Morgunblaðið - 25.09.1976, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976
6 vísindamenn
fá NATO-styrki
menntamalaráðuneytið
hefur úthlutað af fé þvl sem kom
I hlut Islendinga til ráðstöfunar
til vlsindastyrkja á vegum
Atlantshafsbandalagsins (NATO
Science Fellowships) á árinu
1976.
Umsækjendur voru 23 og hiutu
6 þeirra styrki sem hér segir:
1. Axel Björnsson, eðlisfræðing-
ur, 500 þúsund krónur til jarð-
eðlisfræðirannsókna, einkum á
nýjum aðferðum f rafleiðnimæl-
ingum, við jarðfræðistofnun
Arósaháskóla og háskólana I
Braunschweig og Göttingen i
Þýzkalandi.
2. Hörður Kristjánsson, B.S., 250
þúsund krónur til framhaldsnáms
og rannsókna í lífefnafræði við
University of Maryland i Banda-
rfkjunum.
3. Jóhann Þorsteinsson, lffefna-
fræðingur, 500 þúsund krónur til
að kynnast nýjum aðferðum við
rannsóknir á nýtingu aukaafurða
f fisk- og sláturiðnaði, við háskól-
ann f Tromsö í Noregi.
4. Kristján R. Jessen, M.Sc., 250
þúsund krónur til rannsókna á
sviði taugalfffræði til undirbún-
ings doktorsprófi við University
College í London.
5. Sigurður B. Þorsteinsson, lækn-
ir, 200 þúsund krónur til að ljúka
rannsóknum á öndunarvegasýk-
ingum á sjúkrahúsum, við Baylor
College of Medicine i Houston f
Bandarikjunum.
6. Örn Helgason, dósent, 500 þús-
und krónur til náms- og rann-
sóknadvalar við Verkfræðihá-
skóla Danmerkur f Kaupmanna-
höfn til að kynna sér jarðeðlis-
fræðilegar mælingar með sér-
stakri geislamælitækni.
Háskóla-
kennarar
undirbúa
róttækar
aðgerðir
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
samþykkt frá almennum félags-
fundi Félags háskólakennara frá
17. þ.m. um kjaramál, þar sem
fram kemur að félagið muni
undirbúa róttækar aðgerðir I
kjaramálum slnum I haust:
„Fundur um kjaramál f Félagi
háskólakennara, haldinn 17. sept.
1976. lýsir yfir:
1.1 viðræðum samninganefndar
FH við fulltrúa fjármálaráðu-
neytisins um sérkjarasamning
kom f ljós að umboð hinna sfðar-
nefndu til gagntilboða var svo
takmarkað og gagntilboðið sjálft
svo lftilf jörlegt og óhagganlegt, að
ógerlegt var fyrir FH að ná fram
nokkrum breytingum á samningi
sem verulegu máli skiptu. Þegar
þannig er að málum staðið af
hálfu rfkisvaldsins er augljóst að
samningsréttur félaga er lftið
annað en nafnið tómt.
2. Urskurður Kjaradóms sem
kemur í stað sérkjarasamnings
FH og fjármálaráðuneytisins, fól
aðeins í sér fáeinar minni háttar
lagfæringar á texta fyrri
samnings, sem fulltrúar ráðu-
neytisins höfðu talið sig geta
fallist á sem lið i heildarsam-
komulagi og þær litlu breytingar
sem urðu á skipan f launaflokka
voru ekki nema að mjög litlu leyti
f samræmi við óskir FH um til-
færslur til að koma á auknu sam-
ræmi innan FH og við aðra hópa
innan BHM. Kjaradómur hefur
því reynst mjög hallur undir
sjónarmið fjármálaráðuneytisins
f úrskurði sfnum.
3. Sú mikla skerðing á raungildi
launa háskólamenntaðra manna i
opinberri þjónustu og háskóla-
starfsmanna sérstaklega sem
orðið hefur á síðustu tveim árum,
er þegar farin að valda því að
færri sækjast eftir störfum við
Háskóla tslands en eðlilegt væri
og að fleiri leita frá háskólanum
en áður f önnur störf. Auk þess
neyðast margir háskólastarfs-
menn til þess að leita sér launaðra
aukastarfa til þess að komast af.
