Morgunblaðið - 30.09.1976, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.09.1976, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976 Sjónvarpið 10 ára Ekki vitað hvenær litsjónvarp hefst Rætt við Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóra FYRIR réttum tíu árum hóf fslenzka sjónvarpið göngu sína. Það var á fösu dagskvöldi, hinn 30. september 1966 kl. 20:00 og hafði þá undirbúningur staðið f alllangan tfma. Fólk hafði verið ráðið að stofnuninni nokkrum mánuðum áður og vann það að undirbúningi þess- um. Tilraunaútsendingar höfðu farið fram innanhús og var starfsfólkið þjálfað f störfum sfnum. Eins og flestir muna sjálfsagt eftir var fyrst sjónvarpað f tvo daga f viku en smám saman fjölgaði útsendingar- dögunum og nú eru þeir sex. Á þessum árum hefur margt verið rætt og ritað um málefni fslenzks sjón- varps og f upphafi deildu menn um hvort það ætti nokkurn rétt á sér. Sú umræða fer fram enn þann dag í dag og mun sjálfsagt fara fram enn um sinn. En sjónvarpið er staðreynd og það á að auka útsýn um jörðina og nýjar veraldir, vera hvöt til betra lífs og glaðvær hvíld eftir erfiði dagsins,“ eins og þáver- andi útvarpsstjóri, Vil- hjálmur Þ. Gfslason, sagði þegar hann fyrstur manna ávarpaði þjóðina f fslenzku sjónvarpi. Hér verður sagt nokkuð frá starfsemi sjón- varpsins og rifjað lftillega upp saga þess í máli og myndum. Fyrsta dagskráin: # Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri, ávarp. # Blaðamannafundur. Bjarni Benediktsson svar- ar spurningum ritstjór- anna Andrésar Kristjáns- sonar og Ólafs Hannibals- sonar. Stjórnandi er Eiður Guðnason, blaðamaður, en hann sá um sams konar þátt hjá útvarpinu vetur- inn áður. # Islendingabyggðir á Grænlandi til forna. Kvik- mynd Ósvaldar Knudsens. # Skáldatími. Halldór Laxness les úr Paradísar- heimt. # „Það er svo margt ef að er gáð ...“ Skemmtiþáttur Savannatríósins. # Dýrlingurinn — einka- lögreglumaöurinn Simon Templar. Fyrirmyndar eiginmaður nefnist fyrsti þátturinn. # Yfirlit frétta sl. viku, samsett úr fréttamyndum erlendum. PÉTUR Guðfinnsson er fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins og var hann fyrsti starfsmaður þess. Hann sagði að starfsmönnum hefði smám saman farið f jölgandi og fljótlega hefðu þeir náð töl- unni 30—40 og væru nú komnir upp I um 120 f allt. Sagði Pétur að þeim hefði Iftið fjölgað nú sein- ustu árin en hér væri samt mun fámennara en á öðrum sambæri- legum stöðum en það færi mest eftir hvað innlend dagskrárgerð væri mikil. Um dreifingu sjón- varpsins sagði Pétur: — Dreifingarkerfið er nokkuð veikt og það verður tæpast al- mennilegt fyrr en örbylgjukerfi kemur um allt land. Það er nú þegar á nokkrum stöðum en það vantar sem sagt nokkuð mikið upp á það ennþá. Það er Lands- sími íslands, sem er verktaki og sér að miklu leyti um þessa dreif- ingu en við greiðum fyrir hana. Það hefur engin ákvörðun verið tekin enn um litsjónvarpið og við vitum ekki hvenær það verður. „SJALDAN held ég að jafnfátt fólk hafi gert jafnmikið undir jafnmikilli pressu, daginn út og daginn inn, eins og starfsfólk fréttastofu sjónvarpsins f þessi tfu ár.