Morgunblaðið - 30.09.1976, Side 2

Morgunblaðið - 30.09.1976, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976 Einn aðilanna í ávísanahringnum: Seldi sama gjaldkera 271 ávísun ad upphæd 71 milljón kr. á 2 árum YFIRHEYRSLUM I ávísana- keðjumálinu svonefnda var fram haldið I gær, og athuguð voru sérstaklega ávísanaviðskipti Ás- geirs H. Eirfkssonar. Fyrir rétti mættu gjaldkeri úr Landsbankan- um, aðalbanka og tveir gjaldker- ar Utvegsbankans f Kópavogi. Blaðamaður Morgunblaðsins var viðstaddur yfirheyrslurnar. Það kom f Ijós að Ásgeir H. Eirfksson lagði inn hjá sama gjaldkera f I.andshankanum alls 271 ávfsun að upphæð 71 milljón króna á tveggja ára tfmabili. 20 þús. kr. kostar að verka eina síldartunnu IIEILDARSÖLTUN Suður- og Suðausturlandssfldar er nú talin nema um 20 þúsund tunnum, að þvf talið er. Mest er búið að salta á Höfn f Hornafirði, en þar var búið að salta í gær rétt rúmar 10 þús- und tunnur og er það mest sfld frá reknetabátum. Sfldin sem borizt hefur á land f haust, er mun vænni og feitari en á sama tfma f fyrrahaust eða 18—20% feit, en þá komst búkfita sfldarinnar sjaldnast yfir 17%. Eftir þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér f gær, þá mun hver fullverkuð síldartunna með stórsíld kosta framleiðanda um 20 þúsund krónur. Gert er ráð fyrir að 146 kíló af síld þurfi i hverja Framhald á bls. 24 Það kom einnig í ljós að tals- verður kunningsskapur var með Ásgeir og mættum gjaldkera. Gjaldkerinn bar því þó við að hann hefði framkvæmt öðru hvoru venjulegar kannanir fyrir innstæðu á reikningi þeim sem ávísanirnar voru venjulega stílað- ar á, og ætíð hefðu ávísanir hans reynst „góðar“. Aðspurður sagðist mættur gjaldkeri Ll aldrei hafa tekið eftir nokkru varðandi út- fyllingu ávlsananna sem vakið hefði grunsemdir varðandi hugs- anlegan ávísanahring. Þótt mætt- ur bæri fyrir sig minnisleysi um marga hluti, taldi gjaldkerinn að aldrei hafi verið um neina óvenjulega hegðan Ásgeirs að ræða miðað við aðra viðskipta- menn. Við yfirheyrslu gjaldkeranna úr Kópavoginum, kom fram að báða hafi undir lok tímabils meintrar keðju grunað að eitt- hvað óeðlilegt væri með viðskipta- hætti Ásgeirs H. Eirikssonar, og einnig annarra svo sem Jóns 0 Ragnarssonar, Guðmundar Þ. Jónassonar o.fl. Athuganir þeirra á innstæðum fyrir ávísunum mannanna hefðu þó vanalega endað á þann veg að innstæða væri fyrir þeirra eigin ávisunum, en þó kom nokkrum sinnum fyrir að aðilar að meint- um ávisanahring væru að leggja Eldur í vestur- þýzkum togara ELDUR kom upp í v-þýzka togaranum Hinrik Kern i Reykja- víkurhöfn um hádegisbil í gær. Kviknaði eldurinn út frá bilun í vatnskerfi og urðu nokkrar skemmdir á klefanum sjálfum en hann náði ekki að breiðast út frekar. inn ávísanir útgefnar af Klúbbn- um og hefðu þær stundum reynst innstæðulausar. Annar gjaldkeranna í Kópavogi kvaðst hafa komist að raun um, eftir eigin athugun, að Ásgeir H. Eiríksson stundaði það að færa fjármagn á milli banka, en hefði þó aldrei haft það á orði við yfir- menn sina, heldur rætt það aðeins við fulltrúa hlaupareikninganna. Það kom fram að talsverður munur virðist vera á milli gjald- kera hvað varðar athuganir á inn- stæðu innlagðra ávisana. Þannig kom fram að gjaldkerarnir úr Kópavoginum athuguðu yfirleitt hjá reikningsböndunum ef ávfsun væri stærri en 100 þúsund krón- ur, en gjaldkeri Landsbankans sagðist yfirleitt ekki athuga þær nema upphæðin færi yfir 500 þús- und krónur, en þó væri það alls ekki undantekningarlaus regla. SPJÖLL hafa verið unnin enn einu sinni á klukkunni ð Lækjar- torgi, og hafa tvær hliðar hennar, þar sem auglýsingaspjöld voru, verið brotnar. TYR til viðgerðar