Morgunblaðið - 30.09.1976, Side 23

Morgunblaðið - 30.09.1976, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976 23 Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur flutti í gær erindi á ráðstefnu Norðurlandaráðs í Kristíaníu í Noregi um „lýðræði í stjórnsýslu". í erindi sínu, sem hér er birt í heild, fjallaði Indriði sérstaklega um samskipti stjórnmála- manna, stjórnmálaflokka og borgaranna. Lýðræðið og flokkaskipunin á Norðurlöndum býður upp á myndun samsteypustjórna, þar sem allir fá ekki allt allan tlm- ann, heldur allir eitthvað öðru hverju. Raunar gildir hið sama um stjórnir flokka sem einir sér mynda meirihluta. Þessi þankagangur bendir ótvírætt til þess að ætlast er til af stjórn- málamönnum, að þeir láti eitt- hvað af hendi rakna til hags- bóta fyrir einstaklinginn, til að bæta líf hans og tryggja honum öryggi. Þessum óskum er ekki ætlð hægt að sinna, m.a. vegna þess að peningar vaxa ekki á trjánum. Það er öllum ljóst að stjórn- málamenn eru ekki á móti borgurunum í þeim skilningi, að þeir starfi gegn daglegum hagsmunum þeirra, sem felast svona yfirleitt i því að hafa I sig og á, og hafa sæmilegan frið fyrir sköttum. Við vitum lika að nokkur trúnaðarbrestur hefur ætíð verið fyrir hendi á milli borgarans og stjórnmálamanns- ins, nema á örlagastundum, þegar allir stefna að einu marki, eins og I stórdeilum milli ríkja eða I miklum félags- legum eða flokkslegum átök- um. Trúnaðarbresturinn kem- ur frekast I ljós í sæmilega stöð- ugu stjórnarfari. Þetta bendir eindregið til þess, að þrátt fyrir vaxandi upplýsingu, mikinn fréttaflutning af opinberum störfum og mergð fjölmiðla, þoli báðir aðilar illa aðgerðar- leysi á vettvangi stjórnmála. Sé stjórnmálamaðurinn ekki að leiða þjóð slna má allt eins bú- ast við því að hann gefi sér tlma til að hlusta á klikur og þrýsti- hópa, og það þykir hinum al- menna borgara vondur félags- skapur. Miðað við uppruna stjórn- málamanna, a.m.k. hér á Norð- urlöndum, þar sem ættarstoðir og erfðasæti eru úr sögunni fyr- ir löngu, má segja að hver kjós- andi eigi menn af sinni stétt I hópi þeirra, sem sitja á löggjaf- arþingum og I valdastólum. En það er eins og borgarinn hafi það á tilfinningunni, að I hvert sinn, sem maður af hans stétt er kosinn á þing, gangi hann jafnframt I aðra vist, hverfi inn um hið gullna hlið valdsins og taki sér sæti I hópi andstæð- inga, sem skipaður er stétt stjórnmálamanna. Auðvitað minnir þetta á viðhorfið til ein- valda, konungshirða og emb- ættismanna — hinnar gömlu hástéttar. Þótt kjósendum sé bent á, að þeir geti gert upp mál sln I kjörklefanum, telja þeir sig samt ekki ná nógu rækilegu sambandi við vald, sem veltur stundum á hundruðum og þús- undum atkvæða. Hinn afskipta- litli borgari veit að engin sam- vinna rlkir um valdið milli kosninga, nema innan fá- mennra hópa, sem kjörnir hafa verið i valdastöður innan flokk- anna, eða voldugra stéttarsam- taka, sem stöðugt knýja á um meiri þátttöku I ákvörðunar- valdi þinga og ríkisstjórna, og hegða sér eins og stjórnmála- flokkar án kjörmanna til lög- gjafarþings. í því hitasóttar- kennda andrúmslofti, sem rlkir milli kjósanda og stjórnmála- manns fyrir hverjar kosningar, eflist kjósandinn af þeirri til- finningu, að hann sé kominn I bland við valdið. Þegar upp er staðið heyrir hann aðeins óm- inn frá gjallarhornunum. Og það er I því tómarúmi, sem skapast milli kosninga, sem borgarinn finnur sig afskiptan með þeim afleiðingum, að hann gerist gagnrýnni á störf stjórn- málamannsins en æskilegt get- ur talizt. Stjórnmálamenn hafa I vax- andi mæli aðhyllzt