Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976
35
Brœðraminning:
Ágúst Jónsson og
Sigurjón Jónsson
Bræðurnir Agúst Jónsson
Hraunbæ 132 og Sigurjón Jóns-
son Laugarásvegi 41 Reykjavík,
létust mað rúmlega mánaðarmilli-
bili, hinn 5. júlí og 12. ágúst 1976.
Ágúst Jónsson, sem fæddur var
að Syðri-Hömrum i Holtum 1. maí
1901, lést í Reykjavfk 5. júli s.l. og
Sigurjón Jónsson, sem fæddur
var að Grettisgötu 17 Reykjavík,
lést í Hamborg 12. ágúst s.l.
Foreldrar þeirra bræðra voru
Jón Vigfússon og Helga Sigurðar-
dóttir er bjuggu að Syðri-
Hömrum í Holtum. Þau áttu bæði
ættir að rekja um Rangárþing,
voru af hinum kunnu ættum sem
kenndar eru við Sandhólaferju og
Vikingslæk.
Þau hjón fluttu til Reykjavikur
1901. Börn þeirra urðu alls átta,
sex komust til fullorðinsára, en
tvö dóu ung. Bræðurnir, Ágúst og
Sigurjón, ólust upp með foreldr-
um sfnum í Reykjavík, ásamt
þrem systrum, en einn bróðirinn
á Eyrarbakka.
Jón Vigfússon stundaði stein-
smiði alla tið eftir að hann flutti
til Reykjavákur, og bjó lengst af
að Njálsgötu 35. Jón var hagur vel
og þótti f mörgu bera af í iðn
sinni, enda má enn sjá snilldar-
handbragð hans á ýmsum mann-
virkjum í Reykjavík, þó að nú sé
fæstum kunnugt hver fram-
kvæmdi verkið.
Bræðurnir hófu báðir undir-
búning lífsstarfs síns með námi f
Iðnskóla Reykjavikur, jafnframt
því að þeir gerðust nemar i járn-
smíði hjá sama meistara, Jóni Sig-
urðssyni Laugavegi 54.
Að loknu námi f járnsmíði inn-
rituðust þeir f Vélskóla íslands,
þaðan lauk Ágúst prófi 1925 en
Sigurjón útskrifaðist 1930, að
loknu námi.
Báðir voru þeir bræður smiðir
góðir og færir I sinni iðn, enda er
talið að Ferjuætt hafi löngum alið
mikla hagleiksmenn og smiði, svo
að orð var á gert.
Þó að lifsstarf þeirra bræðra
hafi ekki orðið við rennibekk eða
steðja, svo sem i fyrstu hefði mátt
ætla, var það jafnan f tengslum
við þá iðn og höfðu þeir ætíð
mikil samskipti við iðnaðarmenn i
þessari grein.
Með aukinni vélskipaeign
landsmanna, varð þörfin fyrir sér-
menntaða menn f vélgæslu æ
brýnni. Vélstjórn á skipum varð
því ævistarf þeirra bræðra. I
fyrstu var eingöngu um að ræða
stjórn gufuvéla, enda allt nám við
þær miðað. Engu að síður reynd-
ust þeir bræður þess umkomnir
að taka að sér gæslu dfeselvéla,
þegar þær komu til sögu, enda
höfðu þeir fylgst vel með þróun
mála I þessari grein og eðlislæg
athygli og næmi gerði þeim kleift
að verða f fremstu röð sinna sam-
starfsmanna.
Ágúst hóf vélstjórn á togara
Framhald á bls. 26
NÝ DEILD
(í kjallara undir matvörudeild)
■
11 jy ippy
rfff
|
; ■■ |
3]Electrolux
2]Electrolux
HEIMILISTÆKI
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
BÖKUNAR OG GRILLOFNAR, HELLUR,
DJÚPSTEIKINGARPOTTAR OFL.
Rowenla
HEIMILISTÆKI
Brumarkaðurinnhf.
1 Arrr Ma iúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-112 tvörudeild S-86 111. Vefnaðarv.d. S-86-113
Lækkun á sykri
25 kg. sekkur á 2950. — (1 kg. 118.—)
10 kg. pakkning á 1200.— (1 kg. 120.—)
Opið aftur á laugardögum frá 9—12.
15
úrvals vörutegundir á helgarpöllunum
(m.a. C-11 — 3 kg. Epli 2 kg. Eldhúsrúllur 2 stk. W.C. pappír 2 stk. Rúgmjöl og heilhveiti.)
Munið að kvöldhelgarsalan er opin til kl. 23.30 öll kvöld. — Takið búðarkerruna með út að bílnum.
vfl
,Vö
íkurbær, ^örumarkaður, sími 2042-44