald af bls. 2 aðarmannaráð peirri ákvörðun Mjólkursamsölunnar að svipta 167 stúlkur atvinnu sinni og þeim félagslegu réttindum sem þær hafa áunnið sér. Stjórn og trúnaðarmannaráð lýsa yfir stuðningi sinum við þær aðgerðir sem boðað hefur verið til á morgun, laugardag, i þvi skyni að mótmæla lokun mjólkurbúða, og hvetur Sóknarstúlkur til að taka þátt i þeim og sýna þar með samstöðu sina með ASB. — Hearst Framhald af bls. 1 afplánað þrjú ár af dómnum, það er að segja eftir tvö ár. Patriciu Hearst var rænt af Symbíónesiska frelsishernum í febrúar 1974 og gerðist hún félagi í hernum skömmu síðar. Orrick dómari spurði Hearst, sem var í síðum grænum kjól, hvort hún vildi segja eitthvað eftir að dómurinn var kveðinn upp. Svaraði hún því neitandi. Foreldrar hennar, Randolph og Catherine Hearst, virtust óhrærð af d'ómnum. Þau sátu rétt fyrir aftan dóttur sína, sem brosti stuttlega til þeirra þegar hún kom inn í réttar- salinn. —’ Lögreglumenn Framhald af bls. 2 Fundunnn minnir alla lög- reglumenn á að opinberum starfs- mönnum (BSRB) hefur nú loks verið treyst fyrir auknum samningsrétti og hvetur þá til átaka um að þessi sjálfsögðu mannréttindi náist að fullu. Að lokum varar fundurinn stjórnvöld við afleiðingum þess að halda kaupi og kjörum lög- reglumanna i þvf lágmarki sem nú er orðið. Jafnframt er skorað á ábyrga forustumenn þjóðarinnar að lagfæra það misrétti sem að framan er minnst á, því eitt af skilyrðum þess að lögum verði haldið uppi i landinu er að hlutur lögreglumanna sé ekki fyrir borð borinn. — Danir verða Framhald af bls. 1 lögunum, sem hún birti í gær og fjallað verður um á ráðherra- fundinum. Enginn vafi virðist þó leika á þvf að dregið verði veru- lega úr veiðum til bræðslu. Af heildarafla Dana, sem er um 1.7 milljón tonn, fara aðeins um.350 þúsund tonn til manneldis. Danir munu að öllum Ifkindum krefjast skaðabóta ef þeir verða neyddir til að draga úr veiðum sínum, enda eru margar danskar byggðir háðar fiskmjölsframleiðslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.