Morgunblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÖKTÓBER 1976 19 — Fjárlagaræða Framhald af bls. 17. að þau falli ekki fram af gjaldþrotabarminum eins og dæmin sanna Hér er nauðsynlegt að setja strangar reglur, því oft og einatt er ekki aðeins litið á ríkisábyrgð sem tryggingu fyrir 'lánsfé, heldur hefur stappað nærri, að ýmsir aðilar hafi litið á ábyrgð rikissjóðs sem fjárveitingarigildi. Þetta er háskaleg braut, sem ég tel að girða verði fyrir með öllu, þvi ekki verður framhjá því litið að rikisábyrgðarveiting hefur efnahagsleg áhrif ekki síður en fjárveitingar og lántökur. Skatta- og tollamál Beinir skattar. Eins og kunnugt er hefur að undanförnu verið á vegum fjármálaráðuneytisins unnið að endurskoðun laganna um tekjuskatt og eignarskatt Að þvi er stefnt, að nýtt frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt verði lagt fyrir Alþingi nú á næstu vikum Helstu nýmæli frumvarpsins eru eftirfarandi: Skattlagningu hjóna verði breytt á þann veg, að tekin verði upp tekjuhelmingaskipti milli hjóna og skattur lagður á hjónin hvort í sinu lagi Sérstakur skattafsláttur verðu veittur fyrir kostnað vegna útivinnu eiginkvenna, sem miðaður verður við unnar vinnuvikur utan heimilis. Afsláttur þessi, sem nefna mætti útvinnuafslátt, kemur annars vegar fram i barnabóta- auka og hins vegar i auknum persónuafslætti óháð barna- fjölda Gjöld og tekjur vegna eigin ibúðar verða tekin út úr framtali bæði tekna og gjaldamegin Ýmsir frádráttarliðir verða felldir niður en aðrir sameinaðir í fastan afslátt til einföldunar. Skattlagningu einstaklinga, sem stunda atvinnurekstur fyrir eigin reikning, verður breytt á þann hátt, að þeim skulu áætluð laun fyrir starf sitt að eigin atvinnurekstri, er séu ekki lægri en launþegar i sömu starfsgrein bera úr býtum og þeim gert að greiða skatt af þessari áætlun. Hin áætluðu laun færast síðan sem kostnaður hjá atvinnurekstrinum en jafnframt verði tryggt að atvinnurekstrartöp hafi ekki áhrif á skattlagningu annarra tekna sjálfstæðra atvinnurekenda Reglum um söluhagnað og fyrningar verður breytt á þann veg, að engar verðbreytingar eru reiknaðar í fyrningum. Lausafé skal fyrnt af bókfærðu verði og söluverð eigna fært til lækkunar fyrningargrunni Heimild verði til endurfjárfestingar en að öðru leyti verði söluhagnaður skattskyldur Um mann- virki og aðrar eignir gildi svipaðar reglur, þó er ekki gert ráð fyrir, að skattlagning söluhagnaðar af íbúðarhúsnæði verði aukin, né heldur að ibúðarhúsnæði verði fyrnanlegt Sölu- hagnaður af landi og náttúruauðæfum, sem er umfram verðbólguvöxt, verði skattlagður að fullu, enda sé aridvirðið ekki endurfjárfest i atvinnutækjum Um staðgreiðslu opinberra gjalda eru ekki ákvæði í frumvarpinu. Hins vegar er við það miðað, að staðgreiðsla geti verið tekin upp í náinni framtið, og því er ekki gerð tillaga í frumvarpinu um neinar meiri háttar breytingar á ákvæðum núgildandi laga um tekjuskatt og eignarskatt að þvi er varðar skattframkvæmd. Hið nýja skattalagafrumvarp verður væntanlega eitt af helstu málum þessa Alþingis í því er að finna ýmsar tillögur til úrbóta i þeim efnum, sem helst hafa sætt gagnrýni að undanförnu. Það er Alþingis að vega og meta þessar tillögur og taka siðan lokaákvörðun um einstök atriði