Morgunblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKT0BER 1976 3 Aðalfundur Skógræktar- r félags Islands: Gróðursetning skóg- ræktarfélaganna dregst saman vegna fjárskorts AÐALFUNDUR Skógræktar- félags tslands er haldinn nú um helgina f Reykjavfk. Fundurinn var settur l gær- morgun af Jónasi Jónssyni, for- manni félagsins, en sæti á fundinum eiga um 60 fulltrúar skógræktarfélaganna í landinu. Viðstaddir fundarsetninguna voru Birgir lsleifur Gunnars- son borgarstjóri, Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri i landbúnaðarráðuneytinu, og Eysteinn Jónsson, formaður Náttúruverndarráðs. Fram kom f skýrslu formanns að á vegum skógræktarfélaganna voru á árinu 1975 gróðursettar um 310 þúsund trjáplöntur og ( mafmánuði sl. var félaginu af- hentur frægarðurinn á Taralds- eyju sem Norðmenn gáfu f til- efni af þjóðhátfðarárinu. Aðalfundurinn hófst eins og fyrr sagði í gærmorgun og verð- ur honum framhaldið árdegis í dag en síðdegis á morgun, sunnudag, verða tiilögur af- greiddar og fundi slitið siðdeg- is. Aðalviðfangsefni þessa aðal- fundar verður að ræða um fjár- mál skógræktarfélaganna i landinu en það kom fram hjá Snorra Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra Skógræktar- félags íslands, að mikil nauð- syn er á að skógræktarfélögun- um verði markaðir fastir tekju- stofnar. Tók Snorri fram að gróðursetning hjá skógræktar- félögunum hefði i heildina dregist saman á síðasta ári og kostnaður við gróðursetningar og plöntukaup næmi nú i fyrsta skipti meir en helmingi af út- gjöldum félaganna. Auk fjöl- margra tillagna um málefni skógræktarinnar voru í upphafi fundarins lögð fram til kynn- ingar drög að lögum um skóg- rækt, sem stjórn félagsins hef- ur látið semja og tillaga um breytangar á skipulagsskrá fyr- ir Landgræðslusjóð. Jónas Jónsson, formaður Skógræktarfélagsins, flutti I gærmorgun skýrslu stjórnar og kom þar fram að félaginu hefur nú verið afhentur frægarður- inn, sem skógræktarmenn i Noregi gáfu i tilefni þjóð- hátíðarársins og að 75 ár voru liðin frá þvi að fyrst var plant- að til skógar á Islandi. Garður þessi er á Taraldseyju í Harðangursfirði og er 4 hektar- ar að stærð. Eyjan er eign Etne- sveitar, sem með samningi við norska skógræktarfélagið hef- ur leigt land undir garðinn til 60 ára. Frægarðurinn á fyrst og fremst að framleiða fræ af sitkagreni og stafafuru, en fræ af öðrum trjátegundum ef svo ber undir. Fram kom I máli Jónasar að við opnum garðsins I endaðan maí á sl. vori var fyrstu fræ-. trjánum plantað, en áður höfðu verið græddir á þau kvistir af íslensku sitkagreni, sem safnað hafði verið af úrvalstrjám hér heima. Alls var búið að græða kvisti á 1000 greniplöntur, sem gróðursetja átti þá um vorið. Skógræktarfélag Islands og Skógrækt ríkisins hafa gert með sér samning um það, hvernig staðið verður :ð hlut Islands að þvi að koma upp frægarðinum, svo sem útvegun ágræðslukvista og um ráðstöf- un á því fræi, er garðurinn mun gefa af sér I framtiðinni. Þessu næst ræddi formaður- inn um erlend samskipti skóg- ræktarmanna, s.s. heimsókn norrænna skógræktarmanna hingað og skiptiferð skóg- ræktarmanna til Noregs. A ár- inu gekk Skógræktarfélag Is- lands í Norræna skógræktar- sambandið. Að síðustu gerði Jónas að um- ræðuefni starf héraðsskógrækt- arfélaganna árið 1975 og sagði að félögin hefðu greitt alls rösklega 1.1 millj. króna til endurbóta og lagfæringa á girð- ingum á árinu. Lftið var um að ný svæði væru tekin undir skógrækt á árinu nema hvað skógræktarfélag Borgfirðinga hefur fengið vilyrði fyrir all- stóru landi að Húsafelli en eftir er að ganga frá samningum þar að lútandi. Skógræktarfélögin greiddu 2.370 þús. krónur til plöntukaupa og rösklega 1.3 millj. króna fyrir gróðursetn- ingu, en sjálfboðaliðar lögðu fram tæp 600 dagsverk við gróðursetningu. Alls lögðu félögin fram 6.843 þús. kr., þar af til framkvæmda röskar 5 millj. kr. Ríkisstyrkur hækkaði ekki á árinu og var kr. 2. millj. Styrkir frá sveitar- og sýslufélögum hækkuðu nokkuð og námu kr. 2.1 millj. Aðrir styrkir og gjafir voru kr. 498 þús. Tekjur af plöntum, jóla- trjám, seldu girðingarefni og verkfærum námu liðlega 1 milljón kr. og aðrar tekjur s.s. af hlunnindum, árgjöldum, vöxtum o.fl. urðu um 2 millj. kr. Nokkur erindi verða flutt á aðalfundinum, og í gær flutti Hákon Bjarnason yfirlit um skógræktarmál, Haukur Ragnarsson flutti hugleiðingu um skógræktarmál og Baldur Þorsteinsson ræddi gæðaflokk- un plantna. I dag flytur Hákon Bjarnason ágrip af'iögu trjá- ræktar í Reykjavík. Jónas Jónsson, formaður Skógræktarfélags Islands, flytur skýrslu stjórnar. Engar viðræður ákveðnar um fiskveiðiréttindi ENGAR óskir um viðræður við Efnahagsbandalag Evrópu um gagnkvæm fiskveiðiréttindi ts- lendinga og bandalagsþjóðanna höfðu borizt utanrfkisráðuneyt- inu I gær, en á fundi, sem utan- rfkisráðherrar EBE sátu á Haag I gær, var búizt við að bandalagið fengi samningsumboð og tiikynnt yrði um útfærslu sameiginlegrar lögsögu aðildarrfkjanna 1. janúar 1977. Eins og áður hefur komið fram f fréttum, hafa Bretar sérstaklega rætt um viðræður við tslendinga hinn 3. nóvember næstkomandi. Engar slfkar viðræður eru ákveðnar og að sögn Harðar Helgasonar, skrifstofustjóra utan- rfkisráðuneytisins er sennilegasta skýringin á þessu sú, að um sé að ræða ákveðna tfmaskipulagningu innan Efnahagsbandalagsins, þar sem menn hafa verið að leggja niður fyrir sér hvaða tíma heppi- legast væri að nota til viðræðna við hin ýmsu rfki utan bandalags- ins. Þetta kemur heim og saman við viðtal, sem blaðamaður Morgun- blaðsins átti nýlega við háttsettan embættismann innan Efnahags- bandalagsans. Hann sagði að Framhald á bls. 18. Mildut? matarleifar. Palmolive-uppþvottalögurinn er mjög áhrifamikill og gerir uppþvottinn Ijómandi hreinan og MrV^ skínandi - jafnvel þóttþérþurrkið ekki af ílátunum. PSpy ; Jafnframt er efnasamsetningin í Palmolive þannig, að hann er mjög mildur fyrir hendurnar. msaW‘iV Prófið sjálf... Æm Palmolive í uppþvottinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.