Morgunblaðið - 25.09.1976, Síða 19

Morgunblaðið - 25.09.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976 19 V öruskiptajöf nuðurinn óhagstæour um 3.277.3 milljónir króna í ágúst Er óhagstæður um 6.082,8 millj. frá áramótum VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN við útlönd var óhagstseður um 3.277,3 millj. króna í ágústmán- «ði og er hann þá óhagstæður um 3.082,8 millj. króna frá áramót- u<n, en á sama tlma I fyrra var hann óhagstæður um 16,493,8 ■hillj. kr. Margeir teflir á HM unglinga HEIMSMEISTARAMÓT ungl- lr>ga undir tvítugu, sem jafnframt er Evrópumeistaramót að þessu s* *nni, fer fram í Gröningen í Hol- Undi dagana 21. des. til 5. jan. n.k. Þátttakandi Islands verður Wargeir Pétursson. I fréttatilkynningu frá Hag- stofu tsiands segir, að I ágústmán- uði hafi verið fluttar út vörur fyrir 4.994,3 millj. kr., en inn fyr- ir 8.271,6 millj. kr. I mánuðinum var flutt út ál fyrir 683,7 millj. kr. og er þá búið að flytja út ál fyrir 7.247,9 millj. kr. Mest var flutt inn i mánuðinum tii Islenzka álfélagsins eða fyrir 2.512,8 millj. kr., tii Landsvirkj- unar voru fluttar inn vörur fyrir 180,7 millj. kr. og til Kröflunefnd- ar fyrir 70,6 millj. kr. 1 fréttatilkynningunni segir, að við samanburð við utanríkisverzl- unartölur 1975 verði að hafa í huga, að meðalgengi gjaldeyris í ágúst 1976 sé talið vera 12,8% hærra en það var i sama mánuði 1975 og í janúar — ágúst 1976 13,7% hærra. Niðurlagða loðnan og spærl- ingurinn líkaði vel í Nígeríu EYRR á þessu ári sendi Sölu- stofnun lagmetis tilraunasend- 'Bgu af niðurlagðri loðnu og sPærlingi til Nfgerfu, en talið er *ð markaður fyrir umræddar vör- Ur geti skapazt þar á næstu árum. I samtali við Morgunblaðið i 8ær, sagði Eysteinn Helgason, ftamkvæmdastjóri Sölustofnunar ^sgmetis, að bréf hefði borizt fyrir nokkrum dögum frá Nígerfu og har sagt að tilraunasendingin hefði likað vel. Sagði Eysteinn, að menn gerðu sér vonir um að hægt yrði að selja umræddar vörur til Nigeríu í nokkrum mæli i framtíðinni. Spærlingurinn og loðnan hefðu verið sett óflokkuð í dósirnar, og væri þetta þvi auðunnin vara. Þá sagði Eysteinn, að í næsta mánuði hæfust viðræður við Rússa um kaup f islenzku lag- meti. Viðskipti við þá hefðu aldrei verið meiri en á þssu ári, og þegar væri búið að selja þangað 60 þúsund kassa. Borgarspítalanum gefið rannsóknatœki NYVERIÐ færði Soroptimista- klúbburinn Borgarspltalanum að gjöf rannsóknatæki til mæl- ingar á þrýstingi 1 heila, þ.e. innan höfuðkúpu, og mun tæk- ið verða notað við heilaskurð- lækningar. Með þessari gjöf vill Soropti- mistaklúbburinn sýna hug sinn til þess veigamikla starfs, sem unnið er við heilaskurðlækn- ingar á Borgarspítalanum, en með tæki þessu verður hægt að mæla þennan þrýsting mun ná- kvæmar en fyrr, auk þess sem þessi aðferð er öruggari og hættuminni en áður hefur ver- ið. Verðmæti þessa tækis er um 800 þúsund, en aðflugnings- gjöld fengust eftirgefin. Þessi mynd var tekin þegar-klúbburinn afhenti stjórn sjúkra- stofnana tækið, en viðstaddir voru læknar deildarinnar. Félag iárniðnaðarmanna: Vill að breyting á mjólkursölu- málum gerist á 2—3 árum FUNDUR I trúnaðarmannaráði Félags járniðnaðarmanna, hald- inn 16. sept. 1976, lýsir fyllstu samstöðu með A.S.B. 1 baráttu þess fyrir hagsmunum og rétti félagskvenna, vegna breytinga á lögum um smásölu mjólkur. Trúnaðarmannaráðið telur að breytingar þær á mjólkursölumál- um, sem fyrirhugaðar eru, eigi ekki að framkvæma með snöggum hætti á