Morgunblaðið - 30.09.1976, Síða 13

Morgunblaðið - 30.09.1976, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976 13 Ingvar i Eyjðlfsstöðum. 1 Undirfellsrétt: Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri, Lárus f Grfmstungu og Guðjón frá Marðarnúpi ræðast við. Litli hnokkinn gekk rakleitt að lambinu og rak þvf rembingskoss. Guðjón frá Marðarnúpi. Stærsta rétt landsins í Vatnsdal Að undanförnu hafa Vatnsdælingar unnið af ullum krafti við byggingu hinnar nýju réttar sinnar, stærstu réttar landsins, en hún rúmar liðlega 20 þús. fjár. Gamla réttin hafði verið byggð um 1935 og hún kostaði þá 6000 kr. Nýja réttin kostar hins vegar um 8 millj. kr., mjög traust og snyrtileg rétt, timbur flutt að mestu frá Sviþjóð, en jarnverk allt smíðaði Ólafur Rúnebergsson smiður og bóndi í Kárdalstungu. Er járn- verkið smíðað heima hjá honum, listi- lega gert. „Annars er hér gott mannlíf“ Gísli Pálsson bóndi á höfðingssetrinu Hofi í Vatnsdal hefur stjórnað fram- kvæmdum við byggingu nýju réttar- innar en þar hafa margir lagt hönd á plóginn. Við röbbuðum við Gisla um málefni sveitarinnar: „í Vatnsdalnum er mest stundaður sauðfjárbúskapur, en í Áshreppi eru um 25 bændur, en íbúar alls um 140. Nokkuð hefur fækkað síð- ustu árin en ekki ört þó. Nokkrir bændur eru með blönduð bú, sauðfé og kýr, en alls eru þar 8 bændur sem framleiða mjólk. Þróunin hefur verið sú að menn hafa horfið frá blönduðu búunum í sauðf járbúskapinn. Frá náttúrunnar hendi fylgja góðar afréttir Vatnsdalnum og Vatnsdalurinn er fremur góð sveit með tilliti til búskapar. Þessi þróun í búskapnum með aukningu á sauðfé veldur okkur nokkr- um áhyggjum, þvi mögulega verða heiðarnar ofsetnar. Það kom berlega í ljós á árunum 1965—70 þegar kalda skeiðið rann yfir, því uppskera á afréttunum dugði ekki. Siðastliðin tvö ár hefur hins vegar verið metuppskera vegna hlýinda og raka án nokkurs hrets. Sauðfé hefur fjölgað talsvert síðan 1970, en það er spurning hvort það er þjóð- félagslega hagkvæmt ef upp kemur þess vegna sú staða að vöntun verði á mólk. Ég tel að það þurfi meiri stjórnun í þessum efnum ofan frá til úrbóta, bæði með verðlagningu og bankakerfinu. Það ætti t.d. að lána ríflega til fjósbygginga til þess að ná jafnvægi i þessu. Þá tel ég að það þurfi að gera ítölu, eins konar úttekt á bæjum, hvað hver jörð ber af sauðfé, til þess að menn geri sér ljóst þegar þeir byggja, hvað jörðin býður upp á og hvað þarf raunverulega af húsakosti og öðru til búskapar til þess. að lifa af. Margar jarðir þola t.d. allstór kúabú, en ekki sauðfé og öfugt. Þegar ég hætti mjólkurframleiðslu fyrir 11 árum, horfði svo að smjörfjallið var að hrúgast upp, en gott verð var fyrir sauðfjáraf- urðir. Nú hefur þetta snúizt við en ég held að sú þróun sem fráhvarfið frá mjólkurframleiðslunni sýnir, geti orðið mjög alvarleg fyrir þjóðfélagið í heild. Það er ekkert vit í öðru en fara að gera eitthvað alvarlegt og áþreifanlegt í þess- um efnum. Hví til dæmis ekki að koma á sams konar lánamögulcikum til fjós- bygginga og til sjávarútvegsins, þá gæti þetta farið að snúazt við aftur. Hvað snertir samgöngur hér í sveitinni almennt séð þá eru þær all góðar og ef jörð losnar eru margir um það og það er ekkert hik h£r því unga fólkið vill búa. Dalurinner iTemur snjóléttur