Morgunblaðið - 25.09.1976, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976
Minning:
Sigríður Elísabet
Guðmundsdóttir
Fædd 28. 5. 1898.
Dáin 17.9. 1976.
„Að sævardjúpi er sólin gengin
sumarirt liðió og komið haust.“
I hvert skipti er við sjáum á bak
kærum vinum og samferðarmönn-
um, þá erum við minnt á fallvalt-
leik lífsins. Erum minnt á, að hér
erum við sem ferðamenn. Enginn
veit hvenam vegamót lífs og
dauða verða á leið þeirra, sem eru
okkur samferða í lífinu.
Þegar við kveðjum einhvern af
vinum okkar, þá finnst okkur
stundum eins og sól sumarsins
hverfi og fölva haustsins slái á
lífið og tilveruna í kringum okk-
ur. Engin má sköpum renna, að
heilsast og kveðjast, það er lífsins
saga. Minningarnar rifjast upp
eins og myndir á tjaldi. Við yljum
okkur við þær og geymum í þakk-
iátum huga.
Sigriður var fædd í Dýrafirði.
F'oreldrar hennar voru Guðmund-
ur Engilbertsson og Anna Bjarna-
dóttir.
Hún var tekin í fóstur til Helgu
Halldórsdóttur og Olafs Péturs-
sonar, velstæðra myndarhjóna, og
fékk hjá þeim gott veganesti fyrir
lífið.
Sigríður átti því lání að fagna
ung að árum að eignast góðan og
glæsilegan lifsförunaut, sem
ávallt mátti treysta. Hún giftist
eftirlifandi manni sínum, Sigurði
Hólmsteini Jónssyni blikksmíða-
meistara, árið 1921. Eignuðust
þau fjögur mannvænleg börn,
sem öll eru gift: Baldur blikksmið
kvæntan Huldu Þorláksdóttur.
Magnús lækni, kvæntan
Kristjönu Karlsdóttur. Ölöfu
tannlækni, gifta Ásmundi Brekk-
an lækni, og Hólmsteinn við-
+
Einlægar þakkir færum við öllum
þeim sem auðsýndu samúð og
vmarhug við andlát og útför,
móður okkar og ömmu,
JÓHÖNNU JÓNSOÓTTUR
Sérstakar þakkir færum við
st|órn og starfsfólki elltheimilts
og sjúkrahúss í Vestmannaeyium
fyrir góða umönnun og hjúkrun
Sesselja Jónasdóttir
Helga Árnadóttir.
skiptafræðing, kvæntan Guðnýju
Pétursdóttur. Hjónin voru sam-
hent um að veita börnunum góða
menntun og vistlegt heimili. Það
sannaðist hjá húsmóðurinni hið
fornkveðna, að heimili er höll
konunnar, er hún með viljafestu
og smekkvísi annaðist vel um.
Okkur heimilisvinunum þótti
gott að koma á Mimisveg 6. Eigum
líka margar minningar frá
ánægjulegum samverustundum
með hjónunum og hinum stóra
vinahópi, er þar var við hátíðleg
tækifæri. Klúbburinn okkar
þakkar hjartanlega 38 ára gest-
risni og uppörvun i göðra vina
hópi og harmar það skarð, sem
höggvið er í þennan litla hóp, sem
eftir er.
Sigríður var um marga hluti
sérstæður persónuleiki. Glæsileg,
greind, vinföst, skapstór og
ákveðin í skoðunum. Góður liðs-
maður, þar sem hún vildi koma til
liðs við menn og málefni.
Að endingu sendi ég svo vini
mínum Sigurði og börnum, barna-
börnum, öðrum ættingjum og vin-
um samúð mfna og bið að minn-
ingarnar um góða eiginkonu og
móður megi lifa meðal þeirra og
græða sárin. Ég veit að Sigríður
er gengin inn i gleði guðs síns og
fær nóg að starfa guðs um geim.
Hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Jónfna Guðmundsdóttir.
Hinn 17. þessa mánaðar lézt í
Borgarspítalanum í Reykjavík
Sigríður Elísabet Guðmundsdótt-
ir, gift Sigurði Hólmsteini Jóns-
syni Mímisvegi 6 í Reykjavík.
Sigríður var fædd 28. maí 1898
að Garði í Dýrafirði. Systkinin
voru 12. Sigríður ólst upp hjá
Ólafi Péturssyni kaupmanni og
Helgu Halldórsdóttur frá Þing-
eyri i Dýrafirði.