fyrirfram tiltekinni dag- setningu. Eðlilegra og réttara er, að breytingar varðandi smásölu mjólkur komi til framkvæmda á nokkrum aðlögunartima, t.d. 2—3 árum. Jafnframt að starfsstúlkur f mjólkurbúðum, sem ekki fá störf við sitt hæfi, sökum aldurs, fái greiðslur úr viðkomandi lif- eyrissjóði fyrr en ella, vegna rösk- unar á atvinnuháttum þeirra. (Fréttatilkynning frá Félagi Járniónaðar- manna.) Norræna húsið lánar út grafíkmyndir NÝ DEILD, listlánadeild tók til starfa við bókasafn Norræna hússins sl. vor. Eru þar til útlána um 180 grafíkmyndir, sem Norræna grafíkbandalagið gaf húsinu, en þessar gra- fíkmyndir voru valdar á stórri norrænni yfirlitssýn- ingu á grafík, sem haldin var i Bergen vorið 1975. Frá listlánadeildinni hafa þeg- ar verið skráð yfir 300 útlán, og hefur hingað til ekki verið hægt að anna öllu meiru, þar eð rammaeign listlánadeildarinnar var af mjög skornum skammti. Nú hefur verið bætt úr því, og haf a nú verið settar upp til sýnis, bæði i anddyri hússins og i bóka- safni, flestar þær myndir, sem enn hafa ekki farið í umferð. — Myndirnar eru lánaðar út með sömu kjörum og bækurnar i bóka- safni hússins og er öllum heimilt að fá mynd til láns, eigi þeir út- lánskort. Kostar útlánskort 50 kr. og gildir I eitt ár. Lánstimi mynd- ar er að öðru jöfnu 30 dagar. Norðfirðingar fá nú annað slagið vatn úr krönum Neskaupstaö 23. september ÞOKKALEGUR afli var hjá handfærabátum héðan fgær en annars hefur afli þeirra verið mjög tregur 1 sumar, en á hinn hóginn hafa llnubátar aflað sæmilega. Börkur er nú við loðnu- veiðar úti fyrir Vestf jörðum og Magnús við síldveiðar I Norðursjó. Gert er ráð fyrir að þessir bátar fari fljótlega til síldveiða við Suðausturland, og verður sildin þá söltuð hér heima. Vinnu er lokið að þessu sinni > Oddsskarðsgöngunum og ef nægilegt fjármagn fæst á næsta ári verður hægt að ljúka við göngin. Aðeins hefur rignt hér að undanförnu og fær fólk orðið annað slagið vatn úr krönum, en það er misjafnlega 8ott. Ekki ein einasta frostnótt hefur komið hér enn og eiga hiargir kartöflur í görðum. Asgeir Lögregluþjónar Hóta aðgerðum fíÖLMENNUR fundur var hald- 'hn 1 Lögreglufélagi Reykjavfkur fiær, og var þar heitt 1 kolunum. þar fram að menn voru mjög ^ánægðir með útkomuna 1 kjara- Sumningunum og teldu að Jogreglumenn hefðu verið mjög hlunnfarnir f þeim. A fundinum Var samþykkt áiyktun þar sem h*.a. segir, að til allra aðgerða yérði gripið til að fá fram leiðrétt- 'Ugu. 1 uppkasti stjórnarinnar var ®a8t „alira löglegra aðgerða," en hudurinn samþykkti að fella h'óur orðið löglegra. Mjög óhreínn fatnaöur þarf mjög gott þvottaefni... Með Ajax þvottaefni verður mísliti þvotturinn alveg jafn hreinn og suðuþvotturinn. Hinir nýju endurbættu efnakljúfar gera þaó kleift aó þvo jafn vel meó öllum þvottakerfum. Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og viðkvæmi þvotturinn verður alveg hremn og blettalaus. Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hreinn og hvítur. Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvíræða kosti sína, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatíminn er stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir skýrast Hreinsandi efni og nýjr, endurbættir efnakljúfar ganga alveg inn i þvottinn og leysa strax upp óhreinmdi og bletti í forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni. Ajax pvottaefni þýóir: gegnumhreínn þvottur meó öllum þvottakerfum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.