og því eru samgönguleiðir opnar árið um kring. Þar Leifur á Hnausum. sem við erum hins vegar mest aftur úr nú og veldur miklum aðstöðumun, eru simamálin. Síminn er aðeins opinn í 6 tíma á dag hér og við höfum því t.d enga möguleika á að tala fyrir lægra gjald eins og þeir sem geta talað í sjálfvirkum síma á kvöldin. Þetta skapar gifurlegan aðstöðumun miðað við flest annað fólk á landinu og ég tel að ríkisvaldið verði fast og ákveðið að leysa þessi mál á næstu árum. Það þarf að tryggja fjármagn í grunnbyggingu þess simakerfis sem þarf til að þessi mál komist á réttan kjöl. Þá skapar það leiðindi hjá fólki að um það bil einn þriðji hluti fólksins í sveitinni getur ekki horft á sjónvarp vegna lélegra skilyrða. Það pirrar fólk að vera sett skör lægra en aðrir landsmenn og hefur ugglaust þau áhrif að við missum af ungu og góðu fólki úr sveitunum. Ríkið hlunnfer sveitafólkið í þjónustu. Þessu ber þingmönnum skylda til að kippa í lag. Ég er undrandi á þvi hvað þingmenn dreifbýlisins eru hljóðir á þessa hluti og hæverskir. Þeir virðast fljótir að gleyma sérmálunum miðað við heildina, fjöldann. Annars er hér gott mannlíf" „Nú eruð þið að taka í notkun nýja fjárrétt." „Nýja réttin er merkur áfangi hér í sveit. Þetta er í fjórða sinn sem Undir- fellsrétt er endurbyggð. Skilaréttin var flutt frá Þórólfstungu að Undirfelli um miðja 19. öld en árið 1901 keyptu upp- rekstrarfélögin Grímstunguheiðina og réttinn til að hafa fjárrétt á Undirfells- eyrum með kaupsamningi. Síðast var réttin endurbyggð árið 1935, aðallega úr timbri og nokkuð úr steypu. Þessi rétt er byggð úr timbri og járni. Við fluttum inn fúavarið timbur beint frá Svíþjóð, en staurana keyptum við af Stranda- mönnum, af nokkrum bæjum, alls um 1000 staura af stærðinni 180 sm — 230 sm. Byggingin var boðin út, en allt járn- verk tók að sér Ölafur Rúnebergsson í Kárdalstungu og undirstöður gerði Grétar Guðmundsson á Blönduósi en uppistöðuna í tréverki unnu Sigfús Bragason í Sunnuhlíð og Haukur Páls- son á Röðli. Kostnaður við réttina verður liklega um 8 millj. kr., en teikningu af henni gerði Unnar Jónsson á teiknistofu Landbúnaðarins í samráði við heima- menn um stærð og fyrirkomulag Áætlun stofnlánadeildar um byggingarkostnað var u 10 millj. kr. Alls tekur réttin um 20400 fjár.“ Um dalinn rennur Vatnsdalsá ljúf og tær og að sjálfsögðu barst tal okkar Gísla að ánum: „Húnvetnsku árnar eru yfirleitt góðar veiðiár. Þær eiga upptök sín á gróður- sælum heiðum og þær eru orðnar tals- verð tekjulind fyrir bændur, ekki stórar tekjur hjá neinum einstakling, en talsvert heildarlega séð. Bændur leggja líka talsverða peninga í ræktun, seiði og byggingu veiðihúsa til þess að auka þjónustu og bæta skilyrði. Köldu árin 1965 til 1970 voru árnar lélegar en þær hafa náð sér verulega á síðustu árum. 1 Vatnsdalsá voru sett gönguseiði i all- mörg ár, en árangur var ekki sjáanlegur, en s.l. þrjú ár hafa verið sett sumaralin seiði sem eiga að skila sér til sjávar eftir tvö ár. Hafa seiðin verið sett í kvislar á ólaxgengum svæðum, þ.e. fyrir ofan þau svæði sem lax hrygnir á. Þannig eru þessi svæði nýtt til uppeldis. Árangur af þessari tilraun getur fyrst komið í ljós á næsta ári og næstu árum, en unnið er að því að gera samanburð á þessum einstöku kvíslum