þá stefnu, að hafa stöðugt meiri afskipti af daglegu lifi undir yfirskini rík- isforsjár. Að vísu verður ekki alltaf greint á milli hvar sjálf- sagðri rlkisforsjá sleppir og hvar valdaþörf stjórnmála- mannsins tekur við. Ríkisfor- sjáin færir stjórnmálamanninn ekkert nær borgaranum og býð- ur ekki upp á þau skoðana- skipti, sem I senn mundu styrkja stjórnmálamanninn i starfi og veita borgaranum aukna þátttöku I viðfangsefn- um hans og vandamálum. í leit sinni að stuðningi og almennu fylgi mun sá dagur seint renna að stjórnmálamað- urinn neiti að styðja fallegar og mannúðlegar aðgerðir. Eðli málsins samkvæmt þýða slíkar aðgerðir aukin völd yfir dag- legu lífi einstaklingsins. Ef- laust er honum ljóst þetta sam- hengi. En stjórnmálamaðurinn á I vök að verjast vegna þess að samhjálpin kemur að ofan I mynd rlkisforsjár. Stuart Mill sagði einfaldlega að öllum mönnum skyldi búið allt mögu- legt frelsi að þvl tilskildu að það skerti ekki frelsi annarra. Samhjálpin i dag hefur á ýms- an hátt vikið þessari kenningu til hliðar I mynd aukins frelsis stjórnmálamanna til að ráða og ákveða daglegan kost okkar. Gegn kenningu Mills ganga llka aðgerðir svonefndra þrýsti- hópa, sem neyta aðstöðumunar og samtakamáttar á kostnað hins almenna borgara. Stétta- samtökin koma einnig við sögu, sem hvert I sinu lagi fara heldur ekki með málefni borg- aranna, en vinna að því að skapa sér sterkan stjórnmála- legan vettvang utan þings, og móta I stöðugt rlkara mæli, beint og óbeint, stjórnarstefn- ur, þótt enginn hafi kjörið þau til að fara með umboð al- mennra kjósenda. í þessu ljósi ber að velta fyrir sér eðli og takmörkunum þess valds, sem einstaklingar verða beittir með löglegum hætti. Jafnvel I sjálfsögðustu ríkisfor- sjá felast mótsagnir. Valdinu er oft beitt til hjálpar einstakling- um eins og I tilfelli almanna- trygginga, en jafnframt til íþyngingar þeim, sem þurfa að standa undir kostnaði við svo sjálfsagða aðgerð. Eins og nú er komið virðist einstaklingurinn hafa yfir rúmum þrjátíu árum að ráða frá þvf hann kemur frá námi, sem er greitt af þvi opin- bera, þangað til hann kemst á eftirlaun, sem einnig eru að stærstum hluta greidd af þvl opinbera. Við höfum ekki ein- ungis verið að stytta vinnutím- ann. Við höfum einnig stytt starfsævina úr hófi. Þrátt fyrir þetta sést hvergi örla á þakk- læti til hinna rausnarlegu stjórnmálamanna. Þeir eru jafn fjarlægir og áður því fólki sem þiggur þessa forsjá. Það hafa aðeins bætzt við ný kröfusvið báðum megin starfsævinnar. Fyrir nokkrum árum sagði ís- lenzkur stjórnmálamaður, sem stóð þá I kosningabaráttu fyrir flokk sinn, að nú værum við orðin svo vel stödd, að nú væri gott ef fólk vildi staldra við til að njóta þess sem við hefðum. Af viðtökunum að,dæma hefur þetta ekki þótt skynsamlega mælt. Á þetta atriði var ekki frekar minnzt fyrir kosningarn- ar, hvorki af andstæðingum mannsins eða flokksmönnum hans. Það hefur hins vegar sýnt sig, og að likindum um öll Norð- urlönd, að gott hefði verið að geta hægt á ferðinni með það I huga að fara að njóta þess sem við höfðum. I rauninni, og I ljósi stöðugrar verðbólgu, eru stjórnmálamenn hvar I flokki sem þeir standa, stöðugt að reyna að hægja á ferðinni. Það má bara ekki segja það opin- skátt til að verða ekki kenndur við afturhald, sem I raunveru- leikanum er allt annars eðlis. Hin hraða, og allt að þvl ör- væntingarfulla útþensla, boðar ekki það öryggi, sem einstak- lingurinn leitar eftir. Enginn telur það varanlegan bústað að eiga heima I miðri sprengingu. Menn komast að þvi fyrr eða síðar, að lýðræði er ekki