í Arósum VARÐSKIPIÐ Týr heldur i dag áleiðis til Danmerkur, en þar mun skipið fara I slipp f skipa- smiðastöð þeirri f Árósum sem smiðaði skipið á sfnum tíma. Týr varð illa úti i siðasta þorskastríði, varð fyrir ásigling- um brezkra freigáta og f einni slikri brotnaði önnur skrúfa skipsins. ftarleg athugun hefur aldrei verið gerð á þeim skemmd- um, en nú er ætlunin að taka skipið til gagngerrar viðgerðar. Liggur ekki fyrir hversu langan tíma viðgerðin muni taka. Landhelgisgæzlan hefur haldið áfram að kanna veiðarfæri er- lendra togara hér við land og á mánudagskvöld var aftur farið um borð I belgfska togara, sem reyndust vera brotlegir þegar veiðarfæri þeirra voru könnuð i sl. viku, en nú reyndist allt vera reglum samkvæmt hjá þeim. I gær voru um 24 brezkir togarar hér að veiðum, 8 v-þýzkir og 5 belgískir auk 2ja færeyskra tog- ara. Ahrif af lækkun pundsins: Cortinan lækkar um 80 þúsund kr. STERLINGSPUNDIÐ hefur und- anfarna daga stórlækkað á alþjóð- legum gjaldeyrismörkuðum. Kaupgengi pundsins var í gær hjá Seðlabankanum 311,50 krónur og sölugengi 312,50 krónur. Hafði þvf lækkunin verið rúmlega 5% sfðustu daga. Þessar gengisbreyt- ingar geta haft veruleg áhrif á viðskipti landanna, en tslending- ar hafa á undanförnum árum keypt allmikið meira af Bretum en þeir hafa keypt af okkur. Takmarkið: Engin slysaalda í ár Sjo ohopp í átta sama dag SJÖ óhöpp urðu f umferðinni f Reykjavík í gær en 8 sama dag í fyrra, þannig að vegfarendur hefðu getað staðið sig miklu betur. Ef litið er á fjóra fyrstu daga vikunnar og óhappafjöldi borinn saman við sömu daga f fyrra er samanburðurinn hag- stæður, 22 óhöpp þessa vikuna á móti 36 f fyrra. En allir geta verið sammála um, að 22 er alltof há tala og það má gera betur í umferðinni en þetta. Hér fer á eftir yfirlit yfir umferðina f gær og sfðan yfirlit yfir sama dag f fyrra, en eins og áður hefur slysarannsókna- deild lögreglunnar unnið yfir- litið: MIÐVIKUDAGUR 1976 Kt. 08.58 tar bifreid ekið ðl af Breið- höfóa or hafnaöi á hvolfi f skurði. Kn«in meiósli. Kl. 12.00 varó mjö« haróur árekslur á Háaleitishraul við Smáagerði. Jeppa var ekið lil suðurs og heynl lil vinslri áleiðis austur SmáaKrrði. en ók þá f veg fyrir bifreið sem var ekið norður lláaleitis- braul. V ið höggið vall jeppinn á hliðina eg ökumaður hans skrámaðisl. Kl. 16.18 var bifreið ekið af Langholts- ÞETTA óhapp varð á Háaleitisbraut f hádeginu f gær. Þarna ók jeppinn inn á aðalbraut, f veg fyrir fólksbflinn. Ljósm Brynjólfur. — en í f yrra vegi inn á Kleppsveg. en ók þá f veg fyrir bifreið sem var ekið til auslurs. Kl. 16.30 var ökumaður á leið suður Suðurgötu og beygði til vinstri áleiðis austur Vonarslreti. en ók þá f veg fyrir bifreiðsem kom á móti. Kl. 16.35 var bifreið ekið í veg fyrir aðra á Elliðavogi við Suðurlandsbraul. Kl. 17.18 varð enn einn áreksturinn þar sem biðskylda var hrotin. K'n þá var bif- reiðekiðaf Brautarhoiti og inn á Nóatún. Kl. 17.48 var verið að flytja kranabómu á flutningabifreið, en ekki tókst betur til en svo að bóman lenti á húsvegg og gekk inn. MIÐVIKUDAGUR 1975 Kl. 01.15 var bifreið ekið aftur á bak við l mferðarmiðstöðina þar til hún stöðvað- ist á kyrrslæðri og mannlausri bífreið. Kl. 09.55 var almenningsvagni ekið af stað frá biðstöð, en lenli þá á vörubifreið, sem var ekið fram með um leið. Kl. 13.42 var bakkað á kyrrstæða og mannlausa hifreið. Kl. 14.15 varð árekstur á mótum Miklu- brautar og firensásvegar þ(‘gar ökumaður ruglaðist f rfminu og ók inn á gatnamótin. móti rauðu umferðarljósi. Kl. 15.07 rann mannlaus dráttarvél á kyrrstæða bifreið. Kl. 17.55 var ekið aftan á bifreið á Mikluhraut við Kringlumýrarhraut. Kl. 