Morgunblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1976 23 ó tjoklinu AUSTURBÆJARBIÓ: BADLANDS ★★Aðalhlutverk: Martin Sheen, Sissy Spaceck, Warren Oates. Leikstjórn, handrit og framleiðandi: Terrence Malick. Frá Warner Bros 1973. Þessi sérstæða mynd fjallar um sanna atburði, er áttu sér stað f miðríkjum Bandaríkj- anna f lok fimmta áratugarins. Rótlaus, ungur maður, ásamt fimmtán ára gamalli lagskonu sinni, hóf sitt einkastríð gagn- vart umhverfinu og varð margra manna bani. Upphaf- lega vó hann föður stúlkunnar, sem setti sig upp á móti félags- skap þeirra, því pilturinn var einkennilegur í háttum og af lágum stéttum og einum tíu árum eldri en telpan. Þá hefur þetta ólánsama par lffsbarátt- una saman útá auðnum Suður- Dakotafylkis, og er slóð þeirra líkum stráð. Að lokum yfir- gefur stúlkan félaga sinn, sem skömmu síðar er yfirbugaður af lögreglunni. Þetta er harla peráonulegt, og eftirtektarvert fyrsta verk leik- stjórans Terrence Malick, sem jafnframt skrifaði handritið og framleiddi myndina. Honum tekst að útskýra atburðarásina frá sjónarhóli hins geðtruflaða manns og lagskonu hans, án þess að vekja að nokkru marki tilfinningar áhorfandans, raiar réttar leiðir I meðferð efnisins. Áhorfandinn frekar vorkennir hinum festulausu ungmennum og ofbýður lánleysa þeirra, f stað þess að fyllast meðaumkun og samúð. Terrence Malick er nafn sem vert er að leggja á minnið, því með BADLANDS hefur hann skapað eftirminnilegt og auð- kennilegt verk; lipra, réttvisandi skoðun á feigðar- flani skötuhjúanna. Hann hefur fengið til liðs við sig ágæta leikara, fyrst og fremst Martin Sheen, sem fer átaka- laust með hlutverk geðklofans. Sheen, sem hér er í sfnu fyrsta, stóra hlutverki, er í dag f mikl- um uppgangi og fer þessa dagana með lykilhlutverk f nýjustu mynd Francis Ford Coppola, strfðsádeilunni APOCALYPSE NOW. Spacek er einnig mjög sannfærandi í hlutverki hins ráðvillta hálf- stálpaða telpukrakka. Warren Oates undirleikur föður hennar áskynsamlegan hátt. Tónlist George Tipton (með innskotum eftir Erik Satie og Carl Orff) er tregafull og einmanaleg og fellur einkar vel að efninu. Og að lokum. Ég vil hvetja alla kvikmyndaunnendur að láta þetta eftirtektarverða byrjandaverk ekki framhjá sér fara en þeir verða að hafa hraðan á, annars er hætt við að dagar BADLANDS í Austur- bæjarbíói verði fljótlega taldir. NÝJA BlÓ: YOUNG FRANKENSTEIN ★ ★ Leikstjórn: Mel Brooks. Handrit: Mel Brooks og Gene Wilder, byggt á smásögunni „Frankenstein", e. Mary Shelley. Kvikmyndataka: Jerry Hirschfield, A.S.C. Tónlist: John Mossir. 20th Century-Fox. 1974. Söguþráður f försum Mel Brooks er nánast aukaatriði, en eins og nafnið bendir til, þá hendir nú háðfuglinn gaman að hryllingsmyndunum (sérstak- lega „orginölunum"), en með fullri virðingu. Brooks hefur oft látið svo ummælt að hann hafi verið mikill aðdáandi þess- arar kvikmyndagerðar, einkum á meðan hún var og hét. Það má því líta á YOUNG FRANKEN- STEIN, sem einskonar þakkar- óð til þessara mynda og þeirra sem að þeim stóðu, og þvflfkur óður! Að venju er Brooks ekkert heilagt, fyndnin og uppátækin eiga sér fjarlæg takmörk. Brandararnir oft ,,absurd“, og sviðssetningar surrealískar. Á stöku stað virðist þó sem hann geri sér full mikinn mat úr góðri hugmynd, en það er afar sjaldan. (Að venju fá Þjóðverj- ar sinn skammt af háðinu Lánlaus ungmenni; Holly og Kit 1BADLANDS (Inspector Kemp, og „hitler- ísk“ móðursýkisköst Franken- steins yngri). En Brooks, sem er af gyðingaættum, hefur tak- markað álit á þýskri menningu og afrekum