Morgunblaðið - 30.09.1976, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976
21
Ráðherrar fá
morðhótanir
Madrid, 29. september. Reuter.
ADOLFO Suares forsætisráð-
herra og flestir ráðherra hans
hafa fengið nafnlausar morðhót-
anir undanfarna daga að sögn
blaðsins Informaciones.
Háttsettir embættismenn sem
eru kunnir fyrir frjálslyndar
skoðanir hafa fengið svipaðar hót-
anir að þvl er blaðið hefur eftir
áreiðanlegum heimildum.
Hótanirnar koma greinilega frá
mönnum sem eru mótfallnir
áformum stjórnarinnar um póli-
tiskar umbætur að sögn blaðsins.
Enrique de la Mata verkalýðs-
málaráðherra hefur komið fyrir
skotheldum gluggarúðum í skrif-
stofu sinni, segir Informaciones.
Stúdent lézt í gær af sárum sem
hann hlaut þegar hann var skot-
inn í kviðinn og verkalýðsfélög
kvöddu i dag til eins dags verk-
falls í mótmælaskvni. Hann virð-
ist hafa verið skotinn eftir áflog
við öfgasinnaða hægrimenn í mót-
mælaaðgerðum, sem efnt var til
gegn stjórninni á mánudag og var
jarðsettur í dag.
Þar með hafa verið framin 36
pólítísk morð síðan Franco hers-
höfðingi lézt í nóvember I fyrra
en þetta er fyrsta morðið af þessu
tagi sem hefur verið framið í
Madrid.
Tveir leiðtogar verkfalls póst-
manna hafa verið ákærðir fyrir
undirróður og settir í gæzluvarð-
hald. Verkfallið hefur breiðzt út
til allra helztu borga og nær til
30.000 manna.
BOBBY Fischer, fyrrverandi heimsmeistari f skák, var afslappaður
þegar hann kom fram á blaðamannafundi I Manila þar sem hann
hefur ákveðið að setjast að um óákveðinn tfma. Hann kvaðst ætla að
vera þar unz samningum lyki um einvfgi við heimsmeistarann
Anatoly Karpov. Margar milljónir dollara eru f húfi.
Mao smurður
og varðveittur
Peking, 29. september. Reuter.
LlK MAO Tse-tungs verður
smurt og varðveitt að sögn kfn-
verskra embættismanna. En
þeir vilja ekki segja hvar jarð-
neskar leifar formannsins
verða geymdar.
IJtlendingar sem hafa verið í
Changsha i Mið-Kína hafa
fengið þær upplýsingar að
gestum á fæðingarstað hans í
þorpinu Shaoshan hafi fjölgað
úr 2.000 i 20.000 á dag.
Forystumenn á landsbyggð-
inni munu hafa hvatt til þess
að likið verði smurt svo að fólk
frá öllum landshlutum geti
gengið fram hjá líkbörunum í
virðingarskyni.
Diplómatar hafa gizkað á að
grafhýsi verði reist I Peking,
Shaoshan eða í Yenan í Norð-
ur-Kína sem var bækistöð
Rauða hersins á erfiðustu ár-
um byltingarinnar.
Eiturleki í annað
skipti á Ítalíu
Róm, 29. september. Reuter.
I ANNAÐ skipti á þremur mán-
uðum hefur slys leitt til þess að
banvæn eiturefni hafa dreifzt yf-
ir stórt svæði á Italfu.
Tfu ferkflómetra svæði f Man-
fredonia á sunnanverðri Adrfa-
hafsströnd Italfu hefur verið lok-
að. Svæðið er umhverfis efna-
verksmiðju sem er I eigu rfkisfyr-
irtækisins Anic.
Við sprengingu f verksmiðj-
unni á sunnudaginn þeyttist mik-
ið magn af arseniki út f andrúms-
loftið og þegar það kom aftur til
jarðar munu nokkur húsdýr hafa
drepizt.
í dag bönnuðu yfirvöld alla
venjulega starfsemi í iðnarar-
hverfi þar sem verksmiðjan er,
fólki var bannað að fara inn á
svæðið og sérfræðingar voru
kvaddir á vettvang.
Slysið minnir á sprenginguna í
svissnesku Icmesa-verksmiðjunni
I Seveso norður af Mílano 10. júlí
þegar mikið af eitruðu dioxin-efni
Viðræður um
Foxbatþotuna
Tokyo, 29. september. Reuter.
