Morgunblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1976
21
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Suðurnesjum
Óska eftir múrara í skiptum
fyrir trésmið.. Uppl. í síma
27962 Reykjavík.
Maður vanur enskum
bréfaskriftum, bókhaldi og
alm. skrifstofustörfum óskar
eftir hálfs dags starfi. Uppl. i
síma 181 93.
25 ára maður
óskar eftir atvinnu. Uppl. i
sima 20388.
Framleiðendur
alþjóðlegra byggingavara og
múrhúðunarefna óskar eftir
hæfum sölumanni. Há laun i
boði. Bónus og hlunnindi.
Enskukunnátta æskileg.
Sendið svar i flugpósti til:
A. M. Pate, Jr. President
TEXAS REFINERY CORP.,
Dept. E-16 P.O. Box 711,
Fort Worth, Texas 76101,
U.S.A.
Borgarhúsgögn
auglýsa
1 5% afsláttur á öllum okkar
sófasettum úrval af áklæði.
Borgarhúsgögn.
Grásleppuútvegur
til sölu
Girnisnet á nylonteinum,
Færi, drekar, belgir, hrognsi-
ur og plaststampar 35 og 40
litra. Upplýsingar i sima 96-
81161._________________
Tvær hryssur
á tamningaraldri, vel ættað-
ar, til sölu. Upplýsingar i
sima 99-3393.
Einkatímar
i ensku. Enskur kennari.
Uppl. i s. 26793 sunnudag
kl. 4—7.
H. &V.
Heimatrúboðið
Austurgötu 22
Hafnarfirði
Almenn samkoma sunnudag-
inn kl. 5. Verið öll velkomin.
Heimatrúboðið
Á morgun hefst vakningavika
að Óðinsgötu 6 A. Sam-
komur verða hvert kvöld kl.
20.30. Allir velkomnir.
Filadelfía Keflavík
Bibliukennsla i dag kl.
9 —12. Vigslusamkoma i
kvöld kl. 8.30. Allir velkomn-
ir.
Félag austfirzkra
kvenna
heldur skemmtifund, mánu-
daginn 1. nóv. kl. 8.30 að
Hallveigarstöðum. Spilað
verður bingó. Stjórnin.
Kvenfélag
Laugarnessóknar
Fundur verður haldinn mánu-
daginn 1. nóvember kl. 8.30
i fundarsal kirkjunnar. Sýndir
verða kjólar frá Elsu ásamt fl.
Stjórnin.
K.F.U.M. og K.
Fyrsta samkoma Æskulýðs-
vikunnar verður sunnudags-
kvöld kl. 8,30 i húsi
félaganna við Amtmannsstig.
Ræðumaður: Kjartan Jóns-
son.
Nokkur orð: Guðmundur
Guðmundsson, Margrét
Eggertsdóttir.
Æskulýðskór K.F.U.M. og K.
syngur.
Önnur samkoma Æskulýðs-
vikunnar verður á mánudags-
kvöld kl. 8,30.
Ræðumaður: Halldór Reynis-
son
Nokkur orð: Ágúst Einarsson.
Sigriður Hjartardóttir.
Söngur: Oddur og Ingi.
Allir eru velkomnir á sam-
komurnar.
UTIVISTARFERÐIR
Sunnud. 31 /10 kl. 13
1. Bláfjölt með Þorleifi
Guðmundssyni
2. Bláfjallahellar með
Einar Þ. Guðjohnsen og Jóni
I. Bjarnasyni. Ferð fyrir alla
fjölskylduna að skoða undra-
heim hellanna áður en snjór
lokar þeim. Hafið góð Ijós
með. Verð 800 kr. frítt f.
börn með fullorðnum. Farið
frá B.S.Í. vestanverðu.
Útivist
Félag Snæfellinga og
Hnappdæla
Spilað verður félagsvist i
Dómus Medica i kvöld kl.
20.30.
Stjórn og skemmtinefnd.
Haustfagnaður
Súgfirðingafélagsins
i Félagsheimili Seltjarnarness
i kvöld kl. 21—02.
Stjórnin.
SIMAR. 11798 og 19533,
Sunnudagur 31. okt.
kl.13.00
1. Gengið um slóðir
Kjalnesingasögu. Leiðsögu-
maður: Sigurður Kristinsson.
2. Gengið um Esjuhlíðar.
Fararstjóri: Guðrún Þórðar-
dóttir.
Verð kr. 800 gr. v/bilinn.
Farið frá Umferðarmiðstöð-
inni (að austanverðu).
Ferðafélag íslands.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
4—5 herbergja íbúð
til leigu
í Árbæjarhverfi. Laus strax. Tilboð, sem
greinir fjölskyldustærð og leiguupphæð
sendist blaðinu fyrir 3. nóvember n.k.
merkt: „Árbær — 2558".