þeirra. Meginmarkmiðið hlýtur að vera að skapa réttlátari skattalög gjöf Virðisaukaskattur. Starfshópur á vegum fjármála ráðuneytisins hefur kannað, hvaða leiðir væru einkum heppi- legar til að breyta núverandi formi almennra óbeinna skatta, einkum söluskatts, þannig að í senn sé stuðlað að öryggi í innheimtu, einfaldri framkvæmd og sneitt verði hjá óæskilegri mismunun milli atvinnugreina, auk þess sem skattaleg staða innlendra atvinnuvega verði tryggð Starfshópurinn skilaði ítarlegri greinargerð um þetta efni, þar sem rakin voru megineinkenni virðisaukaskatts og lýst helstu kostum hans og göllum í samanburði við önnur söluskattskerfi Virðisauka- skattur hefur verið tekinn upp víða í nágrannalöndum okkar og hefur reynslan verið misjöfn. Þannig virðist vel hafa tekist til í Danmörku og mun framkvæmd hans þar í góðu lagi að flestra dómi í Noregi hefur hins vegar borið á gagnrýni á skattinum Um síðustu áramót var birt álit stjórnskipaðrar nefndar, svokallaðrar „Gjærvold' -nefndar, um framkvæmd virðisaukaskattsins í Nor- egi. Meiri hluti nefndarinnar (10 af 13) taldi, að upptaka virðisaukaskatts í Noregi hefði ekki orðið til bóta og lagði til að hann yrði felldur niður og aftur tekinn um einstigs söluskattur og með svipuðu sniði og þar var áður. Ástæðan fyrir þessu áliti meiri hluta nefndarinnar var einkum sú, að hún taldi meiri brögð að skattsvikum í virðisaukaskattskerfinu en söluskatts- kerfinu. í Ijósi þessarar gagnrýni hefur verið talið rétt að rannsaka þessi mál nánar hér og reyna að finna leiðir til að ná fram helstu kostum virðisaukaskattsins, án þess að gallarnir fylgi Tollar. Frumvarp til laga um tollskrá verður lagt fyrir Alþingi nú í haust og er þess vænst, að ný lög um tollskrá geti öðlast gildi 1 janúar n k Frumvarpið er framhald þeirrar stefnu, er mörkuð er með tollskrárlögum frá árunum 1 9 70 og 1974 Frumvarpið endurspeglar því samningsbundnar tolla- lækkanir vegna aðildar islands að EFTA og ákvæði friverslun- arsamnings íslands við EBE í ársbyrjun 1 9 74 voru tollar á vélum til samkeppnisiðnaðar felldir niður en tollar á hráefnum lækkaðir um helming frá því sem þeir höfðu verið í árslok 1973, en siðari helmingur tolialækkana á hráefnum tók gildi 1 janúar 1976 Má þvi segja, að frá byrjun þessá árs hafi islenskur samkeppnisiðnað- úr yfirleitt búið Við tollfrélsi á aðföngum til framleiðslu Þessi regla hefur þó ekki veríð án undantekninga, og er að þvi stefnt i tollskrárfrumvarpínu að leysa þau vandamál, sem eftir voru skílin á þeim aðiögunartima, sem liðinn er frá 1970 Ber þar einkum að nefna lækkun tolla á timbri og ýmiss konar plötum til smiða og bygginga úr trjáviði, lækkun tolla á ýmsum rekstrarvörum og öðrum aðföngum til iðnaðar. Samkvæmt heimild í fjárlögum fyrir árið 1975 hefur fjármálaráðuneytið nú um tveggja ára skeið fellt niður að hálfu eða endurgreitt að hálfu, eftir því sem við hefur átt, sölugjald af ýmsum vélum til iðnaðar. í XV lið 6 gr. frumvarps þess til fjárlaga, sem nú er fjallað um, er lagt til að samþ/kkt verði heimild til að fella niður að fullu eða endurgreiða sölugjald af vélum og tækjum, vélahlutum og varahlutum til samkeppnis- iðnaðar (verndarvöruiðnaðar) og verður það gert frá og með 1. janúar 1 977 Með þessari heimild svo og nýjum