Morgunblaðið - 16.10.1976, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1976
Gódur árangur af hita-
stigulsborunum í sumar
Meiri hiti mældist í berglögum við
ísafjörð, Hvolsvöll, Eskifjörð og
Grundarfjörð en búizt var við
t SUMAR hefur verið unnið að
svokölluðum hitastigulsborunum
á þéttbýlissvæðum um allt land
en þessír staðir eiga það allir
sammerkt að ekki er vitað um
jarðhita á yfirborði þar 1 grennd.
Með þessum borunum má kanna
hita 1 berggrunni og þannig fá
einhverja vfsbendingu um hvort
einhver von sé til þess að heitt
vatn leynist undir yfirborði jarð-
ar. Að sögn Kristjáns Sæmunds-
sonar, jarðfræðings hjá Orku-
stofnun, hafa hitastigulsboran-
irnar 1 sumar þegar borið svo
góðan árangur á f jðrum stöðum á
landinu að full ástæða þykir til að
rannsaka þessi svæði frekar.
1 fjárlögum þessa árs var varið
um 30 milljónum króna til þessa
verkefnis og samkvæmt fjárlög-
um næsta árs hefur fjárveiting
þeirra vegna verið aukin um 10
milljónir. í sumar hafa verið bor-
aðar holur á Hellu og Hvolsvelli,
eftir er að bora við Vik í Mýrdal,
Qrkustofnun;
Kaup á nýjum
bor í athugun
ORKUSTOFNUN hefur f athugun
að festa kaup á nýjum jarðbor og
hefur gert tilboð f nokkra bora en
ekkert er ákveðið f þessu efni enn
sem komið er, að sögn Isleifs
Jónssonar, forstöðumanns jarð-
boranadeildar Orkustofnunar.
Að sögn Isleifs hafa menn aðal-
lega augastað á bor af svipaðri
stærð og Narfi eða sem getur
borað niður á um 1500 m dýpi.
Myndi þeim bor ætlað að sinna
þörfum sveitarfélaga líkt og Narfi
gerir nú.
Bor af þessari stærð kostar nú
milli 70 og 80 milljónir króna, en
ekki er á fjárlögum næsta árs gert
ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til
Framhald á bls. 18
WMMIfSJB = = -
ein hola hefur verið boruð á Eski-
firði, önnur á Vopnafirði, ein á
Skagaströnd, ein á Hólmavfk, lok-
ið við holu á ísafirði, sem byrjað
var á síðasta ári, þá var og boruð
ein hola á Þingeyri, á Patrekst-
firði, Grundarfirði og Stykkis-
hólmi, sem verið er að vinna við
um þessar mundir.
Að sögn Kristjáns eru boraðar
um 100 metra djúpar holur f þeim
tilfellum þar sem bergið er sæmi-
lega þétt til að fá megi marktæk-
an hitastigul en fara verður dýpra
þar sem við er etja lek berglög.
Þannir þurfti að bora niður á 400
metra dýpi á Patreksfirði og
Hellu, niður á tæpa 600 metra á
Hvolsvelli og á ísafirði, og Kristj-
án kvaðst búast við að bora þyrfti
minnst 600 metra við Vík í Mýr-
dal
Kristján sagði, að ekki væri
unnt að gera hitastigulsmælingar
á berginu fyrr en nokkuð væri
liðið frá boruninni, en niðurstöð-
ur einstakra borana væru þó
smám saman að skýrast. Mætti
segja að útkoman til þessa væri f
þá veru, að fleiri holur reyndust
hafa háan hitastigul en fyrirfram
hefði mátt búast við. Nefndi hann
sem dæmi holur þær, sem boraðar
voru á Isafirði, í Grundarfirði, á
Eskifirði og Hvolsvelli, sem allar
gæfu til kynna að rétt væri að
kanna nánar hvort heitt vatn gæti
valdið hinum háa hitastigli, sem
komið hefði fram i berginu á þess-
um stöðum.
