Morgunblaðið - 16.10.1976, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKT0BER 1976
Sykurnáma
Siggu gömlu
Eftir Ann Richards
8.
Hann Iagði hendurnar á bakið og
byrjaði aó ganga, boginn og herðalotinn
eins og reitt tigrisdýr. Ekki ætlaði hann
sér aö fara að húsi Siggu gömlu, en á það
rakst hann nú einmitt, og að öllum líkind-
um vegna þess, að hann var að hugsa um
Alla og Siggu. Að minnsta kosti var það
svo, að hann snarstoppaði allt í einu fyrir
utan trjágirðingu Siggu gömlu, og þegar
hann kíkti í gegnum laufþykknið, hvern
skyldi hann þá sjá nema Siggu og Alla,
þar sem þau voru við vinnu í garðinum.
Eins og þið vitið, hafði Sigga gamala
ánægju af öllum sætindum. Ekkert hafði
hún meiri ánægju af en að baka kökur og
búa til sultutau og saft úr berjum. En til
að geta þetta, varð hún að eiga sykur og
svo ráðagóð var hún, að hún ræktaði
sykurrófur, en úr þeim vann hún svo
allan þann sykur, sem hún þarfnaðist.
Alli árrisuli dró ekki af sér, þegar hann
hjálpaði henni að rækta sykurrófurnar,
því hann gerði sér ljóst, hversu bráð-
nauðsynlegar þær voru.
Gráálfur greip andann á lofti. Ekki
vildi hann láta sjá sig, en hann dauð-
langaði að komast aö því, hvað Sigga og
Alli væru að gera. Meginástæðan fyrir
því var auðvitað sú, að hann vildi eyði-
leggja það, sem þau unnu að. Það var Alli
árrisull sjálfur, sem leysti gátuna fyrir
Gráálf, og svona vildi það til.
Alli hafði pælt garðinn fyrir löngu
síðan, og sett niður rófurnar og var í
þessu að reita milli plantnanna.
„Þetta verður nú meiri uppskeran!“
kallaði hann til Siggu gömlu, sem stóð
rétt hjá honum. „Sykurrófurnar ætla að
reynast vel i ár“.
Og þessi fáu orð sögðu Gráálfi allt það,
sem hann óskaði eftir aö vita.
„Sykurrófur“, tautaði hann. „Svoþetta
eru þau þá að dunda vió! Jæja, þau skulu
fá nóg af sykurrófunum sínum!“
Svo læddist hann út í skóginn og braut
heilann um það, hvernig hann gæti eyði-
lagt sykurrófuuppskeru Siggu gömlu.
Maður frá
skatt-
rannsókna-
deildinni vill
taia við þig!
GRANI göslari
Nú kemur sér vel fyrir hann að hafa æft kraftstokk!
Þetta er í sjálfu sér ágætis eyja,
en ókostur hve mikill munur er
á flóði og fjöru.
Gjaldkerinn: Ég gerði ráð fyrir
að fá kauphækkun um nýár.
llúshóndinn: Þar hefur yður
misreiknast, og ég get ekki not-
að gjaldkera, sem reiknar
skakkt.
Éáum þótti neitt varið f skáld-
skap skáldsins nema því sjálfu.
Það greip því hvert tækifæri
sem gafst til þess að lesa upp
kvæði sfn. Svo var það einu
sinni í stóru samkvæmi að
skáldið las upp nokkur kvæði,
en fann að áheyrendur tóku
þeim heldur þurrlega. Ilann
mælti þá gremjulega að lokum:
„Ég hef ákveðið að kvæði þau.
s____________________________
sem ég á heima, megi ekki birt-
ast fyrr en ég er dauður.“
Þá hóf einn gestanna gias sitt
og hrópaði:
„Lengi lifi skáldið."
Mér er sagt að konan þín hafi
hlaupizt á brott með bflstjóran-
um þfnum.
— Það er rétt, en það sakar
ekki svo mjög. Ilann átti hvort
sem var að fara um mánaða-
mótin.
„Éæ ég allt, sem ég bið guð um,
niamma?"
„Já, allt, sem er gott fyrir þig.“
„Uss, hvaða gagn er að því, það
fæ ég hvort sem er.“
Fangelsi
óttans
Framhaldssaga eftir
Rosemary Gatenby
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
46
hrædda að hún dirfðist ekki að
segja neinum þaðsem hún vissi.
Og hvað vissi hún svo sem
þegar allt kom til alls? Sem betur
fór höfðu Rosalía og Émilío ekki
séð manninn né vissu hvað um
hann hafði orðið.
Það var engin ástæða til að hún
segða Miguel frá þessu. Það gat
skapað vandamál fyrir þau öll.
Miguel var bara piltur frá La Paz,
sem hún þekkti ekki...
10. kafli
Þeir óku lengi með vörubflinn á
hælum sér.
Þýðingarlaust var að hugsa til
þess að komast undan nú. Éf það
tækist að eyðileggja bílinn og
ráða niðurlögum Wheelocks
myndi Dan Bayles ekki bfða boð-
anna.