JAPANIR tilkynntu í kvöld að
þeir væru reiðubúnir til viðræðna
við Rússa eftir nokkra daga um
að skila MIG-25-þotunni („Fox-
bat“) sem flogið var til Japans
fyrr f þessum mánuði en sögðu að
flugmaðurinn vildi ekki snúa
heim.
Utanríkisráðuneytið I Tokyo
birti afrit af tveimur bréfum sem
það sagði að flugmaðurinn,
Viktor Belenko, hefði skrifað áð-
ur en honum var veitt hæli í
Bandaríkjunum. Jafnframt sak-
aði ráðuneytið Rússa um að hafa
snúið við staðreyndum í ásökun-
um um meðferð Japana á málinu.
Rússar segja að Belenko hafi ver-
ið neyddur til að biðja um hæli.
Heimildir í ráðuneytinu sögðu
að rússneska sendiráðið hefði tek-
ið við japönsku orðsendingunni
Framhald á bls. 24
barst út í andrúmsloftið. Um
1.000 manns voru fluttir burt og
sérfræðingar reyna enn að finna
leiðir til að útrýma eiturefnunum.
Þeir sem hafa verið fluttir á brott
hafa fengið þær upplýsingar að
ólíklegt sé að þeir fái að snúa
aftur heim fyrir áramót.
í Manfredonia gætir áhrifanna
aðallega á verksmiðjulóðinni og á
litlu svæði ræktaðs lands. Sala
allra Iandbúnaðarafurða frá nær-
liggjandi svæði hefur verið bönn-
uð, svo og veiðar við ströndina.
Framkvæmdastjórar Anic segj-
ast gera ráð fyrir að ein lest af
arseniki hafi lekið við sprenging-
una, en verkalýðsfélagið á staðn-
um segir :ð mágnið geti verið
þrisvar sinnum meira.
Vísindamenn í Manfredonia
segja að sá reginmunur sé á ar-
senik og dioxin-mengun að arse-
nik er aðeins hægt að innbyrða
með þvf að anda því að sér eða
gleyma það en dioxin-eitrun gæti
átt sér stað við snertingu.
Genscher hjá S.Þ.:
Hvetur til reglugerð-
ar gegn gíslatöku
Sameinuðu þjóðunum
28. september Reuter.
IIANS Ðietrich Genscher, utan-
rfkisráðherra V-Þýzkalands, sagði
f ræðu sinni á Allsherjarþingi
S.Þ. f New York f dag, að V-
Þjóðverjar myndu innan skamms
leggja til að skipuð yrði nefnd,
sem fulltrúar 35 þjóða ættu sæti í,
til að semja alþjóðlega reglugerð,
Nixon neitar ábyrgð í
æviminningum sínum
New York, 29. september. Reuter.
RICHARD Nixon fyrrverandi
forseti heldur þvf fram að hann
sé saklaus f æviminningunum
sem hann vinnur að og segir að
óvinir hans hafi notað Water-
gate-hneykslið til að bola hon-
um frá völdum.
New York Times hefur þetta
eftir útgefendum í Bandarlkj-
unum og Evrópu er hafa lesið
bókina. Blaðið segir að Nixon
sjái eftir að hafa ekki krafizt
nánari upplýsinga frá sam-
starfsmönnum slnum þar sem
hann hafi lítið vitað sjálfur um
Watergate-innbrotið og það
sem sfðar gerðist.
Nixon viðurkennir aðeins
dómgreindarskort og neitar því
að hafa borið persónulega
ábyrgð á hneykslinu sem leiddi
til falls hans. Hann kveðst hafa
sagt af sér 1974 til þess eins að
koma I veg fyrir þjóðarsundr-
ungu.
New York Times segir að i
bók sinni muni Nixon einnig
fjalla um hljóðritunarkerfið I
Hvíta húsinu, skapgerð nán-
ustu samstarfsmanna sinna,
fall Spiro Agnews fyrrverandi
varaforseta og fjöld'a utanrlkis-
mála, þar á meðal Vfetnam-
strfðið, fjöldamorðin I My Lai
og fundi hans og evrópskra og
asfskra leiðtoga.
Nixon er sagður vinna dag-
lega að endurminningum sfn-
um sem forlagið Warner Books
mun gefa út i Bandarikjunum,
en New York Times hefur
tryggt sér rétt til að birta út-
drátt úr þeim.
New York Times segir að
starfsmenn Warner Books hafi
sýnt leynilegt 13 sfðna ágrip
erlendum bókaútgáfumönnum
á bókasýningu í Frankfurt f
Vestur-Þýzkalandi. Þeir lásu
það i litlum klefa að viðstödd-
um fulltrúum Warner Books en
þrátt fyrir vfðtækar öryggisráð-
stafanir segir Times að einu
eintakinu hafi verið komið und-
Svíþjóð:
Fyrirsát
á Riviera
Nizza, 29. september. Reuter.