Hús til niðurrifs
Tilboð óskast í að rífa og fjarlægja gamalt
íbúðarhús í Kópavogi. Tilboðseyðublöð
ásamt nánari upplýsingum eru afhent á
skrifstofu vorri.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGAHTUNI 7 SIMI 26844
Rangæingar
1. umferð i 3ja kvölda spila-
keppni Sjálfstæðisfélaganna i
Rangárvallasýslu verður að Hvoli
föstudaginn 5. nóvember n.k. kl.
21.30. Aðalverðlaun ferð til
sólarlanda fyrir tvo. Steinþór
Gestsson alþm. flytur ávarp.
Sjálfstæðisfélögin í
Rangárvallasýslu.
| Hvergerðingar
Borgarafundur í
Hveragerði
Sjálfstæðisfélagið Ingólfur og framsóknarfélagið i Hveragerði
halda almennan borgarafund i Hótel Hveragerði þriðjudaginn
2. nóv. kl. 21.00.
Fundarefni:
llræktarver i Hveragerði.
Á fundinn koma Guðmundur Sigþórsson deildarstjóri og
þingmenn flokkanna.
Hvergerðingar mætið vel og stundvíslega.
Stjórnirnar.
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
H' Al’GLYSIR l m allt la.nd þegar
ÞÚ AIGLYSIR I MORGL’NBLAÐINE
—Æjárlagaræða
Framhald af bls. 19
samkomulag við BHM að því sinni, en viðræðum fjármála-
ráðuneytisins og BHM um nýja samningslöggjöf var þá
frestað, og verða væntanlega teknar upp að nýju nú á
næstunni.
Þrátt fyrir að samningar næðust við BSRB og BHM um
aðalkjarasamninga, fór svo að verulegur ágreiningur varð i
viðræðum samninganefndar rikisins við einstök aðildarfélög
bandalaganna um sérsamninga þeirra, þ.e. um röðun rikis-
starfsmanna en öðrum málum var visað til úrskurðar Kjara
nefndar og Kjaradóms lögum samkvæmt.
í framhaldi af þeim úrskurðum varð vart við töluverða
óánægju meðal einstakra hópa starfsmanna. Óánægjan beinist
að þvi, að ýmsir hópar opinberra starfsmanna telja sig hafa
lægri launakjör en samsvarandi starfshópar á hinum almenna
vinnumarkaði
Það er ekki nýtt af nálinni, að slíkar óánægjuraddir heyrast
úr röðum opinberra starfsmanna. Á síðari hluta síðasta áratugs
kom fram sams konar gagnrýni. Þá varð að samkomulagi milli
BSRB og fjármálaráðherra, að fram færi skipulegt mat á
störfum opinberra starfsmanna, með hliðsjón af kjörum laun-
þega á almennum vinnumarkaði í lok ársins 1970 var siðan
gerður kjarasamningur við BSRB, sem að verulegu leyti var
byggður á starfsmati þessu.
Nú er því enn á ný haldið fram, að opinberir starfsmenn beri
skarðan hlut frá borði miðað við hinn almenna vinnumarkað
Nú sem jafnan fyrr, orkar slíkur samanburður tvímælis, því að
i þessum efnum er erfitt að fullyrða, hvenær það sé saman
borið sem saman á og hvenær ekki.
Könnun á réttmæti þessarar gagnrýni er vandasamt verk, og
veldur þar m.a. að launakerfi opinberra starfsmanna er mjög
frábrugðið launakerfi annarra launþega Þá eru starfskjör
opinberra starfsmanna að öðru leyti en tekur til beinna launa
einnig frábrugðin starfskjörum annarra launþega og saman-
burður því erfiðari af þeim ástæðum.
Þrátt fyrir þessa augljósu annmarka tel ég rétt, að slík
könnun verði gerð, og að niðurstöður hennar liggi fyrir við
gerð næstu samninga við opinbera starfsmenn.