tollskrárlögum yrði stigið stórt skref að þvi marki, að islenskum samkeppnisiðnaði verði eigi iþyngt með aðflutningsgjöldum, svo og að sambærileg tollaákvæði gildi um samkeppnisiðnað og gilt hafa um hina svokölluðu stóriðju. Virðisaukaskatturinn er enn i mótun og virðist fyllsta ástæða til að huga nánar að þeirri reynslu, sem aðrar þjóðir hafa öðlast. áður en endanleg ákvörðun verður tekin í þeim efnum Hins vegar er augljóst, að rikissjóði verður á einhvern hátt að bæta þá skerðingu tekna, er af lækkun tolla og hugsanlegri niðurfellingu vörugjalds leiðir Til þess að tryggja samræmi i skattlagningu hér og erlendís verður enn á ný að lita til skattinnheimtu nágrannaþjóða okkar, og hef ég i því sambandi óskað þess sérstaklega, að kannað yrði, hvort taka ætti upp hér á landi svokallaða „punktskatta", sem beitt er i vaxandi mæli á Norðurlöndum Hér er um að ræða gjöld í hátt við vörugjald það, sem við nú búum við, en af eðlilegum orsökum er mun meir vandað til allrar uppbyggingar þessara gjalda en vörugjaldsins, enda var vörugjaldið aldrei til annars ætlað en að vera skammtima lausn á ákveðnum efnahagsvanda. Á næstunni verður einnig unnið að tillögum um samræm- ingu innri og ytri tolla. þar sem munur þeirra er óeðlilegur, svo og jöfnun tolla milli skyldra vara, sem eru i misháum tollflokki. Einnig er athugunarefni, hvort unnt sé að lækka á næstu árum allra hæstu tollana. sem i sumum tilfellum þyrfti ekki að þýða tekjumissi Skattar af umferðinni. Að undanförnu hefur verið unnið að athugun á skattlagningu bifreiða og bifreiðanotkun og fjáröflun til vegagerðar Hér er um mikilvægt svið skatta- mála að ræða, svið þar sem sjónarmiðum um gjald fyrir afnot í einhverri mynd á að minni hyggju fyllsta rétt á sér Á núverandi skattkerfi eru í þessu efni nokkrir hnökrar, t.d. þannig að sams konar eða svipaðar bifreiðir, sem um vegina fara, sæta ekki sömu skattlagningu Þessu verður að breyta þannig, að sanngjarnt afnotagjald komi fyrir allar bifreiðir, sem í landinu eru að staðaldri og nota vegakerfið Langtímafjárlög Stefnan í skattamálum ræðst endanlega af ákvörðun um skiptingu þjóðarútgjaldanna milli hins opinbera og einkaaðila. Öll umræða um skattamál verður m.a. að byggjast á mati á fjárþörf ríkisins ekki aðeins frá ári til árs heldur til langframa. í fjárlagaræðu minni i fyrra gat ég þess, að rikisstjórnin hefði gert samþykkt um það, að á vegum fjárlaga- og hagsýslustofnunar yrði hafinn undirbúningur að gerð áætlana um þróun útgjalda og tekna ríkissjóðs á næstu árum. Þetta verkefni er nú hafið, og hefur verið ráðinn maður til að annarst það á grundvelli heimildar í fjárlögum. Sú undirbúningsvinna, sem framkvæmd hefur verið að undanförnu, hefur aðallega beinst að því að kanna, hvernig staðið er að langtimafjárlagagerð grannrikja okkar. Jafnframt þessu er unnið að athugun á, hvaða form langtimafjárlaga hentar við íslenskar aðstæður og hvaða forsendur eru hér fyrir hendi til þess að slíkt verk megi vinna Liklegt er, eðli málsins vegna, að nokkurn tima taki að koma á fót áætlanagerð, sem tekur til allra þátta ríkisfjármála Fyrsti áfangi við gerð langtimafjárlaga er að langtímafjárlögum verði mörkuð umgjörð og jafnframt hugað að útgjaldaþróun ein- stakra málaflokka, á næstu árum, þar sem byggt