FJORIR grfmuklæddir menn
komust undan með eina milljón
franka f peningum og skartgrip-
um og tóku f gfslingu sextugan
fjármálamann eftir að hafa veitt
þekktum frönskum lagasmið fyr-
irsát skammt frá villu hans
nálægt Nizza.
Mennirnir stöðvuðu Rolls
Royce tónskáldsins Francis Lopez
þegar hann var að koma heim úr
veizlu ásamt konu sinni og fjár-
málamanninum Francois Feril.
Mennirnir fóru með þau inn í
villuna og neyddu Lopez til að
opna peningaskáp þar sem pen-
ingarnir og gimsteinarnir voru
geymdir.
Lopez var læstur inni f baðher-
bergi ásamt konu sinni og Feriel
var neyddur til að undirrita ávfs-
anir upp á þrjár milljónir franka
áður en hann var tekinn f gislingu
og mennirnir flúðu með hann.
Þeir hurfu sporlaust.
sem bannaði töku gfsla, þ.á m.
flugfan og annað.
Ráðherrann sagði að taka gfsla
væri ekki aðeins vandamál einnar
eða nokkurra þjóða heldur allra
þjóða heims. Hann sagði að taka
gísla væri einhver hroðalegasta
og útbreiddasta ofbeldisaógerð,
sem þekktist og þessi þróun hefði
færzt ógnvekjandi f aukana. Hins
vegar forðaðist ráðherrann að
nefna orðið „hryðjuverk" að því
er virtist til þess að forðast við-
kvæm pólitísk viðbrögð, sem hafa
komið f veg fyrir setningu slíkrar
reglugerðar sl. 4 ár. Ymsar Araba-
þjóðir og Afríkuþjóðir hafa látið í
ljós ótta um að setning slikrar
reglugerðar yrði notuð gegn þvi
sem þeir kalla lögmætar aðgerðir
frelsissamtaka.
Kötturinn
var líka
dæmdur
Plymouth, 29. sept. Reuter.
VASILOV Iakimenko, skip-
stjóri á sovézka togaranum
Dzukiya, hefur verið dæmdur f
250 punda sekt fyrir veiðar
innan brezku 12 mflna mark-
anna. Hann var einnig dæmd-
ur f 200 punda sekt þar sem
skipskötturinn laumaðist f
land og braut þar með ströng
lög gegn hundaæði.
Menn af brezka tundurspill-
inum Soberton föru um borð í
Dzukiya á laugardaginn þegar
togarinn hafði verið staðinn að
veiðum 1.2 km innan mark-
anna. Eftir 15 tfma þras var
togarinn dreginn til hafnar f
Plymouth.
Iakimenko skipstjóri segir
að hann hafi ekki vitað að kött-
urinn Tovarich hafi verið um
borð og benti á að samkvæmt
sovézkum lögum væri bannað
að hafa dýr i skipum.
Dómarinn tók til greina þá
staðhæfingu skipstjórans að
ratsjárbilun hefði valdið þvf að
hann hefði farið inn fyrir
mörkin. Þótt hann væri sektað-
ur var vfsað á bug þeirri kröfu
landbúnaðar- og sjávarútvegs-
ráðuneytisins að afli og veiðar-
færi yrðu gerð upptæk.
Kötturinn Tovarich var sett-
ur í sóttkvf.
300.000 fjöl-
skyldufyrírtæki
STOKKHÓLMI — 1 Svfþjóð eru
starfrækt um 300.000 fjölskyldu-
fyrirtæki sem veita rúmlega
einni milljón manna atvinnu eða
um það bil 30 af hundraði þeirra
sem stundq atvinnu.
125.000 þessara fyrirtækja
starfa í landbúnaði, 26.000 í iðn-
áði 57.000 við verzlun, 37.000 við
byggingarstarfsemi og 80.000 á
ýmsum öðrum sviðum.
Fjölskyldufyrirtækin gegna
lykilhlutverki í atvinnulífi í lang-
flestum fylkjum Svíþjóðar. Á
sumum svæðum starfar hjá þeim
rúmlega helmingur heildarvinnu-
aflans.
Hins vegar fa-kkar fjölskyldu-
fyrirtækjum og á næstu fimni ár-
um er gert ráð fyrir að a.m.k. 40%
þeirra leggist niður, hvort sem
þau verða seld eða þeint verður
lokað.