Sigríður stundaði nám í
Kvennaskólanum í Reykjavík
veturinn 1919—1920 og giftist
hún árið 1921 Sigurði Hólmsteini
Jónssyni, siðar blikksmíða-
meistara. Búskap hófu þau í
útfaraskreytlngar
btómouol
Groðurhúsið v/Sigtun simi 36770
+
Þökkum innilega sýnda samúð við andlát tengdamóður og ömmu. og útför móður okkar.
HÓLMFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR,
Hofsvallagötu 61.
Inga Skarphéðinsdóttir, Magnús Friðriksson,
Ósk Skarphéðinsdóttir, Edvard Olíversson,
Friðjón Skarphéðinsson. Jónina Garðarsdóttir
og barnabörn
Faðir okkar,
HARALDURGUÐBRANDSSON,
Bogahlið 24,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 2 7. sept kl
1 3 30 Blóm vinsamlegast afþokkuð, en þeim sem vildu minnast hins
látna, láti líknarstofnanir njóta þess
Kristjana Haraldsdóttir.
Einar Haraldsson
t
Innilegar þakktr til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og úíför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
ÁGÚSTS MÁLMKVIST JÚLÍUSSONAR,
trésmið.
Heiðargerði 23,
Reykjavík.
Steinunn Jónasdóttir,
Erna Ágústsdóttir Brynjar Sigurðsson
Jón Ágústsson Anna Carlsdóttir
Steinar Ágústsson, Elisabet Ólafsdóttir
Guðrún Ágústsdóttir Árni Kjartansson
og barnabörn
Flatey á Breiðafirði, en fluttu til
Reykjavfkur árið 1922 og hafa
búið þar sfðan. Börnin eru fjögur,
Baldur, blikksmiður, Magnús,
læknir, Ólöf, tannlæknir, og
Hólmsteinn, viðskiptafræðingur.
Barnabörn eru 9 og barnabarna-
börn 2.
Sigríður var i stjórn Kvenfélags
Hallgrfmskirkju og starfaði f
Slysavarnafélagi íslands. 1
desember n.k. hefðu þau afi og
amma Sigriður átt 55 ára
hjúskaparafmæli. í 45 ár hafa þau
búið á Mímisvegi 6. Ég minnist
ömmu verandi sífellt á fleygiferð.
Það var ávallt drífandi kraftur i
kringum hana. Er víð hittumst
barst talið oft að Hallgrfmskirkju,
síra Jakob, konu hans Þóru eða
kvenfélagsstarfinu.
Það eru einmitt konur af þessu
tagi sem um land allt eru drif-
fjaðrir í félagssamtökum og vinna
ótrauðar áfram og leiða mál sín til
lykta þar sem hið opinbera er
tvfstfgandi og oft mun seinna til
aðgerða. Þessar konur eiga virð-
ingu mína, sérstaklega konur og
menn sem stuðlað hafa að
byggingu Hallgrímskirkju.
Sigrfður amma átti það til að
vera hörð á meiningu sinni og ég
á minni og vorum við því ekki
alltaf sammála.
En þess meiri var gleðin og
fagnaðarfundir næst er við hitt-
umst, er skoðun okkar á deilumáli
var farsællega til lykta leidd sitt f
hvoru lagi.
Sigríður amma hafði unun af
ferðalögum og minnist ég þess
með miklu þakklæti er þau hjónin
gátu verið mér samferða f öku-
ferð um Noreg fyrir ári sfðan. Það
voru góðir dagar, góð stemmning í
sólskini og fögru umhverfi.
Margir eiga góðar minningar
frá Mímisvegi 6 enda gestagangur
mikill. Gestrisnin var mikil og
ávallt kæti. Sérhver sem kynntist
Sigrfði Elisabetu geymir sínar
minningar um hana og á ef til vill
einhverja eina sérstaka minningu
sem ber hæst. Ég hef kosið mér
sólskinsminninguna frá Noregi og
kveð ömmu með þakklæti fyrir
hana og allt annað sfðust liðin
tuttugu og fimm ár.
Friðrik Ásmundsson — Brekkan
Samgöngur mikilvægastar til
að tryggja búsetu á Vestfjörðum
Sagt frá ályktunum Fjórðungsþings Vestfirðinga
Á ÞINGI Fjórðungssambands Vest-
firðinga voru samþykktar fjölmargar
ályktanir m.a. um samgöngumál sem
voru annað aðalumræðuefni þings-
ins. Um þau mál flutti Halldór E.
