Morgunblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTOBER 1976
11
Sauðfjárslátrun ekki meiri en í fyrra:
Fallþungi
allt að 700
gr. minni
SAUÐFJÁRSLÁTRUN á þessu
hausti er ekki enn lokið en að
sögn Jónmundar Ólafssonar
kjötsmatsformanns hjá Fram-
ieiðsluráði landbúnaðarins, eru
ailar likur á að fjöldi fjár, sem
slátrað verður nú, verði áþekkur
þvf, er var f fyrra. Meðal fall-
þungi dilka I haust verður
sennilega 200 til 500 grömmum
lægri en I fyrra, mismunandi
eftir landshiutum.
I fyrrahaust var alls slátrað 962
þúsund fjár og þar af voru dilkar
871.555 en meðalfallþungi dilka
var 14.67 kiló. Jónmundur Ólafs-
son sagði, að fallþunginn væri
næst þvi að vera sá sami og I fyrra
á Norð-Austurlandi, hjá slátur-
húsunum á Blönduósi og
Hvammstanga væri fallþunginn
um 500 grömmum minni en í
fyrra. 1 einu sláturhúsi á Suður-
landi i Laugarási í Biskups-
tungum, er fallþunginn nú 590
grömmum minni en var í fyrra og
féll hann úr 13.83 kflóum I 13,24.
Astæður þessarar lækkunar á
fallþunga rekja menn aðallega til
langvarandi þurrka á Norður-
landi og votviðrisins á Suður-
landi.
—Fyrst I haust var reiknað með
því að fjöldi sláturfjárins yrði
allavega um ein milljón en nú er
ljóst að sláturféð i haust verður
ekki fleira en i fyrra. Hjá
einstaka húsum hefur orðið um
sáralitla f jölgun að ræða en viða á
töluverð fækkun sér stað. Það
sem þessu veldur er einkum að
lambalát voru viða mikil í vor og
þó illa hafi horft með heyskap
fram eftir ágústmánuði rættist
mjög úr ástandinu í sept-
ember.Gott tíðarfar í haust hefur
lika orðið þess valdandi að menn
setja meira á fyrir veturinn.
Færra fé kemur líka til slátrunar
í haust vegna þess að niður-
greiðslan er orðin lægri en slátur-
kostnaðurinn og það borgar sig
ekki fyrir bóndann að láta slátra í
sláturhúsi því fé, sem hann þarf
til eigin heimilis, sagði Jón-
mundur að lokum.
Tímabært að huga
að jólapóstinum
— segir í tilkynningu frá Póst- og símamálastjórninni
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Póst- og simamálastjórninni:
Póst- og símamálastjórnin vill
vekja athygli á því, að enda þótt
enn séu tveir mánuðir til jóla, er
nú kominn tími til að huga að
sendingu jólagjafa til vina og ætt-
ingja í útlöndum. Til þess að
tryggt sé, að sendingar nái til
viðtakenda tfmanlega fyrir jóla-
hátlðina vill póst og símamála-
sjórnin benda póstnotendum á
eftirfarandi:
Póstsendingar til Evrópu í
skipspósti, er rétt að póstleggja
ekki síðar en svo, að þær nái
skipsferðum til Evrópu um mán-
aðamótin nóvember/desember.
Skipspóst til Bandarikjanna og
Kanada þarf þó að póstleggja
nokkru fyrr, svo og skipspóst til
fjarlægari landa. Böggla, sem
senda á með flugpósti ætti að
póstleggja þannig, að þeir nái
flugi til útlanda eigi síðar en 13.
desember og bréfapóstsendingar
þannig, að þær nái með flugvél
eigi síðar en 15Ldesember.
Jólagjafir er hægt að senda á
margvíslegan hátt, sem bréf,
prentað mál, smápakka eða bögg-
ul, allt eftir eðli þeirra og þyngd.
Hámarksþyngd bréfa og prent-
aðs máls er 2 kg. (þó 5 kg. ef um
bækur sem prent er að ræða),
smápakka 1 kg. og böggla 20 kg.
(10 kg. til vissra landa þó). Um
það hvernig hentugast er að búa
um og senda hina ýmsu muni og
veita póststöðvarnar fúslega allar
upplýsingar svo og um burðar-
gjöld sendinga eftir tegundum og
þyngd.
Auk þess vill póst- og símamála-
stjórnin vinsamlegast beina eftir-
farandi tilmælum til póstnotenda:
a) Að þeir kaupi frímerki tím-
anlega.
b) Að þeir vitji böggla og an-
arra sendinga á póststöð jafn-
skjótt og þeim berst tilkynning í
hendur.
c) Að þeir búi vel um allar
póstsendingar og skrifi skýrt og
greinilega nafn og póstfang bæði
viðtakanda og sendanda.
Billínn fyrir island
Peugeot hefur orðið sigurvegari í erfiðustu þolaksturskeppnum
veraldar oftar en nokkur önnur gerð bíla. Þetta sýnir betur en
nokkuð annað, að Peugeot er bíllinn fyrir íslenzka staðhætti.
Gerð 504 kostar frá 2.200.000
HAFRAFELL HF. UMB0Ð * ‘KUREVRIVÍKINGUR SF.
GRETTISGOTU 21 SIMI 23SII FURUVÖUUM II SÍMI 21670
nú hafa
INGVAR OG GYLFI stækkaÁ
verzlun sína um meira en
helming. Stórt og glæsilegt
600m2húsnœói meó fjölda
vandaóra húsgagna.
Komió og sjáid einu sérverzlun
sinnar tegundar, sérverzlun
meS hjónarúm.
Okkar hagur er ykkar ánægja.
INGVAR og GYLFI,
Grensásvegi 3.