Ljóst er að þau bágu launakjör
sem háskólastarfsmenn búa við
Framhald á bis. 18
Bntxiliukalii — IVvaKkalii
NÝTT SÆLUHUS
FÍ Á EMSTRUM
UM miðjan mánuðinn var farið
með sæluhús inn áEmstrur, og er
það fyrra húsið, sem Ferðafélag
Islands setur upp milli Þórsmerk-
ur og Landmannalauga. Fyrir-
hugað er að velja hinu húsinu
stað austan við Hrafntinnusker,
en sökum þess hversu mikill
snjór er enn á þessum slóðum frá
þvf I fyrravetur, er ekki hægt að
koma þvf húsi á sinn stað nú I ár.
Farið var með húsið á bflpalli
og því valinn staður nálægt
Fremri-Emstruá. Þessi tvö göngu-
hús eru byggð eftir sömu
teikningunni. Þau eru að grunn-
fleti 27 fm og rúma um 20 manns.
Teikninguna gerði Jón E. tsdal,
og hefur hann haft umsjón með
smiði og uppsetningu húsanna, en
Astþór Runólfsson bygginga-
meistari tók að sér smíði á þeim.
Með tilkomu þessara húsa
breytist mjög til batnaðar aðstaða
þeirra, sem leggja leið sfna fót-
gangandi á milli Landmanna-
lauga og Þórsmerkur, en það hef-
ur aukizt f sumar að menn hafa
farið þessa leið. A sumrinu 1975
var sett bílfær brú á Innri-
Emstruá og fyrirhugað er að setja
göngubrú á Fremri-Emstruá, en
þessar ár hafa verið helztu farar-
tálmar á þessu svæði. Er óskandi
að Islendingar notfæri sér bætta
aðstöðu og fari að ferðast meira
fótgangandi um óbyggðir lands-
ins.
Um mánaðamótin júlf-ágúst
urðu framkvæmdastjóraskipti hjá
Ferðafélagi tslands. Tómas
Einarsson, sem gegnt hefur starf-
inu frá 1. aprfl, hætti, en hann er
kennari að atvinnu og tók það að
sér aðeins til skamms tfma. Þór-
unn Lárusdóttir er nú fram-
kvæmdastjóri, en hún hefur unn-
ið hjá F. 1. sfðan 1961, f mörg ár
aðeins að sumrinu, en frá 1. aprfl
1975 í fullu starfi.
Stjóm S.H.Í.
skorar á mennta-
málaráðherra
að hraða setn-
ingu reglugerðar
um Ijánasjóð
1 FRETTATILKYNN-
INGU frá stjórn Stúdenta-
ráðs H.í. segir að allar
horfur séu á því, að af-
greiðsla námslána hefjist
ekki fyrr en í nóvember-
lok.
Segir stjórnin að þessa
seinkun megi rekja til við-
leitni ríkisstjórnarinnar til
að skera niður útgjöld til
námslána þar sem hún hafi
ekki skipað sérstaka nefnd
til að semja drög að reglu-
gerð í samræmi við ný lög
um Lánasjóð námsmanna,
heldur falið stjórn sjóðsins
það verkefni og hafi það
tafið hana frá öðrum störf-
um.
Þá segir að fulltrúar rfkisvalds-
ins i stjórn sjóðsins hafi lagt fram
tillögur um breyttar úthlutunar-
reglur og séu drög nú til athugun-
ar hjá ráðherra og því sé það sýnt
að úthlutun geti ekki hafizt fyrr
en sfðari hluta nóvember. Telur
stjórn S.H.Í. að þetta muni leiða
alvarlegan skort yfir heimili
námsmanna þar sem námsár sé
þegar hafið.
Stjórn Stúdentaráðs beinir
þeirri áskorun til menntamálaráð-
herra að hann afgreiði hið fyrsta
reglugerð um Lánasjóð og beiti
sér fyrir þvf að úthlutunarreglur
verði tilbúnar innan fárra vikna.