Kristján kvaðst gera ráð fyrir
að einhverjum hluta fjárveitinar-
innar til þessa verkefnis fyrir
næsta ár yrði einmitt varið til að
gera frekari athuganir í grennd
við þá staði, sem gáfu hvað bezta
raun nú, t.d. á fleiri þéttbýlisstöð-
um á Austfjörðum og Vestfjörð-
um.
Markmið þessara rannsókna er
eðlilega að leiða í ljós hvort
grundvöllur kunni að vera fyrir
hitaveitu á ýmsum þéttbýlisstöð-
um, þar sem ekki var áður vitað
með að jarðhita væri að finna.
Hafnarfjörður:
Allar götur malbikað-
ar innan fjögurra ára
Unnið er að þvt þessa daga að
ijúka við samningu áætlunar yfir
varanlega gatnagerð i Hafnar-
firði. Samkvæmt þeirri áætlun á
að vera lokið við að malbika allar
götur 1 Hafnarfirði á næstu 3—4
árum. Kostnaður við þessar fram-
kvæmdir eru áætlaður um 500
milljónir og er ( þeirri upphæð
reiknað með kostnaði við frágang
rafmagnsveitunnar og gangstétt-
um að mestu leyti.
Að sögn Árna Grétars Finnsson-
ar hefur heildaráætlun um varan-
lega gatnagerð í Hafnarfirði ekki
verið til fyrr en nú. Þegar er lokið
talsverðri undirbúningsvinnu
varðandi gatnagerðina og t.d.
hafa hitaveitufrankvæmdir
undanfarin ár verið miðaðar við
að ekki þyrfti að raska við þeim
vegna malbikunarframkvæmda.
Siðastliðin tvö ár hefur verið
unnið að því að endurnýja hol-
ræsi f eldri götum bæjarins og
holræsi þar sem þau voru ekki
fyrir.
Reyndar var hafizt handa þegar
í ár við varanlega gatnagerð og að
sögn Arna Grétars Finnssonar
hefur í ár verið unnið fyrir um 30
milljónir króna við malbikun og
undirbúningsvinnu. Aætlunin um
gatnagerðarframkvæmdirnar
næstu 3—4 árin verður lögð fram
innan mánaðar og eins og áður
sagði er samkvæmt henni áætlað
að allar götur f Hafnarfirði verði
malbikaðar og frágengnar innan
fjögurra ára.
Suzanne H. Ralph
Financial Times
undirbýr blað um
íslenzk málefni
BREZKA blaðið Financial Times
1 London hyggst birta sérstakan
greinaflokk um Island og fslenzk
málefni. Verður það uppistaðan (
einu blaði I nóvember eða desem-
ber n.k. Sérgrein Financial Times
eru viðskiptamál og er blaðið eitt
virtasta blað á sfnu sviði í heimin-
um. Það fer lfka daglega út um
allan heim, til fyrirtækja, banka,
stjórnarstofnana o.fl., og eru t.d.
15 áskrifendur að þvf á Islandi.
Hér er nú staddur einn af
starfsmönnum blaðsins, Suzanne
H. Ralph, sem komin er til að
undirbúa útkomu blaðsins um Is-
land. En hún er frá auglýsinga-
deildinni. Ðegar tekið er fyrir
slíkt efni sem aðalefni f blaðinu,
er leitað til auglýsenda, en auglýs-
ingar þurfa að vera um helming-
ur að efni. Þannig var það 1969,
þegar Financial Times gaf út blað
að mestu um íslenzk málefni. Þá
voru þar undirstöðugreinar um
landið, á 5 blaðsíðum, mjög ítar-
legar með myndum, en íslenzk
fyrirtæki auglýstu á móti í blað-
inu. Sagði Suzanne H. Ralph við
blaðamann Mbl., að hún væri
þannig að kanna umfang efnisins
Framhald á bls. 18
99
Ég hvorki braut lög
né hótaði að brjóta lög”
— segir Eyjólfur Konráð Jónsson alþm
AÐ UNDANFÖRNU hefur því
hvað eftir annað verið haldið
fram í nokkrum fjölmiðlum, að
Eyjólfur Konráð Jónsson al-
Skagafirði." 1 gær, 15. október,
birtir aðstoðarmaður Þórarins
Þórarinssonar leiðara úr Fram-
sóknarblaðinu Degi á Akureyri
þar sem segir m.a.: „Hitt er
mjög vafasamt, hvort hann á
nokkurn siðferðilegan (eða
lagalegan) rétt til að sitja á
Alþingi eftir að hafa opinber-
lega tilkynnt ákvörðun sfna um
skýlaust lagabrot mað dráps-
vopn í hönd.“
1 Dagblaðinu hinn 13. októ-
ber sl. birtist svonefnt ,,les-
endabréf" sem bar fyrirsögn-
ina: „Biddu fólk afsökunar og
segðu af þér þingmennsku,
Eyjólfur." Og f Þjóðviljanum
hinn 12. október sl. segir rit-
stjórinn Svavar Gestsson, að
Morgunblaðið „hafi reynt að
sveipa sig löghlýðniskápunni.