varðandi eldis- skilyrði. Þarna eru hitaskilyrði misjöfn og 1—2 gráður geta jafnvel haft mikil áhrif. A s.l. ári voru sett seiði í tjörn við Hof, en tjörnin er kölluð Setukona. Var / Vatns- da/srétt Grein og myndir: Arni Johnsen þetta gert í júlí s.l. ár, en við athugun sem gerð var í ár kom í Ijós að seiðin höfðu þroskazt óvenjuvel. Þrjú seiði voru veidd í júlí s.l. og voru þau 18—19 sm löng, en það er allt miklu^peira en eðlileg meðalstærð á þessum aldri. Allt er þetta þó óskrifuð bók, en við bindum vonir við þetta og vonumst til að geta gert ána verðmeiri og viðfangsefnið er skemmtilegt." í hlaðvarpa íslandssögunnar Degi hallaði og senn var lokið við að draga 15—20 þús. fjár í dilka. Um miðjan dag hafði siðara safnið komið af fjalli, annað eins og fyrra safnið daginn áður og það var nú komið i nátthaga við Undirfellsrétt. Menn kepptust við ýmist að setja féð á vörubíla eða reka heim upp á gamla móðinn yfir ár og lendur. Það var skemmtilegt að sjá féð fara árnar. Erilsamur dagur að kvöldi og menn voru heitir og hressir undir nóttina. Kyrrðin hvíslaði ljóðin sín, menn til bóls, skepnur til haga i hlaðvarpa og undiralda Islandssögunnar átti sér stundir i þessum dal. Hnútukast í anda Vatnsdælinga Menn voru vaskir að morgni dags, rífandi dugur og gekk greitt að draga í dilka. Við röbbuðum við Leif á Hnaus- um, einn af gangnaforingjunum þremur en hann er í hlutverkinu fyrir Vatns- dælinga og Þingbúa. Hann er Svein- björnsson, með bú á Hnausum síðan 1959, en á Hnausum fæddist kempan. Hann var gangnaforingi í undanreið með þeim sem fara i Fljótsdrögin alveg frammi við Langjökul og Eiríksjökul. „Fyrrum," sagði Leifur „var smalað í krikanum milli Langjökuls og Eiríks- jökuls, en mæðiveikigirðingin færði þetta aðeins norður. Við förum 12 á þetta svæði og það tekur 6 daga á hestum, en bill fylgir okkur með farangur. Þetta er mörg hundruð kíló- metra leið en á þessu svæði fram frá er leitað þrisvar í björtu. Fyrst smölum við suður að girðingunni í Fljótsdrögunum, en þar er skáli til gistingar og girðing fyrir féð, síðan er féð rekið norður yfir Stóra-Sand, sleppt þar og síðan smalað með öðru fé þegar Sandgöngumenn eru komnir í leikinn með það fé sem þeir hafa smalað." „Jú, það er spennandi að fara um þetta landsvæði, það er öruggt. Menn sem hafa einu sinni farið eru alltaf haldnir þrá til nýrrar ferðar. Veðrið nú var einstaklega gott, en það þýddi að við urðum að fara rólega með féð í þessum geysilega hita, féð feitt og því Iatt í hitanum. Ég man ekki eftir svona mörgum dögum heitum í göngum." Á milli þess sem menn tóku snarpar lotur i að draga fé sitt, röbbuðu þeir saman um heima og geima, snússuðu sig og hentu pelann á Iofti því það var heitt í veðri, en umfram allt réttardagur. Að sjálfsögðu var eilítið hnútukast manna á milli, annað væri ólíkt Vatnsdælingum og svo er líka vissara að hafa eitthvað til þess að skerpa kærleikann á. En allt var þetta í léttum tón þótt alvara leyndist ugglaust víða á bak við orðaleikina. Dagur leið, kunningjarnir þágu kaffi- sopa eða annan sopa hver hjá öðrum, ýmist í bílum eða á réttargirðingunni og mannlifið gekk sinn gang i takt við um- hverfið, iðandi sauðfé ævintýri réttar- dagsins. . . .... Framhald a bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.