18.45 varð mjög harður árekstur á Njarðargötu við Fjólugötu. en þar var almenningsvagni ekið f veg fyrir leigubif- reið. Kona f leiguhifreiðinni slasaðist. Kl. 21.30 varð óhapp á Lækjargötu. Bjartsýnn ökumaður kom niður Banka- stræti og ætlaði suður Lækjargötu. t beygjunni ætlaði hann fram úr hifreið sem hafði verið á undan, en ekki tóksl betur ril en svo að hann rakst utan f bifreiðina. Við það missti hann stjórn á ökutækinu, ók yfir á öfugan vegarhelming og ók þar niður bifhjól. Morgunblaðið reyndi í gær að gera sér grein fyrir helztu áhrif- um þessara breytinga. Benda lik- ur til að lækkunin sé einmitt sem nemur lækkun pundsins. Brezkar bifreiðar, sem hingað eru fluttar hafa þó lítið lækkað enn — en búizt er við því að haldist verðlag pundsins óbreytt miðað við það sem það er nú, að t.d. Ford Escort lækki um 65 þúsund krónur og komi til með að kosta 1.185 þús- und krónur og Cortina lækki um 80 þúsund krónur og komi til með að kosta 1.440 þúsund krónur. Benda þvi likur til að vöruverð lækki yfirleitt á brezkum vörum um rúmlega 5%. Það gerist þó aðeins að framhald verði á því verðlagi, sem nú hefur myndast á sterlingspundinu. Um útflutning er það að segja að um sjávarafurðir þekkist varla lengur að um þær sé rætt f sterl- ingspundum, heldur er nú rætt um dollara nær eingöngu og allir viðskiptasamningar fara fram miðað við þann gjaldmiðil. Er þetta mikil breyting frá þvf sem áður var, er allur útflutningur landsins var yfirleitt miðaður við pund. Þvi ætti hér ekki að vera um mikil áhrif að ræða, en þó getur það verið, þar sem um bein- ar sölur til Bretlands er að ræða. Á árinu 1975 keyptu fslending- ar af Bretum vörur fyrir rúmlega 8 milljarða króna, en vörur, sem tslendingar seldu til Bretlands, voru að verðmæti 4,7 milljarðar. Nánari skipting þessa er ekki aí- veg ljós, en verið getur að ál og álmelmi, svo og kfsilgúr skipti töluverðu máli f þessum tölum um útflutning til Bretlands. Víglundur Möller yfirmaður Frímúrara- reglunnar VlGLUNDUR Möller, skrif- stofustjóri hjá Sjúkrasamlagi Reykjavfkur, hefur verið kjör- inn æðsti maður Frfmúrara- reglunnar á Islandi. Víglundur var kjörinn til þessa embættis í reglunni á fundi innan Frimúrararegl- unnar um siðustu helgi, og tek- ur hann við embættinu af Ás- geiri Magnússyni, forstjóra Is- lenzka járnblendifélagsins, sem lézt fyrir skömmu. Meðal þeirra sem gegnt hafa þessu embætti á siðustu árum eru Vilhjálmur Þór, fyrrum Seðla- bankastjóri, Ásgeir Ásgeirs- son, forseti fslands, og Valdi- mar Stefánsson ríkissaksókn- ari, en þeir eru allir látnir sem kunnugt er. Vöxtur í Kreppu o g brúarskemmdir Egilsstöðum — 29. september. Menn frá Egilsstöðum fóru héð- an sl. sunnudag til lokafrágangs á Kverkfjallaskála á vegum Ferða- félags Fljótsdalshéraðs. Á baka- leið út Krepputungu á sunnu- dagskvöld urðu þeir varir við það að mjög hafði hækkað f Kreppu. Hafði myndast stórt lón og var byrjað að vætla vestur yfir Tung- una. Þegar þeir komu að brúnni á Kreppu var áin að byrja að renna yfir veginn austan við brúna og mátti ekki tæpara standa að þeir kæmust yfir. Á mánudag fór síðan Gunn- steinn Stefánsson vatnamælinga- maður til að athuga þessi umbrot. Þá var farið að sjatna mikið í ánni frá því á sunnudag en hún hafði grafið burt uppfyllingu austan brúarinnar og er þar skarð um 2ja metra djúpt og um 11 metra breitt. Er því algjörlega ófært í Krepputungu. Ekki er vitað hvort flóðið hefur komið úr Kverká eða Kreppu, þar sem ekki hefur verið farið að upp- tökum þeirra, en þær renna sam- an sem kunnugt er á öræfunum eða til móts víð Grágæsadal. Steinþór

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.