“ Það er sr. Emil Björnsson sem mælir þessi orð. Hann er dagskrárstjóri frétta- og fræðslu- deildar sjónvarpsins og er einn af fyrstu starfsmönnum þess. Hann vann að undirbúningi þess ásamt öðrum dagskrárstjórum og for- ráðamönnum sjónvarps- og út- varpsmála á Islandi. Emil Björns- son greinir f stuttu máli hvernig starfið á fréttastofu sjónvarpsins gengur fyrir sig: „Við öflun og undirbúning á fréttum vinna alls um 10 menn. Fréttamenn, innlendir og erlend- ir, 1 Iþróttafréttamaður, 2 sem stjórna útsendingum og vél- ritunarstúlkur. Auk þeirra eru svo fleiri við sjálfa útsendinguna og kvikmyndunina, en það heyrir ekki undir þessa deild. Liði fréttastofunnar er slðan skipt I tvennt og hvor vakt er síðan f 12 tíma tvo daga í röð og frí hina dagana. Þó er ekki um raunverulegt frf að ræða þar sem það fólk sem er f fríi sér t.d. um þáttinn Kastljós, þegar það er í fríi um miðja vikuna, en það tek- ur tvo daga og jafnvel þrjá að undirbúa þann þátt. Það þyrfti að fjölga hér dagskrárfólki og kynn- ingarfólki ef hægt ætti að vera að hafa fleiri fræðsluþætti og frétta- skýringarþætti en það er samt ótrúlegt hvað hér hefur verið gert, miðað við þau tæki og það fjármagn og þann mannafla sem hér hefur starfað. Flesta þessara föstu þátta svo sem Kastljós verða fréttamenn að vinna í sínum frí- tíma en fær þó að sjálfsögðu greitt sérstaklega fyrir." Þeir þættir, sem falla undir um- sjón Emils Björnssonar eru eins og fyrr segir allir frétta- og fræðsluþættir, fréttaskýringar- þættirnir Kastljós og Erlend mál- Við gerðum skýrslu um það mál nú um sfðustu áramót og síðan hefur hún verið til umfjöllunar hjá ráðuneytinu. Núna getum við aðeins sent út í lit það sem við fáum á myndsegulböndum og er það aðallega brezkt efni. 1 fyrsta áfanga við að koma á litsjónvarpi er um að ræða tæki til að fylgjast með litnum og er kostnaður við að koma þvf upp um 20 milljónir segir f skýrslu okkar frá því um áramótin en það kostar töluvert meira að fara al- gerlega yfir í litinn. Fólk heldur að sér höndunum um kaup á tækj- um núna býzt ég við en nú er komið að þvf að margir þurfi að endurnýja tækin sfn eftir tfu ára notkun og þvf væri það gott fyrir það fólk að fá að vita með nokkr- um fyrirvara hvenær búast má við að litsjónvarp hefjist hér fyrir alvöru. Um afnotagjöldin og fjármál sjónvarpsins sagði Pétur að f upp- efni eins og þeir heita f dag og við getum rifjað upp eldri nöfnin, Sjónarhorn, I brennidepli, Sjón- aukinn, Blaðamannafundur, og fleiri sem mætti einnig telja. Þættirnir Munir og minjar, sem er á dagskránni öðru hverju, Mað- ur er nefndur, Heimsókn, Helgi- stund f sjónvarpssal, sem nú heit- ir Að kvöldi dags og fþróttaþáttur heyrir einnig undir frétta- og fræðsluþætti og allir aðrir fræðsluþættir erlendir og inn- lendir. Nefndi hann einnig þátt- inn Nýjasta tækni og vísindi sem verið hefur á dagskránni öll þessi ár og hefur örnólfur Thorlacius alltaf séð um hann, ásamt öðrum nú hin síðari ár. Sr. Emil sagði að sjónvarpið reyndi að senda menn utan til að afla erlendra fræðslu- mynda og nefndi hann að á Italíu fer fram á hverju hausti sýning á þvf sem sjónvarpsstöðvar I Evrópu hafa upp á að bjóða í fræðsluefni og öðru efni og hefði hafi hefðu afnotagjöldin fylgt nokkurn veginn tvöfaldri áskrift dagblaða en nú væru þau komin langt aftur úr þeim, afnotagjaldið væri nánast það sama og áskrift dagblaðanna. Við leggjum til hvert afnotagjaldið verði og sfðan fer það til umsagnar f ráðuneyti og hagsýslustofnun þar sem það Sr. Emil Björnsson dagskrár- stjóri frétta- og fræðsludeildar. hann farið þangað tvö fyrstu árin en sent fulltrú sinn sfðustu árin. Sr. Emil sagði að fyrstu starfs- menn deildarinnar hefðu verið þeir Magnús Bjarnfreðsson, Markús Örn Antonsson frétta- menn og Ölafur Ragnarsson stjórnandi fréttaútsendinga. Fleiri bættust fljótlega í hópinn, Ásdfs Hannesdóttir og Sigurður Sigurðsson og nú eru starfsmenn fréttastofu 12, en allt starfslið frétta- og fræðsludeildar 15—16 manns. Þeir hafa smám saman hætt þessir sem fyrst voru hér og það er gott fyrir okkur að hafa þá i seilingarfjarlægð og við getum fengið þá til að stjórna þáttum. er endanlega er ákveðið, sagði Pétur, og