Morgunblaðið - 16.10.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1976
7
Upphafið að
I endalokunum?
Samtök frjálslvndra
| og vinstra manna eru I
kastljósi almennings-
álitsins þessa dagana.
ÍSumum fannst það upp-
hafið að endaiokunum
I þá er kjördæmisráð
SFV á Vestfjörðum
I ályktaði að ganga til
I samstarfs eða samruna
við Alþýðuflokkinn.
■ Svo er sjá að flestum
| hafi fundizt þessar
hugsanlegu málalyktir
sjálfsagðari en forystu-
liði Alþýðuflokksins,
sem ekki gekk Ijúflega
móti gestkomendum.
Næsta svipmynd
varpar Ijósi á Olaf
Ragnar Grfmsson, sem
á sinni tfð barst inn 1
Samtökin með Mörðu-
vellingum úr Fram-
sóknarflokknum. Hann
lýsti því yfir bæði við
blöð og á fundi SFV f
Reykjavík, að hann
hygðist ganga f Alþýðu-
bandalagið, þá er dagur
væri stytztur á Islandi,
en þangað til myndi
hann gegna öllum trún-
aðarstörfum sfnum f
SFV, þar á meðal f
framkvæmdastjórn
þeirra.
Reykj avfkurfélag
Samtakanna samþykkti
hins vegar með þorra
atkvæða, að félagið
skyldi áfram starfa á
sama veg og áður, í
þágu sömu sjónarmiða,
en berggangan f Al-
þýðubandalagið fékk
engar undirtektir. Svip-
aðar raddir berast vfð-
ast hvar að af landinu,
þar sem Samtökin eiga
einhverja tátyllu. Þetta
sjónarmið, um áfram-
haldandi starf SFV,
hefur og komið einkar
glöggt f ljós f fjölmörg-
um viðtölum Alþýðu-
blaðsins við framámenn
flokksins.
Magnús Torfi Ólafsson.
Framkvæmda-
stjóri SFV
leggur niður
störf
Það næsta sem at-
hygli vekur er ákvörðun
framkvæmdastjórnar
SFV um að leggja niður
störf, sem og að afboða
fyrirhugaðan landsfund
Samtakanna. Strax eftir
að fréttatilkynning um
þetta efni hafði birzt f
rfkisf jölmiðlunum,
undirrituð af Ölafi
Ragnari Grfmssyni, þar
sem þessi ákvörðun var
túlkuð sem formleg slit
Samtakanna, komu at-
hugasemdir frá for-
manni þeirra, Magnúsi
Torfa Ólafssyni. Hann
segir berum orðum að
Samtökin muni áfram
starfa, þótt fram-
kvæmdast jórnin leggi
niður umboð sitt. Enn
séu starfandi flokksein-
ingar vfða um land,
flokksstjórn og þing-
flokkur. Landsfund
megi halda, ef þurfa
þyki, þó auglýstur fund-
ur á tilteknum tfma
hafi verið afboðaður.
Enn er þvf jafn óljóst,
hver framtfð SFV verð-
ur. Hitt er einsýnt að
Magnús Torfi Ölafsson
er sá sem þorri Sam-
takafólks fylgir. Fram-
tfð Samtakanna sem
slfkra kann að velta á
persónulegri afstöðu
hans og ákvarðanatöku.
Karvel hefur að vfsu
nokkurt fylgi, stað-
bundið vestra. En verð-
ur Ölafur Ragnar
Grfmsson einfari inni
myrkviði Alþýðubanda-
lagsins?.
Guðspjall dagsins: Matt.
22, 34—46.: Hvers son er
Kristur?
DÖMKIRKJAN Messa kl. 11
árd. Séra Þórir Stephensen.
Barnasamkoma kl. 10.30 í Vest-
urbæjarskólanum við öldu-
götu. Séra Óskar J. Þorláksson.
NESKIRKJA Barnasamkoma
kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2
síðd. Kynning á starfi
Gideonfélagsins. Séra Frank M.
Halldórsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra
Árelíus Nielsson.
DÖMKIRKJA KRISTS
Konungs Landakoti. Lágmessa
kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30
árd. Lágmessa kl. 2 síðd.
HALLGRfMSKIRKJA Messa
kl. 11 árd. Séra Karl Sigur-
björnsson. Fjölskyldumessa kl.
2 slðd. Séra Ragnar Fjalar
Lárusson.
LANDSPÍTALINN Messa kl.
10 árd. Séra Ragnar Fjalar
Lárusson.
BÖSTAÐAKIRKJA Barnasam-
koma kl. 11 árd. Séra Ólafur
Skúlason.
FRlKIRKJAN REYKJAVlK
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Guðni Gunnarsson Messa kl. 2
sfðd. Séra Þorsteinn Björnsson
GRENSÁSKIRKJA Barnasam-
koma kl. 10.30 Messa kl. 2 síðd.