annað en vinnuplan frjálsra manna. Engar viðhlltandi kenningar hafa verið settar því til styrkt- ar, þannig að hægt sé að boða það eins og t.d. marxisma. Víst hefur ýmislegt verið sagt um lýðræði allt frá upphafi þeirrar menningar, sem við búum við á Vesturlöndum. En lýðræðið hefur hver viljað túlka að vild sinni og I samræmi við tlðina eða persónulegar þarfir eáp- stakra lýðherra. Samvinnan um valdið hefur oft verið I þvl lág- marki, að einungis örfáir menn hafa ráðið heilum þjóðrlkjum, sem þó hafa talizt búa við lýð- ræðisskipulag. Og enn eru uppi alþýðulýðveldi með slíku svip- móti. En eftir því sem fleiri standa á bak við skoðanamynd- unina og stefnumörkun hvers konar er samvinnan um valdið meiri — vinnuplan frjálsra manna vlðtækara. Þetta þýðir ekki að löggjafarþingin eigi að heyja á torgum og heldur ekki að stefnumörkunin eigi að lenda I höndum þrýstihópa og heildarsamtaka, sem ekki bjóða fram til þings, heldur þýðir þetta opnari samskipti við al- menning á öllum hugsanlegum vettvangi. Þaðan er valdið kom- ið og rétturinn til þingsætis. Stjórnmálamenn eiga að vera lýðforingjar en ekki mismun- andi duglegt skrifstofufólk. Þótt furðulegt megi telja hagar ekki svo til I húsakynn- um þingmanna, að þau auðveldi þeim samvinnuna um valdið við almenning. Við þekkjum það úr ýmsum atvinnugreinum, að vinnuaðstaða er þar misjafn- lega hættuleg. Ekki er hægt að segja að vinnuaðstaða þing- manna sé hættuleg I bókstaf- legri merkingu. En ef við virð- um fyrir okkur þinghús á Norð- urlöndum, bera þau oftar en hitt keim af þvl, að þar séu að starfi stofnanir sem hýsi fasta starfsmenn en ekki hetjur mál- snilldar og framsýni, sem láta auðnu ráða hvort staðið er við lengur eða skemur. Stólarnir og borðin og gagnastaflarnir á borðunum benda eindregið til þess, að menn hafi komið sér fyrir til langframa I þessum sal- arkynr'um lýðræðisins. Kaffi- stofan á næsta leiti eykur enn á það andrúm varanleikans, sem mætir auganu strax og litið er yfir þingsalinn. Sá þingsalur, sem kemst næst >ví að vera nógu óþægilegur, til að enginn verði grunaður um að vilja dvelja þar lengur en nauðsyn krefur, er málstofa brezka þingsins. Þar er setið á langbekkjum og aðbúnaðurinn virðist beinllnis koma I veg fyr- ir að menn séu grunaðir um að vilja sitja þar til langframa. Mjög hefur verið rætt að virð- ingu þinga hraki. Sllkt á sínar uppsprettur I hugum almennra kjósenda að einhverju leyti, sem vilja ekki að þingmenn liti á sig sem embættismenn eða skrifstofuþingmenn heldur kyndilbera framvindunnar og stjórnviskunnar. Einn hlut i þessu eiga svo hinar svonefndu flokksmaskínur, sem hafa til- hneigingu til að ýta til þingsetu fremur hægu og viðráðanlegu liði og samstarfsþýðu innan þingflokkanna. Skrifstofuhald- ið getur þá gengið þeim mun snurðulausara fyrir sig. En það er efamál að einmitt slikir þing- menn séu hinum almenna borg- ara að skapi. Aukin samvinna um valdið mundi leiða það i ljós. Tilgáta min byggist á þeirri vitund, að vagga lýðræðis er maðurinn sjálfur, hugsanir hans og orð, en ekki góður stóll, borð með prentgögnum og kaffistofa I nágrenninu. Margt I lögum og reglugerð- um vekur nokkra furðu leik- manna, vegna þess að sumt er þar óljóst orðað til að veita nokkurt svigrúm I framkvæmd- inni. Hið sama er að segja um stjórnmálaályktanir. Þær verða að vera almennt orðaðar til að sem flestir geti sætt sig við þær. Þessar aðferðir hafa eflaust lætt inn grun um stjórnleysi og vanmátt stjórnmálamanna, eða það sem verra er, hugmynda um skipulagða meðalmennsku. Kannski er hér um að ræða einn þátt lýðræðis, en