Morgunblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 1
32SIÐUR OG LESBOK Bretar vilja fá annað stórlán London, 29. október. — NTB. BREZKA stjórnin reynir nú að tryggja sér 10 miiljarða doll- ara(1897. milljarða (sl. kr) lán frá Bandarfkjunum, Vestur- Þýzkalandi og Japan, sem á að nota til að styrkja pundið, að þvf er opinberar heimildir f London skýrðu frá f morgun. Það er einnig mögulegt að ein- stök Arabalönd muni lána hluta af þessari upphæð. Mun brezki forsætisráðherrann, James Callaghan, hafa vakið máls á þessu þegar starfsbróðir hans f Vestur-Þýzkalandi, Helmut Schmidt, var f Bretlandi fyrir skömmu. Undirbúningsviðræður um lán- töku hafa einnig farið fram við bandaríska embættismenn, en formlegir samningar verða tæp- ast gerðir fyrr en eftir nýár þegar Bretar hafa veitt viðtöku öðru láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðn- um að upphæð 3.9 milljarðar doll- ara. Þá var það einnig upplýst að Denis Healey fjármálaráðherra hafi ýmsar aðgerðir á prjónunum til stuðnings pundinu. Tæplega verður um að ræða frekari niður- skurð á opinberum útgjöldum, eins og íhaldsmenn hafa krafist, en á meðal efnahagsspámanna er Framhald á bls. 18. Ægilegir eld- ar í Japan Yamagata, Japan, 29. okt. Reuter. ÆGILEGIR eldar geisa f borginni Sakata f norðvestur hluta Japans, og hvorki slökkvilið né öflugt varalið fengu við neitt ráðið þeg- ar sfðast fréttist. Þá höfðu um það bil eitt þúsund byggingar orðið eldinum að bráð og þúsundir höfðu flúið heimili sfn. Jimmy Carter, forsetaframbjóðandi demókrata, sést hér veifa krepptum hnefa til áheyrenda sinna í Brooklyn í New York í fyrradag, en þangað kom hann skyndilega og fór í tveggja tíma ferð um Brooklyn eins og vikið er að í fréttinni frá blm. Mbl. neðar á síðunni. Njósnir í þágu Rússa í Finnlandi Stokkhólmi, — ntb. tt. 29. okt. Háttsettur starfsmaður f finnsku tollgæzlunni var f dag handtekinn sakaður um að hafa stundað njósnir fyrir Sovétríkin. I sænsku dagblöðunum kem- ur fram að maðurinn hafi starfað f þeirri deild toll- gæzlunnar, sem f jallur um við- skiptamál og að hann hafi veitt Rússum upplýsingar f mörg ár. Upplýsingarnar snertu verð- lag á vélum, byggingarefnum og viði. Finnska lögreglan tók að gruna hann, vegna þess hve hann vann mikla yfirvinnu. Finnska viðskiptaráðuneytið hefur lengi furðað sig á, að starfsbræður þeirra á Rúss- landi virtust vita náið um við- skipti Finna við útlönd. Vit- neskja þeirra þar að lútandi Framhald á bls. 18. Utanríkisráðherrafundur EBE: Vonir standa til að samkomu- lag um útfærslu náist í dag Haag, 29. október. — Reuter. Vonir glæddust f dag um það að málamiðlunarsamkomulag gæti náðst á fundi utanríkisráðherra Efnahagsbandalags Evrópu, sem byrjar á morgun, þannig að EBE löndin geti fært fiskveiðilögsögu sína út f 200 mflur um áramót, að sögn embættismanns bandalagsins. Irar, sem er umhugað um að tryggja réttindi sinna sjómanna næst ströndum landsins, komu f veg fyrir að samkomulag gæti náðst á utanrfkisráðherrafundinum í Luxemborg f sfðustu viku um 200 mfl- urnar og stefnuna f fiskveiðimálum. Garret Fitzgerald, utanríkisráð- herra íra, álítur að tryggja verði hagsmuni írskra sjómanna áður en stjórn hans getur fallist á út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 200 milur og samninga við önnur ríki. Miklar viðræður diplómata hafa staðið yfir undanfarna daga til að finna leið sem fullnægir kröfum íra án þess að ákveðin verði 50 mílna einkafiskveiðilög- saga þeim til handa. Finn Olov Gundelach, fulltrúi í stjórnarnefnd EBE, sem fer með utanrikismál, hitti írska em- bættismenn í Dublin i gær og ræddi um hugsanlega mála- miðlun við sendiherra hjá banda- laginu i dag. Bretar leggja einkum mikla áherslu á að aðildarríki EBE færi út fiskveiðilögsögu sína, svó að bandalagið geti gert nýtt