Það er álit stjórnar Stúdentaráðs
að ástæðulaust sé að hrófla við
meginatriðum núverandi reglna
enda hafi þær verið f stöðugri
mótun og endurmótun um árabil,
eins og segir í tilkynningunni.
23 af 50 stærstu fyrirtækjum
landsins utan Reykjavíkur
TUTTUGU og þrjú af fimmtfu
stærstu fyrirtækjum lslands eru
utan Reykjavfkur, og allmörg
þeirra sem talin eru eiga aðsetur
I Reykjavlk og teljast til 50
stærstu fyrirtækja landsins eru
með starfsemi um allt land. Fjög-
ur stærstu fyrirtækja landsins
teljast nú vera Póstur og sfmi,
Samband fsl. samvinnufélaga,
Flugleiðir og Kaupfélag Eyfirð-
inga. Þetta kemur fram I grein,
sem birtist 1 nýjasta tölublaði
Frjðlsrar verzlunar.
Samantekt Frjálsrar verzlunar
miðast við framleiðslu- 'og
þjónustufyrirtæki, sem starfa á
»’mennum markaði. Þannig eru
*ólar, barnaheimili sjúkrahús,
strætisvagnar og stjórnsýsla ekki
meðtalin, en aftur á móti opinber
fyrirtæki á borð við Sementsverk-
smiðju rfkisins og Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar.
Stærðarröð fyrirtækjanna fer
talsvert eftir þvf hvaða mæli-
kvarði er hafður til viðmiðunar,
t.d. velta, eignir eða vinnuafls-
notkun. Þá segir að í myndina
vanti upplýsingar um vinnuafls-
notkun fiskvinnslufyrirtækja f
Vestmannaeyjum. Ekkert þeirra
hafi verið meðal 50 stærstu 1973
af þekktum ástæðum, en nokkur
þeirra voru framarlega fyrir gos
og eru áreiðanlega meðal 50
stærstu vinnuaflsnotenda á land-
inu, að þvf er blaðið segir.
Þá segir Frjáls verzlun, að mið-
að við árið 1973 vekji athygli til-
færslur á fiskiðjuverum, þó ekki
hvað fiskvinnslufyrirtækin á
Vestfjörðum varðar.
Meðal 10 stærstu fyrirtækjanna
hefur KEA skotizt upp fyrir Eim-
skip. 20 stærstu fyrirtæki lands-
ins eru eftir skránni þessi:
1. Póstur og sími, 2. Samband ísl.
samvinnufélaga, 3. Flugleiðir, 4.
Kaupfélag Eyfirðinga (með úti-
búum) 5. Eimskip, 6. tslenzka ál-
félagið, 7. Landsbanki tslands (án
útibúa úti á landi), 8. Sláturfélag
Suðurlands, 9. Energoprojekt við
Sigöldu, 10. Mjólkursamsalan, 11.
Utgerðarfélag Akureyringa, 12.
lsbjörninn, 13. íslenzkir aðalverk-
takar, 14. Olfufélagið, 15. Breið-
holt, 16. tshúsfélag Bolungarvík-
ur og Einar Guðfinnsson, 17.
Bæjarútgerð Reykjavíkur, 18.
Ólfufélagið Skeljungur, 19. Kaup-
félag Arnesinga og 20. Olíu-
verzlun tslands.
VIKULEGAR HRAÐFERÐIR
EINNIG REGLUBUNDNAR FERÐIR
Fró PORTSMOUTH
WESTON POINT
KRISTIANSANO
HELSINGBORG
GDYNIA
VENTSPILS
VALKOM
Fró ANTWERPEN
- FELIXSTOWE
- KAUPMANNAHÖFN
- ROTTERDAM
- GAUTABORG
- HAMBORG
mánudaga
þriájudaga
FERÐIR FRÁ ÖORUM HÖFNUM EFTIR
FLUTNINGSÞÖRF
miávikudaga
fimmtudaga
EIMSKIP
HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANOS
Si'mi 27100 - Telex nr. 2022 IS
ff \ íl\i rj7 / • • • / \ / \ X I x h
L Fl n J f