yfirleitt er það skorið niður frá því sem við lögðum til. Fjárhagslega ber sjónvarpið sig en getur samt ekki varið neinu fé til frekari uppbyggingar en Pétur sagði að mikill innflutningur sjónvarpstækja hefði skilað þeim meira fjármagni en búizt hefði verið við, en sjónvarpið fær toll- tekjur af hverju innfluttu sjón- varpstæki. Ég held að það sé enginn þrýst- ingur á það að hafa sjónvarp alla daga vikunnar sagði Pétur og ekki heldur að sleppa sumarlok- uninni en þó held ég að fyrr verði farið að sjónvarpa í júlf en á fimmtudögum. Erlendir sjón- varpsstarfsmenn hafa hart orð á því að gott sé að hafa einn lausan dag f viku og þeir sem hafa reynslu af sjö daga útsendingu taka alveg undir það og vifdu jafnvel fá að sleppa einum degi en það er ekki svo gott þegar einu sinni er byrjað að senda út alla daga vikunnar. Þess vegna held ég lfka að það komi ekki til að útsendingardögum hjá okkur verði fækkað, það er alltaf erfitt að fara niður á við f þessu tilliti. Þess má að lokum geta að Pétur sagði að afnotagjöldin væru mið- uð við þessa sumarlokun og að ekki væri sent út á fimmtudögum, þau væru miðuð við 285 til 290 útsendingardaga á ári. Það má þvf segja að um leið og starfsfólki hér fjölgar eigum við um leið fyrrverandi starfsmenn sem við getum leitað til og þannig eigum við I rauninni enn meira úrval af mönnum til sérverkefna, þótt þeir séu ekki allir fastráðnir ennþá. Um leið og Emil var að mæfa þessi orð hringdi síminn á borði hans og var hann þá einmitt að leita til fyrrverandi starfsmanns, Magnúsar Bjarnfreðssonar, og biðja hann að stjórna umræðu- þætti, sem verður á dagskránni á morgun, um afbrotamálin. Upphaflega hafði Svala Thorlaci- us, annar fyrrverandi fréttamað- ur, ætlað að sjá um hann en að- stæður hjá henni höfðu breytzt. Emil sagði að svona aðstæður kæmu oft upp hjá þeim, og í þessu tilfelli varð að leita til Magnúsar vegna þess að fréttamennirnir all- ir voru þegar uppteknir f verkefn- um út vikuna og ekki hægt að breyta þeirra dagskrá. Einnig nefndi Emil að þeir Ólafur Ragnarsson og Sigurður Sverrir Pálsson myndu vonandi sjá um þátt í vetur 4—5 sinnum þótt frá þvf væri ekki fullgengið. Magnús Bjarnfreðsson tekur að sér að sjá um þáttinn Heimsókn, sem Ómar Ragnarsson hefur að mestu leyti séð um fram að þessu. Þá snerist talið að öflun frétta út um landið: — Það hefur verið mikið verk- efni að fá menn sem búsettir eru úti á landi og geta tekið skvik- myndir fyrir sjónvarpið en nú eru þeir yfír 20 í allt og yfirleitt eru þeir í senn myndatökumenn og fréttaritarar. Við fáum alltaf fréttir frá þeim þegar eittvað fréttnæmt er á seyði og yfirleitt hafa þeir staðið sig mjög vel. Við höfum haft námskeið fyrir þá í kvikmyndatöku og það hafa starfsmenn fréttadeildar og kvik- myndadeildar annazt. Ég held að varla sé til það byggðarlag sem við höfum ekki sýnt eitthvað frá, annaðhvort fréttamynd eða fræðsluþátt en þeir skipta eflaust orðið fjölmörgum tugum og fréttamyndirnar hundruðum á áratugnum. Við skipuleggjum yfirleitt seinni hluta vetrar hvernig við högum sumrinu í megindráttum og hvaða staði við heimsækjum og svo er sumarið sem sagt aðallega notað til efnis- öflunar. Einn hlutur hefir vakið nokkra athygli manna en það er sú ráð- stöfun að hafa alltaf 2—3 lesara í Framhald á bls. 26 Fyrsta starfsfólk fréttastofu sjónvarpsins. Sitjandi Markús örn Antonsson og Emil Björnsson. Standandi frá vinstri: Sigurður Sigurðs- son, Ásdfs Hannesdóttir, Magnús Bjarnfreðsson ogólafur Ragnarsson. Varla til það byggðarlag sem við höfum ekki sýnt eitthvað frá — segir sr. Emil Björnsson dagskrárstjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.