hennar. Þá tekst Brooks furðuvel, oft í miðri parodíunni, að endurskapa hið hræðslufulla andrúmsloft, sem einkenndi hinar gömlu, góðu hryllingsmyndir. En sem fyrr situr sá hæfileiki Brooks í fyrirrúmi, að koma mönnum til að hlæja, og það ætti engum að leiðast í N.B. á næstunni undir þessari maka- lausu blöndu háðs, gríns og hryllings. Brooks er nú orðinn sjálfkjörinn meistari farsaformsins I kvikmyndum. Áhorfandinn hefur oft á til- finningunni að nú sé Brooks að ganga fulllangt, og missa stjórn á hlutunum, en það gerist aldrei í myndum hans. Hann veit hversu langt má ganga. Leikur þeirra Gene Wilder, Marty Feldman, Peter Boyle, Madeline Kahn, Teri Garr og Cloris Leachman, er svo jafn, afbragðsgóður og ómissandi að ekki er hægt að gera upp á milli þeirra. (I þessu sambandi má geta þess að þeir Gene Wilder hafa nú báðir stjórnað sfnum fyrstu kvikmyndum, försum að sjálfsögðu. Von er á mynd Wilders innan skamms í Nýja Bíó og nefnist hún SHERLOCK HOLMES SMARTER BROTHER, og er með þeim Wilder, Feldman og Kahn í aðalhlutverkum. Feldman er að ljúka við sfna, og nefnist hún, hvorki meira né minna en THE LAST REMAKE OF BEAU GUEST! Kenneth Mars (svo frábær sem þjóðverjinn sem samdi söngleikinn A SPRINGTIME FOR HITLER, f myndinn THE PRODUCERS) stendur vel fyrir sfnu, en Gene Hackman í litlu, en góðu hlut- verki blinda mannsins, sýnir enn eina hliðina á fjölþættum leikhæfileikum sínum. Kæra kvikmyndasfða. Þar sem að þið hafið leyst greiðlega úr þeim spurningum, sem ykkur hafa borist, þá lang- ar mig til að spyrja ykkur nokk- urra í von um skilmerkileg svör: 1. Hvað getur þú frætt mig um leikstjórann Franklin J. Schaffner? 2. Hvenær eru OSCARsverð- launin afhent? 3. Getur þú bent mér á ein- hverja góða bók um leikstjór- ann Alfred Hitchcock? 4. Hvar er hægt að fá keypt breska tímaritið SIGHT and SOUND? Jóhann Sturlaugsson._ SVÖR 1. Fæddur I Tokyo 1920. Hóf leikstjórn hjá CBS- sjónvarpshringnum handarfska árið 1958, og vann eingöngu við sjónvarpsmyndir til ársins 1961. Leikstýrði þá leikritinu ADVISE AND CONSENT á Broadway og komst á samning hjá kvikmyndaverinu 20th Cen- tury Fox. Kvikmyndir: 1961: A SUMMER WORLD (ófull- gerð). 1963: THE STRIPPER. 1964: THE BEST MAN (ósýnd hér, hefur hlotið frábæra dóma, enda skrifuð af Gore Vidal, tekin af Haskell Wexler, og með þeim Henry Fonda og Cliffff Robertson 1 aðalhlutverk- um). 1965: THE WAR LORD. 1967: THE DOUBLE MAN. 1968: PLANET OF THE APES. 1970: PATTON, (OSCARsverð- launin f. bestu leikstjórn). 1971: NICHOLAS AND ALEXANDRA. 1973: PAPILLON. Vinnur nú að gerð kvikmyndar um'' atburðina á Entebbe, sem fóru svo 1 taug- arnar á brjálæðingnum IDI AMIN. Með aðalhlutverk þeirr- ar myndar fara þeir Steve McQueen, James Earl Jones og Sir Laurence Olivier. 2. Utnefningarnar eru birtar f janúar, en verðlaunin sjálf svo afhent I aprll ár hvert. 3. Þeir Claude Chabrol og Eric Rohmer (þá báðir gagnrýnend- ur við franska kvikmyndatfma- ritið CAHIERS DU CINEMA), sömdu saman bók árið 1957, sem nefndist HITCHCOCK, og hefur hlotið góða dóma. Annar, fyrrverandi gagnrýnandi blaðs- ins, og ekki sfður þekktur sem leikstjóri, Francois Truffaut, gerði bráðskemmtilega sam- talsbók við hinn fræga hryll- ingsleikstjóra árið 1965. Sú bók nefnist HITCHCOCK BY TRUFFAUT, og hefur oftlega verið hér á boðstólum. 4. SIGHT AND SOUND er árs- fjórðungsrit og fæst hér, amk. hjá Bókabúð Braga, f verslana- höllinni nýju á Laugaveginum. sv. Cliff Robertson I hinni lftt þekktu mynd Schaffners, THE BEST MAN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.