rými inn- an laga og ályktana og of laus tök yfirleitt leiða til hungurs eftir sterkum mönnum eða öfg- um. Og þá er að meta hvort betra sé óljóst orðalag, sem vek- ur grúnsemdir þeirra, sem minna skilja I þessum efnum, eða það öfundsverða hlutskipti stjórnmálamannsins að standa með afdráttarlausri og virðing- arverðri skoðun sinni — eða falla. Hinir loðmæltu stjórn- málamenn sitja kannski alla ævi á þingi, trúir þingflokki sínum, en þeir heyrast illa með- al fólksins. Embættismenn i ráðuneytum og stjórnarstofnunum leggja líka sitt af mörkum til að við- halda.þeim trúnaðarbresti, sem rikir milli almenns borgara annars vegar og stjórnmála- manna hins vegar. Meðan emb- ættismenn sátu i skjóli ein- valda voru þeir bæði að fram- fylgja guðs lögum og lögum manna. Þá skipti ekki ýkja miklu máli hvernig þeir hög- uðu sér, af þvl borgarinn leit svo á, að allt vald væri óvinveitt og til bölvunar. Skuggi þessara almennu viðhorfa til valdsins hvilir enn yfir stjórnmálunum. Þrátt fyrir miklar breytingar, einlægan framfaravilja og öfl- uga samhjálparstefnu síðustu áratuga, virðist hafa gleymzt að breyta valdinu I almennara horf. Það vekur enn tortryggni borgaranna, og þeim einuni er um að kenna, sem dýrka valdið valdsins vegna. Það er nefni- lega enn til mikið af stjórn- málamönnum, sem ekki þola völd og ganga með snert af gamla einvaldanum I brjóstinu. Pólitík þeirra hefur oft keim af sjónarspili, þótt þeir kyssi ekki börn I kosningaleiðöngrum hér á Norðurlöndum, og þeim hefur láðst að nálgast allan almenn- ing I öðru en ríkisforsjánni. Embættismenn koma yfir- leitt úr skólum til starfa sinna, flestir með staðgóða þekkingu i húmanlskum fræðum. Sem for- hlið að valdakerfinu kunna þeir sáralitið til verka, þótt þeir læri af reynslunni. Ráðuneyti og stjórnarstofnanir geta að visu ekki haft á sér svip hjarð- fjósa, þar sem allir ganga út og inn að vild. Hins vegar er borg- arinn fljótur að tengja allan seinagang og tregðu við véla- brögð andsnúins valds. Stjórn- arstofnanir ýmiskonar eru þvl viðkvæmir staðir, sem geta eft- ir atvikum ráðið miklu um við- horf til stjórnmála. Það ríður þvi á miklu að embættismenn- irnir geri sér grein fyrir því, að þeir eru þjónar þjóðfélagsins en ekki herrar þess. í ýtrustu myndum sinum eru vald og frelsi andstæður. Það er starfi stjórnmálamannsins að rækja það jafnvægi, sem rlkja veróur á milli þessara höfuð- atriða stjórnarfarsins. Ríkisfor- sjá og fyrirgreiðsla ýmis konar er hluti valdsins. Þetta tvennt getur verið jákvætt eftir atvik- um, en það leiðir hvorki til meira frjálsræðis né eflir úr- ræði einstaklingsins. Að lokum getur farið svo, að hann hreyfi sig lltið án forsjárinnar að ofan. Þá minnir hann meira á ákveðnar tegundir búskapar en frjálsborinn mann. Borgarinn óttast þessa þróun, þótt hann I sjálfu sér sé samþykkur ýmsum greinum rlkisforsjár I mynd vaxandi samhjálpar. En ríkis- forsjáin getur gengið út I öfgar. Við höfum raunar fyrir augun- um heil þjóðrlki, sem byggja ekki lengur á frumkvæði ein- staklinga umfram það sem rík- isforsjáin heimilar. Það mætti spyrja Alexander Solsjenitsyn hvernig væri að búa við slfkt vald. Þótt margt hafi verið gott gert á Vesturlöndum stjórnar- farslega séð, og lýðfrelsi sé víð- ast virt til hins ýtrasa, hefur það ekki komið I veg fyrir, að andstaðan við valdið hefur sjaldan birzt I harðvitugri myndum en einmitt nú. Öfga- hópar, sem starfa utan laga og réttar telja athæfi sitt til stjórn- málastarfsemi. Þeir llta jafnvel Framhald á bls. 26 BORGARINN 0G VALDIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.