yrði á útgjaldaþróun liðinna ára, framkvæmda- og rekstraráætlunum eftir því sem þær gefa tilefni til, og lagaákvæðum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma Langtimaáætlanir fyrir rikissjóð þjóna í fyrsta lagi því markmiði að lýsa væntanlegri þróun útgjalda og tekna rikis- sjóðs á næstu árum miðað við gildandi lagaskuldbindingar og tekjuheimildir. í öðru lagi er áætlunum þessum ætlað að auðvelda og vera umgjörð hinnar raunverulegu árlegu fjár- lagagerðar. Á það ber að leggja rika áherslu, að langtimafjárlögin eins og þau eru gjarnan kölluð eru að því leyti frábrugðin eins árs fjárlögum rikisins, að þau eru ekki bindandi fyrirætlun ríkisins, heldur viðmiðun, sem gerir rikisstjórn, Alþingi og öðrum sem við þessi efni fást auðveldara að meta stöðu rikisins, tekjuþörf þess og útgjöld fram i tímann. Annað verkefni, sem unnið er að í fjárlaga- og hagsýslu- stofnun i þessu sambandi, er að skoða þau frumvörp, sem ríkisstjórnin hyggst leggja fyrir Alþingi með tilliti til þess kostnaðar, sem slík frumvörp kunna að hafa í för með sér. Sama máli gegnir raunar einnig um önnur lagafrumvörp og þingsályktunartillögur Verkefni þetta má raunar telja hluta áætlunargerðar til langs tíma á sviði ríkisfjármála í stefnuræðu sinni 2 5. október s.l. vék forsætisráðherra að nauðsyn þess, að metnar verði þjóðhagshorfur nokkur ár fram i tímann, svo unnt sé að skoða í lengra timasamhengi efnahagsþróunina og stöðu efnahagsmála hverju sinni. Ríkis- stjórnin hefur falið Þjóðhagsstofnun að vinna að könnun á þjóðhagshorfum næstu 4 ára i samvinnu við aðrar opinberar stofnanir á sviði efnahagsmála Hér er auðvitað um að ræða nauðsynlega forsendu þess, að unnt sé að semja langtímafjár- lög, er eigi sér rökrétta samsvörun í hugmyndum manna um þróun efnahagsmálanna í heild á þvi timabili, er langtimafjár- lögin ná yfir. Með gerð langtimafjárlaga er um að ræða ótroðna braut i opinberri fjármálastjórn hér á landi Það er engum vafa undirorpið, að hér er um að ræða tíma- og mannaflafrekt starf, ef verkið á að leiða til raunverulegs árangurs i stjórn efnahags- mála Það er því nauðsynlegt, að ekki veri rasað úm ráð fram, heldur verði gaumgæfilega athugað, áður en endanlegar ákvarðanir um þetta verkefni eru teknar, hvaða kostnaður felist i því að koma á þeirri gerð langtimafjárlaga, er henti aðstæð- um hér á landi. Launamál opinberra starfsmanna Launamál opinberra starfsmanna hafa verið mjög á döfinni á þessu ári. Nýir aðalkjarasamningar BSRB og BHM tóku gildi 1. júli s I og náðist samkomulag við bæði bandalögin um efni þeirra, þ e um föst laun, fjölda launaflokka og önnur mikilvæg sameiginleg kjaramál opinberra starfsmanna Samningar þess- ir fylgdu i öllum aðalatriðum samningum ASÍ og vinnuveit- enda frá 28 febrúar s I. í tengslum við gerð aðalkjarasamnings BSRB og samninga- nefndar ríkisins varð samkomulag um grundvöll að nýrri löggjöf um kjarasamninga, sem varð að lögum s.l. vor, þar sem BSRB er veittur takmarkaður verkfallsréttur Ekki náðist Framhald á bls. 21 Gardínu- húsið Ingólfsstræti 1 FLYTUR í Iðnaðarhúsið Ingólfsstræti/Hallveigarstíg I * ^ * I J I INGOLFS Str í þetta hús flytjum við IÐNAÐARHÚSIÐ Gardínu- húsið Ingólfsstræti/Hallveigarstíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.