Hann varð að bíða átekta enn
um hrfð.
Loks sagði Wheelock honum að
sveigja út til hliðar og hinkra við.
Örskömmu sfðar var vörubfllinn
kominn upp að þeim og Bayles
rak höfuðið út um gluggann.
— Hvað nú? hrópaði Dan.
Whelock sneri sér víð til að sjá
betur inn til hans og orgaði:
— Við verðum að bíða hér
þangað til fer að birta. Ég vil ekki
tefla f þá tvfsýnu að vörubállinn
festist.
— I lagi.
Bayles lagði bflnum rétt fyrir
framan þá og sté út.
— Nokkur vandræði meðhann?
— ekki vitund.
Þeir biðu lengi. Art Whelock
steig út úr bflnum til að teygja úr
sér og á meðan miðaði Bayles
byssunni á Jack.
— Það á að vera einhvers staðar
hér f grenndinní, heyrði Jack að
Whelock sagði við Bayles. —
Hvernig lýsti Tim þvf?
— Tim! Það hlaut að hafa verið
Tim Donan sem lokkaði Vern
burtu f fyrri viku. Þá hlaut Tim
að hafa verið á vettvangi enn.
Hann og kona hans gættu Helene
White.
Veik von bærði á sér f brjósti
Jack þegar hann hlustaði á þetta.
Héldu þeir Vern virkilega föng-
um einhvers staðar f nágrenninu?
Gat þá verið að hann væri lif-
andi? Éða hafði hann verið skil-
inn eftir allslaus f eyðimörkinni?
Meðan þeir sátu og biðu varð
Jaek hugsað til þess sem Dwight
Percy hafði sagt honum um
Bajatangann. Um það hversu
viilugjarnt var á þessu svæði.
Þeir sem urðu uppiskroppa með
bensfn eða vatn. Eða dóu úr
þorsta.
Það var farið að lýsa af degi.
Éjöllin umhverfis voru nær en
honum hafði sýnzt.
Whelock settist aftur inn við
hlið hans og Bayles settist við
stýrið á vörubflnum. Þeir óku
áfram en nú var Bayles á undan.
Enn óku þeir drjúgan spotta, en
sfðan minnkuðu þeir ferðina. Eft-
ir þvf sem Jack hafði heyrt af
samtali þeirra, var honum Ijóst að
þeir voru að svipast um eftir inn-
keyrslu.
Nú gátu þeir slökkt á Ijósunum.
Skammt fyrir framan þá nam
vörubflinn staðar og Dan hafði
stigið út og gekk nú fram og aft-
ur. Það var eins og hann væri að
kanna slóð sem lægi inn f kjarrið.
Hann kom aftur og hristi höfuð-
ið.
— Þetta var ekkert! hrópaði
hann og hraðinn var aukinn á ný.
Smám saman varð landslagið
hrjóstugra en áfram var haldið.
Jack fygldist með á kflómetra-
mælinum hvað leiðin væri oðin
löng sem þeir höfðu ekið eftir að
þjóðveginum sleppti.
Ef vagninn festist eða fer ofan f
holu er úti um yður, sagði Whe-
lock einu sinni. Hér úti f eyði-
mörkinni var furðu fjölskrúðugt
dýralff. Litla eðlur skutust til og
frá. Tvívegis sá hann slöngur.
Nú greindist vegurinn og Bayl-
es virtist um stund ekki alveg viss
um hvert skyldi stefna. Hann
valdi að aka til vinstri. Og svo
festist bfllinn. Hægra afturhjól
rann til á steini og festist f sand-
inum. Jack revndi að bakka og
taka áfram en allt kom fyrir ekki.
Honum var skipað að stfga út.
Bayles hafði einnig numið stað-
ar og kom nú f áttina til þeirra.
Svo stóð hann kyrr og virti þá
fyrir sér.
Wheloek tók bfllyklana út og
gekk þvf næst að farangursrým-
inu og gægðist inn. Svo kallaði
hann á Jack.
Þar var svefnpoki og taska.
Hann þekkti hvort tveggja. Þar
voru eigur Verns og stafirnir
hans voru grafnir f töskuna.
Þarna voru einnig tvær Ijós-
myndavélar. Whelock tók aðra
vélina og skoðaði hana. Þetta var
eftirlætis vél Verns, Nikonvél
með sterkri aðdráttarlinsu.
Jack fann skelfinguna gagn-
taka sig. Það hafði varla runnið
upp fyrir honum fyrr en nú að
eitthvað alvarlegt hefði komið
fyrir Vern.
— Efuðust þér um að þetta væri
bfllinn sem vinur yðar var á?
Whelock tók aðra myndavéiina
og slengdl henni um hálsinn á
sér. Svo lokaði hann farangurs-
rýminu og sagði:
— Aftan á vörubflinn.
Jack sveiflaði sér upp á pallinn
og Art kom á eftir honum. Hann