Ég mun fara þess á leit við Hagstofu íslands eða aðra
hlutlausa aðila að gerður verði samanburður á kjörum opin-
berra starfsmanna og kjörum annarra stétta þjóðfélagsins. Það
er von mín, að slick könnun muni auðvelda samningsgerð um
kjör opinberra starfsmanna
Með hinni nýju löggjöf um kjarasamninga BSRB, sem
samþykkt var á Alþingi i vor, og reyndar einnig með kjara-
samningalögunum frá 1973, hefur viðsemjendum rikisins
fjölgað verulega frá því sem áður var og allt starf fjármálaráðu-
neytisins að gerð kjarasamninga vaxið gifurlega Fram til
ársins 1 974 var Kjararáð BSRB eini viðsemjandi fjármálaráðu-
neytisins um kjör ríkisstarfsmanna, en nú eru viðsemjendurnir
á milli 30 og 40, auk hinna tveggja bandalaga, þ e BSRB og
BHM Þrátt þetta hefur ekki verið fjölgað starfsliði i fjármála-
ráðuneytinu til að fást við samningagerð. Slik fjölgun er þó
óhjákvæmileg, þar sen hinum auknu verkefnum á þessu sviði
verður að mæta með auknu starfsliði Á undanförnum árum
hefur staða formanns samninganefndar ríkisins i launamálum
verið aukastarf ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. Frá og
með næstu áramótum verður hér breyting á Er hinn skipaði
ráðuneytisstjóri kemur aftur til starfa um n.k. mánaðamót mun
núverandi settum ráðuneytisstjóra verða falið að gegna áfram
formennsku i samninganefnd rikisins, og mun það verða
aðalverkefni hans næstu mánuði Ég tel, að mikla áherslu beri
að leggja á að hafa sem best samskipti við launþegasamtökin
Á næstu mánuðum mun reyna á, hvort okkur tekst að móta
raunsæja og hóflega stefnu í kjaramálum, sem er ein helsta
forsenda árangurs í viðureign okkar við verðbólguna. í þessu
sambandi vildi ég með leyfi hæstvirts forseta vitna til orða
hæstv forsætisráðherra í stefnuræðu hans, sem flutt var i
upphafi þessarar viku, en þar sagði hann m.a. um kjaramálin:
,,Auðvitað hefur sitthvað raskast i launahlutföllum i umróti
siðustu ára, og á næsta ári þarf enn að leita leiða til að ná
sanngjörnum launahlutföllum og tekjuskiptingu í þjóðfélag-
inu Beita þarf skatta- og tryggingakerfinu i sama skyni, en allt
innan þess ákveðna ramma, sem framleiðslugeta og jafnvægi í
utanríkisverslun setur Reyndar fela gildandi kjarasamningar
þegar i sér nokkra kaupmáttaraukningu fyrir nokkrar stéttir,
þegar kemur fram á næsta ár, þannig að fyrirfram hefur verið
ráðstafað nokkru af því svigrúmi, sem fyrir hendi kann að vera
Aðalatriðið er að reyna að ná settu marki i kjaramálum með
sem minnstum verðhækkunum."
Þetta verður vitaskuld keppikeflið i launamálum opinberra
starfsmanna á næsta ári, og ég veit, að viðsemjendur ríkisins
vilja einnig vinna að þessu marki. Eins og kunnugt er, eru i
samningi opinberra starfsmanna ákvæði um launabreytingar á
næsta ári eftir að gildistíma núverandi samninga flestra
verkalýðsfélaga sleppir Um þessi ákvæði var samið i trausti
þess að úr rættist um efnahag þjóðarinnar Nú virðist von til
þess að svo verði, en menn verða að gera sér Ijóst, að með
þessum ákvæðum var i raun og veru tekið forskot á efnahags-
batann, sem ekki kemur öðru sinni til skipta
Lokaord
Við afgreiðslu fjarlaga liðand árs var lögð á það rik áhersla,
að rikisfjármálunum yrði markvisst beitt til þess að tryggja
framgang efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Sú stefna hefur
fyrst og fremst miðað að þvi að draga úr viðskiptahallanum við
útlönd og minnka hraða verðbólgunnar, án þess að gripið væri
til svo harkalegra aðgerða að atvinnuöryggi landsmanna væri
teflt í hættu. Þessari stefnu aðlögunar i áföngum að breyttum
ytri skilyrðum þjóðarbúsins hefur verið staðfastlega fylgt. en
hún hefur óneitanlega kostað skuldasöfnun við útlönd.
Verulega hefur miðað i jafnvægisátt í efnahagsmálum
þjóðarinnar á þessu ári í þvi sambandi verður þó jafnframt að
hafa i huga. að hér er aðeins um að ræða einn áfanga á lengri
leið, þar sem stefnt er að þvi að minnka viðskiptahallann enn
meira, svo og að koma hraða verðbólgunnar niður á það stig.
sem algengast er i nálægum löndum
Traustur fjárhagur rikisins er nú enn brýnni en fyrr, þar sem
verslunarárferði hefur nú snúist okkur i hag, og okkur er mikil
nauðsyn að nota þetta tækifæri til þess að styrkja stöðu
þjóðarbúsins út á við, en ekki eingöngu til þess að auka
þjóðarútgjöldin
Þótt horfur fyrir næsta ár séu nú nokkru bjartari en verið
hefur, ætti reynsla siðustu ára að hafa fært okkur heim
sanninn um, að skjótt skipast veður i lofti, og að óvarlegt er að
treysta á langvarandi framhald þeirrar hagstæðu þróunar, sem
við njótum nú um sinn Nú skiptir afar miklu, að menn meti
stöðuna i efnahagsmálum af raunsæi
Þessu verður ekki breytt i einu vetfangi, heldur með
hægðinni og itrustu aðhaldssemi Þessar aðstæður setja
efnahagsstefnunni á næstunni ákveðnar skorður, og i Ijósi
þessara staðreynda er þetta frumvarp samið og flutt Ég vænti
þess, að þingmenn fjalli um það með sama hugarfari, það
býður bióðarhaaur.