Séra Halldór S. Gröndal.
HJÁLPRÆÐISHERINN
Helgunarsamkoma kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 2 síð. Hjálp-
ræðissamkoma kl. 8.30 síðd.
Kafteinn Danfel Óskarsson.
FELLA- OG HÖLASÓKN
Barnasamkoma f Fellaskóla kl.
11 árd. Ferming og altarisganga
í Bústaðakirkju kl. 2 síðd. Séra
Hreinn Hjartarson.
ÁRBÆJ ARPRESTAK ALL
Fermingarguðþjónustur og
altarisganga í Árbæjarkirkju
kl. 10.30 ár. og kl. 1.30 síðd.
Séra Guðmundur Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL
Sunnudagaskóli kl. 11 árd. í
Breiholtsskóla Messa í Breið-
holtsskóla kl. 2 sfðd. Séra Lárus
Halldórsson.
LAUGARNESKIRKJA Messa
kl. 2 siðd. Barnaguðþjónusta kl.
10.30 Séra Garðar Svavarsson.
ASPRESTAKALL Messa kl. 2
síðd. að Norðurbrún 1. Séra
Grfmur Grímsson.
HATEIGSKIRKJA Messa kl. 2
sfðd. Séra Jón Þorvarðsson.
FlLADELFÍUKIRKJAN Safn-
aðarguðþjónusta kl. 2 sfðd.
Almenn guðþjónusta kl. 8 síðd.
Einar J. Glslason.
ELLI- OG hjúkrunarheimilið
Grund Messa kl. 2 sfðd. Séra
Erlendur Sigmundsson. Félag
fyrrv. sóknarpresta.
KÁRSNESPRESTAKALL
Barnasamkoma f Kársnesskóla
kl. 11 árd. Guðþjónusta ferming
í Kópavogskirkju kl. 2 síðd.
Séra Árni Pálsson.
DIGRANESPRESTAKALL
Barnasamkoma í safnaðar-
húsinu við Bjarnhólastfg kl. 11
Litur dagsins:
Grænn táknar vöxt,
einkum vöxt hins andfega
Iffs.
árd. Guðþjonusta f Kópavogs-
karkju kl. 11 árd. Séra Þorberg-
ur Kristjánsson.
MOSFELLSPRESTAKALL
Mosfellskirkja. Messa kl. 2 sfðd.
Sóknarprestur.
GARÐAKIRKJA Barnasam-
koma í skólasalnum kl. 11 árd.
Helgiathöfn kl. 11 árd. Skóla-
setning Tónlistarskóla Garða-
bæjar. Séra Bragi Friðriksson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA
Barnasamkoma kl. 11 árd. Séra
Bragi Benediktsson.
FRlKIRKJAN Hafnarfirði
Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd.
Guðþjónusta kl. 2 sfðd. Séra
Magnús Guðjónsson.
KALFATJARNARSÓKN
Barnasamkoma I Glaðheimum
kl. 2 síðd. Séra Bragi Friðriks-
son.
NJARÐVÍKURPRESTAKALL
Sunnudagaskóli í Innri-
Njaróvfkurkirkju kl. 11 árd. og
í Stapa kl. 1.30 sfðd. Séra Páll
Þórðarson.
KEFLAVÍKURKIRKJA Guð-
þjónusta kl. 2 síðd. Séra Ölafur
Oddur Jónsson.
GRINDAVIKURKIRKJA
Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA
Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd.
Guðþjónusta kl. 2 síðdegis.
Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA Barnasam-
koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2
sfðd. Sóknarprestur.
EF ÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLYSINGA-
ER:
SIMINN
22480
Plastiðnaðarfyrirtæki.
Hef hug á að kaupa lítið fyrirtæki í plastiðnaði
eða öðrum smá iðnaði. (má vera úti á landi.)
Þeir sem áhuga hafa sendi nöfn sín á afgreiðslu
Morgunblaðsins merkt „2917 — plastiðnað-
ur.“
Hef opnað lækningastofu í
Domus Medica.
Viðtalsbeiðni veitt móttaka
í síma 15730.
GUONIÁ. SIGURÐSSON, LÆKNIR
Sergrein:
Lyflækningar — hromóna — og
efnaskiptasjúkdómar.
_
LÖKK Á BÍLINN
BÍLAEIGENDUR, BÍLAMÁLARAR
ÞARF AÐ BLETTA EÐA SPRAUTA BÍLINN ?
Dupont lökkin LUCITE og IMLAR eru
gæðavara, margreynd og henta
íslenskum staðháttum.
Gefið okkur upp bílategund, árgerð
og iitanúmer. Vid afgreiðum litinn
med stuttum fyrirvara.
í Dupont blöndunarkerfinu eru 7000
litaafbrigði möguieg.
Öll undirefni svo sem grunnar, þynn-
ar og sparsl fást einnig hjá okkur.
ISlff
LUullL Laugavegi 178 simi 38000