Sigurðsson samgönguráðherra fram-
söguerindi. I vegamálum leggur
þingið áherzlu á að tengja betur
saman akvegakerfi Vestfjarða og
Strandasýslu með vegi yfir Stein-
grímsfjarðarheiði. Þingið litur svo á
að Vestfirðir skiptist i fjögur megin
samgöngusvæði, Reykhóla ,
Patreksfjarðar-, isafjarðar- og
Strandasvæði og er talið vanta mikið
á að fullnægjandi samband sé milli
svæðanna. Talið er nauðsynlegt að
tengja hvert svæði betur við aðal-
akvegakerfi landsins svo og að koma
á betra vegasambandi innan hvers
svæðis.
Fjórðungsþingíð leggur áherzlu á að
tryggður verði rekstur Fagraness og
Baldurs þar sem samgöngur truflist
verulega að vetrarlagi vegna snjó-
þyngsla, sérstaklega við isafjarðardjúp.
Einnig telur þingið nauðsynlegt að
koma á vikulegum skipaferðum milli
Reykjavikur og Vestfjarða og þurfi
Skipaútgerð rikisins að auka sína þjón-
ustu Verði ekki svo telur þingið rétt að
stjórn Fjórðungssambandsins léiti
samstarfs við þá aðila sem hafa hags-
muna að gæta i þessu sambandi og
kanni alla möguleika á því að Veslfirð-
ingar sjálfir taki þessa þjónustu i sínar
hendur.
Jafnframt þvi sem Fjórðungsþingið
metur mikils flugsamgöngur milli Vest-
fjarða og annarra landshluta telur það
nauðsynlegt að efla þær milli byggðar-
laga á Vestfjörðum svo tengsl þeirra
haldist og eflist. Vill þingið minna
flugmálayfirvöld á að þörf sé umbóta í
flugöryggismálum á Vestfjörðum og
treystir því að bætt verði úr hið bráð-
asta
Varðandi flutning rikisstofnana telur
þingið að álit og tillögur nefndar sem
skipuð var til að gera tillögur um
staðarval rikisstofnana gangi mjög i átt
að hugmyndum landshlutasamtakanna
um flutning þeirra nær ibúum dreif-
býlisins
Margir fleiri málaflokkar voru teknir
til umræðu á þinginu og samþykktar
„Aöalfundur Búnaðarsambands
Strandamanna, haldinn á Borð-
eyri 12.—13. sept. 1976, lýsir
furðu sinni yfir því ófremdar-
ástandi sem rfkir í dreifingu raf-
magns til nýbygginga í sveitum.
Vegna togstreitu milli ríkisstofn-
ana hefur húsbyggjendum í sveit-
um undanfarið verið neitað um
raforku, nema þeir iáni
ályktanir og má nefna m a ályktun um
málefni aldraðra, að kannaður verði
vilji sveitarfélaga á Vestfjörðum fyrir
þvi að stofnað verði til samvinnu þeirra
um að reisa og reka dvalarheimili
Þingið vekur athygli á þeirri staðreynd
að sjónvarpið nærekki til allra Vestfirð-
inga og vill benda á að tryggja verði
öllum landsmönnum aðgang að þjón-
ustu fjölmiðla
Fjórðungsþingið þakkar rikisstjórn
skilning á orkumálum með frumvarp-
inu um Orkubú Vestfjarða og leggur á
það áherzlu að rannsakað verði hvar
jarðhita sé að finna til húshitunar og
hvar hagkvæmast verði að byggja raf-
orkuver i framtiðinni.
Rafmagnsveitum rfkisins vaxta-
laust um óákveðinn tíma stórar
fjárhæðir.
Telur fundurinn slíkar aðgerðir
jaðra við fjárkúgun, eða jafnvel
lagabrot og krefst þess af stjórn-
völdum að Orkusjóði verði gert
kleyft að gegna skyldum sfnum f
þessum efnum.“
Búnaðarsamband Strandamanna:
„Orkusjóði verði gert kleyft
að gegna skyldum sínum”
Við
flytjum
ídag
í nýtt og glæsilegt
eigið húsnæði
að Óðinsgötu 2.
Hárgreiðslustofan VALHÖLL, Óðinsgötu 2,
sími 22138.