fisk- veiðisamkomulag við Islendinga í stað tvíhliða samkomulags íslendinga og Breta, sem fellur úr gildi 1. desember. Bretar vilja eins og Írar fá 50 mílna einkafiskveiðilögsögu, en hafa sjö hin aðildarríkin á móti sér í því. Þeir álita þó að leggja beri aðaláhersluna á að færa út í 200 mílur og semja við lönd utan bandalagsins, en geyma sérkröfur þar til siðar. Önnur aðildarríki eru sömu Framhald á bls. 18. Muzorewa biskup: Líkir öryggissveitum Smiths við Gestapo Genf, 29. okf. Reuter. NTB. AFRlKANSKIR fbúar geta ekki sætt sig við að varnar- og dóms- málaráðuneytum f Rhódesfu sé stýrt af mönnum sem bera ábyrgð á viðbjóðslegum pyndingum á Ford að ná fótfestu í Suðurríkjunum? Ahyggjur í her- búðum Carters New York, 29. okt. Frá blaðam. Mbl. Ingva Hrafni Jóns- syni. SVO virðist sem lokadagar kosningabaráttunnar ætli að verða örlagarfkir fyrir Jimmy Carter. A sl. tveimur dögum hefur að áliti stjórnmálafrétta- ritara orðið töluverð breyting á stöðu frambjóðendanna, að mestu Ford f hag. t gær kom fram að demókratar f Kali- fornfu væru búnir að gefa upp vonir um að Carter sigraði þar og útlitið f New York var mun betra fyrir Ford. 1 dag er talað um að forsetanum sé að takast að losa það tangarhald sem Carter hefur haft á Suðurrfkj- unum og var grundvöllur þess að honum hefur verið spáð sigri f þessum kosningum. Þetta kom fram í kvöldfrétta- tfma allra helztu sjónvarps- stöðvanna í gærkvöldi og í blöð- unum f morgun. Stjórnmála- fréttaritarar segja það stað- reynd, að frá því þriðja sjón- varpseinvígið var háð fyrir viku, hafi forsetinn sótt mjög á í Texas, Louisiana, Missisippi, Virginíu og Norður- og Suður- Karólínu. Þetta etú allt fylki, sem talið var öruggt að Carter myndi sigra í. Richard B. Cheney, yfirmaður starfsliðs Hvíta hússins, sagði við frétta- menn í gær að forsetinn og bandamenn hans teldu úrslit kosninganna enn vera mjög tví- sýn, en væru mjög bjartsýnir og glaðir yfir fylgisaukningu for- setans undanfarið. Hann sagði að fréttirnar frá Suðurríkjun- um væru einkar uppörvandi og ef héldi fram sem horfði þyrfti forsetinn ekki að sigra nema í 4 stærstu fylkjum landsins til að hljóta kosningu í stað fimm, eins og sérfræðingar hans töldu fyrir viku. Aðeins 5 dagar eru liðnir síðan tímaritið Time birti skoðanakönnun um fylgi fram- bjóðendanna í hverju fylki og kom þar fram að Ford hefði forystu í 10 fylkjum með 60 kjörmenn og kjósendur 5 fylkja með 37 kjörmenn hölluðust fremur að honum. Carter hafði forystu i 15 fylkjum með 176 kjörmenn og kjósendur 6 fylkja með 97 kjörmenn hölluðust fremur að honum. 1 12 fylkjum með 168 kjörmenn var staðan of tvísýn til að hægt væri að gera spár. Alls þarf 270 kjör- menn til þess að sigra og skv. Framhald á bls. 18. svertingjum f landinu. sagði þjóð- ernissinnaleiðtoginn, Abel Mozorewa biskup, á Genfarráð- stefnunni um Ródesfu f dag. Hann vfsaði á bug kröfu Ian Smiths forsætisráðherra um að lykilstöður f bráðabirgðarfkis- stjórn landsins yrðu að vera f höndum hvftra manna og sagði að öryggissveitir hvftra manna hefðu staðið að baki hinum svf- virðilegustu pyndingum og glæpaverkum á alþýðu manna. Smith hefur aftur á móti sagt að ekkert það liggi fyrir sem renni stoðum undir ásakanir um að pyndingum hafi verið beitt. Biskupinn var mjög hvassyrtur í ræðu sinni og líkti öryggissveit- unum við Gestaposveitir nasista f grimmd sinni. Van der Byl fyrr- verandi varnarmálaráðherra neit- aði að hermenn sínir hefðu nokkru sinni gripið til ruddalegra aðgerða gegn blökkumönnum að ósekju og sagði að svartir skæru- liðar hefðu þvert á móti sýnt glæpsamlega grimmd í framferði sinu. Fundurinn í dag stóð í eina og hálfa klukkustund. Var honum siðan frestað fram á þriðjudag til að gefa tíma fyrir óformlegar við- ræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.