Morgunblaðið - 16.10.1976, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1976
25
fclk í
fréttum
Krafta-
verk
+ Það þykir ganga kraftaverki
næst að Maria Giulia skuli vera
lifandi. Þessi litla ftalska
stúlka er nú ársgömui og er
hraust og fjörug þð að hún hafi
fyrst litið dagsins Ijós eftir
dauða móður sinnar.
Móðir Mariu, Giulia Bettozzi
var 43ja ára gömul þegar hún
varð þunguð að Mariu. Hún var
veik fyrir hjarta og læknar
sögðu henni, að hún mætti und-
ir engum kringumstæðum ala
fleiri börn en hún átti sex fyrir.
Þegar Giulia Bettozzi hafði
gengið með Mariu f sjö mánuði
fékk hún hjartaáfall. Hún var
flutt f skyndi á sjúkrahús en
var látin áður en þangað var
komið. Ljósmóðirin og læknir-
inn á sjúkrahúsinu gáfust þó
ekki upp við að reyna að bjarga
barninu og tókst það loks með
þvf að taka það með keisara-
skurði.
Þegar Maria litla kom f þenn-
an heim hafði móðir hennar
verið látin f 45 mfnútur. Aldrei
fyrr hefur tekizt að bjarga
barni á þennan hátt ef meira en
hálftími hefur verið liðinn frá
dauða móðurinnar.
+ Þessi mynd barst okkur frá
Boston f Massachusetts f
Bandarfkjunum. Til hægri á
myndinni er Pétur Pe tursson,
sem stundar nám við Berklee
College of Music, og gegnt hon-
um situr Svein Barstad, norsk-
ur skólafélagi Péturs. Pétur
leggur stund á pfanóleik og er á
fyrsta ári f námi sfnu. Myndin
var tekin f hófi sem haldið er í
byrjun hvers vetrar þar sem
erlendir stúdentar eru boðnir
velkomnir en við skólann
stundar nám á þriðja hundrað
erlendra stúdenta frá 41 landi.
Skák og mát
riH|F'®F tf '* * **.: • • — :• jl » Jr í
/ 1
+ Enska leigubflstjóranum
John Edwards er margt annað
til lista lagt en að þræða stræti
Lundúnaborgar. John er mjög
áhugasamur um skák og auk
þess hreinasti völundur f hönd-
unum, og því tók tann sig til
einn daginn og skar út sfna
eigin taflmenn f mynd þeirra
herja sem áttustu við i
bandarfsku byltingunni.
Það
eru náttúrulega Bretar og
Bandarfkjamenn sem standa
gráir fyrir járnuin á skákborð-
inu og fyrir flokkunum fara
George Washington og George
III Englandskóngur.
A myndinni niá sjá Jotn (til
hægri) og einhvern kunningja
hans tefia mönnum sfnum fram
á vfgvöllinn og eins og vera ber
með drottinhollan Englending
stýrir John þeim rauðklæddu.
mikið úrval af tékkneskum skólagíturum
á hagstæðu verði, einnig ódýrar blokkflautur.
Hljóð færaverzlun Sigrífyar Helgadóttur
Garðshorn auglýsir
Pottaplöntumarkaðurinn
Cokospálmar ný sending.
Blómstrandi St. Pálíur.
HAUSTLAUKAM ARKAÐURINN
T.d. Páskaliljur 50 kr. stk.
Crokusar 1 8 kr. stk.
GRÆNMETISMARKAÐURINN
T.d. Agúrkur 300 kr. kg.
Gulrófur 1 00 kr. kg.
Einnig ódýr afskorin blóm og blómvendir.
Garðshorn,
Fossvogi, sími 40500.
Unffir or aldnir njóta þess að borða
köldu Royal búðingana.
Brag’ðteffundir: —
Súkkulaði. karatnellu. vanillu og
jarðarberja.
Royal
PUWKÍ
Hæðargarður 1
Við höfum enn til sölu nokkrar íbúðir í þessari
glæsilegu sambyggð á besta stað í borginni.
íbúðirnar seljast t.b. undir tréverk og málningu
og afhendast á tímabilinu maí—nóv. 1977.
Fullkomið líkan af byggðinni ásamt teikningum
er til sýnis í skrifstofunni.
Opið til kl. 5
KOMIÐ OG LEITIÐ
UPPLÝSINGA.
w
BUSTOFN h.f.
Funahöfði 19, ReyK'
símar 8 1 663 — 8 1