En nú hefur orðið breyting á
þessu. Eyjólfur Konráð Jóns-
son hótar að skera og skjóta
hrúta norður f landi, hvað sem
tautar og raular, hvað sem öll-
um reglugerðum og lögum líð-
ur.“ Loks voru sönn brigzl höfð
f frammi í útvarpsþætti Páls
Ileiðars Jónssonar.
1 tilefni af þessum ftrekuðu
aðdróttunum um lögbrot eða
hótun um lögbrot, sem aðallega
hafa birzt í málgögnum Fram-
sóknarflokksins sneri Morgun-
blaðið sér í gær til Eyjólfs Kon-
ráðs Jónssonar og leitaði um-
sagnar hans um þessar aðdrótt-
anir. Svar hans var svohljóð-
andi:
„Ég hvorki braut lög né hót-
aði ég að brjóta lög. Það geta
góðir lögfræðingar auðveldlega
sannað, en slæmir stjórnmála-
menn auðvitað ekki skilið."
þingismaður hafi haft í hótun-
um um að fremja lögbrot vegna
deilu um sláturleyfi á Sauðár-
króki. Alveg sérstaklega hefur
dagblaðið Tfminn verið iðið við
að koma þessu sjónarmiði á
framfæri. Þannig sagði aðstoð-
armaður Þórarins Þórarinsson-
ar hinn 12. október sl. að
„margir (bfða) spenntir eftir
leiðara f Mbl um hinn skot-
glaða þingmann, Eyjólf Konráð
Jónsson, sem hótaði að taka iög-
in I sfnar hendur norður í
Agaívysið f
þjóðfólaginu
Nýleg* birtust bugleieSagar
I blafthia D«gl A Aknreyri um
f þjóOTétagiaa. Pmr
»«gir ».*.: * . v .
„Eins ér jP
alXBgii-
»»»»»• ,f y)- m
, ðtfar K«nri» ,»
UF 1
r kyoall virftn-
l«*0« ráðtt-
Hrðtttt «(■», ir»..^il \
-BB IBBtt by««n I httwi
^Tkaöur”. En
situr i rikisstjórn
svartamarka6sbraskir>
''aldret fyrr.
Dregur Eykon
dilk á eftir sér?
j A undanförnum árum hefur
• Eyjólfur Konráö Jónsson skrif-
5
"Tfraga1diUnTeftir sér
Sjálfstæóisflokkinn. i>aö skipt- .
ir óneitanlega frá þeim svip
viröuleikans sem Morgunblaóió
hefur stundum reynt aö setja
upp til þeirrar skotgleói sem
birtist I hótunum Eyjölfs Kon- '
ráös viö skagfirska hrútinm
Veröur fróölegt aö fylgjaát meö
bvi hvort forustumenn Sjált-
stæöisflokksins muni 1 framtió-
inni beita andskota sina slikunr.
hótunum, utan sláturhúsa.
»/.
Biddu fólk ofsökunar og segðu
af þér þingmennsku, Eyjólfur!